Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. APRIL 2002 9 py___________________________________________________________________________________________________________________________________Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaöið HEILDARVIÐSKIPTI 3.295 m.kr. Hlutabréf 577 m.kr. Bankavíxlar 1.233 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ; Búnaðarbankinn 242 m.kr. Össur 86 m.kr. "Hslandsbanki 55 m.kr. MESTA HÆKKUN O íshug 2,7% © Búnaðarbankinn 1,5% ©Oa 1,5% MESTA LÆKKUN © Kögun 5,6% Qfsl. fiársjóðurinn 3,2% ©ísl. hlutabr.sj. 2,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1.302 stig - Breyting © 0,40% Hagvöxtur á 4. ársfjórðungi 4,6% Samkvæmt frétt frá Þjóðhagsstofn- un óx landsframleiðslan á síðasta fjórðungi ársins 2001 um 4,6% á milli ára þrátt fyrir að innlend eftirspum hefði dregist saman um 7,3%. Ástæða þessa mikla vaxtar er verulegur vöxt- ur i útflutningi en hann jókst á tíma- bilinu um 13,5%. Samdráttur er í einkaneyslu og fjámiunamyndun, sem og innflutningi. Einkaneyslan dróst saman um 6,5%, fjármunamyndunin um 11,5% og innflutningur imi 18,8%. Samkvæmt endurskoðuðum tölum er nú áætlað að hagvöxtur síðasta árs hafi numið 3,0% í stað 2,2% í fyrri áætlun. í spá Þjóðhagsstofhunar fyrir þetta ár er gert ráð fyrir 0,5% sam- drætti i landsframleiðslu á milli ára. Verðbréfasjóðir fjárfesta í hluta- bréfum Samkvæmt nýju yfírliti frá Seðla- bankanum námu hrein kaup verðbréfa- sjóða á hlutabréfum um 800 milljónir króna í febrúar. Með hreinum kaupum er átt við breytingar á eignastöðu milli mánaða að frádreginni verðhækkun. Febrúar var þar með fimmti mánuður- inn i röð þar sem verðbréfasjóðir voru á kauphhðinni á innlendum hlutabréfa- markaði. Áður höfðu sjóðimir verið seljendur hlutabréfa í 13 mánuði í röð. Hegðun sjóðanna hefur því endurspegl- að vel verðþróun á hlutabréfamarkaði á undanfómum misserum. . 2002 kl. 9.15 KAUP SALA Bfijpollar 99,030 99,540 tíSsPund 142,250 142,980 g*lltan. dollar 62,220 62,600 “jDönsk kr. 11,7360 11,8010 3~ÍNof»kkr 11,4220 11,4850 CSSwnkkr. 9,6140 9,6670 Sviss. franki 59,6700 60,0000 [*>p.yen 0,7487 0,7532 Hecu 87,2231 87,7472 SÐR 123,9900 124,7300 Arðgreiðslur fyrirtækja á VPÍ: Aukast um 60% milli ára - þrátt fyrir að færri fyrirtæki greiði arð Auknar aörgreiðslur Fyrirtæki á VÞÍ greiddu 6,7 milljarða króna í arð síðasta rekstrarár á móti 4,2 milljörðum árið áður. Fyrirtæki á VÞÍ greiða um 6,7 millj- arða króna í arð fyrir síöasta rekstr- arár en greiddu 4,2 milljarða króna fyrir síðasta ár. Aukningin nemur 60% á milli ára en frá þessu var sagt í Viðskiptablaðinu sem kom út í morg- un. í Morgunpunktum Kaupþings kemur fram að íslandsbanki mun greiða stærstu arðgreiðsluna en félag- ið hyggst greiða út 13% arð af hlutafé sem gerir um 1300 milljónir króna. í öðru sæti kemur síðan Landssími Is- lands með 844 milljónir og í þriðja sæti Landsbankinn með 685 milljónir. Sömu fyrirtækin voru með hæstu arð- greiðslumar i fyrra en islandsbanki og Landssími íslands höfðu sætaskipti þar sem Landssíminn greiddi út 565 milljónir króna en íslandsbanki hálf- an milljarð. Landsbankinn greiddi út 445 milljónir i fyrra. Færri fyrirtæki greiða þó út arð á þessu ári. í ár greiða 37 fyrirtæki út arð, eða tæplega 2 af hverjum þremur, en hlutfallið var 71% í fyrra. Af þeim fyrirtækjum sem greiddu út arð nam arðurinn 184 milljónum króna að meðaltali sem er töluverð hækkun frá þvi í fyrra, þegar arðurinn nam ein- ungis 104 milljónum. Hjá þeim félög- um sem greiddu út arð á þessu ári var meðaltalið 8,1% sem er lítið eitt hærra en arðgreiðsluhlutfallið í fyrra sem var 7,7%. Arðgreiðslan sem hlut- fall af hlutafé hefur þvi hækkað á milli ára. Það fyrirtæki sem greiddi út hæsta hlutfallið af heildarhlutafé á þessu ári er Samherji en hann greiðir út sem svarar 30% af hlutafé. í fyrra var arð- greiðslan einnig myndarleg en þá greiddi félagið út 15% arð. Samherji ber höfuð og herðar yfir önnur sjávar- útvegsfyrirtæki hvað arðgreiðslur varðar en meðaltal arðgreiðslna sjáv- arútvegsfyrirtækja á þessu ári var að- eins 7,5%, þrátt fyrir að afkoma sjáv- arútvegsins hefði verið með miklum ágætum í fyrra. Arðgreiðslan var þó snöggtum betri en í fyrra, þegar hún nam aðeins 4,6% að meðaltali. Greiningardeild Kaupþings telur ekki ólíklegt að fjármálafyrirtækin muni breyta sínum áherslum hvað varðar arðgreiðslustefnu á næsta ári. Þá munu þær snúast frekar um að greiða arð út frá hlutfalli hagnaðar fremur en hlutfalli af hlutafé. í Morg- unpunktum Kaupþings kemur fram að æ fleiri fyrirtæki séu farin að marka sér stefnu hvað arðgreiðslur varðar og telur greiningardeild Kaup- þings það vera æskilegt. Greiningar- deild Kaupþings telur að arðgreiðslur séu famar að skipta fjárfesta meira máli en áður og væntanlega muni fjár- festingarákvarðanir í framtíðinni taka aukið mið af þeim. Sætanýting Flugleiða versn- ar um 5,7 prósentustig Farþegum Flugleiða á leiðum til og frá íslandi fækkaði um 5,1% í febrúar í samanburði við síðasta ár, en farþegum sem flugu yfir hafið milli Bandarikj- anna og Evrópu, með stuttri viðkomu á íslandi, fækkaði hins vegar um nær helming, eða 48%. Mjög hefur verið dregið úr sætaframboði þannig að sæta- nýting var 5,7 prósentustigum lakari en á sama tíma í fyrra og er 1,4 prósentu- stigiun lakari frá áramótum. I frétt frá Flugleiðum um farþega- fjölda og flutninga í febrúarmánuði kemur fram að farþegum í millilanda- flugi Flugleiða fækkaði um 25% í febrú- Lokið er áreiðanleikakönnun vegna kaupa Delta hf. á danska sam- heitalyfjafyrirtækinu United Nordic Pharma (UNP). Stjóm Delta hefur samþykkt kaupin og hafa samning- ar veriö undirritaðir. Eins og fram hefur komið í fyrri kynningu Delta er UNP markaðsfyr- irtæki sem starfað hefur á dönskum lyfjamarkaði frá árinu 1990. Fyrir- tækið hefur keypt lyf frá ýmsum framleiðendum samheitalyfja og sel- ur undir eigin merkjum til apóteka í Danmörku. Starfsemin hefur geng- iö vel og var velta á árinu 2001 um 240 milljónir króna. Framkvæmda- stjóri UNP, sem jafnframt er fyrrum eigandi fyrirtækisins, mun starfa Har í samanburði við sama mánuð á síðasta ári. Þeir voru 56.965 nú en 75.950 í febrúar 2001. Farþegum sem áttu erindi til íslands eða frá ís- landi fækkaði um 5,1%, en þeim sem fljúga yfir Norður- Atlantshafið um tsland fækkaði um 48%. Farþegum á almennu farrými fækkaði um 25,9% en á viðskiptafar- rými fækkaði farþegum um 13,8%. í frétt Flugleiða er bent á að félagið áfr£un að rekstrinum ásamt þeim starfsmönnum sem unnið hafa að uppbyggingu félagsins. Stefnt er að því að styrkja innviði og rekstur enn frekar með öflugri fjármála- stjóm og eflingu markaðsstarfs. Fyrirsjáanlegt er að vöxtur UNP verður umtalsverður á næstu árum og hefur félagiö þegar tryggt sér markaðsleyfi fyrir fjölda nýrra lyfja og mun hefja markaðssetningu á um 20 samheitalyfjum á þessu ári. UNP mun einnig hefja markaðssetn- ingu annars staðar á Norðurlöndum á næstu misseram. Kaupverð UNP er um 300 milljónir króna. Þar að auki mun núverandi eigandi UNP öðlast helming af EBITDA-framlegð hefur lagað framboð sitt að minnkandi eftirspurn og í febrúar minnkaði sæta- framboð Flugleiða um 22,3% og salan um 29,5%, sem leiddi til þess að sæta- nýting var í mánuðinum 5,7 prósentu- stigum lakari en í febrúar 2001. Hún var 55,4% í janúar í ár, en 61,1% á síðasta ári. Farþegum í innanlandsflugi Flugfé- lags íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða, fækkaði í febrúarmánuði um 17,1%, úr 20.510 farþegum í fyrra í 17.009 í ár. Þá fækkaði fluttum tonnum hjá Flugleið- um-Frakt, dótturfyrirtæki Flugleiða, um 18,7%. næstu 3 árin, að hámarki 417 millj- ónir. Delta hefur kynnt þá stefnu sína að sækja lengra inn á samheitalyfja- markaöinn á þeim mörkuðum þar sem það samrýmist hagsmunum fé- lagsins. Hingað til hefur Delta ekki selt lyf undir eigin vörumerki á er- lendum mörkuðum og nær ein- göngu selt lyf til markaðsfyrirtækja. Eru kaupin því mikilvægt skref í framþróun markaðsstarfs Delta. Áætlanir Delta-samstæðunnar, sem nú telur Delta hf., Omega Farma, Pharmamed á Möltu, UNP og önnur dótturfélög, munu verða kynntar ít- arlega í aprílmánuði. Tölvusala framar vonum Tölvusala á heimsvísu mun aukast um 3% árið 2002, þannig að seldar verða 125,5 milljónir tölva á árinu. Þetta er meiri vöxtur en áður hafði verið spáð, en búist hafði ver- ið við 1,8% söluaukningu milli ár- anna 2001 og 2002 í fyrri spám. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknafyrirtækisins IDC. Þar segir að í öllum heimshlutum að Asíu undanskilinni hafi verið meiri vöxtur en búist haíði verið við á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og að aukinn stöðugleiki í efnahagslífi muni ýta undir tölvusölu á þessu ári. Árið 2001 minnkaöi tölvusala um 5,2% frá árinu 2000, en þá höfðu ver- ið seldar 128,5 milljónir tölva um allan heim. Ekki er útlit fyrir sam- drátt á næstunni ef marka má sér- fræðinga IDC, því þriggja prósenta vexti á þessu ári mun síðan fylgja 10,9% vöxtur á árinu' 2003 sam- kvæmt spám þeirra, en þeir búast við því að 139,2 milljónir tölva verði seldar í heiminum það ár. Gengið frá kaupum á United Nordic Pharma SUPREME PIZZA áleggstegundir: ostur, sósa, pepperoni, ítölsk pylsa, nautahakk, laukur, græn paprika og sveppir. Fákafeni 11, 108 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.