Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 8
8 4 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 Fréttir I>V Flókið að fá fátæka frænku frá Taílandi í heimsókn: Útlendingarnir eru fældir frá landinu - segir Bernhard Överby skipstjóri. Schengen-reglur, segir Utlendingaeftirlitið Lokað land Ekki er einfait fyrir fólk sem býr utan Schengen-svæðisins að heimsækja ísland. Hvalf i arðargöng: Veggjald hækkar ekki Stjórn Spalar ehf. hefur ákveðið að hækka ekki veggjald í Hval- fjarðargöngum og leggja þannig sitt af mörkum til að hægja á verð- bólgu og halda vísitöluhækkunum innan svokallaðra rauðra strika í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að gengisfall islenskr- ar krónu hafi gert félaginu þungar búsifjar síðustu misserin og því hafl mátt telja eðlilegt að hækka veggjaldið nú um allt að 15%, sem hefði svo haft bein áhrif á neyslu- vísitöluna. Spalarmenn vilji hins vegar leggja lóð sín á vogarskálar stöðugleika í efnahagsmálum með því að breyta ekki gjaldskrá gang- anna í ár í von um að gengistap minnki og verðbólga hjaðni. Meira en helmingur langtíma- skulda Spalar, rúmlega 3,3 millj- arðar króna, er skuld við banda- riska líftryggingafélagið John Hancock. Gengislækkun íslenskrar krónu kom afar illa við Spöl sem sést best á því að fjármagnskostn- aður var tvöfalt hærri á rekstrar- árinu 2000-2001 en rekstrarárinu þar á undan, þ.e. 1,3 milljarðar króna í stað 644 milljóna króna áður. Gjaldskrá Hvalfjarðarganga var síðast breytt í febrúar 2001. Þá hækkuðu ferðir í áskrift um 10% en gjald fyrir staka ferð hélst óbreytt. -aþ Þetta er ótrúlegt mál og engu lík- ara en útlendingar sem búa utan Schengen-svæðisins séu flæmdir frá því að koma til íslands," segir Bernhard Över- by, skipstjóri á Isafirði, sem ásamt eiginkonu ætlaði að bjóða taílenskri frænku konunn- ar í heimsókn til íslands. Bernhard er nýkominn frá Tailandi þar sem hjónin ákváðu að bjóða taílensku frænkunni í heimsókn til ísafjarðar og borga fyrir hana farmiða fram og til baka. Til að uppfylla nauðsynleg skilyrði héldu þau í danska sendi- ráðið í Bangkok sem jafnframt þjón- ar íslandi. Þegar starfsmaður sendi- ráðsins heyrði að hjónin ætluöu heim til íslands eftir örfáa daga en frænkan kæmi síðar ráðlagði hann þeim að sækja um dvalarleyfið heima á íslandi. „Hann sagði að það væri einfald- ara að sækja um vegabréfsáritunina heima. Hann ætlaöi að fara að fylla út pappírana en sagði okkur að gera þetta bara á íslandi þar sem væri mun auðveldara að afgreiða málið. Við féllumst á það,“ segir Bemhard. Þau hjónin héldu síðan heim til íslands þar sem þegar var hafist handa við að undirbúa komu fræn- kunnar sem er fátæk og hefur því ekki efni á að standa fjárhagslega undir ferðinni sjálf. Þegar Bernhard hafði samband við Útlendingaeftir- litið kom babb í bátinn. „Þar var mér sagt að ekki kæmi til greina að gera þetta hérna meg- in. Við yrðum að gera þetta Taílandsmegin þar sem alfarið væri séð um þetta. Við skyldum senda út formlegt boð til konunnar. Þá væri hægt að halda áfram með málið,“ segir Bernhard. Hann segir aö krafist sé trygging- ar upp á 240 þúsund krónur og að gesturinn eigi farmiða fram og til baka auk tryggingar í Taílandi. Þannig sé lokað á fátækt fólk að koma í heimsókn til íslands. „Þetta er eins og bananalýðveldi hér. Við íslendingar getum hindr- unarlaust farið til Taílands og þurf- um ekki að sýna fram á neitt nema að við eigum miða til baka. Það er óskiljanlegt að það skuli ekki duga að sýna íslenskum yfirvöldum fram á að eiga miðann til baka. Þetta lok- ar á útlendinga," segir hann. Georg Lárusson, forstjóri Útlend- ingaeftirlitsins, sagði í samtali við DV aö stofnun sín yrði að vinna undir þeim reglum sem ísland hefði undirgengist. „Þetta eru Schengen-reglurnar sem við erum skuldbundin til að fylgja eftir að við gerðumst aðilar fyrir ári og höfum þar af leiðandi ekki fullt vald á því hverjum við hleypum til íslands og þar með inn á Schengen-svæðið. Við ráðum ekki ferðinni alfarið," segir Georg. Tap Norðlenska ehf. á annað hundrað milljónir á síðasta ári, mest vegna flutninga: Erum farnir aö sjá hagnað - segir Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Keflavík: Sex bílar í árekstri Allskrautlegur árekstur varð í Grófinni í Keflavík í fyrradag og urðu þrír bílar óökufærir. Áreksturinn kom þannig til að einum bíl var ekið á annan sem kastaðist áfram og á fjóra bíla til viðbótar. Sem fyrr sagði voru 3 bU- anna óökufærir eftir atganginn og voru númerin tekin af þeim áður en þeir voru fluttir burtu. -gk Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirð- inga, sem haldinn verður á næst- unni, mun verða upplýst að tap kjötvinnslufyrirtækisins Norð- lenska ehf., eins dótturfélags KEA, var á annað hundrað milljónir króna á síðasta ári. Eiríkur S. Jó- hannsson, kaupfélagsstjóri KEA, segir óhagstæð skilyrði á fjár- magnsmörkuðum hafa tekið sinn toll af félaginu. Afkoma dótturfé- laga hafi ekki verið viðunandi og þar hafi vegið þyngst slök afkoma Norðlenska ehf. sem hafi tekið miklum breytingum á árinu. Eirík- ur sagði hins vegar útlit fyrir mun betri afkomu Norðlenska á yfir- standandi ári og nú sé búið að ná betri tökum á rekstri félagsins. „Síðasta ár var geysilega erfitt hjá okkur og meira en helmingur- inn af tapinu er kostnaður vegna lokunar í vinnslustöðvum okkar á Kirkjusandi í Reykjavík og í Borg- amesi. Þetta var geysilega erfitt, þarna voru fjölmennir vinnustaðir og við þurftum að borga hátt í 150 manns laun á uppsagnarfresti sem ekki var unninn nema að litlu leyti. Þá var flutningur véla og tækja norður í land og uppsetning þeirra þar einnig mjög kostnaðar- samur," segir Sigmundur Ófeigs- son,- annar framkvæmdastjóra Norðlenska. Hann segir að tapið á rekstrinum í þá mánuði sem Norð- lenska var með rekstur í Borgar- nesi nemi 40-50 milljónum króna. Sláturhús og kjötvinnsla Norölenska ehf. á Akureyri. „Þetta hefur ekki verið auðvelt en ég tel að nú séum við komnir með vind í seglin og við erum bún- ir að snúa þessu yfir í hagnaðar- rekstur. Áætlanir okkar gera ráð fyrir hagnaði á árinu og strax á fyrstu fjórum mánuðum ársins munum við sjá hagnaðartölur," segir Sigmundur. í dag er Norðlenska með um 200 manns í vinnu. Flestir starfa á Ak- ureyri, 110-120 manns, en á Akur- eyri er stórgripaslátrun og vinnsla á nauta- og svínakjöti. Á Húsavík, þar sem sauðfjárslátrun fer fram og öll vinnsla á kindakjöti, starfa 40-50 manns og í Reykjavík um 45 manns við vinnslu á fersku kjöti. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.