Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 Tilvera DV lí f ið Rottweiler á Gauknum Já, það hlaut að koma að því að vinsælasta hljómsveit íslands blési til tónleika á Gauki á Stöng. I kvöld stíga imgu rapparamir í XXX Rottweilerhundum á svið á þessum rótgrónasta tónleikastað borgarinnar og má búast við mikl- um látum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er miðaverð litlar 1.500 krónur. Popp ■ FIMMTUDAGSFORLEIKUR j HINU HÚSINU Fimmtudagsforleikur Hins hússins er kominn úr páska- fríi og hristir af sér slenið með kraftmiklum rokktónleikum í kvöld. Þær sveitir sem koma fram að þessu sinni eru Fake Disorder sem leikur harðkjarnarokk, Citizen Joe sem leikur harðkjarnarokk af þyngstu gerö og Heróglymur sem leikur melódískt rokk. Tónleikarnir eru haldnir á „Loftinu" í nýju húsnæði Hins hússins að Pósthússtræti 3-5. Þeir hefjast kl. 20 og standa til 22.30 og er aðgangur ókeypis. 16 ára ald- urstakmark. Klubbar.................... ■ REWINP Á CAFÉ 22 Breakbeat.is klúbburinn stendur fyrir enn einu klúbbakvöldinu á Café 22 í kvöld. Kvöldið ber yfirskriftina Rewind og stendur frá 21-1. Aldurstakmark er 18 ár og er rukkað 300-kall inn en 500- kall eftir 23. Plötusnúðar kvöldsins eru þeir Dj Addi, Dj Reynir og Dj Kristinn. Kunnugir segja að í kvöld fái að hljóma besta jungle og drum & bass tónlist síðasta áratugar. Krár ■ BLÚSMENN ANDREU GYLFA Á VÍPALÍN Blúsmenn Andreu Gylfa verða á Vídalín í kvöld með hörku- fjör. Böll ■ KOMPU AÐ PANSA Á fimmtudags- kvöldum eru haldnir svokallaðir Æf- ingadansleikir í Danshöllinni, Drafharfelli 2, þar sem fólk kemur saman og dansar af lífi og sál við fjöl- breytta tónlist. Þó mest sé dansað af svingi og rock ‘n roU er líka mikið um gömlu dansana, samkvæmis- dansa, línudansa og nánast allar teg- undir af dansi sem til eru. Aðgangs- eyrir er 400 kr. og stendur ballið frá kl. 20.30 til 23.30. Allir eru velkomnir og engin skylda að hafa dansfélaga með sér. Munið eftir lágum skóm og handklæði til að þurka svitann. Leikhús ■ FYRST ER AP FÆÐAST Leikritið Fyrst er að fæðast verður sýnt i kvöld á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins og hefst sýningin kl. 20. Miða- pantanir fara fram í síma 568 8000. Sídustu forvöð ■ FUGLAR í FÓTUM Magnús V. Guð- laugsson lýkur myndlistarsýningu í GaUeríi Sævars Karls í dag en þessi sýning er með nokkuð óvenjulegu sniði. Hún ber heitið Fuglar og fólk en á sýningunni klæðir Magnús gín- ur í fatnað úr verslun Sævars Karls og hefur að fyrirmyndum íslenska fugla. David Lynch er í góðum gír í Mulholland Drive: Gafst ekki upp þótt sjón- varpið hafnaði myndinni Biogaj'nryní Smárabíó/Háskölabíó - We Were Soldiers: ir •k'k Hetjudáðir og dauði Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Fáar kvikmyndir á síðasta ári vöktu jafti mikla athygli og nýjasta kvikmynd Davids Lynch, Mulholland Drive. Myndin, sem upphaflega átti að vera forveri sjónvarpsseríu, hefur verið hlaðin lofi og verðlaunum í bak og fyrir og þótt Lynch sé öllu vanur í þeim efnum hefur hann sjálfsagt aldrei verið jafn ánægður, sérstaklega eftir að hafa verið búinn að gera myndina fyrir sjónvarp en þurfa síð- an að standa frammi fyrir því að henda öllu eða vinna hana upp á nýtt sem bíómynd, sem og hann gerði með þessum glæsilegu móttökum sem myndin hefur fengið. Það verður þó að virða ákvörðun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar því ef að- dáendur Lynch hafa haldið að hann væri kominn á „beinu brautina" þeg- ar hann sendi frá sér hina hugljúfu Straight Story þá hefur hann sjaldan eða aldrei farið jafn langt út fyrir hið hefðbundna og í Mulholland Drive þannig að víst er að myndin hefði staðið í bandariskum sjónvarpsáhorf- endum. Mulholland Drive er flókin og ber- orð kvikmynd og vist er að hún hefði verið allt öðruvísi í sjónvarpi. Lynch tók sinn tíma í að endurgera sum at- riði og bæta við öðrum. í viðtali var hann spurður um þetta og sérstaklega tiltekið ástaratriði á milli tveggja David Lynch Gafst ekki upp á Mulholland Drive þótt sjónvarpsseríunni væri hafnaó. flókin kvikmynd. í upphafi fylgjumst við með Ritu sem lendir í bflslysi á Mulholland Drive. Hún missir minnið og ráfar inn á gistiheimfli þar sem ung stúlka, Betty, sem komin er til Hollywood í leit að frægð og frama, finnur hana og tekur hana að sér. Myndin fjallar fyrst og fremst um þessar tvær stúlkur og persónur og at- burði sem koma inn í líf þeirra. Spumingin er samt alltaf hver Rita er og þegar líður á myndina hver Betty er. Eru þær það sem þær halda að þær séu eða eru þær einhverjar per- sónur í einhverri atburðarás sem þær hafa enga stjórn á? Lynch valdi tvær lítt þekktar leikkonur, Lauru Harring og Naomi Watts, til að fara með hlutverk Ritu og Betty. Þær hafa báðar lýst því yfir í viðtölum að hlutverkin hafi verið mjög krefjandi og þær þurft nánast að strípa sálina þegar kom að sumum at- riðum. í mörgum hlutum Þegar Lynch var er spurður hvem- ig hann hefði fengið hugmyndina að MuUholland Drive segir hann: „Það var engin heildarhugmynd til þegar Betty Namoi Watts leikur stúlkuna sem kemur til Hollywood með stjörnu- blik í augum. ég fór að setja atriði á blað heldur komu hlutimir í pörtum og persónur urðu nánast til vegna tilviljana. Þegar svo sjónvarpið hafnaði myndinni þurfti ég að taka myndina tU endur- skoðunar. Þegar það var búið sat ég uppi með mynd sem hafði marga lausa enda sem þurfti að hnýta sam- an, sérstaklega átti þetta við um end- inn því að í sjónvarpinu átti myndin aUs ekki að enda. Það má segja að ef ég hefði strax farið af stað með bíó- mynd væri hún kannski öðruvísi, hver veit...“ -HK Kvikmyndir Davids Lynch í fullri lengd: Eraserhead, 1977 The Elephant Man, 1980 Dune, 1984 Blue Velvet, 1986 Wild at Heart, 1990 Twin Peaks: Rre Walk with Me, 1992 Lost Highway, 1997 The Straight Story, 1999 Mulholland Drive, 2001 Rita Laura Harring leikur hina dularfullu og kynþokkafullu Ritu. kvenna. Hann svaraði því tU að hann vUdi helst ekki tala um hvað var og hvað ekki: „Áhorfendur eiga ekki að beina augum sinum að því sem ekki var í einni útgáfu en er í annarri held- ur taka myndina eins og hún kemur þeim fyrir sjónir. Ég get aðeins sagt að myndin er nú eins og ég vU hafa hana.“ Tvær stúlkur í Hollywood MulhoUand er eins og áður sagði Herforlnginn Mel Gibson leikur Hal Moore ofursta sem undirbýr sig vel fyrir átökin í Ví- etnam. We Were Soldiers segir frá fyrsta verulega bardaganum mUli Norður- Vietnama og Bandaríkjamanna snemma í Víetnamstríðinu árið 1965 í Ia Drang dalnum - eða Dal dauðans eins og hann var kaUaður. Áður en við ferðumst þangað eyðum við dágóð- um tíma í herbúðum Bandarikja- manna heima í Ameríku þar sem við kynnumst hermönnunum, eiginkon- um þeirra og bömum. Þessi kynni gera dauða þeirra seinna í myndinni enn UlbærUegri en eUa. Mel Gibson leikur Hal Moore ofursta, föðurlegan flokksforingja her- fylkisins, og er hárréttur í hlutverkið. Hann er bestur á tjaldinu sem tUfinn- ingaríkur og heiðarlegur hermaður. Hans hægri hönd og félagi úr Kóreu- stríðinu, BasU Plumley, er harður og hugdjarfur töffari, leUíinn af Sam EUiott, og samspU þeirra Gibsons er sannfærandi. Moore undirbýr sig fyr- ir stríðið með því að lesa sagnfræði- bækur um fyrri stríð á sömu slóðum tU að gera ekki sömu mistök og t.d. Frakkar gerðu. Hann skipuleggur árásina vel og heitir sjálfum sér og mönnum sínum því að skflja engan eftir. Þegar komið er tU Víetnams og Ijóst er að hermenn Norður-Víetnams eru mörgum sinnum fleiri era góð ráð dýr en með hugrekki og dirfsku tekst Moore að haga málum þannig að hann og menn hans eru ekki stráfeUd- ir eins og aUt útlit var fyrir um hríð. En orrustan er hrottaleg þar sem sleg- ist er í mUdu návígi og drepið með skotum, eldi og byssustingjum. Með reglulegu miUibfli fer WaUace leflístjóri með okkur heim tU Banda- ríkjanna þar sem eiginkonumar kviða hverjum degi og því að leigubU- stjóri banki upp á með símskeytið sem segir frá ótímabærum dauða eig- inmanna þeirra. Madeleine Stowe leikur Julie, eiginkonu Moores flokks- foringja, sem tekur að sér það verk- efni að vera boðberi þessara ótíðinda því henni finnst skammarlegt að ein- hver leigubUstjóri skuli vera í því tU- finningaþrungna starfi. We Were Soldiers er kvikmynd um hræðUegt stríð og sum atriði eru ekki fyrir viðkvæma. En fyrst og fremst er hún kvikmynd um manneskjur. Áhorfandinn fær líka að kynnast her- búðum Norður-Víetnama þar sem hershöfðingi þefrra skipuleggur árás- ir á ameríska óvininn. Á þann hátt eru Víetnamarnir gerðir að manneskj- um og þótt áhorfandinn líti á þá sem „óvini" verða þeir aldrei að hjarta- lausum viUidýrum. Það er vel skipað í hlutverk í We Were Soldiers. Með áðumefndum Gib- son og EUiot er fríður flokkur karl- manna; Greg Kinnear leikur þyrlu- flugmanninn fifldjarfa, Snakeshit CrandaU, af innlifun, Chris Klein leik- ur blíðlynda en hugrakka hermann- inn Jack Geoghegan sem er nýorðinn pabbi og Barry Pepper leikur blaða- manninn Joe GaUoway sem neyðist tU að skipta á myndavélinni og vélbyssu. We Were Soldiers situr í manni eft- ir að henni er lokið. Þetta er ekki hetjumynd um sigur Ameríkana yfir víetnömskum vUlimönnum heldur um það að menn faUa í stríði sama fyrir hvaða hugsjón þeir berjast. Wallace heldur vel í aUa þræði heima og heiman og sýnir skýrt og greini- lega bæði grimmd og tUgangsleysi þessa stríðs. Það eina sem út á mætti setja er tUhneigingin tU að yfir- dramatísera þessa atburði með slow motion tökum og yfirgengflegri tónlist - atburði sem eru í sjálfum sér svo dramatískir að þeir þurfa enga aðstoð. Leikstjóri: Randall Wallace. Handrit: Randall Wallace, byggt á bókinni .We Were Soldiers Once, and Young", eftir Hal Moore og Joe Galloway. Kvikmynda- taka: Dean Semler Tónlist: Nick Glennie- Smith. Aðalleikarar: Mel Gibson, Madel- eine Stowe, Sam Elliott, Greg Kinnear, Chris Klein, Barry Pepper o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.