Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. WBIAÐIÐ frjálst, óháð daghlað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aöalsteinn IngóHsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing arstjórí: Már E.M. HaKdórsson. Ritstjórn Sfðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríf tarverð á mánuði kr. 4500. Verð f lausasölu kr. 230 eintakið. Sextán dagar, sæmilegt það Geir Hallgrimsson er búinn að slá Steingrími Hermannssyni við í tíma- lengd stjórnarkreppunnar. Steingrímur gafst upp eftir 15 daga tilraunir til myndunar stjórnar. Geir hefur nú þegar verið að í 16 daga og er kominn álíka langt og Steingrímur var á þriðja degi. Með sama áframhaldi má búast við, að það taki Geir allar götur fram undir páska að feta sömu leið og Steingrímur hljóp á tveim vikum fyrir jól. 16 dagar hafa farið í athugun málsins, undirbúning þess, og hugsanlegar tilraunir til að koma á formlegum viðræðum! Örlítil hreyfing komst á viðræður um helgina, þegar Geir byrjaði fyrst að þinga með viðsemjendum sínum. Málið er þó ekki komið lengra en svo, að í gær sagði Geir um fyrirhugaðan fund í dag: ,,Ég legg áherzlu á, að þetta eru ekki formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður.” Það er semsagt tæpast ljóst enn, hvort tilraunir Geirs til stjórnarmyndunar erú hafnar eða ekki. Það er ekki heldur ljóst, hvort tvær leiðir í efnahagsmálum, sem hann hefur sent Þjóðhagsstofnun til útreiknings, eru eins konar tillögur eða bara reikningsæfingar. Um þokuna yfir þessu andaglasi má vitna til orða Geirs. í gær sagði hann í sínúm sérstæða stíl, ,,að þar væri ekki um tillögur Sjálfstæðisflokksins að ræða, heldur einungis upplýsingamiðlun til að kanna fleti, sem upp kynnu að koma í sambandi við þjóðstjórnar- viðræður”. Þessar tvær lausaloftshugmyndir, sem enginn ber á- byrgð á, eru í svipuðum stíl og fyrri tillögur Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks. Þær ganga heldur lengra í hjöðnun verðbólgunnar og í kjaraskerðingu. En þær fela líka í sér stærri félagsmálapakka, og þá væntanlega meiri skatta. Tillögur Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 38% verðbólgu á árinu, Alþýðuflokksins 34% og tvær hug-' leiðingar (?) Sjálfstæðisflokksins 31% og28%. Kjara- rýrnun tillagna Framsóknarflokksins er áætluð 4,2%, Alþýðuflokksins 6,2% og Sjálfstæðisflokksins 8,2%. Líklegt er, að leið Framsóknarflokksins sé Alþýðubandalaginu minnst á móti skapi, af því að hún dregur minnst úr verðbólgunni og lífskjörunum. Þetta skiptir máli, þegar verið er að reyna við þjóðstjórn, þótt Alþýðubandalagið hafi raunar áður einmitt hafnað tillögum Framsóknarflokksins. Þjóðstjórn er mikilvæg forsenda allra tillagnanna, því að þær gera alls ekki ráð fyrir neinum grunnkaups- hækkunum á árinu. Þær standast því ekki, nema vinnudeiludeild Alþýðubandalagsins verði geymd niðri í skúffu meðan bandalagið tekur á sig stjórnarábyrgð. Þar sem Alþýðubandalagið er í eðli sínu ábyrgðar- lítill stjórnarandstöðuflokkur, eru daufar líkur á, að það verði teymt inn í þjóðstjórn. Að vísu getur svo farið, að þolinnpieði þjóðarinnar þrjóti svo, að banda- lagið sjái sér þann kost vænstan að sýna ábyrgð. Hitt er svo ljóst, að mismunandi tillögur eru ekki því til fyrirstöðu, að hinir flokkarnir þrír geti xtxypdað stjórn. Þessar tillögur eru raunar aðeins mismunániíi afbrigði sömu hugmyndar. Auðvelt ætti að vera að ná samkomulagi um það eitt og takast síðan á við vinnudeildudeild bandalagsins. Auðvitað endar svona stjórnarkreppa einhvern tíma með því, að einhverjir stjórnmálaflokkar skammast sín, gleypa í sig stóru orðin og axla ábyrgðina, sem þeir eru kjörnir til að bera. Málin hafa þokazt í áttina, meira að segja á aðgerðaleysistíma Geirs Hallgríms- sonar. t Bandaríkin: KREDITK0RTI STAÐ PENINGA „Cash or charge?” — staðgreiðsla eða reikningsviðskipti? spyr af- greiðslustúlkan og verður strax vör um sig ef maður skyldi fara að róta i vösunum eftir dollaraseðlum eða smámynt, sent fremur er orðið óvenjulegt. Algengast er orðið að viðskiptavinurinn dragi upp lána- kortið, „kreditkortið”, og sé ósköp ánaegður með að þurfa ekki að bera á sér mikið fé. Þannig lýsir norskur fréttamaður viðskiptalífinu hjá venjulegum mið- aldra Bandaríkjamanni en i þeim heimi eru peningarnir næstum því horfnir i viðskiptum manna á milli. Ekki er sælan orðin svo mikil að skuldadagarnir séu lika horfnir. Ekki aldeilis. 16. hvers mánaðar dettur reikningur frá lánakortafyrirtækjun- um inn um bréfalúguna. ,,Þá er ekki annað ráð en að taka tvær valium til að róa taugarnar áður ,gn litið er á niðurstöðutölur reikn- 'ingsins,” segir blaðamaðurinn. Kreditkortin hafa gert heim mið- stéttarmannsins í Bandaríkjunum að heimi án peninga, eihs og áður sagði. Fyrir þá sem hafa einhver efni er þetta fyrirkomulag til ómet- anlegra þæginda. T.d. er hægt að kaupa miða í leikhús með því að lesa númerið á kreditkortareikningi manns upp í símann. Á sama hátt er hægt að panta hótelherbergi, flugfar- seðla Og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Kreditkortakerfið er orðið svo al- gengt í Bandaríkjunum að fólk þykir grunsamlegt þar ef það ber ekki á sér slík kort. Er þá sama þó nægilegir peningar séu fyrir hendi. Peninga í miklum upphæðum bera venjulegir Bandarikjamenn ekki á sér og sizt á ferðalögum. Það getur til dæmis verið verulegum erfiðleikum háð að taka á leigu bílaleigubifreið þar ef ekki er hægt að framvisa kreditkorti. Sé það ekki handbært er væntanlegur viðskiptavinur þegar orðinn grun- samlegur og er krafinn himinhárrar tryggingar fyrirfram. Sá sem ekki hefur kreditkort hefur að öllum lík- r Um kommiss- araogAlþingi hann var. Eftir þetta talaði herra kommissar í likingum eins og frelsarinn forðum en guðspjallið komst til skila. Vart þarf að minna á, að forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins er nefndur kommissar í daglegu tali, og er ekki ósennilegt, að nafnið sé komið frá Sverri sjálfum, því að hann er orðhákur hinn mesti og oft orðheppinn, enda börðust þingmenn Sjálfstæðisflokksins með kjaftí og klóm gegn þvi, að stofnunin yrði sett á fót. Og auðvitað var Sverrir í þeirra hópi, en nú er hann sjálfur kommiss- ar eftir austrænni fyrirmynd og stendur fyrir því að byggja milljarða króna höll á Rauðarárstíg fyrir starf- semi stofnunarinnar undir vígorð- inu: Báknið burt. En kommissararnir eru 2. Hinn er Tómas Árnason og er fram- sóknarmaður. Það er ekki tóm tilviljun, að báðir þessir menn eru þingmenn Austfirðinga, og er i raun ærin sönnun fyrir því, að maðkur sé í mysunni. Flestum íslendingum er það ljóst að það er með öllu óverjandi, að Á fundi á Bakkafirði fyrir síðustu kosningar slöngvaði vörpulegur frambjóðandi úr ræðustól þessum orðum: ,,Það var ég, góðir Bakk- firðingar, sem lét ykkur hafa 600 milljónir í vegagerð hér um slóðir. Ríkiskassinn var auðvitað galtómur. Hann gat ekki skaffað neitt fé. Það var ég, sem bjargaði málunum.” Hver talar? Hver er sá maður, sem brást ekki, þegar ríkissjóður brást? Hver dreifði úr eigin vasa að þvi er virtist hundruðum milljóna króna til kjósenda svo sem i gustukaskyni? Var þetta geðbilaður maður eða ofurmenni eða Jón Sigurðsson endurborinn? O, sei, sei, nei. Þetta var hann herra kommissar Sverrir Hermannsson þingmaður Austfirðinga og núverandi forseti Neðri deildar Alþingis. SkömiVitunarstjórar Fundurinn á Bakkafirði var fyrsti kosningafundurinn í Austurlands- kjördæmi, og herra kommissar, sem er greindur maður, skynjaði, að hann hafði gengið of langt í umbúðalausum peningaáróðri sinum Kjallarinn Bjami Guðnason og greip ekki til áþekkra orða á síðari fundum, þótt hann hafi án efa haft aðstöðu til að minna elskulega kjós- endur víðar á hið fádæma örlæti sitt og benda þeim prúðmannlega á, að allt traust Austfirðinga var, þar sem

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.