Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 20
í 32______ Tilvera FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 DV > v Frumsýningar í bíóum: Svört kómedía, uppvakn- ingar dópsalar og fótbolti Það eina sem kvikmyndir helgar- innar eiga sameiginlegt er að þær eru allar enskumælandi, annars er fíölbreytnin i fyrirrúmi. Engar stór- ar Hollywoodmyndir eru á dagskrá heldur eru þetta myndir sem meira og minna eru gerðar af minni fyrir- tækjum, tvær er bandariskar, svarta kómedían, The Royal Tenen- baums og Resident Evil, spennu- mynd þar sem dauðir eru vaktir upp og gerðir að ófreskjum, bresk/bandaríska myndin The 51st State þar sem Samuel L. Jackson fær að klæðasta skotapOsi og breska myndin Mean Machine þar sem fótbolti er í fyrirrúmi meðal fanga. The 51st State Sjálfsagt hefur hinum ágæta svarta leikara, Samuel L. Jackson, aldrei dottið i hug að hann ætti eftir að kiæðast skota- pilsi. Það gerir hann nú samt í hinni gaman- sömu spennu- mynd The 51st. State. Leikur hann Elroy, óheppinn efnafræðing, sem vegnaeinna mistaka fær ekki vinnu nema við gerð eitur- lyfja. Hann er orðinn dauðleiður á vinnunni og vill snúa við blað- inu. í frítímum hefur hann fund- ið upp það sem hann kallar POS-51, nýtt partýlyf sem hann telur að muni slá í gegn. Yfir- menn hans hugsa gott til glóð- arinnar en Elroy hefur aðrar hugmyndir og stingur af með lyfið til Liverpool á Englandi. Þar telur hann að fyrrum yfir- menn hans muni síst detta í huga að leita hans. Elroy lend- ir fljótt í ýrnsmn ævintýrum, oftast miður skemmtilegum fyrir hann, sérstaklega þegar hann hittir fyrir þrjótinn Fel- ix (Robert Carlyle). Samuel L. Jackson og Ro- bert Carlyle þykja fara á kostum í myndinni og auk þeirra leika stór hlutverk, Emily Mortimer, Rhys Ifans, Meat- loaf og Sean Pertwee. Leikstjóri er Ronny Yu, sem upphaflega kemur úr Hong Kong-kvikmyndabransan- um. The Royal Tenenbaums The Royal Tenenbaums er stjörn- um prýdd, svört kómedía, sem fjall- ar um fjölskyldu sem er langt í frá að vera eins og aðrar fjölskyldur. Höfuð fjölskyldunnar er Royal, sem á þrjú böm með konu sinni Etheline og eru þau skilin. Börnin þrjú eru öll snill- ingar sem Mean Machine Vinnie Jones, fyrrum knattspyrnumaöur, fær tækifæri til aö leika knatt- spyrnumann, aö vísu innan fangelsismúra. eru óheppin að eiga ómögulega for- eldra. Chas byrjaði á fasteignavið- skiptum á fermingaraldri og þykir víst að hann verði gúru annarra á þessu sviði. Þegar Margot var fjórt- án ára var hún orðið verðlaunað leikskáld sem átti mikinn frama vís- an á því sviði. Yngsta bamið, Ritchie, var með slíka hæfileika í tennis að enginn hafði séð annað eins og vann hann unglinga- meistartitil í tennis þrjú ár í röð. Framtíð barnanna er björt, en faðirinn sér þó um að öll springa þau á limminu og eru gleymd að tuttugu árum liðn- um þegar faðirinn loks birtist aftur. Myndin segir síðan á skondinn hátt frá endurfundum fjölskyldunnar. í helstu hlutverkum eru Gene Hackman, Ben Stiller, Gwyneth Palthrow, Danny Glower, Anjelica Huston, Bill Murray, Luke Wilson og Owen Wilson, sem skrifaði hand- ritið ásamt leikstjóranum Wes And- erson. Mean Machine Knattspyrnufautinn, eins og margir kölluðu Vinnie Jones þegar hann var upp á sitt besta í atvinnu- knattspyrnunni, hefur komið sér vel fyrir í kvikmyndaheiminum. Það á hann að þakka Guy Ritchie, sem notað hefur hann með góðum árangri í Lock, Stock, and Two Smoking Barells og Snatch, Jones fær í Mean Machine að sýna hvað í honum býr, en þetta er fyrsta aðal- hlutverk hans. Hann hefur dálítið forskot á aðra leikara í kvikmynd sem fjailar meira og minna um fót- bolta, því hann leikur fyrrum fyrir- Resident Evil Milla Jovovich leikur einn úr björgunarliö- inu sem lendir í óvæntum átökum viö blóösugur. liða enska landsliðsins sem hefur orðið á í messunni og er dæmdur í þriggja ára fangelsisvist. Fangelsis- stjórinn vill að kappinn taki að sér að þjálfa fótboltalið fangavarða. Fyrrum landsliðsfyrirliði neitar að verða við þeirri bón. Hins vegar er hann reiðubúinn að taka að sér að þjálfa lið fanga svo hægt sé að skipuleggja æsispennandi leik við harðsnúið lið fangavarða ... Jones fær til liðs við sig úrval þrautreyndra breskra leikara, má þar nefna Jason Statham, David Hemmings og David Kelly. Leik- stjóri er Barry Skolnick sem kemur úr auglýsingabransanum. Hann hef- ur lengi starfað við auglýsingafyrir- tæki Ridleys Scott. Mean Machine er fyrsta leikna kvikmyndin sem hann leikstýrir. The 51st State Samuel L. Jackson kominn í skotapiisiö. Sími 550 5000 I Fax 550 5727 I Netfang auglysingar@dv.is Auglýsendur, Ið Miðvikudaginn 17. apríl ndi fylgir DV glæsilegur blaöauki um brúðkaup. Fjallab verbur um allt það sem vibkemur undirbúningi og framkvæmd bkaupsins ásamt naubsynlegum hollrábum til aá dagurinn megi veráa sem eftirminnilegastur fyrir brúáhjónin og gesti þeirra. Síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 12. apríl. Royal Tenenbaums Gene Hackman leikur ættarfööurinn Royal Tenenbaum, sem hér gerir sér upp veikindi tii aö geta sameinast fjölskyldu sinni á ný. Börn hans sem Ben Stiller og Gwyneth Paltrow leika eru eins og sjá má lítt hrifin. Resident Evil Resident Evil er hrollvekjandi spennumynd um ófreskjur á veið- um og ófreskjuveiöara. Myndin sem byggð er á tölvuleik gerist í upphafi í neðanjarðarbyrgi þar sem losnað hefur um banvænan virus sem gæti haft örlagaríkar afleiðingar fyrir mannkynið nái hann að komast upp á yfirborðið og það gæti alveg eins skeð þar sem vírusinn komst út í andrúmsloftið þegar tilraun var gerð til að stela honum. Fámennur hópur kvenna og karla er í björgun- arliði sem sent er undir yfirborð jarðar. Þegar þangað er komið er þeim gert erfitt um vik þar sem stjómtölva hefur að því er virðist sýkst einnig og gerir björgun- arteyminu erfitt fyrir. Það sem þó er alvarlegast er að vírusinn ekki aðeins drepur, heldur vekur hann upp þá dauðu sem verða að blóð- þyrstum ófreskjum ... í aðalhlutverkum eru Milla Jovo- vich og Michelle Rodriguez. Leik- stjóri er Paul Anderson, sem á baki nokkrar framtíðarspennumyndir, má þar nefna Mortal Kombat og Ev- ent Horizon. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.