Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Bilið í borginni Hver könnunin af annarri staðfestir mikinn mun á fylgi stóru fylkinganna í Reykjavík. Ný könnun Talnakönnun- ar sem birt var í gærdag er staðfesting á könnunum DV og Gallup sem hafa verið að birtast á siðustu vikum og sýna að munurinn á milli fylkinganna er á bilinu 15 til 25 prósentustig. Það er mikill munur á fylgi tveggja keppi- nauta - ekki síst í ljósi þess að hlutfall óákveðinna er lít- ið. Og eins er það ærið áhyggjuefni annars keppandans að munurinn er fráleitt að minnka. Þvert á móti. Nógu illt var það fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mælast með sex borgarfulltrúa í þann mund sem mynd var að komast á framboð flokksins í Reykjavík. Enn verra var það fyrir flokkinn að mælast nokkrum vikum seinna með fimm borgarfulltrúa þegar hann hafði kynnt stefnumál sín á glæsilegum fundi með hressilegum frambjóðendum sín- um. Þetta gerist á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavik hefur verið i miklu sviðsljósi fjölmiðla og kom- ið þar fram af reisn og myndugleika. Reykvískir sjálfstæðismenn standa frammi fyrir stór- um og að mörgu leyti furðulegum vanda. Fylgi þeirra hef- ur minnkað með hverri vikunni sem liðið hefur frá því þeir settu saman lista sinn. Nú, viku eftir að helstu stefnu- mál hafa verið i hámæli og fáir ef nokkrir fjölmiðlar hafa verið að minnast mörgum orðum á Reykjavíkurlistann, mælist kjörfylgi sjálfstæðismanna i borginni vera litlu meira en 35 prósent. Á hálfum öðrum mánuði hefur hann fallið um tíu prósentustig í skoðanakönnunum. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík á á brattann að sækja í skoðanakönn- unum nokkrum vikum fyrir kosningar. Nærtækast i þeim efnum er að horfa til siðustu borgarstjórnarkosninga. í skoðanakönnun DV aðeins tveimur vikum fyrir þær kosn- ingar mældist fylgi flokksins vera 34,5 prósent. Á enda- sprettinum tóku sjálfstæðismenn sig duglega á og juku fylgi sitt um ríflega tíu prósentustig. Það sýnir enn og aft- ur hvað vika er óralangur tími i pólitik. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli í skoðana- könnunum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er að hlutfall óákveðinna er tiltölulega mun lægra en það var í könnunum nokkrum vikum fyrir kosningarnar 1998. All- ar kannanir siðustu daga og vikna sýna að hlutfall óákveðinna er ekki nema um tíu af hundraði, jafnvel allt niður í sjö prósent eins og nýjustu athuganir sýna. Þetta er ekki hátt hlutfall óákveðinna og í reynd svo lágt að telja verður til tiðinda í íslenskri pólitík. Telja verður allar líkur á því að bilið á milli stóru fylk- inganna muni minnka á næstu vikum. Reynslan sýnir að Reykjavíkurlistinn mælist í hámarki nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Hann mældist með vel ríflega sextíu pró- senta fylgi í könnun DV þremur mánuðum fyrir kosning- arnar 1994 og sömu sögu var að segja í könnun blaðsins örfáum vikum fyrir kosningarnar íjórum árum síðar. í bæði skiptin drógu sjálfstæðismenn mjög á þennan helsta keppinaut sinn á síðustu metrunum. Erfitt er að útskýra fylgisþróun siðustu daga. Ljóst er þó að enn hafa stefnumál sjálfstæðismanna ekki virkað. Að mörgu leyti eru þau reyndar óskýr. Listinn er hins vegar vel mannaður og foringinn þróttmikill og vandaður stjórnmálamaður. En hann glímir við Davíð nýrra tíma; mann sem líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir síð- ustu þingkosningar þurfti ekki á athygli að halda; mann sem líkt og sami formaður fyrir borgarstjómarkosning- arnar 1990 þurfti aðeins að biða rólegur eftir kjördegi. Sigmundur Ernir DV Skoðun Bannað að Nýlega var íslensk kona handtekin á flugvelli í Bandaríkjunum fyrir að segjast vera með sprengju í skónum. í andrúmsloftinu sem nú ríkir í hinum frjáisa heimi þykir sjálfsagt að aulafyndni varði við lög. En hvers vegna freistast ann- ars löghlýöið fólk til að hegða sér svo óhyggilega? Þó að þúsundir hafi undan- farið verið handteknir í sjálfskipuðu „landi frelsis- ins“ fyrir litlar eða engar sakir er fólk ennþá að slá á létta strengi við tollverði. Vissulega er þetta kjánalegt en þó heilbrigður vitnisburöur um frelsisanda. - Venjulegt fólk vill ekki láta kúga sig til að mega ekki opna munninn. Eftirlit hrellir borgarana Því miöur gengur hiö aukna eftir- lit í „stríðinu við hryöjuverkin" fyrst og fremst út á að hrelia venjulegt fólk og takmarka frelsi þess. Ekki má lengur taka með sér skæri í handfar- angri og fólk er fangelsað fyrir að gantast á flugvöllum. Svo að ekki sé minnst á þá sem eru svo óheppnir að vera arabískir i útliti. Athuganir sýna samt að þeir sem eru séðir og skipu- lagðir geta eftir sem áður smyglað vopnum inn í flug- vélar. Hinar mikiu þvingan- ir við almenna borgara eru því í raun og veru gagnslitl- ar. Hert eftirlit og takmark- anir á frelsi bitna ailtaf á venjulegu fólki. Öll sú lög- gjöf sem verið er að þvinga í gegn víða í heiminum, með grímubúningafrum- varp Sólveigar Pétursdóttur í broddi fylkingar, skerðir frelsi fólks en glæpamennimir munu áfram geta framið sína glæpi. Það verður ekki hindrað með frelsisskerðandi „eftir- liti“ með borgurum. Fjármunir út um gluggann Eins er fáheyrð eyðsla Bushstjóm- arinnar á skattpeningum almenn- ings í vígtól jafngild því að kasta fé út um gluggann, ef markmiðið var að auka öryggi Bandaríkjanna. Það er sama hve mörg og dýr vopn Banda- ríkin eignast, alltaf verður hægt að fremja þar hryðjuverk ef viljinn er Ármann Jakobsson íslenskufræöingur hlæja á flugvelli „Hin svokallaða „frjálshyggja“ reynist sorglega inni- haldslítil þegar til kastanna kemur. Það hefur bulið hátt í þeirri tunnu hin síðari ár en hún var þá allan tímann galtóm.“ fyrir hendi. Og ríkisstjóm Bush hef- að því að draga úr viljanum til að ur svo sannarlega ekki einbeitt sér ráðast gegn Bandaríkjunum. Viðbrögð Bandaríkjanna við hryðjuverkunum í fyrra em því mið- ur máttlaus og til marks um það sem kalla mætti „koliektíva heimsku", jafn sorglegt og það má teljast í landi sem býr yfir þvílíkum mannauð. Trúin á stálið er blindandi kredda þar í landi og hefur lengi komið í veg fyrir að menn sæju hið augljósa sam- hengi milli almennrar vopnaeignar og ofbeldisglæpa. Tóm tunna frjálshyggjunnar Fokdýr hemaðarstefna ríkisstjóm- ar Bush er sígilt dæmi um gagnsleysi fjárfrekra stjómvaldsaðgerða. Þó bregður svo við að þeir sem kalla sig „frjálshyggjumenn“ og berjast hat- rammlega gegn opinberum stuðningi við menntun, listir og heilsugæslu, eru einlægir aðdáendur sliks fjár- austurs. Eins hafa þessir haturs- menn hins opinbera lítið látiö í sér heyra þegar gefa á lögreglunni meira svigrúm til að skerða frelsi borgar- anna. Hin svokaliaða „frjálshyggja" reynist sorglega innihaldslítil þegar tii kastanna kemur. Það hefur bulið hátt í þeirri tunnu hin síðari ár en hún var þá allan tímann galtóm. Ármann Jakobsson Slæm einkunn ríkisstjórnar Undanfarin misseri hefur flest far- ið úr böndum sem farið getur í efna- hagsmálum hjá ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Þrátt fyrir það virðist meirihluti landsmanna enn treysta ríkisstjómarflokkunum ef marka má skoðanakannanir. Gengishrun á síðasta ári kemm- fram í auknum skuldabyrðum heim- ilanna, sem aftur lýsir sér í vaxandi nauöungarauglýsingum og fram- kvæmd uppboða á eignum einstak- linga. Hörmungin bak við er svo sundurtættar fjölskyldur, harmleikir sem era raunveruleiki sem snertir alvarlega í langan tíma og kannski ævilangt þá sem í hlut eiga. Umsögn hjálparstofnana í fréttum bæði fyrir síðustu jól og aftur núna um bænadaga og páska hafa birst fréttir af síauknum fjölda fólks sem er knúið til að leita til hjálparstofnana vegna fátæktar, fólki er hjálpað til að geta fermt börn sín, fólki er hjálpað með matargjöfum til að það svelti ekki, fólki er hjálpað með fatagjöfum svo það geti klæðst. Þetta er dapurleg einkunn fyrir stjórnvöld. Stjórnvöld sem segja hvenær sem þeir fá tæki- færi til í fjölmiðlum að allt sé í besta lagi og jafn- vægi sé komið á og efna- hagshorfur séu góðar. Það er lítil mannelska, sem er á bak við, og skortur á skilningi á kjörum þeirra verst settu í okkar þjóðfélagi. Sam- kvæmt fréttum er um að ræða einstæða foreldra, fólk í sambúð á lægstu launum, fatlaða og aldr- aða og þá sem á einhvern hátt era tekjulitlir Gísli S Einarsson, þingmaöur Samfylkingarinnar. eða „Nú eru þessir of dýrt keyptu bílar til sölu og menn eru að borga stórfé til að losna frá bílalánum og skuldbindingum sem stofnað var til meðan fólk var á fullri ferð á fyrsta farrými með kreditkortið við brœðslumark.“ tekjulausir. Þessa hluti er hægt að laga, og hlýtur að vera samfélagsleg krafa á hendur ríkisstjóm. Viljaleysi eða hvað? Á sama tíma og fréttir af þessu tagi berast frá hjálp- arstofnunum, þá rétta ráð- herrar ríkisstjómar án kinnroða fram laun fyrir stjómarsetu á vegum ein- stakra ráðuneyta sem nema margfóldum verka- mannslaunum. Þetta of- býður íslenskri þjóð. Þegar svo er rætt um stöðu þeirra lakast settu þá er bent á verkalýðsfélögin og atvinnurekendur; að ríkis- stjóm geti ekki verið að taka fram fyrir þeirra hendur hvað varðar lægstu laun. Það er auövelt að koma sök á aðra með þessu móti. Það er enginn vilji fyrir því hjá stjómvöldum aö setja öryggisnet sem felst í þvi að tryggja með lág- marksfjármunum hveijum ein- staklingi framfærslu sem er í samræmi við það sem nauð- synlegt er fyrir fæði, klæðum, húsaskjóli og öðrum lágmarks- þörfum á íslandi nútimans. Þetta tel ég viljaleysi og skömm stjómvalda sem á að hegna þeim fyrir með því að setja þá frá völdum. Segir undirritaður ósatt? Til að staðfesta orð mín i upphafi greinarinnar um að efnahagsstjómin hafi farið úr bönd- um, er nægjanlegt að vitna til okur- vaxta sem ríkja í þjóðfélaginu, gifur- legs kostnaðar vegna opinberrar þjónustu bæði í fjármálastofnunum og á vegum ríkisins, vaxandi sam- dráttar sem reynt er að fela, nauð- ungaruppboðahrinu frá síðastliðnu hausti til dagsins í dag og frétta fjöl- miðla af fátækt. Staðreyndin er að fólk var hvatt til að eyða of miklu á of skömmum tima og ríkisstjómin gekk á undan með vondu fordæmi sem er að skella á landsmönnum sem refsing. Hver man ekki eftir þeim orðum að „nauð- syn væri að endumýja bílaflota landsmanna", „fólk þyrfti að endur- nýja húsbúnað og húsgögn"? Þessi orð leiddu til þess að fólk fór eftir þeim, í einhverri blindni og oftrú á höfund orðanna'. Nú era þessir of dýrt keyptu bílar til sölu og menn eru að borga stórfé til að losna frá bílalánum og skuldbindingum sem stofnað var til meðan fólk var á fullri ferð á fyrsta farrými með kreditkort- ið við bræðslumark. Gísli S Einarsson Ummæli Á tímum tómhyggju „Á tímum tóm- hyggju þmfum við að búa böm okkar út í lífið með innihaldi. Þetta er svo brothætt- ur tími hjá ungling- um og jákvætt and- legt líf hefur mikið forvarnargildi. Ég tek varla undir það að ferming sé staðfesting á skirn- inni. Skírn er gjöf Guðs og maður staðfestir ekki gjafir. Fermingin er gömul hefð og að einhverju leyti til- komin vegna þess að þegar farið var að skíra börn þurfti að velja góðan tíma til að uppfræða þau þegar þau hefðu aldur til. Fermingarathöfnin varð til í kjölfarið." Halldór Reynisson í viötali viö Vikuna. Nöturlegt hlutskipti „Einnig veldur áhyggjum að Banda- ríkjastjóm virðist reiðubúin að falla í einu vetfangi frá áratugagamalli stefnu allra kjamorkuvelda heims, en í henni felst viðurkenning á því að kjamorkuvopn séu í eðli sínu öðra- vísi en öll önnur vopn og máttur þeirra felist í fælingu, en ekki notkun þeirra í hemaði... Að flestu leyti ættu núverandi aðstæður í heiminum að bjóða upp á mikla möguleika á umtalsverðri fækkun eða jafnvel út- rýmingu kjamorkuvopna. Því er það áhyggjuefni að tvö kjamorkuveldanna skuli velja að feta aðra braut og und- irbúi notkun kjamorkuvopna í stríði. Enn verra er þó að þetta mun aldrei fást rætt í íslenskum fjölmiðlum, enda hefur utanríkisráðherra íslands skuldbundið sig til að sýna þessum tilteknu ríkjum skilyrðislausa hlýðni og undirgefni. Það er nöturlegt hlut- skipti fyrir vopnlausa smáþjóð að vera í slíkum herbúðum." Sverrir Jakobsson á Múrinn.is Spurt og svarað Er baráttan við rauða strikið sjónhverfing ein? Þórólfur Gíslason, kaupfélstj. Kaupfclags Skagfirdinga: Batamerki í efnahagslífinu „Það átak til stöðugra verð- lags, sem verkalýðshreyfingin í samvinnu við viðskiptalífið og stjómvöld, hefur staðið að síðustu mánuði, tel ég að hafi verið mjög þarf. Og ég tel jafhframt allt benda til þess að mark- miöin séu raunhæf og muni nást. Mörg bata- merki sjást í efnahagslífinu um þessar mundir, gengi íslensku krónunnar er orðið mun stöðugra en var fyrir fáum mánuðum og verð- bólgan fer lækkandi. Þegar allt þetta fer saman má sjá að baráttan við rauða strikið er meira en sjónhverfingin ein.“ Þórunn Sveinbjömsdóttir, varaformadur Eflingar - stéttarfélags: Meðvitund um verðbólgu „Það virðist sem árangur þess- arar vinnu undanfamar vikur sé helstur sá að fólk sé sér betur meðvitandi um áhrif verðbólgunnar á til að mynda lánakjör. Það sem við sem í verkalýðshreyfmgunni störfum heyrum mest um er matvöraverð og hvað lán hafa hækkað mikið á undanfomum árum, einmitt af völdum verðbólgunnar. Stefht er að því að halda virku verðlagseftirliti áfram af fullum krafti eftir 1. mai og ekki veitir af. í nýjasta félags- blaði Eflingar er verðkönnun og hún sýnir að hver fjögurra manna fjölskylda getur sparað sér um 20 þúsund krónur á ári eftir því hvar hún kaupir inn mjólkurvömr. Og það munar um minna.“ Öm V. Kjartansson, framkvœmdastjóri Kringlunnar: Viðleitnin eng- in sjónhvetfing m - jÆA „Heildarniðurstöðuna verður I vitaskuld að meta þegar tíma- mörkin eru liðin, það er þann 1. maí næstkomandi. En sú viðleitni sem nú á sér stað meðal almennings er hins vegar engin sjón- hverfing, því nú er fólk vel upplýst og sér með- vitandi um sinn þátt í þvi að sameiginlegt átak allra þarf til þess að halda verðbólgunni í skefj- um. Ég held að sjaldan hafi verið eins víðtækur skilningur og nú á þeim hugtökum sem gilda í efhahagslífinu. Nú er hver maður farinn að geta tjáð sig um hvað hinar einstöku vísitölur þýða og hvaða áhrif þær hafa á þróun efnahagsmála þjóðarinnar." Sigurður Þorri Sigurðsson tryggingarádgjafi: Stóriðja og stöðugleiki „Stundum er mikilvægt að geta keypt sér tima. í þessu til- felli gæti baráttan við rauða strikið skilað sér í þeirri von að hugsEmleg stækk- un álvers á Grundartanga og bygging álvers á Reyðarfirði verði að veruleika. Slíkar fram- kvæmdir myndu koma sem mótvægi þegar áhrif þeirra skyndilausna sem hér urn ræðir dvína. Hættan af skammtímaáhrifúm er hins vegar fyrir hendi ef ekkert verður af fyrirhuguðum fram- kvæmdum. Aukin stóriðja i landinu stuðlar að minni sveiflum í efnahagslífinu og þar með stöðu- leika sem kemur inn á alla þætti efnahagsmála í landinu, þar með lífskjör fjölskyldnanna." 0 Aðilar vinnumarkaðarins hafa hvatt til verðhjöðnunar til að halda verölagsforsendum samninga í gildi. En hefur slíkt eitthvað upp á sig þegar til lengri tíma er litiö. DVJ4YND ÞÓK Vorboöar - hrafnsungar í hreiðri. Framkvæmda- stjóri í felum Helgi Hjörvar fór mikinn í Kastljósi mánudagskvöld- ið 25. mars í umræðum við Guðlaug Þór Þórðarson um Strætó bs. Hann talaði í löngu máli um frábært og skilvirkt samstarf á milli sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu en augljóst var á tali hans að þetta mál og gangur þess hefur farið fram hjá honum. Það vakti líka athygli að Helgi Hjörv- ar, sem virðist ekki hafa neina formlega aðkomu að málinu, skyldi svara fyrir það. Af hverju sat Ingibjörg Sólrún ekki fyr- ir svöram eða aðal- eða varamaður Reykjavíkurborgar i stjórn Strætó bs? Eða kannski Stefán Jón Hafstein, hægri hönd Ingibjargar, sem hún handvaldi á listann í þeim eina til- gangi að koma Helga Hjörvari út? Beöiö I 5 mánuði eftir svari Málið er allt hið kúnstugasta. í fyrsta lagi virðist það hafa tekið Guðlaug Þór um 5 mánuði að fá svar við fyrirspurn sinni um greiðslur til stjómarformanns Strætós bs. og að í svar borgarstjórans við fyrirspum- inni hafi vantað upplýsingar. í öðru lagi gerði Ingibjörg Sólrún samning- inn íjórum dögum áður en stjórn Strætós bs. var kölluð saman. Þegar samningurinn var gerður voru bæj- arstjórnir aðildarsveitarfélaganna búnar að velja í stjómina. Það hefði verið hægt um vik að kalla hana saman til að velja framkvæmda- stjóra sem jafnframt er í hennar verkahring. Fyrsta verk stjómarinn- ar var því að hefja leit að fram- kvæmdastjóra. Stjórnin vissi ekki að stjómarformaður Strætós bs. var jafnframt framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og hún þyrfti því ekki að leita langt yfir skammt. Stjómin leit- aði í hálft ár eða svo vegna þess að hún hélt í sakleysi sínu að fyrirtæk- ið hefði ekki framkvæmdastjóra og framkvæmdastjórinn, sem enginn vissi að væri framkvæmdastjóri, lét engan vita að við hann hefði verið gerður samningur um að vera fram- kvæmdastjóri og stjómarformaður. Er skrýtið þótt fólk sé furðu lostið yfir þessari vitleysu? Bæjarstjórar vissu fátt Bæjarstjórarnir, sem sitja sam- ráðsfundi sveitarstjóra á höfuðborg- arsvæðinu, vissu lítið eða ekkert um Jóhann Olafsson rafmagnstækni- fræðingur þennan samning. Bæjarráð eða bæjarstjómir sveitarfé- laganna vissu heldur ekki af honum. Sigurður Geir- dal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir í viðtali um þetta mál að honum þyki einkenni- legt að stjómin viti ekki að hún hafi framkvæmda- stjóra. Það sagði enginn stjóminni frá þvi að fyrir- tækið hefði framkvæmda- stjóra með 800.000 króna laun á mánuði! Og þó, einn — vissi allt um málið, að eigin sögn, en sagði ekki frá og það var Flosi Eiríksson, varastjórnarmaður í Strætó bs. Sigurður Geirdal segir að samningurinn hafi ekki verið rædd- ur í bæjarstjóm og sér finnist ekkert athugavert við það. Af hverju fannst Sigurði Geirdal ástæða til að leggja nafn stjómarmanns frá Kópavogi og varamanns hans fyrir bæjarstjóm en ekki ráðningu nýs framkvæmda- stjóra, skipun stjómarformanns og greiðslur til hans? Sigurgeir á Sel- tjamamesi vissi ekki af samningn- um, Magnús Gunnarson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, vissi ekki af samningn- um og Ásdís Halla, bæjarstjóri í Garðabæ, vissi ekki af samningnum. Einkennileg stjórnsýsla Það er kannski engin ástæða til að ætla að menn hafi ætlað sér að leyna þessum samningi eða margvíslegum störfum Skúla Bjamasonar fyrir Reykjavíkurborg. En það er full ástæða til að ræða einkennilega stjómsýsluhætti málsins og hvort ekki sé tilefni til að efla innra eftir- lit með stofnunum og ekki síður stjórnendum Reykjavíkurborgar á sama hátt og Ríkisendurskoðun hef- ur verið efld í eftirliti með stofnun- um og fyrirtækjum ríkisins. Jóhann Ólafsson „Stjómin leitaði í hálft ár eða svo vegna þess að hún hélt í sakleysi sínu að fyrirtœkið hefði ekki fram- kvœmdastjóra og framkvæmdastjórinn, sem enginn vissi að væri framkvæmdastjóri, lét engan vita að við hann hefði verið gerður samningur um að vera fram- kvœmdastjóri og stjómarformaður. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.