Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 2
2 Pagblaðið. lYIiðvikudagur 17. september 1975. \ Spurning dagsins Er rétt að taka fleyg með i rétt irnar? Snorri Aðalsteinsson mennta skólanemi: Já, tvimælalaust, það tilheyrir og hefur það ekki alltaf tilheyrt? Jóhanna Jónasdóttir, starfar hjá Ft: Ja, ég veit ekki hvernig á að svara þessu, það er sjálfsagt smekksatriði og hefur verið stundað nokkuð lengi. Björk Ingimundardóttir skóla- nemi: Já, það er allt i lagi svona stundum fyrir þá, sem það vilja Jónas Asmundsson aðalbókari IIi: Alveg tvimælalaust og sjálf- sagt að halda þvi áfram fyrir þá sem það vilja. Bergþór Vigfússon fyrrv. húsa- smiður: Ég álit það alls ekki nauðsynlegt, það er fæstum til góðs þó það hafi verið stundað. Valgerður Sigtryggsdóttir hús- móðir: Nei, absalútt ekki, skilja hann eftir heima, annað kann ekki góðri lukku að stýra. ERU ÍSLENDINGAR SLÆMIR BÍLSTJÓRAR? ■^veUJr rétt til q?S stjórn* H^ÍSföm stimplað er við, B. Bifreið af annarri' • ■•m netur í C—E. ÖKy|KfRTEiNj ?- FuHt nafn F*Singordan„r Viðförull sendi HAGBLAÐINU linu: ,,I grein, sem ég sá i ágúst- hefti Hertz — world wide direct- ory, er þess getið, að öku- skirteini frá öllum löndum Evrópu —-utan fslands — gildi i Bandarikjunum.Gildir þá jafnt hvort menn hafi vertjulegt öku- skirteini eða alþjóðlegt skirteini Út frá þessu vakna ýmsar hugleiðingar.Ljóst er, að þetta er mikið vantraust á islenzka ökumenn.Hver er orsökin? Mér finnst að kanna ætti, hvort við- komandi sé hæfur til að taka i stórborg.Hér á ég aðallega við menn utan af landsbyggðinni Ég veit, að margir sveitamenn nota ekki akreinar og kunna þess vegna að ruglast á þeim, er þeir koma i erlenda stórborg. Þvi finnst mér, að þegar alþjóðlegt ökuskfrteini er veitt, ætti það að fara i gegnum Bif- reiðaeftirlitið.Það ætti siðan að kanna hvort viðkomandi sé hæf- ur ökumaður erlendis. í dag er allt of auðvelt að fá alþjóðlegt ökuskirteini. Á þessum grund- velli tel ég, að islenzku sendi- ráðin geti fengið þennan leiða misskilning leiðréttan. Ég veit, að tslendingar eru úrvals bil- stjórar og þetta vantraust þvi algjör óþarfi. I framhaldi af þessu ættu Is- lendingar að kanna hvort setja þurfi útlendingum stólinn fyrir dyrnar með veitingu ökuleyfa hér á landi. fslenzkir vegir eru viðsjárverðir, malarvegir, sem útlendingar eru óvanir aö aka á Vert er þó að hafa i huga, að i Kanada gilda ski'rteini ekki á milli fylkja — skirteini i t.d. Van couver gijdir ekki i Quebec Þannig er misjafnt hvað yfir- völd treysta þegnum sinum — hvað þá lönd þegnum annarra rikja!’ Hvers þessir vegna allir fulltrúar? HALLUR HALLSSON Raddir lesenda Kaktus skrifar: „Samtrygging flokkanna og Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Enn einu sinni berast fréttir þess efnis, að stjórnmálaflokk- arnir hafi komizt að niðurstöðu um hverjir skuli fara á Allsherj- arþingið fyrir þeirra hönd: Tveir fulltrúar frá hverjum flokki. Okkur langar þvi að spyrja, hvort þörf sé á þvi, að fulltrúar allra stjórnmálaflokka landsins sitji þetta þing.Þegar eru sér- skipaðir fulltrúar rikisstjórnar- innar, fimm talsins. Er ekki að minnsta kosti nóg, Birgir Þorvaldsson, Safamýri 42, sendi DAGBLAÐINU bréf: ,,Ég sendi hér nokkrar spurn- ingar til háttvirtrar rikisstjórn- ar varðandi samninga fslend- inga og Breta: f Af hverju þurfum við íslend- ingar að fara til Englands til að ræða um útfærslu islenzku land- helginnar? að einn fulltrúi fari frá hverjum stjórnmálaflokki? ■Menn velta þvi fyrir sér, hvort þetta séu einhvers konar upp- bótarþingsæti, sem deilt er niður á alla þingmenn flokk- anna, rétt til upplyftingar fyrir þingmenn. Það er haft fyrir satt, að þessi sæti séu mjög eftirsótt af þing- mönnum þegar þeim er deilt niður. Dagpeningar þykja mjög naumt skammtaðir og það svo að sumir hafi orðið að skilja konurnar eftir á hinu kalda ts- landi. Til eru þeir, sem segja að Er það ekki Englendinga að koma til okkar? Er þetta ekki gert i þeirra þágu? 2. Ef samninganefnd okkar fer til London, sem ég vona að hún geri ekki, hver ber þá kostnað- inn? 3. Ég geri það að tillögu minni, og ég veit að þá mæli ég fyrir munn fjölmargra tslendinga, að hagkvæmara sé að hafa bless- aðan kvenpeninginn með, bæði er „skyrtuþvottur” á bað- herbergjum hótela i fullu gildi og svo hafi það i för með sér minna „útstáelsi” á þingmönn- unum. Fróðlegt væri að vita hvort flakk sem þetta sé iðkað á hin- um Norðurlöndunum. Svo virðist sem Öli Jó.sé eini ráðherrann, er hafi áhyggjur af bágbornu ástandi efnahags- mála tslendinga.Ef til vill væri ráð að spyrja hann um álit sitt á þessu kerfi „samtryggingar- fulltrúanna”!’ Pétur Guðjónsson, Hverfisgötu 50, verði skipaður i islenzku samninganefndina.Allir vita að hann hefur mikla reynslu, kunnáttu og áhuga á sjávarút- vegsmálum. 4.Ég vona, að einhver hátt- virtur ráðherra eða ráðuneytis- stjóri svari þessum spurningum minum!’ Getur ekki einhver rekið á eftir? RP.hringdi: „Þann lf.júli fór ég á röntgen- deild Landspitalans til meðferð- ar á kölkun i handlegg. Mánu- daginn eftir átti ég að koma aftur en þá var vélin, sem gaf geislann, biluð. Siðan hef ég hringt hvað eftir annað en alltaf er þessi maskina biluð.Þetta er mjög bagalegt vegna þess, að þetta er eina vélin sinnar teg- undar & landinu.Mér skilst, að það vanti einhvern smáhlut, — Landspitalinn hefur oft sent skeyti út en aldrei fengið svar. Þvi spyr ég: Er ekki hægt að láta sendiráðsstarfsmenn er- lendis reka á eftir þessu? — Er þessari spurningu hér með komið áleiðis”. Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, hringið þá í síma 83322 á milli klukkan 13 og 14 LESENDUR AF HVERJU TIL ENGLANDS?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.