Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 33V 7 Fréttir Höfuðborgarsamtökin kynntu framboð sitt í gær Samtökin gagnrýna harölega framkomið aðalskipulag. Höfuðborgarsamtökin bjóða fram lista: Leggjast gegn nýju aðal skipulagi Reykjavíkur - segja borgina ofurselda byggðastefnunni í gær var formlega hleypt af stokk- unum framboði Höfuðborgarsamtak- anna í Reykjavík vegna sveitarstjóm- arkosninganna í maí. Hafa Guðjón Þór Erlendsson arkitekt, Jón H. Sigurðs- son viðskiptafræðingur og Öm Sig- urðsson arkitekt haft forgöngu um þetta framboð. Stofnhópur Höfuðborgarsamtak- anna krefst þess að borgaryfirvöld í Reykjavík leggi til hliðar þá tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 sem kynnt hefur verið. Mótmælt er flausturslegri afgreiðslu borgarstjómar á aðalskipulagi Reykjavikur 2001-2024, sem nú sé viðhöfð fyrir kosningamar 25. maí nk. Telur stofiihópurinn að meginmark- mið tillögu að aðalskipulagi Reykjavík- ur 2001-2024 standist ekki skoðun. Markmiðin séu óljós og ónákvæm. Þá eigi fögur fyrirheit í greinargerð sér litla sem enga stoð því tillagan sjálf gangi í þveröfuga átt. Hún veiki byggð- ina og samfélagið og grafi undan höf- uðborgarhlutverkinu. „Sú meginforsenda tillögunnar að flugstarfsemi verði í miðborg Reykja- víkur til 2024 mun leiða samfélagið í ógöngur. Tillagan gengur þvert á yfir- lýstan vilja Reykvíkinga og augljósa hagsmuni þeirra og gegn almennri skynsemi og fagmennsku á sviði skipulags og borgarfræða. Hún er í beinni andstöðu við staðardagskrá 21 og skipulagsstefhu framsækinna borga víða um heim. Tillagan er ávisun á áframhaldandi þróun bílasamfélags á kostnað mann- vænnar menningarborgar. Hún leiðir i ljós að Reykvíkingar hafa ekki forráð yfír skipulagi höfúðborgarinnar held- ur er borgin ofurseld byggðastefriunni, misvægi atkvæða og misbeitingu utan- aökomandi," segir m.a. í erindi hóps- ins til borgarstjómar og skipulags- og byggingamefiidar Reykjavikur. -HKr. Minkahundarnir á Vatnsleysuströnd á leiðinni í betra húsnæði: Líklegast að við förum með hundanaá annan stað - segir annar eigenda þeirra sem óttast að hundunum verði stolið „Mér dettur ekki í hug að bera á móti því að aðbúnaður hundanna er alls ekki nægjanlega góður. Hér er hins vegar um algjört neyðar- ástand að ræða og á þessu verður breyting á allra næstu dögum,“ segir Jón Helgason, en hann er annar eigenda minkahundanna tíu sem DV sagði frá í gær að byggju við slæman kost á Auðnum á Vatnsleysuströnd. Jón og félagi hans keyptu hundana af veiðistjóraembættinu og hafa verið með þá síðan í janú- ar. Aðbúnaður hundanna hefur farið fyrir brjóstið á sumum og Jón neitar því ekki að hann mætti vera betri. Hins vegar segir hann það rangt að tveir hundanna hafi ígerð í auga. Annar þeirra hafi ver- ið bitinn í auga af mink og sé blindur á þvi auga og hinn hafi slasast á auga eftir að hafa lent saman við annan hund. hundacigandi kærður tii logreglu: Minkahundar í loðdýrabúi - aðbúnaðinum lýst sem ttvínastíu Frétt DV í gær. Jón og félagi hans, sem sá um árabil um minka- hundana fyrir veiðisljóraemb- ættið, keyptu hundana af emb- ættinu þegar ljóst var að veiðistjóri ætlaði ekki leng- ur að eiga hundana og fyrir lá að þeir yrðu drepnir. Þeir félagar hafa keypt hús til að hafa hundana í til fram- búðar en hafa ekki getað tekið það í notkun þar sem ekki hefur verið hægt að vinna nauðsynlega jarð- vinnu vegna frosts í jörðu, en nauðsynlegt er að útbúa girðingu við húsið svo hægt sér að viðra hundana úti. „Nú er þetta að breytast og allt bendir til þess að hundarnir verði komnir í nýtt og betra húsnæði Veðurklúbburinn í Dalbæ telur vorið á næsta leiti: Gott veður fyrir utan snarpan norðanskell Félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ eru sammála um að vorið sé ekki kom- ið, þó vissulega sé það á næsta leiti. Hann á eftir að gusa aðeins úr sér, en hversu mikið og í hvaða formi það verður er ekki alveg gott að segja um, en líklegt að hann klári það fyrir miðj- an mánuðinn. Sumir töldu að það væri eftir einn norðanskellur sem kemur óvænt og veröur hraustlegur en stend- ur stutt yfir. Annars verður veðrið nokkuð á þeim nótum eins og það er vant á þessum árstíma, einhver hríð- arlenja, slydda og jafiivel rigning, sól og gott á milli. Klúbbfélagar ræddu aðeins um það að þegar tófumar fara að gagga sig snemma saman megi búast við góðu vori og hafa þeir fengið fregnir af því framan úr Svarfaðardal að það sé nokkuð síðan að tófúmar byrjuðu að gagga sig saman á þessum vetri. Þverpólitísk þingsályktunartillaga: Vilja lögvernda íslensku kúna Nokkrir þingmenn með Þuríði Backman fremsta í flokki hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um vemdun íslensku mjólkurkýrinnar. í október árið 2000 heimilaði land- búnaðarráðherra innflutning á fóstur- vísum úr norskum kúm í tilrauna- skyni í því augnamiði að gera afmark- aða tilraun sem leiða ætti í ljós hvort hagkvæmt væri að taka kýr af þeim stofni eða blendingsgripi af íslenskum og norskum stofni til notkunar við mjólkurffamleiðslu á íslandi. Ákvörð- unin vakti upp hörð viðbrögð og á Búnaðarþingi 2001 var samþykkt að fresta innflutningi fósturvísanna á meðan málið yrði skoðað nánar. Hinn 15. nóvember 2001 fór fram kosning um það hvort Bændasamtökin og Landssamband kúabænda ættu að standa fyrir tilraunainnflutningi fóst- urvisa úr norskum kúm. 75% kúa- bænda höfnuðu innflutningi en þrátt fyrir þetta lagði Nautgriparæktarfélag íslands fram umsókn um innflutning á norskum fósturvísum. I tillögunni er farið ffarn á að land- búnaðarráðherra standi fyrir áætlun til vemdar íslensku mjólkurkúnni enda sé það í samræmi við skuldbind- ingar íslands samkvæmt Rió-sáttmál- anum um líffræðilega íjölbreytni. Um leið er vakin athygli á hættunni sam- fara leyfi til innflutnings á fósturvís- um úr erlendum stofnum. „Með inn- flutningi erlendra fósturvísa eru óhjá- kvæmilega veiktar verulega þær vam- ir sem drýgstar hafa verið til vemdun- ar íslenskum dýrastofnum og opnaðar leiðir fyrir alvarlega smitsjúkdóma sem haft gætu ófyrirsjáanlegar afleið- ingar,“ segir i greinargerð með tillög- unni og er ekki síst varað við kúariðu og öðrum alvarlegum sjúkdómum.-BÞ Aðalfundur Samtaka um tónlistarhús verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl nk., kl. 17.00, í sal FÍH, Rauðagerði 27. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Samtaka um tónlistarhús strax eftir helgina. Hvar það verður gæti hins vegar breyst því eftir ffétt DV erum við hræddir um að hundun- um verði hugsanlega stolið og það má þvl telja líklegast i stöð- unni að við förum eitt- hvað annað með þá,“ segir Jón. Hann vísar til þess aö á síðasta ári var alls 7 minkahundum stolið frá veiðistjóraembættinu sem þá hafði hundana í Helgadal í Mos- fellssveit. Hundiuium var stolið í þrennu lagi, þremur þeirra reynd- ar skilað aftur, en þeim mun svo hafa verið stolið að nýju nokkru síðar. Þjálfaðir minkahundar munu vera allt að hálffar milljón- ar króna virði og dæmin eru sem sagt fyrir hendi um að menn láti sig hafa það að stela þeim. -gk Apríltunglið kviknar í vestri föstu- daginn 12. apríl og telja klúbbfélagar að sakir þess hve síðustu tungl sem kviknuðu í vestri voru góð verði slíkt hið sama uppi á teningnum nú, þó að í gegnum tíðina hafi þessi tungl ekki alltaf verið góð. Það er talið að votur einmánuður boði gott vor og það sem af er einmánuði að þessu sinni má segja að hann hafi verið votur og nú er að sjá hvaö er mikið til í þessu. -hiá Hf. Eimskipafélags Islands verður haldinn í SunnusaL Radisson SAS Hótel Sögu fimmtudaginn 4. apríl 2002 og hefst kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verður tillaga um kaup á hlutum í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og Skagstrendingi hf. og tillaga að útgáfu nýrra hluta meó hlutafjárhækkun um allt að kr. 1.200.000.000 að nafnverði, sem verði eingöngu nýtt í skiptum fyrir hluti í ofangreindum félögum. Hluthafar eða umboðsmenn geta nálgast endanlegar tillögur á skrifstofu félagsins að Pósthússtræti 2, Reykjavík, frá og með 26. mars 2002. Fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá kl. 15.00. Reykjavik, 19. mars 2002. Stjórn Hf. Eimskipafélags íslands EIMSKIP www.eimskip.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.