Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 28
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Þegar niðurstööur skoðanakann- ana fyrir síðustu og næstsíðustu borgarstjómarkosningar eru rifjað- ar upp kemur í ljós að sá mikli munur sem er á R- og D-lista nú er ekki einsdæmi. Samkvæmt nýjasta / FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 DV-MYND GUÐFINNUR FINNBOGASON Páskalömb á Ströndum Lambsjarmur er nokkuö sem sauöfjárbændur eiga allajafnan ekki von á aö heyra fyrst þegar komiö er í fjárhús á páskadagsmorgni. Þaö var eigi aö síö- ur raunin hjá fréttaritara DV þegar Móra, ein af eldri kindunum á bænum, haföi þá um nóttina boriö tveimur mógolsóttum gimbrum. Guöbjörg Júlía Magnúsdóttir, 8 ára, á nágrannabænum Felli, heldur á mógolsóttu gimbrun- um sem fengiö hafa nöfnin Glóey og Mist. Borgarstjórnarkosningar: Fylgismunurinn ekki einsdæmi þjóðarpúlsi Gallup er skiptingin 61,l%-36,6% R-lista í vil. í könnun DV i febrúar 1994 - í aðdraganda næstsíðustu borgarstjómarkosn- inga - var fylgi R-lista rúm 63% en fylgi D-lista tæp 37%. Fyrir síðustu kosningar náði R-listinn hámarks- fylgi í apríl, 61,4% en fylgi D-lista var þá aðeins 38,6%. I könnun DV 7. maí, þremur vikum fyrir kosningar, var munurinn enn meiri eða 64,l%-34,5% R-lista í vil. Sá munur er þó á að fyrir síðustu kosningar voru 11% kjósenda óákveðin fram á síðustu stundu en nú hafa aðeins 7% þeirra ekki gert upp hug sinn. Sjá nánar bls. 6 og 14. -ÓTG Skipan gagnrýnd Ögmundur Jónasson, þingflokksfor- maður Vinstri grænna, gerði athuga- semd við það á þingi í gær að Finnur Ingólfsson hefði verið settur formaður nefndar um könnunarviðræður við fjárfesta vegna álsvers við Reyðar- fjörð. Ögmundur benti á að Finnur væri seðlabankastjóri og hann væri gerður út til að „leggjast á hnén“ fyr- ir framan álrisa heims og „grátbiðja" þá um að koma til íslands. Vegna ^ lagasetningar um aukið sjálfstæði bankans væri þetta varhugavert skref og ekki seðlabankastjóra sæmandi. Fyrst og fremst virtist um pólitískt hagsmunamál Framsóknarflokksins aö ræða. Sjá nánar bls. 4 -BÞ Helgarveðrið Síðdegis í dag á að snúast í suðvestan 5 til 13 metra á sekúndu með skúrum eða slydduéljum sunnan og vestan til. Hins vegar á að létta til um landið norðaustanvert. Spáð hægri suðlægri eða breytilegri átt á morgun með smá- skúrum sunnan og vestan til. Skýjað með köflum og þurrt, hiti frá frost- marki og allt upp í tíu stig. Frá laug- ardegi til mánudags verða suðlægar áttir með vætu. -sbs STOKK-SEYRA! Héraðsdómur í máli „Rauða hersins“: Framkvæmdastjórinn ákærður fyrir fjársvik Framkvæmdastjóri fyrirtækja Rauða hersins á Vestfjörðum, sem svo hefur verið kallaður, en þau urðu gjaldþrota fyrir rösklega tveimur árum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik og brot á tollalögum. Máliö var þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Samkvæmt ákærunni á fram- kvæmdastjórinn að hafa svikið út sex milljónir með því að fá tiltekið fyrirtæki í Reykjavík til að afhenda sér féð sem greiðslu fyrir fimmtán tonn af þorskhnökkum. Hnakkana afhenti hann hins vegar aldrei. Þá er hann ákærður fyrir að brjóta tollalög. Varðar málið nokkrar sendingar af rússafiski, alls um eitt þúsund tonn. Sendingarnar voru fjarlægðar úr frystigeymslum og teknar til vinnslu í fyrirtækjunum án heimildar tollayfirvalda. Fyrst var greint frá þessu máli í DV 31. mars árið 2000 en þá höfðu mikil umsvif fyrirtækja Ketils Helgasonar vakið athygli og ekki síst undraverður árangur af vinnslu á frosnum Rússafiski. Þar var um að ræða fyrirtækin Bolfisk í Bolung- arvík, Rauðsíðu á Þingeyri og Rauð- feld á Bíldudal en saman gengu þau undir gælunafninu Rauði herinn. Heilum skipsformum af frosnum fiski var landað vestra úr rússnesk- um skipum og þá gjarnan beint ótollafgreitt í frystigeymslur. Þegar fjara tók undan starfseminni á Þing- eyri munu starfsmenn hafa gengið á lagerinn óvitandi um alvöru máls- ins. Á síðustu vikum starfseminnar hugðust tollayfirvöld á ísaflrði telja ótollafgreiddar fiskbirgðir sem þar áttu að vera í geymslu. Var þeim þá tjáð að slíkt væri létt verk því þar væri ekki nema eitt bretti eftir. Varð þá uppi fótur og fit því sam- kvæmt hans bókum áttu að vera heil þúsund tonn af Rússafiski í geymslunni. -HKr. íbúar kvarta til heilbrigðiseftirlits: Saur dreift við Stokkseyri íbúar á Stokkseyri kvörtuðu til heilbrigðiðseftirlits vegna þess að mannasaur úr rotþró var dreift á tún í Kumbaravogi, fast við þorpið. Fólki í grennd við Kumbaravog, þar sem er elliheimili, fannst lyktin illbærileg og það kvartaði til heilbrigðiseftirlits. Guðni Kristjánsson staðfesti að hann hefði átt hlut að máli. Hann sagði að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefði haft við sig samband vegna málsins. „Þeir voru að tala um reglur sem ég þekki ekki. Maður verður að kynna sér þær,“ sagði hann. Guðni taldi þó að íbúar hefðu gert of mikið úr málinu. Þama hefði ein- ungis verið um að ræða nokkra tugi lítra af efninu úr rotþróm. „Ég bý sjálfur nálægt þar sem ég sullaði þessu niður. Þetta hlýtur að vera einhver hystería. Það var nánast logn á Stokkseyri í gær og í morgun," segir Guðni. „Við erum búin að gera þetta í ára- tugi og ég veit ekki hvemig bændur um allt land hegða sér í þessu. Eitt- hvað verður að gera viö þetta og ein- hvers staðar endar þetta allt. Bændur setja jú skít á tún. Það er verið að tala um lífræna ræktun. Er einn skítur öðrum betri í þeim efnum?" spyr Guðni. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmda- stjóri, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, staöfesti við DV að málið hefði komið inn á hennar borð. Hún bendir þó á að ekki sé rétt að tala um mannasaur í þessum efnum. „Mannasaur er dálítið stórt að taka upp í sig. Við tölum um seyru þegar þetta hefur farið um rotþró. Það breyt- ir því þó ekki að bannað er að bera seyru á tún og við höfum veitt mann- inum tiltal. Hann lofar betrun. Málinu er lokið," segir hún. Elsa segist ekki hafa dæmi um að slík dreifmg eigi sér stað víðar í um- dæminu. -rt Greiðslubyrði af erlendum skuldum hefur tvöfaldast á 4 árum: Brother PT-2450 merkivélin er komin Mögnuö véi m, meö þinni hjálp, hefur hlutlna í röö og reglu. Snjöll og góö lausn á óreglunni. Rafport Nýbýlavegi 14 • simi 554 4443 • www.rafport.isj Furöulegt hiröu- leysi lántakenda - segir Þorvaldur Gylfason prófessor Greiðslubyrði þjóðarinnar vegna erlendra skulda hefur tvöfaldast síðan 1997. Þá nam greiðslubyrðin fjórðungi af útflutningstekjum en nærri helm- ingi í fyrra samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Islands. Þorvaldur Gylfason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, segir i nýrri grein á heimasíðu sinni að upp- hleðsla erlendra skulda hafi keyrt um þverbak síðustu ár. Þær hafl numið 50% af landsframleiðslu í árslok 1996 en rokið upp i 96% í árslok 2001. „Margir lántakendur hér heima virðast hafa sýnt furðulegt hirðuleysi um afkomu sina fram í tímann," segir Þorvaldur í grein sinni. Hann bendir á að samkvæmt upplýsingum Alþjóða- bankans fyrir árið 1999 séu Argentína og Brasilía einu löndin í heiminum sem bera þyngri skuldabyrði en Is- land; Argentína hafi kiknað fyrir skemmstu. Þá bendir Þorvaldur á að samkvæmt nýjum tölum hafi þjóðin í fyrra varið jafnvirði um 3% af lands- framleiðslunni til að greiða bönkun- um yfirdráttarvexti: „Það virðist ekki vera mikil von til þess að bankamir Erlend skuldabyröi (% of útflutnlngsteklum) 50% v Greiðslubyrði ^ • Vaxtabyrði 30% 20% 10% o% •94 '95 '96 '97 98 99 '00 '01 taki upp hagkvæmara búskaparlag þegar þeir eiga aðgang að svo óhag- sýnum og hirðulausum viðskiptavin- um.“ „Uppsveiflan í efhahagslífinu siðan 1996 hefur að miklu leyti verið knúin áfram með erlendu lánsfé sem lántak- endur eiga eftir að standa skil á,“ seg- ir Þorvaldur. Og nú ætli stjómvöld að ráðast í risaframkvæmdir - aö mestu leyti fyrir erlent lánsfé - til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn. DV bar álit Þorvaldar undir sér- fræðing á fjármálamarkaði í morgun sem ekki vildi koma fram undir nafhi en hefur allt aðra sýn á málið en Þor- valdur. „Tölfræðilega er þetta allt rétt sem Þorvaldur segir. En grundvallar- munurinn á stöðunni hér og í t.d. Argentínu og Brasilíu er sá að skulda- uppsöfnunin þar er á vegum opin- berra aðila; stjómmálamenn ákváðu að eyða peningum skattborgara fram- tiðarinnar. Hér vom það einstakling- ar og fyrirtæki í einkaeigu sem tóku lán til að fjárfesta í atvinnurekstri. Sjávarútvegurinn fiárfesti til dæmis heilmikið." Þessi sérfræðingur segir að skuldasöfnunin hafi vissulega ver- ið ískyggileg meðan á henni stóð en núna hafi komið á daginn að áhyggj- umar hafi verið óþarfar. „Þetta var í lagi vegna þess að við sjáum nú að viðskiptahallinn er að snardragast saman. Heimilin og fyrirtækin em hætt að bæta á sig lánum og em í staðinn byrjuð að greiða upp sínar skuldir. Flóknara er þetta ekki.“ -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.