Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 DV Sjómannadagsráð auglýsir leiguíbúðir í Hafnarfirði: Aðeins fyrir kvótakónga og toppskipstjóra - segir sjómaður á eftirlaunum. Vöxtum að kenna, segir framkvæmdastjóri Dýrar íbúöir Þaö mun kosta ellilífeyrisþega allt aö 145 þúsund krónur á mánuöi aö Þúa í þessum leiguíÞúöum sem veriö er aö Ijúka viö i Hafnarfiröi. Aö auki þurfa leigutakarnir aö greiöa afnotarétt sem er allt aö 7,3 milljónir króna. „Það er ekki fyrir aðra en kvóta- kónga eða toppskipstjóra að standa undir kaupum á þessum íbúðum," seg- ir Einar Grétar Bjömsson, 73 ára fyrrverandi háseti og matsveinn, sem ætlaði að sækja um leiguíbúð í fjöl- býli sem er að risa í Hafnarfirði. Hann hugsaði sér gott til glóðar- innar og sótti um leiguíbúð sem Sjó- mannadagsráð í Reykjavík og Hafnar- flrði er með í byggingu í Hafharfírði í nafni Naustavarar. Einar Grétar, sem sjálfur er varamaður í Sjómannadags- ráði, hafði hugsað sér að eiga þar áhyggjulaust ævikvöld í skjóli Hrafn- istu. Þegar hann sá verðskrána vegna íbúðanna sagðist hann hafa orðið þrumu lostinn því tveggja herbergja íhúð kosti 73 þúsund krónur á mánuði auk þess að leigutaki verði að greiða rétt tæpar 4 milljónir króna i afnota- rétt. Vilji fólk hafa aðgang að bíla- geymslu kostar það rúmar 13 þúsund krónur til viðbótar. Samtals sé því leig- an 86 þúsund krónur á mánuði. Sjálfúr hafi hann til ráðstöfunar 70 þúsund krónur á mánuði þegar talin séu eftir- laun úr lífeyrissjóði og ellOaun. „Þetta boðar ekki annað en áhyggju- fullt ævikvöld. Ég á því ekki einu sirmi fyrir leigugjaldinu fyrir utan það að þurfa að eiga fyrir neyslu. Þetta er því ekki hægt og ég er hættur viö en skil ekki fyrir hveija er verið að byggja. Þeir gera sér enga grein fyrir þvi hvað eldra fólk hefur til ráðstöfúnar. Sjálfir eru þeir sem ráða ferðinni með mörg hundruð þúsund krónur á mánuði," segir hann. íbúðimar sem Naustavör auglýsir til umsóknar fyrir sjómenn á eftirlaun- um era frá því að vera tveggja her- bergja, 65,5 fermetra og upp í að vera 113 fermetrar. Dýrustu íbúðimar með bílastæði kosta þá sem leigja 145 þús- und krónur á mánuði. Þar þurfa íbúar að auki að greiða 7,3 milljónir króna í afhotarétt. Einar Grétar segist hafa fengið viðbrögð annarra sjómanna vegna þessa. „Þetta er ekkert annað en okur að mati manna. Þessir menn hljóta að standa í þeirri meiningu að við eldri borgarar séum almennt í stjóm Sim- ans eða Strætó," segir hann. Ásgeir Ingvarsson, framkvæmda- stjóri Sjómannadagsráðs, segir kostn- aðinn vera vegna þess hve vextir séu háir i landinu og byggingarkostnaður þess vegna hár. Hann segir að íbúðim- ar séu ekki eingöngu ætlaðar sjómönn- um á eftirlaunum en þeir hafi þó hugs- anlega ákveðinn forgang. „Við erum að hyggja fyrir alla þá sem era 60 ára og eldri. Fermetraverð- ið er í meðallagi en svona er bygging- arkostnaðurinn í dag,“ segir Ásgeir og bendir á að fermetratala íbúðanna segi ekki allt þar sem tveir samkomusalir séu í húsinu auk lyftu. Aðspurður hvort eðlilega hafi verið staðið að framkvæmdunum segir Ás- geir aðhald hafa verið varðandi fram- kvæmdfrnar. Hann staðfesti þó að framkvæmdimar hafi ekki verið boðn- ar út. „Við sömdum við fyrirtækið Hús- virki sem áður hafði byggt fýrir okkur. Þeir samningar vora að visu gerðir þegar svakaleg þensla var á byggingar- markaði. Þetta hefur komið vel út,“ segir Ásgeir. -rt Einar Grétar Björnsson. Mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar Verkiö er á áætlun og mannvirkiö á aö vera tilóúö til notkunar 1. júlí. Mislæg gatnamót á Vesturlandsvegi: Umferö hleypt á mannvirkið 1. iúlí - samkvæmt aætlun, segir Jonas Snæbjörnsson 1 haust fór vinna við gerð mislægra gatnamóta Víkurvegar og Vesturlands- vegar í fuilan gang. Uppsteypu brúar lauk fyrir áramótin en samkvæmt verksamningi er ráðgert að hleypa um- ferð á mannvirkið 1. júlí nk. Það era verktakafýrirtækin Svein- bjöm Sigurðsson ehf. og Jarðvélar sf. sem vinna verkið. Samkvæmt samn- ingi sem undirritaður var sl. sumar á það að kosta 390.741.000 krónur. Er það fýrir utan hönnunarkostnað og eftirlit Vegagerðin ráðgerir að í heild kosti þessi gatnamót fullbúin um 450 milljón- ir króna. Framkvæmdin er hins vegar samvinnuverkefiii Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Mun Vegagerðin greiða um 60% af kostnaðinum en Reykjavíkurborg um 40%. Brúin sem þama um ræðir á að tengja saman Víkurveg úr Grafarvogs- hverfmu og Reynisvatnsveg sem liggur yfir í nýja Grafarholtshverfið. Þá verða einnig gerðar afreinar og aðreinar með slaufúm og tengibrautum sem og und- irgöng fýrir gangandi umferð. Að sögn Jónasar Snæbjömssonar hjá Vegagerðinnni er verkið allt samkvæmt áætlun en þó heldur á undan áætlun ef eitthvað er þrátt fýrir tafir í haust. HKr. Finnur Ingólfsson, formaður viðræðunefndar um álver á Austurlandi: Arðbært verkefni sem ætti að vekja áhuga fjárfesta - en reynslan sýnir að ekkert er í höfn fyrr en við undirritun „Mér líst ágætlega á að taka við þessu. Ég tel mjög mikilvægt að hægt verði að byggja upp stóriðju á Austurlandi sem nýti raforkuna úr Kárahnjúkavirkjun og er tfibúinn að leggja mitt af mörkum til þess aö svo geti oröið," segir Finnur Ingólfs- son, seðlabankastjóri og fyrrverandi iðnaðarráðherra, en hann hefur ver- ið skipaður formaður viðræðu- nefndar sem ætlað er að hefja könn- unarviðræður við nýja fjárfesta í fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði. Finnur treystir sér ekki til þess að meta líkumar á að samningar takist um verkefnið. „Sagan sýnir okkur að samningar um stóriöju eru aldrei i hendi fyrr en búið er að undirrita þá. Þaö hefur hins vegar verið unnið mikið að þessu, verk- efnið er orðið tiltölulega vel skil- greint og ég vona að fyrir- tæki sem eru að velta fyrir sér fjárfestingu í áliðnaðin- um sýni því áhuga. Þaö er enginn vafi á að þama er um mjög arðbært verkefni að ræða. Hvers vegna skyldu slík fyrirtæki ekki hafa áhuga á að taka þátt í arðbæru verkefni?" Finnur ítrekar þó að samningar séu ekki í hendi fyrr en við undirritun; framtíðin verði að skera úr um hvort árangur næst. „En þessi álheimur er tiltölulega lítill. Það vita mjög margir af þessu verkefni og þeim undirbúningi sem hér hefur verið í gangi. Ég á von á að erlendir fjárfestar sýni málinu áhuga og setji sig í samband við okkur. Og við setjum okkur vitan- lega í samband við þá sem við vitum að hafa áhuga til þess að kanna hvort flötur sé á samstarfi,“ segir Finn- ur. Sem kunnugt er hefur Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra nefnt fjögur fyrirtæki sem helst komi til greina sem nýir fjárfestar í álveri fyrir austan. Finnur segir að þetta séu allt stórfyrirtæki sem gætu komið sjálfstætt að verk- efninu, óháð Noral-verkefninu. Sum þeirra hefðu hins vegar jafnvel áhuga á að koma aö verkefninu í samstarfi við einhvem annan stór- an aðila; nýjan fjárfesti eða jafnvel Norsk Hydro ef svo ber undir. Ekki er hægt að segja til um þaö nú við hvem verður rætt fyrst. Hins vegar liggur fyrir að eitt af því fyrsta sem viðræðunefndin undir forystu Finnst mun gera er að ræða við íslensku fjárfestana sem ætluðu að leggja fé í Noral-verkefnið. „Það verður eitt af fyrstu verkefnunum. Við þurfum að meta þessa nýju stöðu meö íslensku fjárfestunum og sjá hvar þeirra áhugi liggur núna,“ segir Finnur. Ekki er ljóst hvort eða hve mikið forsendur fyrir verkefn- inu breytast. „Það má vel vera að einhver hafi áhuga á að koma að Noral-verkefninu eins og þaö lítur út í dag,“ segir Finnur. „En ef nýr aðili kemur að þessu á breyttum forsendum, til dæmis varöandi þá tækni sem beitt yrði í bræðslunni og fleira, er ljóst að hefja yrði samn- ingaviðræður við hann alveg frá grunni.“ -ÓTG Rnnur Ingólfsson. Fyrsti leikurinn Yljumshinov, forseti FIDE, leikur fyrsta leiknum í einvígi Ruslan Ponomariov og Chen Zhu. Einvígi heimsmeistara: Zhu sigraði Pono Þau tíðindi gerðust í Dubai að heimsmeistari kvenna í skák, Chen Zhu frá Kína, sló út heimsmeistara karla, Ruslan Ponomariov. Skákein- vígi þeirra er ný keppni á vegum FIDE og það verður að segjast að þessi úrslit koma mjög á óvart. Sjálf- sagt hefur verið mikill fógnuður í Kínaveldi og víðar og að þessi við- burður skuli gerast í arabalandi þar sem réttindi kvenna era fótumtroðin verður að segja að komi vel á vondan. Þau tefldu tvær atskákir og Pono tap- aði 0,5-1,5. Chen Zhu varð heims- meistari kvenna um leið og Pono vann sinn heimsmeistaratitil. -HK VG í Kópavogi: Óvíst um framboð Vinstri hreyfingunni, grænu fram- boði í Kópavogi hefúr enn ekki tekist að koma saman lista til sveitarstjómar- kosninga. Vinnuhópur hefur haldið nokkra fundi en árangurs. Helsta vandamálið er að Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður krefst þess samkvæmt heimildum DV að fá fýrsta sætið. Þetta vilja Hafsteinn Hjartarson formaður og hópur sem honum fýlgir að málum ekki fallast á en bjóða Þóri annað sætið á listanum eða allt þar fýr- ir neðan. Þeir sem formanninum fýlgja að málum vilja fá Ólaf Þór Gunnarsson lækni til að leiða listann. Síðast var haldinn fundur í vinnuhópi vegna framboðsins í fýrrakvöld þar sem deilt var um málið. Hafsteinn formaður staðfesti aðspurður að framboðsmál væra í uppnámi. „Það era mikil átök vegna framboðs- mála og óvist að við komum saman lista,“ segir Hafsteinn. -rt Slasaðist illa í Viðeyjarstofu Karlmaður sem var að störfum á þaki Viðeyjarstofu í gær slasaðist illa þegar hann féll af þakinu og um 5 metra niður á stétt við húsiö. Maðurinn rann fram af þakinu og lenti á fótunum þegar hann kom niður. Hann mun hafa fótbrotnað á báðum fótum og einnig var talið að hann hefði handleggsbrotnað. Sjúkraflutningamenn úr Reykjavík sóttu hann og fluttu hann sjóleiðina til lands og á sjúkrahús. -gk Reyndu innbrot í ráðuneyti Ungt par hugðist ráðast til inngöngu í menntamálaráðuneytið við Ingólfs- stræti skömmu eftir miðnætti í nótt og hafði spennt upp glugga á húsinu þeg- ar einhver styggð kom að því. Vaktmenn í húsinu urðu varir við innbrotstilraunina og létu lögreglu vita. Hún var snögg á vettvang og hafði hendur í hári parsins nærri ráðuneyt- inu. Fólkið fekk að gista fangageymslu í nótt og þurfti síðan að gefa skýringu á gerðum sínum í morgun. -gk Innheimtustofa í gjaldþrot Gjaldþrotaskiptum vegna Juris, lögfræði- og innheimtustofu, er lok- ið, að því er lýst er í Lögbirtingi. Lögfræðistofan var úrskuröuð gjald- þrota í maí árið 2000 og skiptastjóri þá skipaður. Hann hefur nú lokið skiptum en engar eignir fundust upp í lýstar kröfur sem námu 55 milljónum auk vaxta og kostnaðar. Rekstur lögfræðistofunnar hófst í Hafnarfirði árið 1994 en er nú allur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.