Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 16
m 28 Skoðun FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 DV Spuming dagsins Ferðaðistu eitthvað um páskana? Sesselja Friöriksdóttir matráðskona: Nei, það var fínt að vera heima. Edgar Ágúst Þráinsson, 7 ára: Nei, best að vera heima. Margrét Ásta Árnadóttir, 12 ára: Nei, ég hefði samt viljað heimsækja heitt land. Nei, en ég heföi viljað ferðast innanlands. Bryndís Jóna Hamilton, 12 ára: Nei, ég hefði viijað ferðast innan- lands. Eg geri það kannski í sumar. Farþegasiglingar frá fjarlægum stað Seyðisfjörður. Fallegur bær en ærið afskekktur fyrir þorra landsmanna sem vilja sigla með ferju. Ingvi Ingvason, Breiövangi 55 í Hafnarfirði, skrifar: Tilefni þessara skrifa er annars vegar umíjöllun Skúla Sigurðssonar 14. desember og Katrínar Fjeldsted 29. nóvember um ferjusiglingar - og hins vegar litfagur bæklingur frá Smyril Line inn á hvert heimili, að minnsta kosti til undirritaðra. Ann- ar okkar hefur notið ferjunnar nokkrum sinnum og hefur ekkert séð athugavert við þá þjónustu. Aft- ur á móti er það stórathugavert og sennilega mistök að þjónusta þessi skuli vera rekin frá afskekktum smábæ hinum megin á landinu við frekar þröngar aðstæður og erfiðar brekkur, hvort sem er upp eða nið- ur. Að auki er þjóðvegurinn austur oft erfiður yfirferðar. Víða er ekki malbik og þar sem endurbætur eiga sér stað má búast við stöðugu grjót- kasti frá ökuþórum sem hirða ekki um hraðatakmarkanir sem valda skemmdum á lakki og gleri. Þrátt fyrir þetta hefði mátt hafa ferjumót- tökuna í Reyðarfirði því aðkoma og brottfor þaðan er þægilegri á allan hátt. Hér á Suðvesturlandi hefur meiri- hluti þjóðarinnar kosið sér aðsetur. Fólk á þessu svæði hefur meiri hag af því og þá ekki síður skipafélagið að aðstaðan væri í nágrenni þéttbýl- isins eins og til að mynda í Þorláks- höfn þar sem búnaður fyrir svona skip er þegar til staðar. Algjörlega hefði mátt spara þá fjármuni sem fara eiga í bætta aðstöðu í Seyðis- firði. Seyðisfjörður er fallegur bær og allt það en það er með hann eins og útvarpið að skylduaðildin er ekki „Ef eitthvert vit á að vera í hlutunurn er augljóst að gera verður þéttbýlisbúum kleift að þurfa ekki að aka lengra en til Þorlákshafnar þegar og ef þá langar að skreppa til Evrópu til lengri eða skemmri dvalar. “ í samræmi við nútíma starfshætti f viðskiptum. Ef eitthvert vit á að vera í hlutunum er augljóst að gera verður þéttbýlisbúum kleift að þurfa ekki að aka lengra en til Þor- lákshafnar þegar og ef þá langar að skreppa til Evrópu til lengri eða skemmri dvalar. í þessu ljósi styðjum við undirrit- aðir tillögu Katrínar og Skúla að hluta til, við viljum ferjusiglingar allt árið milli landa og það frá Þor- lákshöfn. Hvað varðar fargjaldið og kostnaðinn við að komast til og frá landinu þá er það verðugt umfjöll- unarefni í öðru erindi. Samt verður að geta þess að fargjöldin með ferj- unni hafa hækkað töluvert frá fyrra ári og er þá aðeins litið á fargjald með eigin bifreið. Eftir sem áður geta bifreiðaeigendur sent bifreið- ina með skipi og flogið á milli áfangastaða. Sviknir Grafarvogsbúar Fjölskyldan flutti nýlega 1 Grafarvog. Þar er gott að búa innan um fjölda ungs fólks sem þama býr, og reyndar alla ald- urshópa. Það hefur oft verið sagt að glöggt sé gests aug- að og nýfluttur i hverfið greini ég sitthvað sem R-list- inn hefur svikið Grafarvogsbúa um. Ég ætla að nefna hér dæmi sem blasa strax við. Fjaran er menguð og full af alls konar drasli sem varla er hægt aö nefna á prenti. Böm leika sér í óþverranum og getur maður þá hugsað sér að foreldrar hafi nóg að Böm leika sér í óþverranum og getur maður þá hugsað sér að foreldrar hafi nóg að þrífa af þeim við heimkomu. þrífa af þeim við heimkomu. Þegar sjálfstæðismenn fóru með stjóm borgarinnar var langt komið að hreinsa alla strandlengjuna frá Kópavogi vestur að Ánanaustum. Þegar R-listinn prettaði sig inn á borgarbúa 1994 strandaði þessi hreinsun fljótlega. Þá lagði R-listinn á alræmdan holræsaskatt og átti að nota hann i þessa hreinsun. Ekkert gerðist fyrir Grafarvogsbúa og hol- ræsaskatturinn fór i annað. Því er fjaran í hverfinu þakin hvítum sal- emispappír og öðra enn verra. Sjálf- stæðismenn ætla að halda áfram að hreinsa strandlengjuna og leggja samt af holræsagjaldið. Hitt dæmið sem ég ætla að minn- ast á er Korpúlfsstaðir. Árið 1994 sagði R-listinn Korpúlfsstaði vera ónýt hús og því brjálæði að endur- nýja þau. Það fór samt svo að R-list- inn kokgleypti allt um Korpúlfsstaði og setti þar upp gluggalausan bama- skóla, Korpuskóla. Nú hefur D-list- inn, með Björn Bjamason í fomstu, ákveðið að byggja nýjan skóla og ætlar listamönnum og fleiri aðstöðu á Korpúlfsstöðum. Ég skora á alla Grafarvogsbúa að standa vel að því að Bjöm Bjama- son geti orðið næsti borgarstjóri í Reykjavík. Karl Ormsson, fv. deildarfulltrúi, skrifar: Garri Aðalatriði og aukaatriði Garri hefur reynt að fylgjast með umræðunni A um væntanlegt álver á Reyðarfirði og fréttum af ákvörðunum hjá Norsk Hydro þess efnis að ekki væri útlit fyrir að tímasetningar varðandi bygg- ingu álversins mundu standast. Á hann í nokkmm vandræðum með að ná áttum í málinu og fráleitt einn um þá stöðu. Finnst Garra svo komið í málinu að það er farið að minna tölu- vert á fyrirætlanir um byggingu álvers á Keilis- nesi hér í eina tíð. En það mál er löngu fallið í gleymskunnar dá. Umræðan um páskana snerist að mestu um það hvort og hvenær talsmenn íslensku samn- inganefndarinnar hefðu vitað að blikur væm á lofti um timasetningar varðandi byggingu álvers- ins eystra. Og hvort þeir hefðu komið þeim Wt skilaboðum norsara skilmerkilega til iðnaðarráð- herrans svo ekkert færi milli mála um stöðu mála eða forklúðrað málinu svo að ráðherrann hélt að þama væri aðeins ómerkilegt slúður á ferð sem ekki bæri að taka alvarlega. Blikur á lofti Samkvæmt fréttum vissu menn hér á landi í febrúarlok að blikur væru á lofti varðandi tíma- 49 setningar Norsk Hydro en mátu stöðuna svo aö það mundi skaða málið að gera þess- ar blikur opinberar. Enda ekkert vit í þvi að blása málið út í fjölmiðlum og láta alls kyns ólíkindatól síðan vaða taumlaust uppi með stóryrtar yfirlýsingar um að málið væri strand. Austfirðingar fengju ekkert álver. Enda átti slík umræða ekkert erindi við almenning. Og við bætist að svo virtist sem menn hjá Norsk Hydro hefðu ekki tekið endanlega ákvörðun um að tímasetn- ingar stæðust ekki heldur einungis látið í veðri vaka að svo gæti farið. Og á þessu tvennu er reg- inmunur. Lágmarksbreytingar Efasemdir um að bygging álvers yrði ekki á tímaáætlun voru ekki nægar til að hefja umræðu um málið enda engin endanleg ákvörðun um að byggingaframkvæmdir mundu tefjast og að auki verið settar fram viljayfirlýsingar um viðræðu- fundi þar sem rætt yrði um endanlega ákvörðun þess efnis að framkvæmdir mundu kannski ekki standast timasetningar sem ákveðnar höfðu ver- ið á fundi forðum. Garri las ennfremur að i byrj- un mars hefði verið haldinn fundur um að reynt hefði verið að finna lágmarksbreytingar á tíma- setningum sem hefðu falið i sér að tímasetning- amar gætu staðist í aðalatriðum. Þetta er náttúr- lega aðalatriði málsins og ljóst að menn verða að skilja það ætli þeir nokkum tima að reisa álver á Reyðarfirði. En niðurstaða alls þessa er samt sem áður að hjá Norsk Hydro hafa menn heykst á því að skella sér í byggingaframkvæmdir eða koma með tímaáætlun meö lágmarksbreytingum sem fela í sér að tímasetningar geti staðist í aðalat- riðum. Garri er á því að hann hafi náð kjama málsins með smáfrávikum sem ná þó ekki að mgla heildarmyndina meir en svo að hann sér Jón Sigurðsson, fyrrum iðnaðarráðherra, ljóslif- andi fyrir sér í stafni, horfandi til lands. CsfkjTfi. Afburða fréttaþulur Fyrrverandi kaupfélagsstjóri skrifar: Ég má tO með að koma því á fram- færi að mér finnst Logi Bergmann Eiðsson, fréttamað- ur hjá Sjónvarpinu, bera af öllum þeim sem fréttir lesa að báðum stöðvimum meðtöldum. Hefur Logi vaxið jafnt og þétt frá þvi að hann hóf störf í íþróttadeild Sjónvarpsins. Hann hefur skýra og þýða rödd, brúnaþungur svipur hans eykur traust fréttanna og fréttir í hans eigin flutningi eru á heimsmælikvarða. Ætti Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósanna, ekki að íhuga að gera Loga að fréttastjóra hjá sér? Logi Bergmann brúnaþungur og traustur. Léttið ykkur, landar! Reynir skrifar: Margir íslendingar þjást af offítu, sér í lagi böm á aldrinum 4-12 ára, en einnig unglingar og eldra fólk. íslend- ingar hafa verið að fitna með árunum og nú finnst mörgum að það ætti að stoppa þetta. Allt of margir fara á skyndibitastaði á virkum dögum og enn fleiri á fóstudögum. I kjörbúðum má sjá fólk rogast með 10 til 12 lítra af kóki, tugi þúsunda kaloria, og ljóst á holdafari kaupendanna að dagleg neysla á þessum sykraða drykk er ekki við hæfi. Em ekki kranar á öll- um heimilum með köldu, rennandi vatni? Mér finnst að hraust og sterk þjóð af vikingaættum ætti að taka sig á í þessum málum. Ömurlegt er að horfa upp á unglinga á sundstöðum af- myndaða af fitu. Hér dugir ekkert annað en stórátak landsmanna. Atriöi úr I faðmi hafsins sem Flateyringar og fleiri kvik- mynduðu. Stórkostleg bíómynd Reykvíkingur hringdi: Ég átti ekki á miklu von þegar ég settist niður og skoðaði bíómynd Ffateyringanna, í faðmi hafsins. En myndin reyndist ein sú besta ís- lenska sem ég hef séð tO þessa, betri en þær sem sjálf- umglaðir kvikmyndastjórar eru að sýna okkur. Menningarmafiunni hér í borg þóknaðist það ekki að Lýður hér- aðslæknir og aðrir Flateyringar væru að gera þorpið sitt að Hollywood. Myndin fær því enga styrki, þeir era handa klíkuliðinu sem býr til and- lausar myndir. Mynd læknisins og fé- laga hans reyndist vera bráðskemmti- leg, mikið drama, fallega tekin mynd - þetta var boðskapur fólks sem hefur þurft að þola mikið. Kærar þakkir til Flateyringa og til hamingju með myndina. Áfram Teigakjör! Teigabúi skrifar: Hann heitir Logi og hún heitir Magga og þau eiga verslunina Teiga- kjör í Laugarneshverfi. Mér fmnst þau eiga þakkir skilið fyrir liðlegheit. Þau eru alltaf boðin og búin að að- stoða fólkið í hverfinu og fara jafhvel heim til gamla fólksins með vöram£ir ef svo ber undir. Það liggur við að maður geti farið með bamið í pössun til þeirra á meðan maður skreppur frá. Einnig fmnst mér þau eiga heiður skilið fyrir að gefa stórmörkuðunum ekkert eftir hvað varðar verðlagn- ingu. T.d. kostaði Góu páskaegg núm- er 6 ekki nema 1.220 krónur í Teiga- kjöri en í stórmörkuðunum hef ég ekki séð verðið á þessari vöru fara undir 1.440 krónur. Ef fólk vanhagar um eitthvað, þá panta þau Logi og Magga það fyrir mann eins og ekkert sé. Þetta fólk á heiður og þakkir skil- ið. Ef ég flyt úr hverfmu þá er þetta eitt af því sem ég á eftir að sakna mest, búðarinnar minnar. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV. Þverhofti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.