Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðiö. Miðvikudagur 17. september 1975. 7 Erlendar f réttir Pygmie- vopn CIA Bandariska ieyniþjónustan CIA eyddi þremur milijónum dollara og 18 árum til framleiðslu á ban- vænu eitri og örsmáum vopnum á borð við eitursprautandi penna. „Pennunum” var ætlað að notast til að skjóta eiturörvum i fórnar- lömb, scm einkis áttu sér von. Þetta kom ma. fram i yfir- heyrslum yfir VVilIiam Colby, yf- irmanni CIA, I Washington i gær. Colby sagði, að 37 mismunandi eiturtegundir hefðu fundizt i rannsóknarstofu leyniþjónust- unnar fyrr á þessu ári. í yfirheyrslunum dró Colby upp úr pússi sinu litinn, svartan penna, knúinn rafhlöðum. „Penni” þessi er fær um að sprauta eitriogdrepa fórnarlamb i 100 metra fjarlægðf'ieiri vopn af svipuðu tagi eru til i vopnabúrum leyniþjónustunnar og mun ekki einsdæmi eða bundið við Banda- rikin ein. Utanaðkomandi öfl á bak við uppreisnina á Tímor segir ástralskur þingmaður Ástralskur öldungadeildar- þingmaður, sem átti fund með leiðtogum Fretilin-hreyfingar- innar á Austur-Timor i gær, sagð- ist fullviss um, að upphaf átak- anna á eynni hafi verið valda- ránstilraun, sem stjórnað var ut- an frá. Þingmaðurinn, Arthur Gietzelt, sagði að valdaránstilraunin, sem kom af stað bardögum i portú- gölsku nýlendunni, hafi ekki verið „innlend tilraun”, jafnvel þótt Alþýðufylkingin UDT hafi i upp- hafi verið ásökuð um að hafa staðið á bak við tilraunina. Gietzelt kom til Dili á Timor i gær ásamt tveimur kollegum sin- um. Voru þingmennirnir i einka- heimsókn til að kynna sér ástand- iðaf eigin raun. Gietzelt ræddi i einrúmi við forseta Fretilin, Francisco Xavier do Amaral, og tvo háttsetta félaga i miðstjórn Fretilin i nærri tvo tima. „Okkur voru sýnd skjöl, sem tekin voru Ur opinberum hirzlum eftir að Fretilin náði völdum,” sagði þingmaðurinn. „Þau sýna, að portUgalska stjórnin hér og aðrir hagsmunahópar i Ástraliu og Jakarta — auk viðskiptahópa i Japan — hafi átt hlut að máli. öll undirbUningsvinna og skipulag virðist hafa verið i bezta lagi.” Leiðtogar Fretilin hafa ævin- lega haldið fram, að byltingar- tilraunin 11. ágúst hafi komið bardögum af stað á milli UDT og Fretilin, enda hafi hinir fyrr- nefndu rekið baráttu sina á and- kommUniskum áróðri og móður- sýki.___________________ Sjá grein um ástandið á Tímor á bls. 9 Arqentína: NÝI FORSETINN GERIR SIG HEIMAKOMINN Bráðabirgðaforseti Argentinu, Italo Luder, hefur hafizt handa við að gera breyt- ingar á rikisstjórn landsins. Virðist sem-aðgerðir hans miði að þvi að hressa upp á ásjónu stjórnarinnar eftir skelfileg veikleika- og óvissumerki á undanförnum mánuðum. Aðeins þremur dögum eftir að hann tók við embætti af Mariu Estellu Peron, lét Luder nýjan innanrikisráðherra og nýjan varnarmálaráðherra sverja sér embættiseiða. Reuter hefur eftir háttsettum heimildum i Buenos Aires, að bráðabirgðaforsetinn hyggist gera frekari breytingar á stjórninni. Þykja afgerandi að- gerðir hans benda til þess, að hann verði annað og meira en „bráðabirgðaforseti” á meðan Peron endurheimtir andlega og likamlega heilsu sina. Þá hefur nýr yfirmaður her- af lans verið skipaður og er hann sagður þess albúinn að hefja fullt strið við atkvæðamikla skæruliðahópa i landinu. Hefur hann lýst þvi yfir, að með „rétt- um” aðferðum verði búið að þurrka alla vinstrisinnaða öfga- hópa út fyrir áramót. Mikil óöld hefur verið rikjandi i Argentinu að undanförnu og hafa 443 verið myrtir af pólitisk- um ástæðum það sem af er ár- inu. Dýr frá fornöld finnast íSíberfu Sovézkir visindamenn hafa fundið leifar af mammút og mörgum öðrum fornaldardýrum frosnum i jörðu i Sibe- riu. Segir i frétt frá Tass í morgun, að svo virðist sem dýrin séu i veiði- gildru frá fornsöguleg- um timum. Israel biður stjórn USA um langdrœgar eldflaugar Varnarmálaráðherra ísraels, Shimon Peres, kom til Washington í morg- un með langan innkaupa- lista. Á listanum eru vopn af ýmsu tagi, m.a. eld- flaugar, sem hægt verður að skjóta frá israel á egypzkar borgir. Ford forseti staðfesti í gær, að ísrael hefði farið fram á vopn af þessutagi. Hann vildi ekki staðfesta, að Bandaríkjastjórn hefði lofað í sraelsmönnum þessum vopnum, en minnti á, að stjórn USA hefði til þessa séð ísraelum fyrir nýtízkulegum vopnum og myndi gera það í framtíð- inni. Þá skýrði Kissinger ut- anríkisráðherra frá því i Orlando í Flórida i gær, að Bandaríkjastjórn myndi biðja þingið um allt að 2300 milljón dollara fjárveit- ingu til efnahags- og hern- aðaraðstoðar við Israel. Hann sagði einnig, að stjórn sín myndi styðja samninga á milli ísraelsog Sýrlands. Shimon Peres (t.v.) fylgist með undirritun Slnalsamkomulagsins. t staöinn fengu tsraelsmenn loforð Kissingers um umtalsverða efnahags- og hernaðaraðstoð. 12000 kommónistar á fundi í Lissabon: Hœgri menn koma í veg fyrir myndun stjórnar — segir Cunhal Portúgalski kommún- istaleiðtoginn Alvaro Cunhal sakaði hægriöflin í landinu í gærkvöldi um að koma í veg fyrir myndun ríkisst jórnar með þátttöku kommún- ista. í ávarpi til rúmlega 12.000 stuðningsmanna á fundi í nautaatshringnum i Lissabon varpaði Cun- hal og fram þeirri spurn- ingu, hvort hægriöflin í landinu væru að reyna að koma á rammri hægri stjórn. Var gerður feiki- lega góður rómur að máli foringjans. Þrátt fyrir að settur forsætisráðherra Portúgals, Azevedo, hafi kynnt stefnu stjórnar Æöstu yfirmenn stjórnmálahreyfingar portúgalska hersins á fundi. A endanum spörkuðu þeir Goncalves, svo hægt væri aö mynda stjórn — en það gengur ekki átakalaust. sinnar á laugardaginn var, hefur enn ekki tekizt að mynda nýja ríkisstjórn og er ekki gert ráð fyrir að ráðherralisti verði lagður fram í dag. Ford Bandaríkjaforseti sagði í gær í viðtaii við bandaríska blaðið Chi- cago Sun-Times, að bandatíska leyniþjónust- ah CIA hefði engin meiri- háttar afskipti af þróun mála i Portúgal. Sagði forsetinn, að Portúgal hefði nýlega skipt um stefnu, tekið andkomm- úníska stefnu vegna við- vörunar sinnar á NATO- fundi i maí, þess efnis að Bandaríkjastjórn myndi ekki líða kommúnista- stjórn í Portúgal.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.