Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002___________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Saumað að Bush Bandaríkjaforseta úr öllum áttum: Sakaður um að draga taum Sharons um of Jóhannes Páll páfi gagnrýndi ísraelsk stjórnvöld harðlega í gær fyrir að niðurlægja Palestínumenn og á sama tíma veittust dagblöð um alla Evrópu að Bandaríkjastjóm fyr- ir að gera ekki nóg til aö stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. I harðorðri yfirlýsingu frá Páfa- garði kom fram að sendiherrar ísra- els og Bandaríkjanna hefðu verið kvaddir þangað til skrafs og ráða- gerða um ástandið. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, hefur sent hermenn og skriðdreka inn á heimastjórnar- svæði Palestínumanna þar sem þeir hafa lagt imdir sig hvern bæinn á fætur öðrum síðustu daga. Þá halda ísraelskir hermenn Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, i herkví í höfuðstöðvum hans i Ramallah. Aðgerðir Israela og aðgerðarleysi bandarískra stjómvalda sættu harðri gagnrýni víða í Evrópu í gær. RELÍTERSMYND Á leiö til Miö-Austurlanda Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, og Josep Pique, utanríkisráöherra Spánar, halda til Miö-Austurlanda í dag til að reyna aö knýja fram vopnahlé í sívaxandi átökum ísraela og Palestínumanna. Talsmaður þýsku stjómarinnar sagði að José Maria Aznar, forsætis- ráðherra Spánar, hefði rætt átökin við Gerhard Schröder Þýska- landskanslara í síma. Spánveijar eru í forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir. Hann ítrekaði ósk þeirra um taf- arlaust vopnahlé og brottflutning ísraelskra hermanna frá svæðum Palestínumanna og að friðarviðræð- ur yrðu hafnar á ný. ESB ætlar að senda Javier Solana utanríkismálastjóra og Josep Piqe, utanrikisráðherra Spánar, til átaka- svæðanna í dag. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, ræddi við Arafat í síma í gær og lofaði að þrýsta á Bandaríkin um að reyna að binda enda á blóðbaðið. Bondevik ræðir við Ariel Sharon í dag. Dagblöð í Evrópu gagnrýndu Bush og sökuðu hann um að draga taum ísraela i deilunum. REUTERSMYND Trottari á hraðri siglingu Arlette Laguiller, forsetaframbjóö- andi franskra trotskista, nýtur vax- andi fyigis meðal kjósenda. Arlette skýtur skelk í bringu Fylgi Arlette Laguiller, frambjóð- anda trotskista fyrir forsetakosning- amar í Frakklandi síðar í mánuðin- um, fer stöðugt vaxandi og nú er svo komið að ellefu prósent kjós- enda segjast ætla að greiða henni at- kvæði sitt. Fylgi Arlette, eins og Frakkar kalla hana, hefur aldrei verið meira. Lionel Jospin, forsætisráðherra og frambjóðandi sósíalista, óttast mjög að Arlette taki frá honum fylgi og hann hefur gert litið úr baráttu- málum hennar, eins og yfirtöku rík- isins á fyrirtækjum til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir. En hin 62 ára Arlette sagði fréttamönnum í gær að stefha hennar væri hluti andstöðu sem komin væri upp í Evrópu gegn óheftum kapítalisma sem græfi undan réttindum verka- manna. Arlette hefur neitað að lýsa yfir stuðningi við Jospin í síðari umferð kosninganna 5. maí og gæti það komið Chirac forseta til góða. Ræningjarnir gáf- ust upp í Úkraínu Þrír grímuklæddir og vopnaðir menn, sem lögregla elti yfir þvera Austur-Evrópu eftir misheppnað bankarán í Þýskandi í fyrradag, slepptu síðasta gisl sínum og gáfust upp fyrir lögreglu í Úkraínu í gær. Ræningjamir höfðu lagt að baki 1600 kílómetra með lögguna á hæl- unum þegar bundinn var endi á flótta þeirra. Mennimir höfðu þá farið yfir þrjú lönd og ekið niður landamærahlið. Síðasti gisl ræningjanna var 26 ára kona sem starfaði i bankanum í Þýskalandi. Ræningjarnir höfðu beint byssu að höfði hennar í heilan sólarhring og fékk hún taugaáfall. REUTERSMYND Styttuhreingerning í London Starfsmaöur Lundúnaborgar vinnur hér aö hreinsun styttunnar af Georg konungi sjötta, eiginmanni Elísabetar drottningarmóöur sem lést á sunnudaginn, og fööur Elísabetar Bretadrottningar, en hreinsun styttunnar er liöur í undirbúningi fyrir útför drottningarmóöurinnar sem fram fer á þriðjudaginn. Donald Rumsfeld neitar orðrómi um pyntingar Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, mótmælti því harðlega á blaðamannafundi í Pentagon í gær að al-Qaeda-foringj- ann Abu Zubaydah, yrði beittur pyntingxnn til að ná fram upplýsing- um um hryðjuverkastarfsemi al-Qa- eda-samtakanna, eins og nýlega kom fram í fréttum bandarískra sjónvarpsstöðva, en Zubaydah, sem handtekinn var í Pakistan í síðustu viku, er grunaður um að vera heil- inn á bak við hryöjuverkaárásimar í Bandarikjunum þann 11. septem- ber sl., auk þess að vera helsti tengiliður al-Qaeda við liðsmenn samtakanna og hópa víða um heim. Rumsfeld neitaði því einnig að fyrirhugað væri að flytja Abu Zu- baydah til þriöja lands þar sem vænta mætti meiri árangurs af yfir- heyrslunum yfir honum, eins og fram hafði komið í fjölmiðlum, en Donald Rumsfeld Donald Rumsfeld neitaöi því á blaöamannafundi í Pentagon í gær aö fyrirhugaö væri aö beita Abu Zu- baydah pyntingum. sagði þó að það væri hugsanlegur möguleiki sem væri eftir að skoða betur. Þá kæmi herstöðin í Guant- anamo á Kúbu til greina, þar sem fyrir eru í haldi um 300 grunaðir al- Qaeda-liðar sem handteknir voru í Afganistan. Rumsfeld furðaði sig á tilfinn- ingasemi fjölmiðla gagnvart Abu Zubaydah og sagði að það væri al- fjör óþarfi að hafa mikla samúð með manni sem væri tengdur slíkum hryðjuverkasamtökum og vissi allt um aðgerðir þeirra. „Hann hefur tekið þátt í þjálfun hryðjuverka- manna og undirbúið þá fyrir þær hræðilegu árásir sem við höfum orðið vitni að. Hann býr því örugg- lega yfir mikilvægum upplýsingum sem við ætlum okkur að ná upp úr honum á einn eða annan hátt, til að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í framtíðinni," sagði Rumsfeld. Fadime Sahindal. Faðir Fadime hlaut lífstíðardóm Héraðsdómur í Uppsölum i Svi- þjóð dæmdi í gær kúrdíska innflytj- andann Rahmi Sahindal til lífstíðar fangelsis fyrir morðið á 26 ára dótt- ur sinni, Fadime Sahindal, sem hann skaut til bana í janúar sl. Fadime var þá stödd í heimsókn hjá yngri systur sinni á heimili fjöl- skyldunnar í bænum Rinkeby í ná- grenni Stokkhólms og skaut faðir- inn dóttur sína frammi fyrir móður hennar og tveimur systrum. Faöirinn viðurkenndi morðið fyr- ir dómi og sagðist hafa framið það vegna þess að dóttirin hefði niður- lægt sig með því að ræða málefni fiölskyldunnar við fiölmiðla, en hann gat ekki sætt sig við það að dóttirin væri i sambúð með sænsk- um manni. Bæjarstjórinn var eina skotmarkiö Maðurinn sem myrti átta bæjar- fulltrúa í Nanterre, einu úthverfa Parisar, skömmu fyrir páska viður- kenndi í yfirheyrslum hjá lögreglu að hann hefði aðeins ætlað sér að drepa bæjarstjórann, Jacqueline Fraysse. Morðingjanum, Richard Durn, tókst að svipta sig lífi daginn eftir með því að stökkva út um glugga á fiórðu hæð lögreglustöðvarinnar þar sem hann var í yfirheyrslu. Durn sagði við yfirheyrslurnar að hann hefði verið búinn að skipu- leggja skotárásina í langan tíma. Þegar upp var staðið varð hún að mesta fiöldamorði í langan tíma. Aung San Suu Kyi Leiötogi stjórnarandstööunnar í Burma ætlar aö halda áfram viöræö- um viö herforingjastjórnina. Kvarta yfir seina- gangi viðræðna Lýðræðissinnar í Burma segja að viðræður milli leiðtoga þeirra, Aung San Suu Kyi, handhafa friðar- verðlauna Nóbels, taki allt of langan tima og að árangurinn sé lítill. Þeir lofa hins vegar að halda viðræðun- um áfram. U Lwin, ritari Lýðræðisflokksins, vísaði á bug í viðtali seint í gær- kvöld vangaveltum um að flokkur- inn ætlaði að draga sig út úr við- ræðunum, sem fara fram undir for- sæti Sameinuðu þjóðanna, ef Suu Kyi yrði ekki fljótlega leyst úr stofu- fangelsi. Viðræðumar hófust síðla árs 2000 og hafa þær leitt til þess að 250 póli- tískir fangar hafa verið leystir úr haldi. Þær hafa aftur á móti ekki leitt til pólitiskra breytinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.