Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 18
18 Dagblaðið. Miðvikudagur 17. september 1975. Góð reynsla af bryggjum Akraborgar: 3000 BÍLAR OG 13000 FARÞEGAR Hinn 12. ágúst óku fyrstu bilarnir um þar til gerðar brýr til og frá borði Akra- borgarinnar. A þeim mánuði, sem liðinn er siðan, hefur skipið flutt yfir :i000 bila og um 13000 farþega. Til samanburðar er að næsta mánuð á undan, aðal- ferðamánuðinn, flutti skipið 990 bila og 9223 farþega. ,,Ef sú aðstaða, sem nú er fyrir hendi, hcfði verið til staðar er skipið kom til landsins i júli i fyrra, mætti ætla að það hefði þetta ár verið rekið með hagnaði,” sagði Þórður 11 já Im ss on f ra m k v æ m da s t j ór i útgerðarinnar i viðtali við Dagblaðið. En Þórður bætti þvi við, að vegna aðstöðuleysis i höfnunum hefði skipið nýtzt illa og skuldir hlaðizt upp i sambandi við rekstur þess. Það er ljóst, sagði Þórður, að næsta sumar nægir ekki sá ferðafjöldi sem viðhaíður er i dag og mun útgerðin sjálfsagt gera áætlanir um tiðari siglingar milli staðanna og þá lengra fram á kvöldið en nú er. Þó skipið geti flutt yfir 50 bila voru i einni ferð skildir eftir 24 bilar á bryggjunni og um siðustu helgi urðu 9 bilar eftir. Þórður kveið vetrinum ekki, sagði hleðslu og losun eiga að geta gengið greiðlega þó eitt- hvað væri að veðri og þó eitt- hvaðblési væri flutningur minni bfla ekkert vandamál, en i suðvestan áttinni um siðustu helgi komu i ljós nokkrir erfið- leikar með mjólkurbil sem var með 12 tonna þunga i tanki. Flutningsgjald bila fer «ftir lengd þeirra. Tekið er 1000 kr. gjald fyrir minni bila og er gjald innifalið fyrir ekil. Séu tveir farþegar auk ekils er gjaldið • 2000 kr. og séu 4 saman i bil þá er heildargjaldið 2400 kr., eða sama og kostar fyrir 4 farþega. Má i þeim tilfellum segja að bfllinn sé fluttur án endurgjalds. Gjaldið hækkar svo eftir lengd bilanna og er t.d. 1250 kr. fyrir ameriskan bil af lengri gerðinni (innif.gj.fyrir ekiD.Fyrir hjól- hýsi er tekið 1250 kr. gjald. Akraborginni er ekki siglt á fullri ferð og ræður þar um hag- kvæmni i olfueyðslu. Skipið á eftir u.þ.b. 1/4 orku vélanna, en fer eigi aðsiður milli Akraness og Reykjavikur á 50-55 min. Þórður sagði að fyrir dyrum stæði útboð hlutabréfa i fyrir- tækinu og yrðu boðin til sölu hlutabréf fyrir 10-20 millj. kr. Sagði Þórður, að af þeirri reynslu sem fengizt hefur af fyrirtækinu siðan fullnægjandi aðstaða var sköpuð, væri það góð f járfesting að eiga hlutabréf i Akraborginni. A.ST. Umferðartöf á Hringbraut út af mink: UMSÁTUR OG SPRENGINGAR, EN ENGINN MINKUR FANNST Æðisgengin leit fór fram við Reykjavikurtjörn i gærdag að einu litlu minksgreyi sem kona i Tjarnargötu taldi sig hafa séð og tilkynnti lögreglunni. Ray- mond Steinsson varðstjóri i Miðbæjarstöðinni og menn hans fóru fljótlega á staðinn með gúmbát og reyndu að hafa uppi á minknum. Fyrst héldu Rúnar Guðjóns- son lögregluþjónn og Gisli Kristjánsson með tvo minka- hunda út i Tjarnarhólmann og var hólminn kembdur, en allt kom fyrir ekki, enginn minkur fannst.Þessu næst var haldið út i minni hólmann og leitað og enn án árangurs. Hundarnir þefuðu umhverfis alla Tjörnina mjög á- fjáðir, en engan fundu þeir minkinn. Það var ekki fyrr en komiö var út að syðsta hluta Tjarnarinnar við Hringbraut að hundarnir urðu ólmir og grófu og grófu við ræsi sem liggur þarna undir Hringbrautina.Með aðstoð lögregluþjóna var svo flett þarna ofan af minkagreni og gerð tilraun til að svæla ibú- ann út.Hellt var bensini i holur þær sem fundust og svo kveikt I með heljarmiklum hvelli.En allt kom fyrir ekki.Enginn minkur gaf sig fram og ekki heldur vist nema þetta væri eitthvert gam- alt greni sem ekki væri lengur i notkun. En Gisli Kristjánsson, gæzlumaður hundanna, sagði hundana ekki láta eins og raun bar vitni nema þvi aðeins þeir hefðu virkilega komizt á snoðir um mink.OIlu viðburðir þessir allmikilli umferðartöf á Hring- brautinni um tima og stöðvaði fjöldi ökumanna bifreiðar sinar og fór út til að gæta að hvað væri Eftir nokkuð langt umsátur og þarna á seyði. gröft við holræsið við Hring- Lögreglan rær á gúmbát út að bakkanum með tvo hunda, sem von- andi eru löglegri en minkurinn, sem aldrei fannst (DB-myndir, Björgvin). A', '„\v— Hundarnir snuðra ( bakkanum, en finna ekkert Lögreglan viöbúin með skot- vopnið, fjöldi manns horfir á, en hvar er dýrið? brautina var loks hætt og gert hlé á minkaveiöunum, a.m.k. þangað til næst verður tilkynnt um minka þarna á kreiki. —BH Orlof aö Laugum Orlofskonur, sem dvöldu að Laugum 2.-9. júli sl., eru beðnar um að mæta á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 18. september, kl. 20.30. Opinber háskólafyrirlcstur. Magnús Ulleland, prófessor við Oslóarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur i boði heimspekideild- ar H.í. fimmtudaginn 18. septem- ber n.k. kl. 20.30 i stofu 201, Árna- garði. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og nefnist: „Gio- vanni Boccacio sex hundruð ár- um siðar.” Ollum er heimill að- gangur að fyrirlestrinum. Frá iþróttafélagi fatlaöra Reykjavík: lþróttasalurinn að Hátúni 12 er opinn sem hér segir, mánudaga kl. 17.30—19.30, bogfimi, miðviku- daga kl. 17.30—19.30 borðtennis og curtling, laugardaga kl. 14—17, borðtennis, curtling og lyftingar. — Stjórnin. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fótsnyrting fyrir aldraða er byrjuð aftur. Upplýsingar hjá Guðbjörgu Einarsdóttur á miðvikudögum kl. 10-12 árdegis i sima 14491. Handknattleiksdeild Fram Æfingatafla, gildir frá 15. september 1975. iþróttahús Alftamýrarskóla Sunnudagar: kl. 10.20-12.00. Byrjendaflokkur pilta kl. 13.00-14.40. 4. fl. stúlkna. Mánudagar: kl. 18.00-18.50 3. fl. kvenna kl. 18.50-19.40 2. fl kvenna kl. 19.40-21.20. M.fl. og 1 fl. kvenna Þriðjudagar: kl. 18.00-19.40. 5. fl. karla. kl. 19.40-20.30. 4. fl. karla 20.30- 21.30 3. fl. karla 21.20-22.10 2. fl. karla. Fimmtudagur: kl. 18.00-18.50 3. fl. kvenna 18.50-19.40 4. fl. karla 19.40-20.30 2. fl. kvenna. 20.30- 21.20. M. fl. og 1. fl. kvenna. 21.20-22.10 3. fl. karla 22.10-23.00 2. fl. karla. Laugardalshöll Miðvikudagar: "kl. 18.50-20.30 M. fl. og 1. fl. karla Föstudagar: kl. 18.50-19.40 M. fl. og 1. fl. karla kl. 20.30-21.20 Mfl. og 1. fl. kvenna. K.R. hús Þriðjudagar: kl. 22.10-23.50 M. fl. og 1. fl. karla. Kvenfélag Ássóknar. Fyrir aldraða, fótsnyrting hafin að Norðurbrún 1. Upplýsingar gefur Sigrún Þorsteinsdóttir i sima 36238. FÖSTUDAGUR 21/9 kl.20. 1. Haustlitaferð i Þórsmörk. 2. Landmannalaugar — Jökulgil (ef fært verður). Farmiðar seldir á skrifstofunni Ferðafélag islands, öldugötu 3, símar: 19533— 11798 ÚTIVISTARFERÐIR Utivistarferðir. Föstudagur 19. sept. kl. 20: Snæ- fellsnes. Gist verður á Lýsuhóli (upphitað hús og sundlaugLFarið verður að Arnarstapa, Dritvik, Svörtuloftum og viöar. Farar- stjóri Þorleifur Guðmundsson. Útivist Lækjargötu 6, simi 14606. Sýningar Galleri Súm: Kristján Guð- mundsson sýnir.Opið kl.16-22 dag- lega.Stendur til 28.sept. Mokka. Gunnar Geir sýnir til 27. september. Vestan og norðvestan kaldi. Sums staðar dálitil rigning en siðan skýjað með köflum. Hiti 6—8 stig. Þann 5.júli sl.voru gefin saman I hjónaband af sr. Jóni Þorvarðs- syni i Háteigskirkju Asgerður Pálmadóttir og Sigurbjörn Sigurðsson. Heimili þeirra er að Fellsmúla 2. Nýja myndastofan. Þann 27.júli sl.voru gefin saman i hjónaband af sr. Braga Frið- rikssýni i Brautarholtskirkju á Kjalarnesi Fjóla S.Isleifsdóttir og Guðmundur H. Guðmundsson. Heimili þeirra er að Grettisgötu 55 A. Nýja myndastofan. Þann 19.júli sl.voru gefin saman i hjónaband af sr. Sigurði Kristjánssyni á ísafiröi Rósa Magnúsdóttir og Bjarni Stein- grimsson. Heimili þeirra er að Sundstræti 29, Isafirði. Ljósmyndastofa tsafjarðar Loftið.Kjartan Guðjónsson sýnir. Stendur til 19. september. Opið á verzlunartima. Unuhús, Veghúsastig 7: Grafik- myndir eftir Einar Hákonarson við Timann og vatnið eftir Stein Steinarr. Stendur til föstudags- kvölds, 19. sept. Hamragarðar: Hörður Haralds- son sýnir. Stendur til 21. septem- ber.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.