Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 4
4 Dagblaöiö. Miövikudagur 17. september 1975. Tryggingafrœðingur reiknar út: EIGENDUR SKYLDUSPARNAÐAR STÓRLEGA HLUNNFARNIR — vegna aðferða við verðtryggingu — dómstóll sker vœntanlega úr um ógreininginn Þeir hafa verið grátt leiknir, sem eiga skyldusparnað inni hjá hinu opinbera. í orði kveðnu á skyldusparn- aður fólks á aldrinum 16—25 ára að vera verðtryggður, en hann er það ekki nema að hluta. Þetta hefur þýtt verulegt tap i verðbólg- unni vegna aðferða hins opinbera við út- reikninga. Þetta kemur fram í greinar- gerö, sem dr. Pétur H. Blöndal tryggingafræðingur hefur gert vegna máls Ut af þessu. Dr. Pét- ur segir, aö auðsætt sé, að lög- gjafinn hafi ætlazt til þess, að höfuöstóll og vextir væru verð- tryggðir meö kaupvisitölu. Við einstök innlegg beri að leggja fjögur prósent ársvexti frá inn- borgunardegi til útborgunar- dags og margfalda þá upphæð siöan með hlutfalli milli kaup- visitölunnar eins og hún er og eins og hún var við innborgun. Með þeim hætti fæst verðtrygg- ingin. Þetta hefur ekki verið gert. Veödeild Landsbankans hefur túlkað lögin á annan hátt. Vænt- anlega munu dómstólar skera úr um þennan ágreining, en ó- hætt er að fullyrða, að skyldu- sparnaðurinn er ekki verð- tryggður nema að hluta með þeim aðferðum, sem beitt er. Samkvæmt upplýsingum Veð- deildar Landsbanka tslands hefur visitöluuppbót aðeins ver- ið reiknuð einu sinni á ári, mið- að við 1. febrúar, segir i grein- argerö dr. Péturs. Uppbótin er lögð á sérstakan reikning og leggjast hvorki vextir né visi- tala við hana. Hún miðast við lægstu upphæð á hverju 12 mánaða timabili, frá 1. febrúar til 1 febrúar. Pétur segir, að hvorki i lögunum né i reglugerð sé sagt, að miða eigi uppbótina^ við slikt. Aðferðin brjóti i bága við viðurkenndar aðferðir við reikning visitölubóta. Útkoman verður sú, til dæm- is, aö maður, sem leggur inn 10 þúsund krónur 7. marz 1969 og tekur út 5. sept. 1975 ætti að fá 55.014,60 krónur. Hann heföi hins vegar með framangreind- um aðferðum fengið 27.194,00 krónur eða aðeins 49,4% af þvi, sem honum bæri, að sögn dr. Péturs. —HH Þarna liggur súlan, sá óvenjulegi gestur, þar sem hún er komin til isbjarnarins á Nesinu i frysti. Ovenjulegur gestur ó Nesinu: Súlo nauðlenti ó þakskeggi Það er ekki á hverjum degi sem súlur koma i heimsókn á höfuð- borgarsvæðið, en það gerðist samt um daginn að ein slik brá sér i bæinn. Ekki varð þó þessi ferð hennar til fjár, þvi að hún nauðlenti á þakskegginu hjá Sig- urði Jóhannssyni vegamálastjóra og kom heldur illa niður. Lögreglulið Seltjarnarneskaup- staðar, sem telur tvo menn, var kvatt á vettvang. Eftir stutta rannsókn kom i ljós að súlan var vængbrotin, og var þvi ekki um annað að ræða en aflifa hana.Sið- an var súlunni stungið til bráða- birgða inn á frystigeymslu ís- bjarnarins, þar sem hún biður þess að verða sett á náttúrugripa- safn, sem mun starfa i tengslum við skólana á Seltjarnarnesi.Súl- an er fyrsti gripurinn, sem Sel- tirningar veiða sjálfir i safn sitt, en aðrir hlutir, sem borizt hafa, hafa verið gefnir. % —ÁT Snarróð kona: Kastaði sér und- an bílnum Hún var fljót að hugsa, kon- an, sem i stóð fyrir aftan bil á þjóðveginum rétt utan við Akranes. Það hafði sprungið á bflnum hennar og nú stóð til að skipta um hjól. Allt i einu heyrði hún heml- að harkalega fyrir aftan sig og snaraðistút á vegarbrúnina. 1 sama bili endaði hemlahljóðið með miklu harki, þegar ekið var af krafti á þann kyrr- stæða. ökumaðurinn, sem árekstr- inum olli, bar þvi við, að hann hefði verið að mæta bil og ekki séð sem skyldi fyrir ryki. —SHH Kvik myndir Ósannfœrandi Háskólabíó. Lausnargjaldiö (Ransom) *★ Brezk 100 mln., gerö 1974, litir. Það er leitt að þessi mynd hef- ur komið i staðinn fyrir úrvals- myndina Tizkukóngur i klipu. Þvi miður var aðsóknin á Tizku- kónginn svo litil að kvikmynda- húsið varö að hætta á henni sýn- ingum. Það er leitt þvi að min- um dómi er Tizkukóngurinn ein sú bezta sem hér hefur veriö sýnd það sem af er þessu ári. En hvað um það, verið getur að Tizkukóngurinn verði sýndur aftur seinna og skora ég þá á alla að fara og sjá hann. Lausnargjaldið er litt bita- stætt. það er þá helzt kvik- myndataka Sven Nykvist, þó oft hafi hann verið betri. Myndin fjallar um baráttu lögreglunnar við öfgafull skæruliðasamtök sem tekið hafa sendiherra Breta I „Skandinaviu” sem gisl og neita að sleppa honum nema gengiö verði að kröfum þeirra. Löggan gerir það sem hún getur til að leysa málið án manntjóns en verður litt ágengt. Annar hópur rænir farþegaflugvél til að hjálpa ræningjunum að kom- ast út, en löggan þráastvið.Það er ekki vert að rekja þennan fáránlega söguþráð frekar, það gæti eyðilagt hinn „óvænta”? endi fyrir einhverjum. Þaö versta við Lausnargjaldið er hvaö myndin virkar ósann- færandi. Það er beinlinis allt gert til að áhorfandinn trúi engu sem fram fer á hvita tjaldinu, samanber atriðið þar sem Connery fer að afsaka gerðir sinar sem öryggisvörður, sem vinnur samkvæmt skipunum, við konu sendiherrans. Sean Connery er sæmilegasti leikari en sem Nils Tahlvik, skandina- viskur öryggisvörður, verður hann næstum asnalegur. Manni dettur Max von Sydow ósjálfrátt i hug I hlutverkinu og saman- burðurinn er Connery virkilega óhagstæður. Leikstjórinn fer mest troðnar slóðir og tekur enga áhættu. LAUSNARGJALDIÐ: Tahlvik iiösforingi (Sean Connery) á leiö til flugvallarins, þar sem flugrán hefur áttsérstaö, þegar billhans er stöövaöur af stjórnarfulltrúanum Henrik Bernhard (James Maxwell) og Polson hershöföingja (Knut Wigert). Stjórnarfulltrúinn vill láta hermdarverkamennina fara án þess aö komi til blóöbaös, en Poison er hins vegar sammála Tahlvik um aö þá veröi að stööva. Honum hefði áreiðanlega verið óhætt að nota hæfileika Nykvist meira en hann gerir og hefði sennilega fengið betri mynd. Kvikmyndatakan er næstum gallalaus, það eru eitt eða tvö zoom sem eru déskoti klaufaleg, t.d. þar sem flugvélaeltinga- leikurinn hefst. Það er annars athyglisvert að i staðinn fyrir æðisgenginn kappakstur á ame- riskum dollaragrinum, sem endar með geysihörðum á- rekstrum, eru notaðar tvær litl- ar flugvélarellur sem báðum er lent óskemmdum. Klipping og hljóðsetning er óttalega tilþrifa- litil og myndin I heild er fremur flöt. ' Lausnargjaldið er mynd sem ég get ekki mælt með.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.