Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 2
... ............................................. Hví eiga böm aö gjalda þess að foreldrar skilji? VEUA EKKIALL- AR EINLÍFIÐ Margrét Sölvadóttir skrifar: Ég vona aö öðrum landsmönnum en mér hafi brugðið við að lesa svar Ragnheiðar Mariasdóttur í Dag- blaðinu fyrir helgina um einstæðar mæður. Reyndar var hað sonur minn 13 ára sem las þetta fyrir mig og sagði: „Þú verður að svara þessari konu, mamma.” Barninu ofbauð svo skiln- ingsleysi þessarar konu. Ég hélt reyndar að svona hugsun hefði eng- inn íslendingur árið 1980. Mig langar að benda Ragnheiði á að sumar konur missa mann sinn og verða ekkjur, og þar með einstæðar mæður. Aðrar konur eru yfirgefnar af mönnum sinum, og sumir menn eru ekki fyrir það gefnir að vinna og sjá fjölskyldum sínum farborða. Enn aðrir gera líf konu sinnar og barna að hreinasta víti, og finnst mér virðingarvert ftegar sú kona hefur kjark til að slíta sliku hjónabandi, þvi það gerir enginn átakalaust. Við ein- stæðar mæður höfum ekki haft hátt um fjárhagsvanda okkar, og engum kröfum við þetta þjóðfélag hefur verið varpað á borð af þessum hópi. Giftar konur hafa hingað til haft helmings frádrátt af tekjum sinum tif skatts, meðan einstæðar mæður hafa ekki haft slíkan lúxus, og lifa með börnum sínum á aðeins einum laun- um. Þegar börnin okkar eru 16 ára hætta meðlagsgreiðslurmeð þeim, en þeir sem eiga börn sem eru í skóla vita vel að einmitt þá er mjög kostn- aðarsamt tímabil i skóla að hefjast, svo framarlega að við viljum mennta börnin okkar, og það vilja einstæðar mæður jafnt sem aðrir foreldrar Hví eiga börn okkar að gjalda þess að foreldrar þess skilji? Nei, ég er ekki að kvarta, ég skal sjá fyrir mínum börnum án þess að biðja stjórnvöld um eitt né neitt, og ég veit að aðrar einstæðar mæður eru sammála mér þar, en ég vil aðeins biðja um svo- lítinn skilning okkur til handa, að fólk kasti ekki í hugsunarleysi fram slíkri firru, aðeins til að særa aöra. Ég vona að lokum, að Ragnheiður Mariasdóttir eigi aldrei eftir að kynn- ast biturri reynslu misheppnaðs hjónabands, en ég vona að hún hugsi í kristilegri anda í framtíðinni, því allar erum við systur og dætur guðs. Ástandið getur ekki orðið svartara Slæmt hjónaband hef ur áhrif á bömin Sigríður Ásgeirsdóttir skrifar: Þann 5.1. sl. las ég í DB grein sem kona að nafni Ragnheiður hafði hringt og Iátið skrifa fyrir sig. Þar sem ég er búin að lesa þessa fáránlegu grein og yfirlýsingu gat ég ekki setið hljóð og látið hana komast upp með þessa þvælu. Mig langar til að skrifa nokkur vel valin orð til hennar. Þú dómharða kona! Þú berð fram að eiginkonur geti sjálfum sér um kennt að fara frá eiginmönnum sínum (sem engin kona gerir nema að vel yfirveguðu ráði) og eiga svo erfitt með að lifa og halda lífi í börnum sínum. Þú veizt auðsjáanlega ekki um hvað þú ert að tala. Þess vegna langar mig til að benda þér á nokkur atriði: Hvers vegna (meðal annars) eigin- konur fara frá mönnum sínum með heilan barnahóp. 1. Maðurinn gæti verið alkóhólisti. 2. Alkóhólisti og misþyrmt börnum sínum og konu. 3. Maðurinn gæti verið latur að vinna og væri því óhæf fyrirvinna. Ef við tökum alkóhólista sem dæmi, er lemur börnin sín og konu, hvaða vitiborin manneskja heldur þú að geti lifað svoleiðis lífi til lengdar? Ertu virkilega svo fáfróð að vita ekki Tónlistarflutningur útvarpsins óhæfur „STEREO” NAUÐSYN ísland er eina landið, sem ég veit um, sem ekki hefur komið sér upp út- búnaði fyrir ,,stereo”-útsendingar. Meira að segja eru þær til staðar i Færeyjum. Vitað er, að kostnaður við upp- setningu er lítill. En þvi er borið við, að fyrst verði að lagfæra móttöku- skilyrði fyrir einhverja, sem búa á af- skekktustu stöðunum úti á landi, áður en farið verði að eyða fjármun- um i að koma upp útbúnaði fyrir „stereo”. Sannleikurinn hlýtur að vera sá, að ef ekki er enn búið að koma venjuleg- um sendingarútbúnaði i sæmilegt horf fyrir alla landsmenn, verður það ekki gert héðan af. Og þorri lands- manna, sem nær sendingum skamm- laust, á heimtingu á að hljóðvarpið tæknivæðist þeirra vegna. Hér hlýtur meirihluti að eiga kröfu. Grandvar skrifar: Það hljómar stundum hálf hjákát- lega, þegar rætt er við hiustendur hljóðvarps um dagskrá þess, t.d. í viðtölum í hljóðvarpinu sjálfu, er þessir •• viðmælendur segjast hafa nolið þessa eða hins tónfiutningsins svo vel, — þetta sé líka svo fallegt verk! Gott og vel. Ef til vill er þetta innsta sannfæring þessa fólks. En þó á maður stundum erfitt með að trúa því á þekkt hljómlistarfólk t.d., að það meini þetta. Nú á dögum eiga fiestir góð hljóm- fiutningstæki, eða eiga aðgang að þeim, úr hverjum fæst hinn allra bezti hljómburður í „stereo”, og verkar því eins og maður sé viðstadd- ur hljómleikana. Þó er þetta auðvitað misjafnt eftir upptökum. En að íslenzka ríkisútvarpið skuli Þafl er ekki nóg að eiga góflar plötur þegar tónlistin frá Ríkisútvarpinu er send út f mónó að mati Grandvars. DB-mynd Árni Páll. enn árið 1980 ætla að bjóða lands- mönnum upp á það að senda hin beztu hljómsveitarverk og raunar alla aðra hljómlist af ,,stereo”-plötum út til hlustenda á gamla mátann, það er hrein óskammfeilni. Bnstædar mæour geta oftast sjaif" um sér Kenntwn 1 ssas. —JS2S5 wj.-r.’susyg , efast uniað1””' að slæm hjónabönd hafa slæm áhrif á börn, þau sem eiga þetta alls ekki skilið? Svo er það annað (frú eða fröken) Ragnheiður, þessi fjögurra barna móðir sem skrifaði grein er birtist í DB sl. fimmtúdag hefur örugglega sagt satt að það sé ógerlegt fyrir hana að draga fram lífið á þessari upphæð (231 þús.). Kynntu þér ástandið hjá ein- stæðum mæðrum áður en þú segir aðra eins vitleysu aftur (ástandið er svart og getur ekki verið svartara). . DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. Margrét Sölvadóttir, Sigríflur Ásgeirsdóttir, og Þórarinn Björnsson svara bréfi Ragnheiflar Maríasdóttur um einstæðar mæður og spyr Margrét meflal annars hvers vegna börn einstæflra mæflra eigi að njóta verri kjara en önnur. Ástandið er svona svart Þórarinn Björnsson skrifar: í sambandi við ummæli Ragn- heiðar Maríasdóttur í dálknum Raddir lesenda þann 5. janúar sl. vil ég taka fram vegna misskilnings eftir- farandi: Heildarupphæð er kr. 231.360 eftir hækkun í desember ’79, var fyrir þann tíma 204.364 kr. Meðlag með fjórum börnum er 139.472, mæðra- laun 64.892 og barnalífeyrir 184.539 krónur (en ekki 178 þúsund eins og stóð í blaðinu, munar þar sáralitlu eða 6.539 krónum). Ragnheiður sakar mig um að fara rangt með tölur og segir að ég sé að sverta ástandið. En ég taldi ekki upp þann kostnað sem fylgir húsaleigu fyrir 4 herbergja íbúð eða það sem fáir vildu vera án, síma og sjónvarp. Ég leyfi mér að biðja þá sem vilja að kynna sér kjör einstæðra mæðra og einstaklinga og sjá hversu þeim er mismunað á félagslega sviðinu af Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Villandi mynd- birting Guðrún Helgadóttir, höfundur leik- ritsins Óvitar, hringdi og kvaöst vilja vekja athygli á því að mynd sú sem birtist með lesendabréfi í DB á mánu- daginn undir fyrirsögninni „Ógæti- legur akstur lögreglu” væri mjög vill- andi. Myndin er tekin úr ieikritinu Óvitar og sagði Guðrún að þar væri enga gagnrýni að finna á lögregluna nema siður væri. DB-mynd Bj.Bj. Myndin góða úr Óvitum sem Guflrún vitnar til var birt eingöngu vegna þess að hún þótti skemmtileg en ekki af því að leikritið Óvitar væri taiið ádeila á lögregluna. V * «13*-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.