Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. Veðrið Vindur er nú aö ganga í suðvestui og fylgir því skúraveöur eöa ólja gangur á Suöur- og Vesturiandi en ó Noröuriandi lóttir til er líöur ó daginn. Klukkan sex ( morgun var 3 stigq hiti og lóttskýjaö í Reykjavfc, 2 og haglól á Gufuskálum, 4 og rigning ó Galtarvita, 4 og lóttskýjaö á Akureyri 0 og lóttskýjað á Raufarhöfn, 4 og lóttskýjaö á Dalatanga, 5 og rigning é Höfn og 5 og alskýjað ( Vestmanna eyjum. I Pórshöfn var 4 stiga hiti og hálf- skýjaö, 1 stigs frost og þokumóöa I Kaupmannahöfn, —7 og snjókoma I Osló, —2 og þokumóöa ( Stokkhólmi, 2 stiga hiti og mistur I London, 1 og abkýjaö ( Paris, 5 og láttskýjaö í Madrid, 6 og skýjað á Mullorka, 8 og heiörfkt ( Lbsabon og 3 stiga frost og heiörfkt (New York. Amllát Guðrún Eyjólfsdóttir frá Botnum lézt þriðjudaginn 1. janúar. Hún var fædd 9. október 1891. Foreldrar hennar voru( Vilborg Þorsteinsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson. Guðrún tók við búsforráð- um að Botnum árið 1927. Réð hún til sín vinnumann og eignaðist hún með honum son, Eyjólf. Á árinu 1950 fluttu þau mæðgin frá Botnum og dvöldu eitt ár hjá Eyjólfi, bróður Guðrúnar, á Hnausum í Meðallandi. Ári síðar flytja þau vestur í Borgarfjörð að Hesti, til Guðmundar Péturssonar. Dvaldi Guðrún þar lengst af. Eyjólfur sonur hennar lauk námi í búfræði frá Hvann- eyri. Til Reykjavikur fluttu þau mæðg- in árið 1962. Gufljón Aflalbjarnarson, varavarð- stjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkurflug- vallar, lézt mánudaginn 31. desember. Hann var fæddur 30. október 1924. Foreldrar hans voru Þorbjörg Gríms- dóttir og Aðalbjörn Stefánsson prent- ari. Guðjón byrjaði ungur að vinna við Reykjavíkurflugvöll. Hann var fastráð- inn starfsmaður hjá flugmálastjórn 10. ágúst 1946. Lengst af vann Guðjón hjá slökkviliði vallarins. Guðjón var ókvæntur. Hann hélt heimili með móður sinni, en hún lifir son sinn. Guðjón verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag, fimmtudag, kl. 15. Sigurður Jónsson verkfræðingur lézt mánudaginn 31. desember. Hann var fæddur 18. júní 1899 að Ærlækjarseli i öxarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigurveig Sigurðardóttir og Jón Gauti Jónsson bóndi á Gautlöndum. Stúd- entsprófi lauk Sigurður frá Mennta- skólanum i Reykjavík 1922. Prófi í byggingaverkfræði lauk hann frá Noregs Tekniska Högskole í Þránd- heimi 1926. Sigurður var bæjarverk- t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG SVEINSDÓTTIR, Hjarflarhaga 40, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum viðSuðurgötu. Friðbjörn Sigurbjörnsson, Ingiberg Guðbjartsson, Jóhanna Þórisdóttir, Kristján Guðbjartsson, Þóranna Þórarinsdóttir og barnabörn. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Ökukennsla endurnýjun ökuréttinda — endurhæfing. Ath. Með breyttri kennslutilhögun minni var ökunámið á liðnu starfsári um 25% ódýrara en almennt gerist. Útvega' nemendum mínum allt námsefni og prófgögn ef þess er óskað. Lipur og| þægilegur kennslubíll, Datsun 180 B. Get nú bætt við nokkrum nemendum. Pantið strax og forðizt óþarfa bið. Uppl. í sima 32943 eftir kl. 19 og hjá auglþj.1 DB i síma 27022. Ökuskóli Halldórs' Jónssonar. H—829. Ökukennsla-Æfingatimar. Kenni á Volvo árg. ’80. Lærið þar sem öryggið er mest og kennslan bezt. Engir skyldutimar. Hagstætt verð og grciðslukjör. Ath. nemendur greiði aðeins tekna tíma. Simi-40694. Gunnar Jónasson. , Ökukennsla — Æfingatímar — Bif- hjólapróf. Kenni á Mazda 626 árg. 79, ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Hringdu i sima 74974 og 14464 og þú byrjar strax. Lúðvík Eiðsson. Ökukennsla, æfingatimar, hæfnisvotturð. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd i ökuskírteinið ef þess er óskað. Engir lágmarkstímar og nemendur greiða aðeins tekna tima. Jóhann G. Guðjóns-’ son. Símar 21098 og 17384. Ökukennsla — endurnýjun á ökuskir- teinum. Lærið akstur hjá ökukennara seem hefur það að aðalstarfi, engar bækur, aðeins snældur með öllu námsefninu. Kennslubifreiðin er Toyota Cressida árg. 78. Þið greiðið aðeins fyrir tekna tíma. Athugið það. Útvega gögn. Hjálpa þeim sem hafa misst ökuskírteini sitt að öðlast þau að nýju. Geir P. Þormar öku- kennari, símár 19896 og 40555. ökukennsla — æfingatimar — bifhjólapróf. 'Kenni á nýjari Audi. Nemendur grfeiðá1 aðeins tekna tíma. Nemendur geta! byrjað strax. Ökuskóli og öll prófgögn ef' ;óskað er. Magnús Helgason, simi 66660. fræðingur á Akureyri 1926—1928. Verkfræðingur hjá Entreprenörfél. Kampmann Kjerulf og Saxild í Kaup- mannahöfn 1928—1932. Á þessum ár-( um hafði hann m.a. umsjón með bygg- ingu Grófarbryggjunnar í Reykjavíkur- höfn og hafnarbakkanum í Siglu- fjarðarhöfn. Árið 1932 var Sigurður ráðinn forstjóri Slippfélagsins í Reykjavík og gegndi hann því starfi til 1. júlí 1968. Guðjón kvæntist Kristjönu Hannesdóttur Hafstein skálds og ráð- herra. Eignuðust þau fimm börn. Krist- jana lézt árið 1952. 13. marz 1966 kvæntist Sigurður Þóru Emiliu Maríu Júlíusdóttur Havsteen, sýslumanns, Húsavík og Þórunnar Jónsdóttur fræðslumálastjóra Þórarinssonar. Þau slitu samvistum. Eftirlifandi kona Sigurðar er Ragna Ragnarsdóttir, dóttir hjónanna Ragnars Bjarnasonar skipstjóra frá ísafirði óg Guðrúnar Hjaltadóttur. Sigurður og Ragna eign- uðust einn son. Sigurður verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju i dag, fimmtudag, kí. 13.30. Sigríður Benediktsdóttir, Vogalæk, er látin. Jarðsett verður frá Borgarnes- kirkju laugardaginn 12. janúarkl. 14. Ólafur Hermann Pálsson, Hátúni 10B Reykjavík, lézt að heimili sínu þriðju- daginn 25. desember. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, Austurgötu 19 Keflavík, lézt miðvikudaginn 8. janúar á Sjúkrahúsi Keflavikur. Kristín Flygenring lézt að Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. janúar. Margrél Elíasdóttir, leifsgötu 10 Reykjavík, lézt mánudaginn 7. janúar í Landspítalanum. Þórlaug Hildur Benediktsdóttir er lát- in. Jónas Sigurflsson frá Skuld, Vest- mannaeyjum, lézt að heimili sinu föstu- daginn 4. janúar. Útför hans fer fram frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugardaginn I2.janúarkl. 14. Ingibjörg Guðnadóttir, Nefsholti Holtahreppi, verður jarðsungin frá Marteinstungukirkju laugardaginn 12. janúar kl. 14. Ferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 11.30. Vilborg Sveinsdóttir, Hjarðarhaga 40 Reykjavík, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Þorleifur Erlendsson frá Meiða- stöðum, Garði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 10.30. Jónina Valgerður Ólafsdóttir, Akri, lézt í Héraðshælinu Blönduósi fimnitu- daginn 3. janúar.Hún verður jarðsting- in frá Þingeyrakirkju laugardaginn 12 janúar kl. 14. Ólöf Unadóttir, Hásteinsvegi 12 Vest- mannaeyjum, lézt föstudaginn 4. janúar. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju i Vestmannaeyjum föstu- daginn 11. janúar kl. 14. Eldra fólk í Háteigssókn Kvenfélag Háteigssóknar býður eldra fólki i sókninni til samkomu i Dómus Medica sunnudaginn 13. janúar kl. 15. Kvenfélagið Bylgjan heldur fund í kvöld, fimmtudag, að Borgartúni 18. kl. 20.30. Þetta veröur „Herrakvöld” félagsins og vcrður slegið í slag. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins Fundur verður haldinn i miðtjórn Alþýðubanda- lagsins laugárdaginn 12. og sunnudaginn 13. janúar 1980. Fundurinn veröur haldinn aðGrettisgötu 3 og hefst kl. 15.00. N Dagskrá: 1. Viðræður um stjórnarmyndum og stjórnmála viðhorfið. 2. Ákvörðun um flokksráðsfund. 3. Fjárhagsáætlun fyrir Alþýðubandalagið 1980. 4. önnur mál. Kvennadeild SVFÍ hér i Reykjavik heldur fund i kvöld kl. 20 i húsi' félaganna. Spilað verður bingó að loknum fundar störfum. Konur eru beðnar að mæta vel og stund vislega. Safnaðarfélag Ásprestakalls Heldur fund sunnudaginn 13. janúar að lokinni messu sem hefst kl. 14 að Norðurbrún 1. Kaffidrykkja og spiluð verður félagsvist. . Aðalfundir Aðalfundur FUFí Reykjavík Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna verður haldinn laugardaginn 12. janúar 1980 kl. 17.30 að Rauðarárstig 18. (kjallara). Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Innrásin í Afghanistan: Mótmælt við Sovét- sendiráðið „Heimsfriðnum er ógnað með því grímulausa ofbeldi sem ráðamenn í Sovétríkjunum beita. Enginn getur lengur efazt um það að hætta stafi af þessum stærstu alræðisríkjum heims. Það er skylda lýðræðissinna að þegja ekki við þessu freklega broti á sjálfs- ákvörðunarrétti smáþjóðar, heldur ídag mótmæla því harðlega,” segir i ávarpi frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúd- enta. Vaka stendur í dag fyrir mótmæla- stöðu við sovézka sendiráðið í Garða- stræti. Aðgerðirnar hefjast kl. 14og til- efnið er innrás Sovétríkjanna í Afghan- istan. - ARH Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður haldinn mánudaginn 14. janúar nk. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu að Hamraborg 1.3. hæð, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Ræða Styrmir Gunnarsson, ritstjóri: Sjálfstæðis-. flokkurinn og baráttan um miðjufylgið. Frjálsar umræður. Aðalfundur Framsóknarfélags Garða- og Bessastaðahrepps verður haldinn laugardaginn 12. janúar kl. 16 í Goðauini 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Endurbætur og opnun dómskerf isins Orator, félag laganema við Háskóla íslands efnir í kvöld, fimmtudaginn 10. janúar, til almenns fundar um efnið „Endurbætur og opnun dómskerfisins.” Hefst fundurinn kl. 20.30 og vcrður I Lögbergi, húsi Lagadeildar H.í. Frummælendur á fundinum vcrða Vilmundur Gylfason, dómsmálaráðherra, Már Pétursson, formaður Dómarafélags Reykjavikur og Eirikur Tómasson, héraðsdómslögmaður. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður og frum- mælendur svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fimir fætur Templarahöllin 12. janúar — og áfram nú. Safnaðarheimili Langholtskirkju Spiluð verður félagsvist í safnaðarhcimilinu við Sólheima í kvöld kl. 9. Slik spilakvöld eru á fimmtudagskvöldum nú i vetur til ágóða fyrir kirkju bygginguna. KFUK í Hafnarfirði hefur kvöldvöku i kvöld, 9. janúar, kl. 20.30 i húsi félaganna að Hverfisgötu 15. — KFUK i Reykjavik kemur í heimsókn og sér um efni kvöldvökunnar. Frjálst verö á dagblöðunum Verð á dagblöðum er ekki lengur háð ákvæðum verðlagsráðs. Er þetta í samræmi við ný verðlagslög frá I. nóvember síðastliðnum, en þar er heimild til frjálsrar álagningar sé talið að samkeppni sé nægileg á markaðinum. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi verðlagsráðs í gær en flutningsmenn hennar voru fulltrúar atvinnurekanda og launþega í ráðinu. -ÓG. Happdrætti Dregið í happdrætti Krabbameinsfélagsins Dregið hcfur verið i hausthappdrætii Krabbamcins félagsins 1979. Fjórar bifreiðir. scm voru i boði. komu á eftirtalin númcr: 115091 DodgcOmni 68800 Saab 99 Cil. 119300 Citroen CtsaClub 46395 Toyota Starlct 1000. Sambyggð útvarps og scgulbandstæki. Crown. komu ácftirtalin núnicr: 25019.49032.60727.71258. 103927 og 147200. Krabbamcinsfélagið þakkar landsmönnum goðan stuðning fyrr og siðar og óskar þcim farsældar á nýju ári. Happdrætti Styrktarfélags vangefinna Dregið hefur verið hjá borgarfógeta i bilnúmcrahapp drætti Styrktarfélags vangefinna 1979. Upp komu þessi númer: 1. vinningur, Mazda 929 árg. 1980... Y-9047 2. vinningur, Honda Accord árg. 1980... R-54063 3. —10. vinningur: Bifreiðar að eigin vali, hver að upphæð kr. 2.400.000. 1-1458 — K-2257 — R-32355 - E 491 — G-5887 — R-53987 — M-1750 — R-56269 104 ór liðin frá stofnun Thorvaldsenfélagsins Hinn 19. nóv. sl. voru 104 ár liðin frá stofnun Thorvaldsensfélagsins. I tilefni dagsins heimsótti stjórn Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins Barnadeild St. Jósefsspitala og færði deildinni að gjöf öndunarvél (respirator) fyrir ungbörn til notkunar I gjörgæzlu deildarinnar. Thorvaldsensfélagið heur margoft áður gefið Barnadeildinni stórgjafir og á það óskiptar þakkir St. Jósefsspitala fyrir gjafir þessar. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðmanna- NR. 3 — 7. Janúar 1980 gjaldeyrir Eining Kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Barvdarfkjadollar 395.40 396.40* 436.04 1 Storiingspund 888,80 891.10* 980.21* 1 Kanadadollar 338.70 339.80* 373.01* 100 Danskar krónur 7395.15 7413.85* 8155.24* 100 Norskar krónur 8057.90 8078.30* 8888.13* 100 Sœnskar krónur 9577.80 9602.00* 10562.20* 100 Hnnsk mörk 10730,00 10757,10* 11832.81* 100 Franskir frankar »862.80 9887.70* 10876.47* 100 Belg. frankar 1421.30 1424.90* 1567.39* 100 Svissn. frankar 25095.80 25160.30* 27676.33* 100 GyHini 20901.80 20954.70* 23050.17* 100 V-þýzk mörk 23120.10 23178.60* 25496.46* 100 Lirur 49.34 49.46* 54.41* 100 Austurr. Sch. 3213.30 3221.40* 3543.54* 100 Escudos 798.00 800.00* 880.00* 100 Pesetar 598.30 599.80* 659.78* 100 Yen 166.59 170.02* 187.02* 1 Sérstök dráttarróttindi 522.36 523.88* - * Breyting frá síðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskróningar 22190

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.