Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 14
14 Dagblaðið. Miðvikudagur 17. september 1975. Skatturinn er að gera út af við • # Ted Kennedy! Ted Kennedy þarf enn að taka lán, svo að hann og konan hans geti lifað sæmilega og keypt það, sem þau vilja. Þetta gerðist, þó að Ted hafi haft i tekjur um 80 milljónir islenzkra króna i fyrra og hann teljist „ægilega rfkur.” Kennedyhjónin greiddu i fyrra nærri fimm milljónir króna i vexti af lánum til langs og skamms tima og fengu frá- drátt fyrir hjá skattinum. Þau færðu til frádráttar yfir þrjár milljónir fyrir vexti af lánum, sem hvila á hinu „fina” húsi þeirra i Virginiufylki, og tals- vert mikið fyrir skuldir sem hvildu á skem mtibátnum. Jafnvel lán frá öðrum Kennedy- um var fært til skattfrádráttar. Þannig greiddu Ted og frú alls nær heiming tekna i skatt, og það þrátt fyrir alla vextina, sem dregnir voru frá. Mestur hluturinn af tekjum öldungadeildarþingmannsins kom frá sérstökum sjóði, sem faðir hans stofnaði á sinum tima. Þingmannslaunin eru inn- an við tiundi hluti af tekjunum. Ted fékk lika sitthvað af tekj- um fyrir greinar og ræður, sem var breytilegt. Hann fékk um 10000 krónur fyrir grein í tima- riti hvatamanna að þvi að auka réttindi borgaranna og sex sinn- um meira fyrir grein handa „finni” klúbbum. Kúrekinn vildi giftast uppóhalds merinni sinni Ros Howard varð öskureiður, þegar fulltrúi á sýsluskrifstof- unni i Boulder i Colorado i Bandarikjunum, Clela Borex að nafni, gaf út leyfisbréf handa pörum íjf samá kyni. Þrenn karlkýhSpör og eitt kvenkyns fengu slik bréf og notuðu þau samdægurs. Ros tók sig til og fór með mer- ina sina á skrifstofuna og bað Rorex að gefa út leyfisbréf handa sér og merinni. — Ef strákur má giftast strák og stelpa má giftast stelpu, hvers vegna má þá ekki gamall kúreki giftast uppáhalds merinni sinni? — Engin leið, sagði fulltrú- inn. Parið hafði ekki gengizt undir bióðprufu og auk þess hafði merin, 8 vetra gömul, ekki leyfi foreldra sinna. Rorex túlk- aði fylkislögin þannig, að leyfis- bréf mætti aðeins gefa út til fólks —og einnig á þann veg, að lögin fyrirbyðu ekki fólki af sama kyni að eigast. Og fulltrú- inn glotti lítillega þegar Ros var spurður, hvernig merin ætti að segja ,,já” — jafnvel þótt allt annað væri i' lagi. Hann Tarzan vinur okkar allra, bæði ungra og gamalla, er orðinn aldinn að árum, einhvers staðar á bilinu 75—80 ára gam- all. Er blaðamaður Dagblaðsins var staddur meðal halanegra i Afriku fyrir stuttu, ákvað hann að hitta kempuna að máli og rabba við hana um daginn og veginn. Tarzan býr nú á ættarmeiði sinum lengst inni i kolsvörtustu Afriku, — svo afsiðis að jafnvel skúrkurinn hann Amin veit ekki einu sinni hvar hann heldur til. Er blaðamaður kom i heim- sókn, lá Tarzan úti á grein i meiði sinum og sleikti sólskinið. Við hlið hans lágu tannlaust ljón og forgömul górilla, og röbbuðu þau saman i mestu makindum um þróun siðustu ára i hinum svarta heimshluta. — Wamba ugga agga, sagði blm. á sinu finasta apamáli, sem hann lærði i bernsku af ó- hóflegum lestri Tarzanbóka, og blaða. Tarzan teygði sig i heyrnartækið sitt, sem geymt var i holu i meiðnum. - Hyhhyh.... hyh, HYH.... hóst, hark, hark.... Siðan slak- aði hann sér niður úr trénu eftir vafningsjurt, sérstyrktri með nælonkaðli og stálþráðum. Tarzan hefur er satt skal segja, fitnað talsvert með aldr- inum og minnir einna helzt á Kristin Hallsson i vexti (þið munið nektarmyndirnar, sem birtust I Vikunni i sumar). Tarzan hefur greinilega borð- að of mikið af feitum villisvin- um, gazellum og gómsætum krókódilum, en eins og allir sannir Tarzanbókalesendur vita, er slik fæða spikfitandi, sé hennar neytt i óhófi. — Nú nærist ég á blöðum, sem górillan vinkona min tyggur fyrir mig, sagði Tarzan stúrinn. — Þeir timar eru liðnir, þegar mér tókst á einum degi að hryggbrjóta átta ljón, afþarma risafil með berum höndum, og siðan afmá heilan flokk af arabiskum filabeinsþjófum og limlesta fjöldann allan af and- styggilegum Þjóðverjum frá Vestur-Afriku.... eða var það Austur-Afriku? Blaðamaður fullvissaði Tarz- an um, að Þjóðverjar væru farnir af hans umráðasvæði fyrir löngu, og varð hann himin- lifandi yfir þvi. — Ég hef þá komið einhverju til leiðar með baráttu minni við bölvaða Þjóðverjana, þó að ég hafi alltaf þjáðst af fótfúa og hafi þess vegna ekki getað geng- ið á jörðinni. Ég varð þvi alltaf að sveifla mér áfram á trjá- greinum, og þvi er ég nú orðinn fjári þreyttur i handleggjunum. — En hefurðu það annars ekki bara gott, Tarzan minn? — Alveg prýðilegt eftir að- stæðum. En hafðu það i huga, að i þeim 75 bókum og 75.000 kiló- metrum af teiknimyndaserium, sem gerðar hafa verið um mig, hef ég vist aldrei flett niðrum mig til að pissa. Nú er mér orðið helviti illt i blöðrunni og þarf þess vegna að bregða mér að- eins' frá. Og siðan brá Tarzan sér afsið- is á bak við tré og kastaði af sér fáeinum dropum. Skömmu sið- ar myndaðist nýtt stöðuvatn i Mið-Afriku, Nil flæddi yfir bakka sina, Súez-skurðurinn hvarf og Assuanstiflan féll sam- an með braki og brestum. SEX RÁÐ- LEGGINGAR SÉRFRÆÐINGS UM... HVERNIG Á AÐ UFA LÍFINU — og fá það bezta út úr hlutunum VERTU ANÆGÐUR með það, sem þú átt, — láttu dagdraum- ana eiga sig, ráðleggur amer- iskur prófessor. „Stöðvaðu lyftuna, — flýttu þér út”. Þetta eru ráðleggingar velmetins háskólakennara i Bandarikjunum. Hann telur, að fólk á Vesturlöndum sé að eyði- leggja lif sitt i þvi, sem hann kallar „lyftuþjóðfélagi”. ,,Við erum stöðugt að flýta okkur, reynum allt til að komast áfram eins og það er kallað og höfum of miklar áhyggjur af morgun- deginum”. Hver kannast ekki við þetta? „Auðvitað verðum við að doka við, njóta dagsins i dag, ef við viljum fá fullnægju i lifi okkar”, segir dr. Jesse Mann. „Við viljum eignast meiri peninga, annað starf, annað umhverfi, annað húsnæði. En vilji maður öðlast hamingju og góða heilsu, ætti fólk að setjast niður og ihuga þau lifsgæði, sem maður hefur á liðandi stund”, segir dr. Mann. „Liklega mun fólk þá komast að þeirri niður- stöðu, að það hafi það talsvert betra en það hugði”. Prófessorinn, sem starfar við Georgetown-háskólann, gaf eft- irfarandi ráðleggingar til landa sinna, og trúlega gilda þær ekk- ert siður meðal okkar, sem norðarbúum á hnattkringlunni: 1. Þekktu sjálfan þig. Að æða gegnum lifið án þess að taka þér tima til að virða stöðu þina og á- byrgð i heiminum er hrein heimska. Fólk, sem aldrei lærir að þekkja sjálft sig, veit i raun alls ekki, hvaða möguleika það hefur. 2. Að vinna i liófi. Þú ættir að vinna aðeins hluta af sólar- hringnum. Grikkir töldu, að maðurinn gæti ekki talizt mann- legur án frítima. 3. Taktu áhættunni! Eina leiðin til að lifa vel er að stökkva fram af bjarginu, stinga sér út i lifsið- una... þú getur ekki lært, ef þú getur ekki hætt á að fara út i einhvers konar ævintýra- mennsku. 4. Lærðu að leika þér. Leikir eru jafn mikilvægir fyrir full- orðna og börn. Hæfileikinn til að slaká á er lifsnauðsynlegur. 5. Vinátta. Láttu vináttuna verða ákveðnari þátt i lifi þinu. Láttu samkeppnina og það að „nota fólk” deyja úr lifi þinu. Sumir hafa steingleymt þvi hvað vinátta þýðir. Of oft gerist það, að við sjáum keppinaut i félaga okkar. Stundum notfær- um við okkur lika fólk til að upp- hefja okkur sjálf. 5. Lærðu að taka hlutunum eins og þeir eru, þeim verður kann- ski ekki breytt. Reyndu ekki að endurlifa það, sem umliðið er. Og reyndu aldrei að slá höfðinu við stein. 1 staðinn skaltu leggja alla áherzlu á að ihuga það, sem þú getur gert, — og að gera það vel.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.