Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 24
Kvennafrí verður það iótið heita: EKKERT VERKFALL í SVEFNHERBERGINU „Við viljum kalla þetta „kvennafri” en ekki „kvennaverkfall”, sagði Gerður Stein- þórsdóttir, sem á sæti i framkvæmdanefnd að- gerða til að leggja á- herzlu á vinnuframlag kvenna. Þetta „fri” á að verða hinn 24. októ- ber. „Við vonumst til, að þetta nái til allra greina, lika heimavinn- andi kvenna,” sagði Gerður. „Konur verða að meta, hver og ein, hvort þær taka sér fri allan daginn eða hluta úr degi. Þenn- an dag verður nokkurra klukku- stunda fundur, og vænti ég, að konur taki að minnsta kosti þátt ihonum. Hvort þetta verður Uti- fundur, mun mest fara eftir veðri.,'” A þetta aö verða „Lýsiströtu- verkfall” og ná til svefnher- bergisins? „Nei,” sagði Geröur. Friið var endanlega ákveðið á fundi i Norræna húsinu i fyrra- kvöld og framkvæmdanefnd kosin. „Ég hvet konur til að ihuga málið og hugleiða, hvort þetta sé ekki tilvalið tækifæri til sam- stöðu,” sagði Gerður. _j|H 25 vinningar á sama mann: HANN ER AÐ DRUKKNAí VASATÖLVUM OG PENNA- SETTUM „Blessaður vertu, ég hef engan frið.Fólk gengur að mér og spyr, hvort ég sé þessi heppni, sem hirði alla vinn- ingana i Rauðakrosshappdrætt- inu, og sumir gera sér ferð hingað inn eftir til að kaupa miða og láta mig draga fyrir sig” Það er Páll nokkur Gislason, sem talar.Hann hefur unnið sér það til frægðar að draga 25 vinningsmiða i smámiðahapp- drætti Rauða krossins og á vafalaust eftir að fá fleiri. Og ekki nóg með það: Páll hlaut fjórtán vinninga i fyrstu lotu happdrættisins og var þá bók- staflega að drukkna i vasa- tölvum og pennasettum. — Við spurðum hann, hvað hann gerði við alla þessa vinninga. „Ég bæði sel þetta og gef, og sumu held ég sjálfur. Það er ekkert vit i öðru en að selja eitt- hvað af þessu upp i miðakostnað. Ég er búinn að eyða um 50-55000 krónum i miða siðan ég byrjaði á þessu, og þó að ég selji vinn- Páll Gíslason með fimm vinningsmiða i höndunum. Fjóra þeirra á hann sjálfur, en samstarfsmaður hans einn, — og að sjálfsögðu dró Páll miðann fyrir hann. DB-mynd: Björgvin Pálsson. ingana með góðum afslætti og eigi auk þess nokkra óselda, er þetta þegar búið að borga sig og vel það” En hvaða skýringu hefur Páll á þessari heppni sinni, — eða er þetta kannski ekki heppni? „Ég uppgötvaði fljótt kerfi i þessu. Miðarnir eru búntaðir saman, og i fyrsta flokki happ- drættisins voru vinningsmið- arnir i miðjum búntunum, en i þessum hluta eru þeir svo úti i köntunum.Þó er þetta nú ekki alveg einhlitt, — stundum eru vinningsmiðar út um allt búnt!’ Hinn almenni miðakaupandi hefur ekki eins góða aðstöðu og Páll til að kanna happdrættis- miðabúntin, þvi að hann vinnur á stað, þar sem miðar eru til sölu.Það hlýtur þvi að hvarfla að ýmsum, að ekki sé allt með felldu i þessum vinningamálum hans, og að hann noti sér að- stöðu sina til að gegnumlýsa miðana, eða beita einhverjum öðrum brögðum. En að sögn Sigurbjörns Friðrikssonar hjá Rauða krossinum er slikt engan veginn mögulegt.Þannig er frá miðunum gengið, að ekki er nokkur leið að sjá i gegnum þá, sama hversu sterkt ljósið er, sem gegnumlýst er með. Sömuleiðis sagði Sigurbjörn, að ómögulegt væri að nokkurt kerfi væri á röðun miðanna, þar sem þeim væri handruglað af sérstökum ábyrgum aðila úti i Þýzkalandi.Og skýring Sigur- björns á þessu máli var einföld: „Páll er bara óvenjulega, — ég held ég megi segja furðu- lega heppinn. Það er eina hugsanlega skýringin á þessu!’ —AT— Þegar gamla fólkið kom að nó í styrkinn sinn: - STARFSFÓLKIÐ VEÐURTEPPT Á HÚSAVÍK Atli Steinarsson blaðamaður hjá Dagblaðinu Atli Steinarsson blaðamað- ur er nú kominn til starfa á Dagblaðinu.Atli er þrautþjálf- aður blaðamaður i öilum greinum. Hann starfaði á Morgunblaðinu i rúm 24 ár Mest hefur hann skrifað um i- þróttir.Atli er 46 ára.Hann tók stúdentspróf við Verzlunar- skóla tslands árið 1950. —1111 Allir þurfa að létta sér upp öðru hverju og er starfsfólk bæjar- fógetaskrifstofunnar i Kópavogi þar engin undantekning. Það brá þvi undir sig betri fætinum um helgina og hélt i skemmtiferð til Húsavikur. En allar skemmtiferðir taka enda, og hugðist fólkið halda heim á sunnudaginn. Þá kom hins vegar i ljós, að ófært var til Reykjavikur vegna veðurs, og lengdist þvi ferðin sem svarar einum degi. Vegna þessarar veðurteppu varð smá röskun á afgreiðslu á fógetaskrifstofunni, og þar á meðal á greiðslum ellilauna. Þessi töf var rækilega auglýst i útvarpi, og til vonar og vara hin- um alkunnu lögregluþjónum Kópavogs stállt upp á skrifstof- unni til að lóðsa.blessuð gamal- mennin heim, sem fóru fýluferð til að vitja ellihýrunnar sinnar. — AT — Bíða enn fœris á jökulinn Rannsóknarnefnd flugslysa beið enn átekta eftir færi til að komast á Eyjafjallajökul i morgun. Þoka huldi jökulinn i allan gærdag, en i morgun ráðgerði nefndin að halda akandi austur i sveitir og siðan á jökulinn með fjallabil og lokaspölinn á vélsleðum, ef nokkuð rofaði til. Jóhannes Snorrason, yfir- flugstjóri er formaður nefndarinnar. -A. St.- Nýtt troll á jsfandsmiðum — og nú geta þeir mokað af meira krafti á íslandsmiðum „Englendingar hafa þróað og tekið i notkun nýtt troll, balta- troll, sem tekur fisk miklu betur en trollin sem þeir notuðu áður. Með þeim veiða þeir helzt smá- fisk,” sagði Auðunn Auðunsson skipstjóri i viðtali við Dagblaðið. Fyrir vikið er ekki að marka, nema að litlu leyti, þótt brezk- um togurum innan 50 milna markanna hafi fækkað frá þvi sem var fyrir nokkrum árum. Færri skip geta með nýja trollinu veitt jafnmikið og nokkru fleiri skip gátu áður gert. —HIl fijálst, úháð dagblað Miðvikudagur 17. sept 1975. Þyrlan send í öryggisskyni Þyrlan, sem send var inn að Sigöldu um siðustu helgi, var fengin þangað af öryggis- ástæðum. Ungur maður hafði verið sleginn niður og var i öngviti í nokkurn tima. Akváðu verkstjórar þar efra þvi að gera allt til að koma manninum undir læknishend- ur sem allra fyrst. Upptök þessa voru þau, að maðurinn ásamt fleirum var að reyna að festa svefn eftir næturvakt. Jeppabill var i gangi fyrir utan glugga þeirra og raskaði svefnró þeirra. Fór maðurinn út og hugðist færa jeppann, enda ekki staðsettur • þar, sem bilar mega vera. Kom þá drukkinn piltur að og fór að skipta sér af gerðum hins. Skellti hann hurðinni á höndina á honum, en veitti honum siðan mikið höfuðhögg. Þess skal getið að þarna var ekki um nein áflog að ræða og sá slasaði var ekki undir áhrifum áfengis, hefur aldrei smakkað það efni, enda einn af framámönnum þess ágæta félagsskapar, ungtemplara- félagsins Hrannar. Meiðslin reyndust sem betur fer ekki alvarlegs eðlis. JBP Bíll er svo sannar- lega nauðsyn: Ekki sízt fyrir ríkið — sem gleypir bróðurpartinn af verði einnar bifreiðar Það þarf varla áð líma neina limmiða i afturrúður til að segja fólki að Bill sé nauðsyn, eins og Bilgreinasambandið er þó að gera um þessar mundir. Þessi staðreynd er flestum löngu ljós. En rikissjóður hagnast verulega á þessari lifsnauðsyn eins og mörgum öðrum, öllu meira þó en mörgu öðru. Bil- greinasambandið gefur t.d. þær upplýsingar um Evrópu- bil, sem kostar 295 þúsund krónur frá verksmiðju, — kosti 1.080.000,-krónur kominn til neytanda á Islandi. „Ef sama skattaaðferð væri höfð við önnur heimilistæki, t.d. saumavél, þá mundi saumavélin, sem kostar 55.000 krónur út úr búð i dag, kosta kr. 116.000”, segja bilainn- flytjendur. — JBP — Brotizt inn í 5 bíla: SÆKJAST EFTIR STEREÓ„GRÆJUM" Þau eru töluvert vinsæl og eftirsótt kasettutækin fyrir bila og Utvarpstæki. Svo sterk er löngun sumra i slik tæki að allmargir virðast freistast til að taka þau ófrjálsri hendi. Rannsóknarlögreglan i Hafn- arfiröi hefur allmörg slik þjófnaðarmál til meðferðar, og hefur henni nú tekizt að upplýsa fimm slika þjófnaði. Sökudólgarnir, sem stálu slikum tækjum úr yfirgefnum bifreiðum, eru á aldrinum 14—25 ára. Eru þeir fjórir sem nú hafa viðurkennt brot sin, einn þeirra stal tveimur tækj- um en þrir aðrir sinu tækinu hver. Allmörg sams konar mál eru enn óupplýst. —A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.