Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. I Iþróttir Iþróttir 13 Iþróttir Iþróttir v Atta mín. kaf li eyðilagði allt gegn heimsmeisturunum — Vestur-Þjóðverjar sigruðu íslendinga með 18-12 í Baltic-keppniimi í Bremerhaven í gærkvöld Frá Sigurði Sverrissyni, Bremerhaven, í morgun. Þrátt fyrir að gerbylting tii hins betra yrði á leik íslenzka landsliðsins gegn heimsmeisturum Vestur- Þjóðverja varð tap hlutskipti þess. Frammi fyrir troðfullu húsi áhorfenda hér í Bremenhaven gaf liðið heims- meisturunum ekkert eftir í 50 mínútur. Átta dapurlcgar mínútur í byrjun síðari hálfleiksins færðu Vestur- Þjóðverjum það forskot sem dugði þeim til sigurs. Fram að þeim tíma og það sem eftir lifði leiksins mátti vart á rnilli sjá hvort liðið var heimsmeistari. Þessi ágæti leikur dugði þó ekki til annars en sex marka taps. Vestur- Staðan Úrslit í leikjunum í Baltic-keppninni i gær urðu þessi og staðan er nú þannig i riðlunum: A-riðill A-Þýzkaland-Noregur 18—16 V-Þýzkaland-ísland 18—12 A-Þýzkaland 2 2 0 0 43—31 4 V-Þýzkaland 2 2 0 0 37—28 4 Noregur 2 0 0 2 32—37 0 ísland 2 0 0 2 27—43 0 B-riðill Sovétríkin-B-lið V.-Þ. Danmörk-Pólland Sovétríkin 2 Danm. 2 B-lið V-Þ. 2 Pólland 2 23—13 22—18 2 0 0 42—28 4 1 0 1 35—34 2 1 0 1 29—36 2 0 0 2 33—41 0 í kvöld kl. 17.00 að íslenzkum tíma leika ísland og Noregur í Verden-Aller. Austur- og Vestur-Þýzkaland leika kl. 18.30 í Hamborg. í B-riðlinum leika Sovétríkin og Danmörk i Bremenhaven kl. 17.00 og Pólland og B-lið Vestur- Þýzkalands á sama tíma í Liineborg. Þjóðverjar sigruðu með 18—12 eftir að hafa haft eitt mark yfir í hálfleik, 8— 7. Byrjunin hjá islenzka landsliðinu var ekki gæfuleg. Eftir aðeins 17 sekúndur lá knötturinn í islenzka markinu. Fljótlega kom þó i ljós að íslenzka liðið stóð því vestur-þýzka fyllilega á sporði. Leikmenn léku mjög yfirvegað og ekki skotið nema í örugg- um færum. Varnarleikur beggja Iiðanna var mjög góður og íslenzka liðið lagfærði fljótlega þær veilur, sem mynduðust í upphafi. Viggó Sigurðsson jafnaði í 1 — 1 úr vítakasti en siðan komust heims- meistararnir í 3—1. Viggó jafnaði með tveimur mörkum og staðan var 3—3 eftir 10 mínútur. Þjóðverjar náðu forustunni á ný en Bjarni Guðmunds- son jafnaði í 4—4. Eftir 19 mínútur var staðan 6—4 fyrir Véstur-Þýzkaland — Viggó skoraði en Þjóðverjar komust í 7—5. Aftur minnkaði Viggó muninn í eitt mark. Á 26. mín. komust Þjóðverjar i 8—6, en Ólafur Jónsson skoraði glæsilegt mark undir lokin — síðasta markið í hálfleiknum og staðan var 8—7 í hálfleik. Sóknarnýting íslenzka liðsins var mjög góð í hálf- leiknum. Úr 14 sóknarlotum skoraði liðið sjö mörk. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði glæsilegt mark í upphafi síðari hálf- leiksins. Þá fór fiðringur um íslenzku fréttamennina hér i Bremerhaven Þjóðverjar misstu knöttinn og ísland hafði möguleika að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum. En ótrúleg óheppni ásamt klaufaskap kom í veg fyrir það. Atli Hilmarsson komst í dauðafæri — allt opið — en Manfred Hoffmann, hinn snjalli markvörður V-Þýzkalands, varði frá honum. Bjarni náði knettin- um og skaut á markið. Aftur varði Hoffmann — hreinn undramaður í markinu. Eftir það náðu Þjóðverjar knettinum og skoruðu. Siðan komust þeir í 10—8, en Steindór minnkaði muninn í 10—9 með fallegu marki af línu eftir stórkostlega fléttu. En þá fylgdi afleitur kafli og eins og botninn dytti úr leik íslenzka liðsins. Á átta minútna leikkafla skoruðu heims- meistararnir sex mörk i röð án svars frá íslenzka liðinu. Komust í 16—10. Á þessum kafla gerðist það að leikmenn hættu að hugsa og ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur. Viggó Sigurðsson, sem átt hafði stórkostleg- an leik í fyrri hálfleik, átti nokkur ótímabær skot og svipaða sögu er að segja um aðra leikmenn. En eins og hendi væri veifað breyttist leikur íslenzka liðsins aftur til hins betra og lokakaflann lék liðið eins og það gerði bezt í fyrri hálfleiknum. Vörnin var þétt fyrir og Þjóðverjar skoruðu aðeins tvö mörk síðustu 13 mínúturnar. Staðan lagaðist örlítið. Bjarni skoraði 10. mark íslands á 18. Viggó Sigurösson, sem leikur með Barcelona á Spáni, átti stórkostlegan leik i fyrri hálfleik. Skoraði þá fimm af sjö mörkum liösins. Viggó til Þýzkalands? Frá Sigurdi Sverrissyni, Bremerhaven, 1 morgun. „Ef ég segi eins og er þá er ég ekkert allt of hrifinn af þvi að leika á Spáni meö Barcelona — handknattleikurinn þar er allt ööru visi en við þekkjum hann. Hraði og læti gifurleg. Ég hef hug á að hætta þar, þegar þessu leik- tímabili lýkur — gerði aðeins samning I eitt ár. Ég hef mikinn hug á þvi að komast i handknattleikinn i Vestur-Þýzkalandi en vil ekki á þessu stigi málsins tjá mig um einhver ákveðin félög — eða hvort ég hef fengið tilboð,” sagði Viggó Sigurðsson hér i gær. En eftir hinn frábæra leik hans i gærkvöld gegn heimsmeisturum Vestur-Þjóðverja þarf ekki að efast um að félög hér hafa hug á að þvi að fá þennan harðskeytta leikmann I sínar raðir. mín. Þjóðverjar náðu sjö marka forustu en Stefán Halldórsson minnkaði muninn í 17—II — Viggó siðan í 17—12 úr vítakasti. Vestur- Þjóðverjar skoruðu siðasta mark leiksins og sex marka tap var staðreynd. Það tap er ekkert til að skammast sín fyrir en það er svekkjandi að vita til þess að úrslil hefðu svo hæglega getað orðið á annan veg. Þessi leikur sagði flest, sem þarf að segja um liðið i dag. Hann sýndi hvað við getum gert — hvaða mistök urðu og hvað við þurfum til að lagfæra þau. Leikurinn var stór- góður i 50 mínútur en hinn slæmi kafli gerði út um vonina á sigri. Leikmenn héldu ekki höfði og þá hefði verið gott 'að hafa 1—2 leikreynda menn til aðróa 'spilið niður. Liðið lét hafa sig út í of mikinn hraða — hraða, sem það réð lekki við. Allt eru þetta einkenni ireynslulauss liðs. Liðið var jafnt að getu en vart verður komizt hjá að nefna Þorbjörn Jensson í vörninni og svo hinn stór- kostlega fyrri hálfleik Viggós Sigurðssonar. Steindór Gunnars var sterkur og Friðrik Þorbjörnsson átti góðan leik í vörninni. Að öðru leyti vísast til töflunnar um leikinn í tölum. Mörk íslands skoruðu Viggó 6/2, Bjarni 2, Ólafur 1, Steindór 1, Þor- bergur 1 og Stefán 1. Mörk V-Þýzka- lands skoruðu Freisler 4, Damman 3, Sprigel 2, Messinger 2, Wunderlich 2, Erhat 2, Klússpies 2 og Spengler 1. Leikurinn í tölum Eftir góða sóknarnýtingu i fyrri hálf- ieik hjá íslenzka liðinu — eða 50% — féll hún mjög i þeim síðari, eða niður í 33% i heild. 12 mörk voru skoruö I 36 sóknum — 14 í þeim fyrri, 22 í þeim síðari. 29 skot gáfu 12 mörk. Sex sinn- um var knettinum glatað og einu sinni dæmd leiktöf. ísland fékk tvö vítakösl i leiknum við heimsmeistarana — þeir Atli og Þorbergur fiskuðu þau. Hér á eftir fer árangur einstakra leikmanna. Fyrst mörk, þá skot og síöan knettinum tapað. M 6 Viggó Sig. AtliHilm. 0 Bjarni 2 OliJóns. 1 Steindór 1 Stefán 1 Þorbergur 1 Siggi Sv. 0 1 Þorbjörn Jensson og Friðrik björnsson reyndu ekki markskot og glötuðu ekki knettinum. Jens Einars- son varði þrjú skot — Kristján Sig- mundsson fjögur. S 12 2 5 1 1 1 6 K-T 1 0 1 1 2 1 0 0 Þor- Þessi leikur vargóð auglýsing fyrir handknattieikinn, sagjði Vlado Stenzei, landsliðsþjálfari Vestur-Þýzkalands góður í fyrri hálfleik og allar glufur í Frá Sigurði Sverrissyni, Bremerhaven, í morgun. Eftir leikina í gærkvöld var efnt til blaðamannafundar og þar var lands- liðseinvaldur og þjálfari Vestur-Þýzka- lands, Vlado Stenzel, miðpunktur alls sem fór fram. Á milli þess, sem hann reytti af sér brandara gaf hann sér tima til að ræða viö blaðamenn um leikinn. „Þcssi leikur var góð auglýsing fyrir handknattleikinn. Þar mættust tvö lið — annað, sem hafði heiöur að verja og hitt, sem er í mótun. Að mínu mati var leikurinn hjá íslenzka liðinu mjög vörn okkar voru nyttar til fullnustu. Einbeiting islenzku ieikmannanna var í fyrsta, öðru og þriðja sæti. I síðari hálfleiknum slakaði það hins vegar á takinu og þá gerðum við út um ieikinn. Ef þið fáið einn eða tvo reynda leik- menn til víðbótar er ég viss um, að ís- lendingar geta velgt hvaða þjóð, sem er undir uggum — jafnvel okkur,” sagði Stenzel. Jóhann Ingi Gunnarsson, íslenzki landsliðseinvaldurinn, sagði á fundin- um: „Þjóöverjar færðu sér það í nyt og við misstum einbeitinguna á stuttum kafla. Sex mörk þeirra i röð gerðu ú( um leikinn og að minnsta kosti sex sinnum varði Manfred Hoffmann frá íslenzku sóknarmönnunum í dauða- færum. Ég tel það ekki óréttlátt að tapa fyrir Vestur-Þjóðverjum með sex marka mun á heimavelli þeirra,” sagði Jóhann Ingi. Eftir fundinn hitti ég Atla Hilmars- son, leikmanninn unga úr Fram. Hann sagöi: „Ég held að það sé ekki of mikiö að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið mjög góður af okkar hálfu. í þeim siðari tókum við upp á því að fara að skjóta í Hoffmann í dauðafærum. I.eikurinn við Norðmenn leggst vel i mig — við ætlum okkur ekkert annað en sigur.” Jens Einarsson sagði: „Það fór ein- hvern veginn allt i baklás hjá okkur í byrjun síðari hálfleiks. Sóknin gekk ekki upp lengur og það hafði gagn- kvæm áhrif i vörninni. Síðan náðum við þessu aflur upp í lokin og það er styrkleiki út af fyrir sig.” íþróttir eru eáimig á bls. 16 Knattspyrnuþjálfari Hefi verið beðinn að útvega knattspyrnuþjálfarai til SANDAVOG í Færeyjum. Allar nánari uppl. gefur Sigurður G. Björnsson í síma 36251 eftir kl. 6 á daginn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.