Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 DV________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Eygló Harðardóttir og Margrét H. Blöndal Aöalatriöiö er aö gefa sér tíma oggá hvaöa taugar verkin snerta. Glíman við efniviðinn og hugmyndimar - samsýning Margrétar H. Blöndal og Eyglóar Harðardóttur vígir nýjan sal Nýlistasafnsins „Einurn kunningja mínum fannst eins og hann gengi inn á vígvöll þegar hann kom hingað inn, án þess þó að hér væri stríðsástand, frekar eins og hvert verk sé fulltrúi ákveðinna kennda, eiginleika eða krafta úr reynsluheiminum, “ segir Margrét H. Blöndal myndlistarmaður sem nú sýnir ásamt Eygló Harðardóttur í nýjum sal Nýlistasafnsins, Vatnsstíg 3 (á hœðinni fyrir ofan Dún- og fiðurhreinsunina). / Salurinn er stór og skemmtilegur en ennþá alveg hrár, gefur tilflnningu af aö vera ný- bygging þó að húsið sé gamalt. Það rímar vel við sýninguna sem valin var til að vígja hann því hún virkar hrá við fyrstu sýn en reynist þegar nánar er að gætt reist á djúpum og ný- stárlegum pælingum um kunnugleg efni. Sýn- ingamar bera saman yfirskriftina „Skynjanir sem sýnast" og kemur titillinn úr grein eftir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem hún skrifaði eftir heimsókn á vinnustofur Margrétar og Eyglóar. Umkomuleysi „Þetta eru ellefu skúlptúrar en ég lít ekki á þá sem sjálfstæð verk heldur á sýningargest- urinn að ganga inn í heim þar sem verkin hafa mismunandi vægi,“ segir Margrét og snýr sér hægt í hring á miðju gólfi með verk- in sín allt i kringum sig. „Efniviðurinn teng- ist alltaf einhvers konar nærveru - verkin eru úr dýnuveri, svampi, í einu eru tappar úr hitapoka eins og leikmenn á ferðalagi og brenniboltar eru i nokkrum þeirra." Áhrifamikill partur af sýningu Margrétar er stór litmynd á vegg af ungum dreng sem liggur samanhnipraður í rúmi sínu í náttfot- um og er greinilega nývaknaður. Svipur bamsins er sérkennilega óræöur og líkams- stelling hans ekki afslöppuð heldur eins og kreppt. „Ég sé þessa mynd sem eins konar glugga inn í þann heim sem verkin spretta úr,“ segir Margrét. „Myndin var tekin síðasta sumar og það var einhver margræðni í henni sem tog- aði sífellt í mig. Drengurinn er allur út í flóa- bitiun um leið og hann er klæddur bitvörgum. í henni em líka ýmsar hliðstæður við skúlpt- úrana, stelling hans í rúminu kallast ein- hvem veginn á við umkomuleysi gólfverk- anna, auk þess sem hann er umvafinn efni- viðnum sem flest verkin eru gerð úr.“ Stöðug aöhlynning Verkin eru berskjölduð fyrir fótum gesta svona úti á gólfi og á opnuninni fóru mörg þeirra á hreyfingu, að sögn Margrétar. „Fólk var hálfsmeykt um að skemma þau og ég hafði nógan starfa við að laga þau til. Ég vel að hafa þau berskjölduð og er um leið að taka áhættu, en það er ekki hundrað í hættunni þó að þau aflagist eitthvað. Þetta er bara eins og með líf- ið sem ógerlegt er að hafa fulla stjóm á. Ef eitthvað fer úr skorðum verður bara að hefj- ast handa við aðhlynninguna á ný. Fagurfræð- in í þessum verkum gerir fólk gjaman smeykt, en þessi fagurfræði byggir á áratuga- langri hefð í efhisnotkun. Þó myndlist byggi á hefð þá ætti ekki að þurfa áralanga skóla- göngu til að geta fundið tilvísanir í umhverfl sérhvers áhorfanda. Aðalatriðið er að gefa sér tíma og gá hvaða taugar þau snerta.“ - Þú virðist geta notað hvaða efni sem er í verkin þin. „Nei, það kemur fólki kannski á óvart en ég er mjög vandlát á efnivið og yflrleitt hefur efni verið lengi í kringum mig áður en ég get fundið leið að þvi.“ - Bíður þá listaverkið eftir að losna út úr efninu? „Ég myndi nú ekki oröa þetta svona hátíð- lega,“ segir Margrét, „því efniviðurinn hefur 360 gráður líkt og sérhver maður, ég þarf síð- an að athuga hvaða leið ég fer til að toga sér- kennið fram. Áhrifavaldamir em margvisleg- ir og eftir því sem næmi er þjálfað verður skynjunin sterkari. Regndropar á glugga geta orðið viðfangsefni, hvemig einn dropi hefur áhrif á annan, breytni dropanna, og um leið varpar breytnin ljósi á raunveruleikann, til dæmis samskipti fólks. Svoleiðis kveikjur eru svo spennandi. Um leið verður hversdagsleik- inn spennandi - allt veröur að lífi með enda- lausum hliðstæðum. Það er þetta sem bömin sjá þegar þeim verður allt að leik.“ Aö sjá meira en augaö sér Verk Eyglóar heita ekkert sérstakt heldur, hvert fyrir sig, en það er ákveðinn lykill að þeim öllum. Til dæmis liggur ofan á einu þeirra blað með Ijóði eftir Wislöwu Szym- borsku í þýðingu Þóm Jónsdóttur. „Þessir lyklar em áhrifavaldar sem tengjast verkinu og em í verkinu eins og ljóð Szymborsku,“ segir Eygló. „Svo nota ég til dæmis fréttir og vinn út frá sjónrænni framsetningu þeirra í dagblöðum og hvemig hún tengist inn i okkar reynsluheim og hugarástand. Formið sem fréttir fá í blöðum er staðlað - með fyrirsögn, undir- eða yfirfyrirsögn, texta og mynd, og vill vera boðberi sannleikans. En fréttir em alltaf túlkun. Þær era eins og takmörkuð sneið- mynd af einhverjum vemleika eða ástandi, en það sem mér flnnst áhugavert er það sem ger- ist innra með áhorfandanum eða lesandanum við að lesa þær eða skoða.“ Eygló vinnur með þessa þrívíðu úrvinnslu út frá tvívíðum upplýsingum dagblaðanna í tveimur verkanna. „Heimsatburðir undanfar- inna ára birtast okkur á síðum dagblaðanna, sjónrænt erum við að greina myndina í form og liti og um leið að upplifa fréttimar, eins og tvívíðan óraunveruleika - myndmálið er þó lykill að einhverju ástandi." Þessar sjónrænu skynjanir túlkar Eygló til dæmis með munstrum sem kveikja eftirmynd eða kerfl sem tengjast frummyndinni en era ekki sambærileg henni og sýnir þar með að við sjáum ekki myndina sjálfa heldur eitthvað sem hún sýnir ekki. „Ég er ekki að boða neitt,“ segir hún, „frek- ar að gera tilraunir. Það er partur af þessu að áhorfandinn sé virkur og taki ekki bara við grautnum heldur velti efninu fyrir sér.“ Glíman mest spennandi Önnur fréttin sem Eyglö vinnur út frá er frá Nepal þegar konungsfjölskyldan þar var jörð- uð í fyrra. Fjöldi áhorfenda fyUir hálfbyggt fjölbýlishús og svo sést líkfylgdin sjálf fyrir framan það. „Áhorfendur kasta blómum og myndin er þrungin ilmi og stemningu en þó er þetta afar örlagarík stund fyrir íbúa landsins, sumir upplifðu þennan atburð sem heimsendi," seg- ir Eygló. „Myndin kveikti hjá mér löngun til að byggja þennan strúktúr á gólflnu fyrir framan úrklippuna en hann hefur fleiri teng- ingar, ég fór í bækur um áhugaverð munstur í stærðfræði, safnaði ljósmyndum úr um- hverfl frumbyggja í Ástralíu og flóttamanna- búðum og tengdi þessa heima saman því ég sé i þeim ákveðnar hliðstæður. En þó að ég hafi einhverjar ákveðnar hugmyndir með verkun- um mínum þá finnst mér ekki nauðsynlegt að áhorfandinn þekki þær. Það er glíman við að vinna hugmyndir áfram sem mér finnst mest spennandi." Sýning Margrétar og Eyglóar stendur til 14. apríl og er opin miöv,- sunn. kl. 13-17. Strompleikur Árið 2002 er ár Halldórs Laxness í ís- lensku menningarlífi eins og við verð- um nú æ oftar vör við. Einn af hátind- um ársins er sýning Þjóðleikhússins á Strompleiknum eftir Nóbelsskáldið sem verður frumsýnd annað kvöld kl. 20. Leikstjóri er Kristin Jóhannesdótt- ir og er þetta hennar fyrsta leikstjórn- arverkefni í Þjóðleikhúsinu. Þó að okkur sé tamast að líta á Hall- dór Laxness sem sagnaskáld var hann meðal afkastamestu leikskálda á ís- landi á 20. öld. Hann samdi sitt fyrsta leikrit, Straumrof, árið 1934, og skrif- aði fjögur leikrit til viðbótar, Silfur- túnglið (1954), Strompleikinn (1961), Prjónastofuna Sólina (1962) og Dúfna- veisluna (1966). Auk þess hafa leik- gerðir eftir skáldsögum hans notið gíf- urlegra vinsælda íslenskra leikhús- gesta í gegnum tíðina, ekki sist ís- landsklukkunni, en leikgerð Halldórs eftir þeirri bók var ein af opnunarsýn- ingum Þjóðleikhússins 1950. Með Strompleiknum kvaö við nýjan tón í íslenskri leikritun, enda fylgdist Halldór Laxness vel með því sem helst var að gerast í leikritun á erlendri grundu og hikaði ekki við að gera til- raunir með leikritunarformið í verk- um sínum. Leikritið var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 1961 og sýnt aftur árið 1972 hjá Leikfélagi Akureyrar. Þetta er gamanleikur með alvarlegum undirtóni þar sem kímnigáfa skáldsins og hæfileikar til að skapa eftirminni- legar persónur njóta sín vel. Verkið fjallar um mæðgurnar frú Ólfer og Ljónu sem búa í niðumíddum bragga í Reykjavík og hafa hin ótrúlegustu ráð til að komast af. Með hlutverk þeirra fara Sólveig Amarsdóttir og Kristbjörg Kjeld. Þetta er frumraun Sólveigar í Þjóðleikhúsinu eftir að hún lauk námi í leiklist í Þýskalandi. Með önnur hlut- verk fara Atli Rafn Sigurðarson, Bald- ur Trausti Hreinsson, Edda Amljóts- dóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðar- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nordal, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gests- son, Sigurður Skúlason og Valur Freyr Einarsson. Tónlist semur Hilmar Örn Hilmarsson, leikmynd og búningar eru í höndum Rebekku A. Ingimundardótt- ur, Ástrós Gunnarsdóttir sér um sviðs- hreyfingar og lýsingu hannar Páll Ragnarsson. Söngvar skáldsins Annað kvöld kl. 20 flytur Skólakór Kárs- ness dagskrána Söngva skáldsins í Salnum í Kópavogi. Þar lesa kórfélagar upp úr verkum Hall- dórs Laxness, leika þætti úr sögmn hans og syngja mörg af feg- urstu ljóðum hans. Dagskrána hafa kórfélagar flutt fyrir eldri bekki grunnskólanna í Kópavogi á síðustu vikum og er hún lokaatriðið í Tónlist fyrir alla á þessu skólaári. Að sögn Þórunnar Björnsdóttur, sfjómanda Skólakórs Kársness, hafa viðtökumar verið afar góðar. „Jónas Ingimundarson, tónlistarráðunautur Kópavogs og forsvarsmaður verkefn- ins Tónlist fyrir alla, hefur lengi haft áhuga á því að nemendur komi fram á skólatónleikunum og því þótti okkur vel við hæfi að bjóða upp á Söngva skáldsins i tilefni af aldarafmæli hans. Þetta er í fyrsta skipti aö nemendur syngja og spila fyrir aðra nemendur í Tónlist fyrir alla og í ljósi þessarar ánægjulegu reynslu munum við án efa skipuleggja fleiri tónleika í framtíð- inni þar sem nemendur í söng- og hljóðfæranámi, skólakórar, hljómsveit- ir og sönghópar koma fram í Salnum. Þessir nemendur leggja á sig mikla vinnu utan hefðbundins grunnskól- náms en fá sjaldan eða aldrei tækifæri til að leika eða syngja fyrir skólafélaga sína og kennarana."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.