Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 3
Pagblaðið. Miðvikudagur 17. september 1975. 3 (Jrelt lög geta dœmt heila hópa utangarðs: Hafa mánaðarlaun Þær hafa orðið utangarðs i „kerfinu”. Hæstu .árslaun hér- aðsljósmæðra ná rétt mánaðar- launum miðlungs rikisstarfs- manna'. Þær hafa 30—80 þúsund krónur á ári, en verða þó alltaf að vera til taks. Þær mega til dæmis ekki fara Ut úr umdæmi sinu án leyfis lækna. „Þetta er eins og þeir hungr- uðustufengju ekki að komast að matborðinu. Við stöndum frammi fyrir þeirri kaldhæðnis- legu staðreynd að’eiga að semja um laun stéttarinnar en höfum þó ekki samningsrétt fyrir þær, sem mest þarfnast kjarabóta, héraðsljósmæðurnar,” sagST Steinunn Finnbogadóttir, for- maður Ljósmæðrafélags Is- lands, þegar Dagblaðið spurði hana um bág kjör þessa hóps. „Þær eru i stöðugri þjónustu og hafa viðveruskyldu allt árið samkvæmt lögum, en laun þeirra eru komin undir löngu úreltum lögum. Héraðsljós- mæður hafa verið og eru enn mjög viða haldreipi islenzkra mæðra á örlagastundum. Viða i dreifbýli er ástandið þannig. Að vfsu eykst mjög að konur ali börn á stofnunum, sem hefur fjölgað, en ljósmæðra er þörf. Stjórnvöld hafa komið fram i hinn furðulegasta hátt i þessum efnum. Ljósmæðrafélagið hefur ekki réttindi til samninga fyrir þennan hóp. Hann fær greitt samkvæmt lögum. Orlof hafa þær ekkert. Lifeyrissjóð þeirra hefur dagað uppi með nærri 40 ára gamalli lagasetningu. Einu gildir þótt skipt hafi ver- ið um rikisstjórnir og ráðherra. Beiðnum um breytingar hefur ekki verið sinnt. Réttlætis- kenndin hefur ekki vaknað hjá forráðamönnum, sem eiga að vera i þjónustu fólksins,” sagði Steinunn. „Ljósmæðrastéttin er elzta sérmenntaða stétt lands- ins, og ljósmæður hafa fengið W 9 • a ari laun úr ríkissjóði i meira en 200 ár, að visu með eindæmum lág. Ljósmæðrafélagið hefur gert kröfur um úrbætur um langt skeið, og tilburðir hafa verið sýndir til að leiðrétta en án ár- angurs. Nokkrir þingmenn utan af landi hafa gert virðingar- verðar tilraunir til að fá lögun- um breytt, en samningsréttur ekki fengizt. Þetta er ekki stór hópur en þó nokkrir tugir. Það er ekki þol- andi, að stjórnvöld snúi sér ekki að þvi að leiðrétta þetta,” sagði Steinunn Finnbogadóttir. —HH Rétt eins og hún Gilitrutt okkar Ætli það sé bara ekki komið i tizku að „feta i fdt- sporin” hennar Gilitruttar okkar hér i Dagblaðinu, en hún birtist i siðasta blaði hverrar viku hjá okkur i fjórum litum. Þennan strák fann ljós- myndarinn okkar á leið sinni um austurbæinn, þar sem hann var á hraðri ferð á kústinum sinum, — beint niður á við að visu.En hvað um það, myndin er skemmti- leg, ekki satt? (DB-mynd, R.Th.Sig.) 8. og síðasta áskrifendagetraunin: OG NÚ ER BARA AÐ SENDA INN SVÖRIN I dag lýkur getrauninni, sem ætlað hefur verið að skerpa landfræðilega þekkingu áskrif- enda blaðsins. I dag erum við komin til Indlands og enn á ný er spurt: Hvað heitir höfuðborg landsins? Indland hefur verið mikið i fréttum að undanförnu vegna stjórnmálalegra aðgerða for- sætisráðherra landsins. Eins og allir hljóta nú að vita, þá heitum við áskrifendum okkar verðlaunum fyrir sigur i þessari keppni, stórkostlegri ferð til Hawaii, Kaliforniu og til New York. Vinningurinn er 300 þúsund króna virði. Frestur til að skila úrlausnum er til 4. október. Ekki er nauð- synlegt að skila úrlausnum á úrklippum úr blaðinu sjálfu. Utanáskriftin er: DAGBLAÐIÐ Áskrifendagetraun Slðumúla 12 Reykjavík. OVENJU MARGIR TRASSA AÐ MÆTA í AÐALSKOÐUN — nú er farið að klippa af númerin og sekta Þeir mega vara sig, sem ekki hafa komið með bila sina til aðal- skoðunar hjá Bifreiða- eftirlitinu ennþá, þótt komið sé fram yfir þann tima sem þeim var ætlaður. Þvi nú er farið að klippa og sekta. Forstöðumaður Bifreiðaeftir- litsins sagði Dagblaðinu að áberandi margir bHar hefðu ekki verið færðir til aðalskoðun- ar á þessu ári. Væri þar ýmsu borið við, einkum því að menn hefðu ekki fjármagn til þess að endurnýja tryggingar eða láta gera bilana i skoðunarfært stand. Astandið er viðlika bágborið i þessum efnum um allt land, en svo miklar eyður eru í núver- andi númerakerfi bila að ekki er auðvelt að sjá i svip nákvæmar tölur um það. Þar við bætist, að Bifreiðaeftirlitið hefur tæpast mannafla til að vinna úr þeim upplýsingum, sem fyrir liggja. 1 þeim umdæmum, þar sem aðalskoðun er að fullu lokið, er tiltölulega auðvelt að sjá hverjir hafa ekki komið til skoðunar, og i hinum umdæmunum eru bif- reiðaeftirlitsmenn og lögregla á verði, ef þeir sjá óskoðaðan bil með númeri, sem á að vera búið að skila sér. Þegar slikur bill verður á vegi þeirra, eru númerin tekin af honum þarsem hann finnst. Þar að auki sætir eigandi bilsins sektum, sem hann fær vikufrest til að greiða. Sinni hann þvi ekki, fer málið fyrir dóm þar sem fjársektin er hækkuð um helming. —SHH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.