Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 8
8 nagblaðiö. Miðvikudagur 17. september 1975. MSBIAÐW frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason fþróttir: Hallur Simonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolii Héðinsson,, Bragi Sigurðsson, Hallur Hailsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria Ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Ilalldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Fésýsla flokkanna Eðlilegt er að um þessar mundir vakni spurningar um, hve langt stjórnmálaflokkarnir og fyrirtæki tengd þeim gangi i fjáröflun sinni og hvaða freistingum þessir aðilar lendi i, þegar þeir eru að afla fjár. Allir stjórnmálaflokkarnir nema Alþýðuflokkurinn og Frjálslyndir hafa að undan- förnu staðið i miklum byggingaframkvæmdum. Sumpart er þessi fjárfesting á vegum flokkanna sjálfra og sumpart á vegum fyrirtækja, sem stofnað er til af velunnurum flokkanna. Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálaflokkarnir þak yfir höfuðið eins og aðrar stofnanir þjóðfélagsins, svo og fjármagn til að heyja stjórnmálabaráttu samkvæmt kröfum nútimans. Það er marklaust að gera þær kröfur til stjórnmálaflokkanna, að þeir lifi eingöngu á lágum félagsgjöldum flokks- manna. Hins vegar ber þjóðinni að setja ýmsar skorður við fjáröflun flokkanna, svo að hún sé i samræmi við lýðræðislega hugsun og hefðir og sé ekki til þess fallin að magna spillingu i þjóðfélaginu. Um þetta þarf að setja lög og reglur, ef til vill i likingu við það, sem Bandarikjamenn hafa verið að gera hjá sér á undanförnum árum. Slikar reglur eiga ekki eingöngu að ná til stjórnmálaflokkanna sjálfra, heldur einnig til fé- laga, velunnarafyrirtækja og útgáfufélaga, sem eru i pólitiskum tengslum við stjórnmálaflokk- ana. Annars gætu flokkarnir skotið sér undan eftirliti með þvi að mynda sérstök fyrirtæki eða félög um rekstur sinn og eignir. Þessar reglur þurfa að tryggja, að öll fjár- magnsnotkun flokka og hliðarstofnana þeirra komi fram i dagsljósið, svo að unnt sé að sjá, hver greiðir hverjum hve mikið fé. Jafnframt þarf að gera gjafir til stjórnmála- flokka skattfrjálsar að vissu marki, svo að stjórnmálastarfsemi i landinu sitji nokkurn veg- inn við sama borð og margvisleg góðgerðastarf- semi og menningarstarfsemi. Slikt skattfrelsi mundi auðvelda stjórnmálaflokkunum nauðsyn- lega fjáröflun. Þetta mundi jafnframt hindra margvislegan skattafeluleik, sem menn gætu freistazt til að iðka við núverandi aðstæður. Setja þyrfti hámark, bæði á framlög einstakra aðila, svo og á heildarupphæðir, sem stjórnmála- flokkar megi þiggja að gjöf á ári hverju. Þessar upphæðir mættu þá breytast sjálfkrafa eftir verð- bólgunni á hverjum tima. Þessar hámarksreglur þyrftu vitanlega að ná einnig yfir sérstök félög og fyrirtæki, sem rekin eru beint eða óbeint til stuðnings stjórnmála- flokkunum. Jafnmikils er um vert, að dregið verði sem mest úr möguleikum stjórnmálaflokka til að skammta velunnurum sinum hlunnindi. Þetta þýðir, að draga verður úr þeim sósialisma, sem hér rikir og felur i sér skömmtun stjórnmála- flokka á f jármagni, lóðum og leyfum, svo og öðr- um hlunnindum. Allar þær úrbætur, sem hér hafa verið nefndar, miða að heilbrigðara stjórnmálalifi, minnkun spillingar og betri þekkingu þjóðarinnar á rekstri stjórnmálaflokka. „Buckminster Fuller sjólflœrður heimspekingur Hann var dálitið hrumur að sjá, heimspekingurinn Buck- minster Fuller, er hann hóf mál sitt i hátiðarsal Háskólans siðastliðinn sunnudag, röddin var lág og margar þagnir rufu samhengi orða hans. En eftir rúmlega hálftima fór hann af stað fyrir alvöru, röddin gerðist styrkari og handahreyfingar tiðari og eftir tæplega þrjá klukkutima hafði hann alla samkunduna i hendi sér' með mælsku sinni, eldmóð og boðskap. Hann talaði án nótna, oft án samhengis og hljóp úr einu i annað án fyrirvara, en i allri hans tölu var samhengi sem var i stuttu máli: hvað getur einstaklingurinn gert þjóðfélagi sinu og mannkyni til góðs án þess að raska jafnvægi þess alheims sem manninum er gefinn. Fuller gengur að efni sinu eins og guðlegum boðskap, en það er ekkert myrkt eða órætt við lógik hans, þvi i hönd- unum hefur hann visindalegar rannsóknir sem styðja ályktanir hans. Vopn, strið og stjórnmál eru úr sér gengin, við eigum aðeins eina jarðkringlu og okk- ur ber skylda til þess að nýta hana til góðs fyrir mannkynið allt, með aðstoð visinda og heimspeki, — en þetta var boð- skapur sem sérstaklega snart amerisk ungmenni á árunum i kringum hippahreyfinguna. Uppruni og æska Hver er svo þessi Buck- minster, eða Bucky Fuller? Hann var fæddur 1895, af grón- um ensk-bandariskum ættum, i Massachusetts og margir for- feður hans voru bæði striðshetj- ur og predikarar. Hann hóf snemma að spyrja fólk, kenn- ara sina og foreldra, óvæntra spurninga, og þegar hann ekki fékk svör leitaði hann lausnanna sjálfur og hóf óþreyt- andi uppfinningagrúsk. Eftir skyldunám fékk hann inngöngu i Harvard-háskólann, en féll ekki við staðnaða kennslutilhög- un þar og rígbundið félagslif og endaði með þvi að hann var rek- inn þaðan. Þar var þvi lokið öllu formlegu námi Bucky Fullers árið 1914. Fjölskylda hans tók sig þvi saman i andlitinu og sendi hann til Kanada til vinnu við baðmullarverksmiðju frænda hans og þar fékk véla- grúsk Fullers fyrst reglulega útrás og hann kallar þennan tima i Kanada oft bestu ár ævi sinnar. 1 fyrri heimsstyrjöldinni fékkFuller ekkiinngöngu vegna sjóngalla, en tókst i staðinn að fá að stjórna litlum eftirlitsbát i námunda við heimahaga sina. Eitt aðalhiutverk báts hans var að bjarga flugmönnum er tvi- vængjur þeirra hröpuðu i sjóinn, en Fuller sá sér til mikils hugar- angurs að i flestum tilfellum voru flugmennirnir látnir er að var komið. Fann hann þvi upp sérstaka björgunarhaliu sem varð til þess að hann var hækk- aður i tign i sjóhernum og falið að nema verkfræði og stærð- fræði.Þá þegarhafði hann byrj- að að spyrja sjálfan sig spurn- inga um lifið og tilveruna. Ef hann sem sjóliðsforingi gæti vit- að allt um skip og stjórnað þvi, hvers vegna þyrfti maðurinn að verða „sérfræðingur”? Þvi skyldi hann ekki reyna að sjá fræði sin i samhengi heims- myndarinnar? Og i námi sinu við sjóhersaka- demiuna, sem að visu var ekki stöðugt og skipulagt, hóf Fuller einnig að hugsa um hvers vegna fólk þyrfti að hugsa i einingum eins og ,,pi” geómetriunnar. Hann var sannfærður um að i heimsmyndinni væru engin óendanleg tölugildi, engin ,,pi”, heldur væri hún gerð úr heilum, samræmdum einingum, heilum tölum. Þrýstiloftshreyfili og straumlínulag Kynni Fullers af skipum og vélakosti þeirra varð einnig til þess að hann fór að hugsa um sambandið milli framþróunar og tækni. Þyngdarlögmálið olli honum sömuleiðis stöðugum heilabrotum og i þvi sambandi teiknaði hann fyrstu þrýstilofts- hreyfla sem vitað er um, og sömuleiðis sá hann fram á að eðlilegasta lögun flugvélar hlyti að vera straumlinulögunin, — en þá uppgötvun gerði hann eftir að hafa fylgst með þvi hvernig regndropar renna niður glugga. En þetta var fyrir 1920 og þegar Fuller sýndi ýmsum tæknifræð- ingum hugmyndir sinar hristu menn höfuðið. En Fuller gafst ekki upp. Þá hafði hann þegar gengið að eiga Anne Hwlett, dóttur mikilsmetins arkitekts, og þau áttu sér dóttur sem dó 1922, fjögurra ára gömul.Fuller og kona hans voru niðurbrotin lengi vel. Tengdafaðir Fullers bauð honum þvi starf við fyrir- tæki sitt.Vart hafði Fuller fyrr fundið upp fljótvirka tigul- steinsblendivél en tengdafaðir hans neyddist til að selja fyrir- tækið og Fuller var sagt upp. Þetta var árið 1927 og Fuller var atvinnulaus og niðurbrotinn og svo mikið var þunglyndi hans að hann ihugaði að fyrir- fara sér. En allt i einu var eins og hann fengi vitrun, eins og Myndlist Hvað er að gerast ó Tímor? Nýlendo Portúgols í 500 ór krefst sjólfstœðis Matarskortur er farinn að gera vart við sig á portúgölsku Austur-Timor og er brýn þörf fyrir utanaðkomandi hjálp, að sögn starfsmanna hjálparstofn- ana á eynni. Starfsmaður Rauða krossins á eynni sagði áströlskum frétta- mönnum, sem voru i kynnisferð á Timor, fyrstir fréttamanna siðan átök hófust, að matvæla- birgðir dygðu aðeins I tvær vik- ur. Timor hefur til þessa flutt inn hrisgrjón, sem hafa verið undir- stöðufæða landsmanna. Þegar bardagar brutust út i siðasta mánuði á milli þriggja striðandi afla gekk fljótt á þær birgðir, sem fyrir voru i landinu, og eru þær nú þvi sem næst til þurrðar gengnar, að sögn Rauða kross- mannsins. Rorgarastyrjöld á Austur- Timor hófst i ágúst eftir að Lýð- ræðissamband Timor (UDT) náði á sitt vald öllum mikilvæg- ustu stöðum og stofnunum og krafðist sjálfstæðis. Portúgalir hafa stjórnað nýlendunni i nærri 500 ár. Nú, eftir harða bardaga i heil- an mánuð, heldur vinstrihreyf- íngin Fretilin (byltingarfylking- in um sjálfstæði Austur-Timor) þvi fram, að hún hafi nær al- gjöra stjórn á eynni.Þessi sigur Fretilin hefur valdið áhyggjum um mögulega ihlutun Indónesiu, sem stjórnar vesturhluta eyjar- innar.Indónesia, sem sér skratt- ann málaðan á vegginn þegar vinstrimenn eru komnir til valda i húsagarðinum hjá sér, hafa meira að segja látið að þvi liggja, að þeir gætu neyðzt til að gera skyndiáhlaup á virki Freti- lin á Austur-Timor. Þriðja aflið, sem við er að eiga, er Alþýðufylking Timor (Apodeti), sem styður samein- ingu við Indónesiu. Leiðtogar Fretilin vilja hins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.