Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 H>'V’ Fréttir Fylgi framboðanna í Reykjavík: Svipaður munur og fyr- ir síðustu kosningar - en talsvert fleiri hafa gert upp hug sinn nú Ráðhús Reykjavíkur Ljóst er aö Sjálfstæöisflokkurinn þarfað blása til meiri sóknar en tekist hefur í síöustu tvennum kosningum ætli hann sér aö hafa R-listann undir í vor. Mjög er nú rætt um mikinn - og vaxandi - mun á fylgi R- og D-lista í Reykjavík. í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup reyndist fylgi R-lista vera 61,1% en D- lista 36,6%. Flestum kemur á óvart hve munurinn er mikiil, enda hafði verið spáð tiltölulega jafnri baráttu. Að minnsta kosti jafnari en raunin hefur orðið. Leitað hefur verið logandi ljósi að skýringum á þessu. Þegar skoðana- kannanir DV og Gallup fyrir síðustu borgarstjómarkosningar era skoðaðar kemur hins vegar í ljós að munurinn er ekki það einsdæmi sem ætla mætti af umræðunni. Á meðfylgjandi línuritum sést þró- un fylgisins samkvæmt könnunum DV fyrir kosningamar 1994,1998 og niður- staða tveggja kannana sem blaðið hef- ur gert á þessu ári. Þar sést að framan af árinu 1994 (í aðdraganda þarsíðustu borgarstjómarkosninga) var fylgi R- lista rúm 63% en fylgi D-lista tæp 37%. Munurinn var því jafnmikill, jafnvel heldur meiri en nú. Þegar komið var fram i mars hafði hins vegar dregið talsvert saman með fylkingunum og er staða D-lista því augljóslega verri i ár en á sama tíma 1994. Fyrir síðustu borgarstjómarkosn- ingar dró hins vegar miklu seinna saman með fylkingunum en 1994. í könnun DV þann 7. maí 1998 reyndist fylgi R-lista 64,1% en D-lista 34,5%. Þama var því munurinn á milli fylk- inganna enn meiri en í nýjasta þjóðar- púlsi Gallup og vom þó aðeins þrjár vikur tii kosninga. Rétt eins og nú hafði fylgi R-lista aukist hröðum skref- um framan af árinu. Kannanir Gallup fyrir síðustu kosn- ingar sýna svipaða þróun. Fylgi R-lista jókst jafiit og þétt frá nóvember 1997 og náði hámarki í apríl 1998, rúmum mánuði fyrir kosningar. Þá mældist fylgi R-lista 61,4% eða jafnmikið og nú. Það var ekki fyrr en í byrjun maí sem dró verulega saman með fylkingunum. Það er því ljóst að sá mikli munur sem mælist nú á fylkingunum er ekki með þeim ólíkindum sem rætt hefur verið mn. Staða D þó að ýmsu leyti verri nú Þegar tölumar em skoðaðar kemur hins vegar í ljós að þótt staðan sem nú er uppi sé að mörgu leyti áþekk því sem var fyrir fjórum ámm, er Ölafúr Teitur staða Sjáifstæðis- Guðnason flokksins að sumu blaöamaöur leyti erfiðari en þá. Fyrir sfðustu kosn- ingar fór fylgi flokksins í Reykja- vík til dæmis lægst í 38,6% i könnunum Gallup. Það var í apríl, þegar fylgi R-lista náði hámarki. Núna er það hins vegar 36,6% eins og áður segir. Munurinn á fylkingunum hefúr þannig aldrei verið meiri en nú í könnunum Gallup. Fylgi R-lista var að vísu svipað f könnunum fyrirtækis- ins í apríl 1998 en munurinn er sá að fylgi D-lista var ekki jafnlítið þá og nú. Rúmum mánuði fyrir síðustu kosningar mceld- istfylgi R-lista 61,4% eða jafnmikið og nú. Það var ekki fyrr en í byrjun maí sem dró verulega saman með fylkingunum. Það er því Ijóst að sá mikli munur sem mcelist nú á fylkingunum er ekki með þeim ólíkindum sem rcett hefur verið um. Þetta verður að hafa í huga, jafnvel þótt kannanir DV hafi sýnt meiri mun á fylkingunum bæði fyrir síðustu og þarsíðustu kosningar en birtist í nýj- ustu könnun Gallup. í öðra lagi er það áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fleiri kjósendur hafa gert upp hug sinn nú en á svipuð- um tíma fyrir sfðustu kosningar. Þeg- ar fylgi R-lista náði hámarki hjá Gallup í apríl 1998 vom 11% óákveðin. Og það sem meira er: skv. könnun- um DV var sami fjöldi óákveðinn daginn fyrir kosningar! í nýj- ustu könnun Gallup vom hins vegar aðeins 7% óákveðin. Það er jafn- an talið Sjálfstæðisflokknum nauðsyn- iegt að höfða til hins svokallaða lausa- fylgis, enda verður flokkurinn að fara upp fyrir kjörfylgi sitt í borginni í al- þingiskosningum til þess að hafa R- listann undir í borginni. Enn er ónefnt eitt augljóst áhyggju- efni fyrir Sjáifstæðisflokkinn. Það er Niðurstöður kannana DV ILV7I ------D-listinn irni Rilig vitanlega sú staðreynd að þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr þeim mikla mun sem var á fylkingunum í aðdrag- anda síðustu kosninga, þá tapaði flokk- urinn kosningunum! Flokkurirm vann vissulega mikið á bæði síðast og þar- síðast, en niðurstaðan varð engu að síður 53% 47% R-listanum í vil 1994 og 53,6%-45,2% 1998. Það dugar því ekki fyrir flokkinn að hugga sig við aö mun- urinn á milli fylkinganna hafi áður mælst álíka mikill og nú; hann þarf að blása tfl meiri sóknar en gert var 1994 og 1998 ætli hann sér að eiga mögu- leika á að hafa betur. Vandi flokksins Eins og fyrr segir hefúr verið leitað logandi ljósi að skýringum á þeirri stöðu sem uppi er í borginni. „Það er engin einhlit skýring á þessu,“ segir dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjómmálafræði við Háskóla ís- lands. „Það virðist vera að Bimi Bjamasyni gangi ekki vel að höfða tO ákveðinna hópa, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Flokkurinn hefúr reynt að höfða til ungs fólks og kvenna með vali á framboðslistann en enn sem komið er sér maður ekki að það hafi borið árangur. Bjöm hefúr ekki þá al- mennu skírskotun sem vonast var eft- ir; hann höfðar tO harðra sjáifstæðis- manna en á erfiðara uppdráttar meðal kjósenda á miðjunni." Gunnari Helga virðist einnig sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki enn al- mennOega hafið kosningabaráttuna. „Maður er ekki farinn að sjá mikla kosningabaráttu hjá flokknum. Það er náttúrlega eitthvað sem hlýtur að breytast, en tíminn er takmarkaður. Reynslan sýnir okkur að flokkurinn hefúr heldur dregið á andstæðinginn eftir því sem nær hefúr dregið kosn- ingum og mér fmnst lfldegt að það ger- ist einnig nú. En flokkurinn er augljós- lega í vanda. Hann hefur ekki fúndið strategíu tfl þess að vinna þetta og maður hlýtur að bíða eftir því að þeir komi með einhver útspO,“ segir Gunn- ar Helgi. -ÓTG Óánægðir sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn bjóða fram í Garðabæ: Segja valdaþreytu komna upp í bænum Óháðir kjósendur og hópur óánægðra sjálfstæðismanna hafa geng- iö tO liðs við Framsóknarflokkinn í Garðabæ. Sameiginlegt framboð fylk- inganna var samþykkt í gærkvöld. Ein- ar Sveinbjömsson, bæjarfuUtrúi Fram- sóknarmanna og oddviti B-listans, sagði í samtaii við DV i morgun að ákveðið hefði verið samhljóða að ganga tfl samstarfs við hóp óháðra. „Ég tel að við séum með öflugt framboð og höfum breiðari visun tfl kjósenda en ef Fram- sóknarflokkurinn stæði einn. Við stefnutn að því að koma tveimur mönnum inn. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið við völd í bænum í rúm 35 ár og það er augljóslega komin upp valdaþreyta í bæjarfélag- inu,“ sagði Einar. í yfirlýsingu frá B-listan- um segir að meðal þeirra sem bjóða fram undir merkjum óháðra sé fólk Sveinbjömsson. sem ýmist hafi starfað innan raða Sjálfstæðisflokksins eða ekki áður fundið skoðunum símun farveg. Samkvæmt heimOdum blaðsins mun óánægja meðal sjálfstæðis- manna einkum hafa beinst að uppstiilingamefiid flokks- ins vegna komandi kosninga og þeirri staðreynd að Ingi- björg Hauksdóttir, bæjarfull- trúi D-listans, var færð niður um tvö sæti, úr þriðja í fimmta. Einar Sveinbjömsson skipar sem fyrr segir fyrsta sæti listans. í öðm sæti er Sigurlaug Garðarsdóttir Viborg, Ásmundur Jónsson er í þriðja, Svava Garðarsdóttir er i fimmta og Guðjón Ólafsson er f sjötta. Óháðir skipa annað, fimmta, eflefta og þrett- ánda sæti listans. Ekki náðist í Ásdisi HöOu Bragadótt- ur, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðis- manna í Garðabæ, vegna málsins. -aþ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 20.28 20.13 Sólarupprás á morgun 06.32 06.46 Síðdegisflóð 11.32 16.05 Árdegisflóð á morgun 00.10 04.37 1/sSÆj 1 jULÍlí Austlæg átt, 5-10 m/s, og dálítil rigning eða súld. Snýst í suðvestan 5-13 m/s með skúrum sunnan- og vestan til en léttir til um landið norðaustanvert. Hiti á bilinu 3-9 stig um landið allt. Skýjaö en þurrt Hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun, smáskúrir sunnan og vestan til en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 0 til 10 stig, en vægt næturfrost norðaustan til. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Hiti 3° til 10° o o Hiti 3° til 9° Hiti 1° til 9° Vindun 8-13 m/s Vindur: 8-13™/* Vtndur: 5-8 mA Suölæg átt, Suövestanátt og Áframhaldandi súM eöa rigning víöa þurrt og suövestanátt en vestan til. bjart gengur á meö Annars mun noröaustan til. éljum og hægari og Milt veöur. skúrum. skýjaö meö Kólnandi veöur. köflum. t 7» 7» m/s Logn 0-0,2 Andvarí 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Aiihvasst 13,9-17,1 Hvassviðrí 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 ifmnfffM : JiíUlTV j Új 'ú AKUREYRI léttskýjað í BERGSSTAÐIR léttskýjað 0 BOLUNGARVÍK snjóél í EGILSSTADIR skýjað 7 KIRKJUBÆJARKL. rigning 5 KEFLAVÍK rigning 3 RAUFARHÖFN þoka 2 REYKJAVÍK skýjaö 4 STÓRHÖFÐI skýjaö 5 BERGEN hálfskýjað 6 HELSINKI snjókoma -1 KAUPMANNAHÖFN skýjað 2 ÓSLÓ skýjað 3 STOKKHÓLMUR skýjað 5 ÞÓRSHÖFN skýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 2 ALGARVE skýjað 9 AMSTERDAM skýjað 12 BARCELONA rigning 10 BERUN skýjaö 2 CHICAGO snjókoma 0 DUBUN skýjaö 2 HAUFAX súld 9 FRANKFURT heiðskírt 4 HAMBORG hálfskýjaö 4 JAN MAYEN rigning 3 LONDON mistur 7 LÚXEMBORG heiöskírt 8 MALLORCA rigning 11 MONTREAL heiðskírt -1 NARSSARSSUAQ skýjaö -2 NEW YORK heiöskírt 6 ORLANDO heiöskírt 17 PARÍS léttskýjaö 9 VIN heiöskírt 3 WASHINGTON hálfskýjað 4 WINNIPEG heiöskírt -9 ■■ÍiÚLáAJLÍiiikKfcMiiUil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.