Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 12
12 Menning FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 DV Sif jaspell og hryðjuverk - á fimmtándu norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg í Frakklandi Hollenska myndin Á reiki (Drift) eftir Michiel van Jaar- sveld varö hlutskörpust á nor- rœnu kvikmyndahátíöinni í Rúöuborg sem haldin var í fimmtánda sinn dagana 13.-24. mars. Hún hlaut aóalverólaunin og einnig verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki. Aörar verð- launamyndir voru um hinn norska Elling eftir Peter Nœss og danska myndin Et rigtigt menneske eftir Áke Sandgren. - Þessi úrslit komu nokkuö á óvart því þaö var danska mynd- in Point of View eftir Tómas Gíslason sem virtist hafa einna mestan byr í seglin á hátíöinni. Bjuggust menn viö henni á verö- launalistanum en þar var hún víös fjarri. Engin íslensk mynd var sýnd á hátíöinni aö þessu sinni. stúlkan sé í rauninni í vitorði með hryðjuverka- mönnunum sem hafa nú kassann undir höndum og búa sig undir að sprengja einhverja bygg- ingu i loft upp og lumi á mikilvægri vitneskju sem hún vilji ekki láta af hendi. Að lokum er hún á leiðinni í fangelsi til langdvalar en virðist alls ekki skilja það. Sagan virðist ótrúleg en leikurinn er svo góð- ur og myndatakan svo haglega gerð að hún verður samt sannfær- andi. I myndarlok finnst manni að það eitt hefði getað orðið stúlkunni til bjargar að fá Groucho Marx sem verjanda. Hann hefði hér fengið gott tækifæri til að beita sinni fleygu röksemda- færslu: „Þessi stúlka lít- ur út eins og hálfviti, hún talar eins og hálfviti og hún lætur eins og hálfviti, en, herrar mínir, þið megið alls ekki láta það blekkja ykkur: hún ER hálfviti." Aukasýning á karlakórnum Eins og málum er komið þykir imdarlegt að þessarar myndar skyldi ekki hafa verið minnst við verðlaunaveitinguna. Það var hins vegar ekki eins óeðlilegt að önnur góð mynd, Sá vit som en snö eftir Jan Troell, sem segir frá fyrstu sænsku flugkonunni, skyldi fara fram hjá dóm- nefndinni. Bæði gerist hún í fortið - flugkonan fórst árið 1922 - og sögulegar myndir eiga ekki upp á pallborðið hjá dómnefndum nú til dags og svo var hún afskaplega sænsk. Svo mjög að hún var að verulegu leyti töluð á skroliandi skánsku. Hún veut sem sé eins ólík Á reiki og frekast gat verið. En áhorfendur virtust ekki að öllu leyti sam- mála dómnefndinni því þeir gerðu góðan róm að mynd Troells og Qykktust unnvörpum á kvik- mynd sem alls ekki var i keppninni, norsku heimildarmyndina Heftig og begeistret eftir Knut Erik Jensen sem var sýnd á Kvikmynda- hátíð i Reykjavík i haust sem leið. Hún fjallar um norskan karlakór í norska smábænum Ber- levág nyrst í Noregi og var norskari en allt sem norskt er. Þaö þurfti að hafa aukasýningu á henni. Einar Már Jónsson, París „Runaway Brideu Myndin Point of View eftir íslendinginn Tómas Gíslason, sem starfar í Danmörku, er einnig í takt viö tímann, kannski enn meir en höfundinn sjálfan gat órað fyrir þegar hann lét fyrst smella í klöppunni. Þar segir frá danskri stúlku sem kemur til Las Vegas til að láta pússa sig saman við danskan kærasta sinn. En það fýkur í hana undir athöfninni, hún hleypur burt frá öllu saman í brúðarkjólnum og fyrr en varir er hún komin í slagtog við fertugan mótórhjóla- gæja sem nefnist Rock. Framhaldið er síðan mjög svo hefðbundin „vegamynd" með alls kyns skírskotunum af því tagi. Það eitt er frumlegt aö mótorhjólagæinn hefur meðferðis dularfullan kassa sem reynist vera sprengja ætluð hryðju- verkamönnum. Eftir að hafa hlýtt á kolruglaða orðræðu viðtakanda kassans, sem er greinilega eins utarlega til hægri og komist verður í þá átt, neitar hann þó að afhenda pakkann og hlýtur fyrir vikið kúlu í gagnaugað. Brúðurin fyrrverandi lendir í öruggri umsjá lögreglunnar í Seattle og segir henni alla sög- una. En sá ljóður er á ráði stúlkunnar að hún er svo heimsk að slíkt er himinhátt yfír skilning lögregluþjóncmna hafið! Hún lifir í einhverjum ævintýraheimi með Kerouac og slíkum og er hvergi í kallfæri viö veruleikann. Hinir borða- lögðu vefengja því sögu hennar, þeir álíta aö Á reiki er mjög í takt við tim- ann eins og hann mjakast áleið- is á meginlandinu og má vera að það skýri verðlaunin. Hún segir frá tveimur systkinum sem búa ein saman í íbúð því móðirin er horfln og faðirinn húkir alfar- inn á geðveikrahæli. Systirin er fimmtán ára og í skóla, bróðirinn er um tvítugt og stundar kaup- sýslu. Hann hirðir úldið kjöt sem hann prangar síðan inn á hamborgarasala á laun. Á kvöldin drekkur hann bjór með félögum sínum sem virð- ast hafa álíka fjörugt vitsmunalif og grænmeti; á meðan þenur ærandi mótorhjólaakstur sig yfir sjónvarpsskerminn og framkallar óp og öskur yfir glösunum. Bróðirinn vakir yfir systur sinni af mikilli af- brýði en henni tekst samt að losa sig við mey- dóminn með aðstoð föður vinkonu sinnar sem er gamall og sjúskaður karlfauskur. Myndin heldur áfram í sama stil með ívafi af sifjaspelli og ofbeldi. Systirin hefur nægilega glóru í koll- inum til að láta heilbrigðisyfirvöld vita um kjöt- verslunina en gefur i skyn við bróðurinn að uppljóstrunin sé komin frá karlfauskinum, föð- ur bestu vinkonunnar sem ekki er vinkona leng- ur. Að lokum liggur karlfauskurinn í valnum og systkinin eru í vondum málum. Þegar fréttamaður DV sá myndina morgun- inn eftir verðlaunaveitinguna var salurinn hálf- fullur af gömlum konum sem fylgdust með at- burðum af miklum áhuga, ekki vantaði það, en báru hana saman við ýmsar aðrar verðlauna- myndir og sögðu að það væru sennUega einkum dómnefndir sem væru „á reiki“! Elllng og Kjell Bjami komnir í eigib húsnæbi Per Christian Ellefsen og Sven Nordin í norsku verðlaunamyndinni Elling. Dularfullur bassaleikari - með Árna Egils og Niels Henning Árni Egilsson. Niels Henning 0rsted Pedersen. Þeir hafa stofnaö spennandi bandalag meö leynigesti. Nýjustu fregnir herma að Ámi EgUs- son bassaleikari hafi nýverið stofnað tU bandalags með heimsfrægum djass- bassaleikurum, þeim Wayne Darling, bandarískum ofurbassa, og Islandsvin- inum með langa nafnið, Niels Henning 0rsted Pedersen. Bandalagið er senni- lega hugsað í stU við aðrar þrenningar sem vakið hafa verðskuldaða athygli víða um heim, svo sem tenórana þrjá, o.fl. Þessar kontrabassastjömur hittust í nóvember síðastliðnum í Graz í Austur- ríki, heimabæ Páls P. Pálssonar tón- skálds! í Graz léku þeir inn á geisladisk ásamt trommuleikaranum BUl Elgart og píanóleikaranum Fritz Pauer. Geisladiskurinn kemur sennUega út seinni hluta sumars eða í haust. Þremenningamir koma síðan tU með að leika á tónleikum í Glasgow í sept- ember næstkomandi, en í Skotlandi rik- ir mikiU spenningur fyrir þeim félögum og geisladiski þeirra. Ef ég þekki Áma rétt verða tónleikar hér heima í leiðinni, enda upp- lagt að koma við á íslandi ef leið þeirra liggur tU Glasgow. Djasslíf Skotlands er mjög blómlegt um þess- ar mundir. Djasshátíðir eru haldnar víða um landið yfir sumartímann og tónleikar með stór- um stjömum djassheimsins ekki óalgengir. Ef tU viU er djasslífið hjá Skotum einmitt lykiUinn að fjölbreyttum uppákomum hér heima. TU dæmis með því að fá stórstjömur á leið tU Glas- gow eða Edinborgar tU að koma við og leika fyr- ir okkur. Bassaleikarana tvo, Árna og Niels Henning, þarf vart að kynna fyrir íslenskum djassáhuga- mönnum. Niels Henning 0rsted Pedersen er tal- inn einn besti, ef ekki besti, bassaleikari í heimi. Þessi ljúfi danski djassleikari hefur tekið ástfóstri við ísland og komið hér ótal sinnum og leikiö fyrir okkur. Ámi EgUsson hefur á imdanfomum ámm verið talinn framúrskarandi bassaleikari meðal tónlistarmanna í Los Angeles. Árni er einn af eftirsóttustu bassaleikurum í kvikmyndaverum borgarinnar, þar sem hann hefur leikið og samiö kvikmyndatónlist um áratugi. Ámi er frábær djassleikari, eins og leikur hans með „Útlendingahersveitinni" hefur greinUega sannað. Wayne Darling er í raun og vera „leynigestur" hljómsveitarinnar. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga um hann hér og þar, en án nokkurs árang- urs. Það virðist enginn hafa heyrt hans getið! Samt getur ekki verið að hann sé neinn aukvisi i bassaleik fyrst ofurbassar eins og Niels Henning og Árni leika með honum. Það verður því einstaklega spenn- andi að heyra þremenningana leika saman, hvort sem það verður á geisla- diski eða á tónleikum í Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst tU að heyra Áma og Niels Henn- ing leika í sömu grúppu. Svo veit mað- ur ekki hvað hinn dularfuUi Wayne Darling kemur tU með að gera. Ólafur Stephensen P.S. Þegar ég var aö skrifa línurnar hér að ofan fékk ég eftirfarandi uppiýsingar í tölvupósti og lœt þœr fara hér á eftir sem eins konar eftirmála: Wayne Darling er prófessor við Háskólann í Graz í Austuríki og yflrmað- ur djassdeildar skólans. Hann er frá Iowa í Bandaríkj- unum og spilaði m.a. meö Dexter Gordon, Joe Hender- son, Stan Getz og Art Farmer. Svo spilaði hann í tvö ár með Woody Herman-hljómsveitinni og var í bandinu sem vann Grammy-verðlaunin („Giant Steps"). Wayne Darling var bassaleikari Friedrich Gulda í 15 ár og spil- aði með honum konserta, m.a. meö Berlínar Filharmon- íunni og Nýju sinfóníuhljómsveitinni í Tokyo. Crash í fimm ár Breski listhópurinn Crash fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu og efnir af því tUefni tU yfirlitssýningar um starfsemi sína í GaUerí Skugga, Hverfisgötu 39 í Reykjavík, sem verður opnuð í kvöld kl. 20. Við opnunina munu breskir plötusnúðar úr hljóm- sveitinni Earl Brutus sjá um tónlistar- flutning og á eftir efnir Crash tU afmæl- isfagnaðar á vínveitingahúsinu Sirkusi. Crash varð tU á krá í King’s Cross í Lundúnum í janúar árið 1997. Kjaminn í hópnum eru Scott King og Matt Worley og var markmið þeirra að skapa andófsrödd gegn ráðandi viðmiðum í breskri áuglýsinga- og fjölmiðlamenn- ingu. í verkum sínum nýtir hópurinn sér aðferðir og ímyndir fjölmiðlanna og leitast þannig við að gagnrýna íjölmiðl- ana innan frá. Meðal þátta sem Crash hefur beint gagnrýni sinni að er hin svonefnda „gauramenning" (New Lad Culture) sem birtist m.a. í fjölda tíma- rita sem hafa unga karlmenn að mark- hópi sínum. Á sýningunni em graílsk hönnunarverkefni sem Crash hefur birt m.a. í tímaritum og á veggspjöldum í því skyni að gagnrýna ímyndamótun fjölmiðla með þeirra eigin aðferðum. Sýningin stendur tU 14. aprU og er opin miUi kl. 13 og 17 frá þriðjudegi tU sunnudags. Kyn og vísindi Dr. Elvira Scheich, eðlisfræðingur og stjómmálafræðingur við Tækniháskól- ann í Berlín, heldur fyrirlestur á vegum Hugvísindastofnunar og Heimspeki- stofnunar á morgun kl. 12.05 í Nýja- Garði, stofu 301. Fyrirlesturinn nefnir hún „Gender and Science in West- German Memory after WWIT (Kyn og vísindi i vestur-þýskri vitund eftir síð- ari heimsstyrjöld) og skoðar þar friðar- hreyfmgu kvenna, baráttu hennar gegn kjamorkuvopnum á sjötta áratugnum, hvemig kjamvísindamenn komu að þeirri baráttu og hvemig öU þessi bar- átta litaðist af nýliðinni fortíð Þjóð- verja. Þetta er spennandi fyrirlestur sem áhugamenn um vísindaheimspeki og vísindasögu ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Færeyskt mál og menning Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir málþingi um færeyskt mál og menningu nú í aprU í samvinnu við íslenska málfræðifélagið, Nafn- fræðifélagið, Rannsóknarstofnum KHÍ og samtök móðurmálskennara. Málþingið hefst á laugardagsmorgun- inn kl. 11 á erindi sem færeyski nafn- fræðingurinn Anfmnur Johansen held- ur um færeysk mannanöfn í stofu 101 í Odda. 9. aprU kl. 16.15 heldur Jógvan Mör- köre, dósent viö Sögu- og samfélags- deUd Fróðskaparseturs Færeyja, fyrir- lesturinn „Samanbrotið-sam- felagskreppan og politiska læran“ í Odda, stofu 101. 10. aprU kl. 16.15 talar Zakaris Svabo Hansen málfræðingur um færeyska stafsetningu í Lögbergi, stofu 201. 11. aprU kl. 16.15 talar Vár í Ólavs- stovu bókmenntafræðingur um stöðu dönsku og færeysku í færeyska skóla- kerfinu í Lögbergi, stofu 201. 17. aprU talar Martin Næs, rithöfund- ur og bókmenntafræðingur, um Heinesen og Laxness í tUefni 100 ára af- mælis HaUdórs KUjan Laxness. Fyrir- lestur hans nefnist: „Av Varðagötu á Gljúfrastein" og verður haldinn í Há- tíðasal Háskóla íslands kl. 16.15. AUir eru velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.