Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. Sameinuðu þjóðimar um Afghanistan: Allsherjarþingið boðað Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna hefur verið kallað saman til skyndifundar í dag. Á þar að ræða málefni Afghanistan og íhlutun Sovétríkjanna þar. Er þetta í beinu framhaldi af afgreiðslu málsins í Öryggisráðinu en þar beittu Sovétrík- in neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykkt tillögu þar sem þess var krafizt að þeir drægju herlið sitt til baka úr Afghanistan. Með sérstakri samþykkt í Öryggis- ráðinu var í gærkvöldi samþykkt með þrettán atkvæðum gegn tveimur mót- atkvæðum að málið skyldi tekið upp á Allsherjarþinginu. Aðeins Sovétrík- in og Austur-Þýzkaland greiddu at- kvæði á móti, Afríkuríkið Zambía sat hjá. Þar sem þarna var um að ræða tillögu um umræðuform gilti neitunarvald stórveldanna fimm ekki við afgreiðslu þessa máls hjá Öryggis- ráðinu eins og oftast er. Þessi máls- meðferð er mjög óvenjuleg á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og hefur að sögn ekki verið beitt nema fimm sinnum áður i sögu samtakanna. Fulltrúi Sovétríkjanna, Oleg Troyanovsky, réðst harkalega á Bandaríkin og Kína og sakaði þau um að misnota Sameinuðu þjóðirnar í áróðursskyni i þessu máli. Væri málatilbúningur vegna Afghanistan- málsins ekkert annað en filraun til að færa heimsveldisbaráttuna inn á vett- vangsamtakanna. í fyrri umræðum um íhlutun Sovétmanna í Afghanistan sagði utanríkisráðherra hinnar nýju ríkis- stjórnar í landinu, sem er undir for- ustu marxistans Karmals, að sovézkur her hefði komið til landsins samkvæmt ósk stjórnarinnar þar. Fulltrúi Filippseyja í Öryggisráð- inu sagði, er hann bar fram tillögu um meðferð málsins fyrir Allsherjar- þinginu, að allt yrði að gera sem auðið yrði til að deilurnar um Afghanistan breyttust ekki í alvar- Iegri átök milli risaveldanna tveggja. Oleg Troyanovksy, aðalfulltrúi Sovétrikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á í vök að verjast þessa dagana. Hann ásakar nú Bandarikin og Kina fyrir misnotkun á Sameinuðu þjóðunum vegna and- stöðu við ihlutun Sovétrikjanna í Afghanistan. Óbreyttir í stjóm í El Salvador Þrír óbreyttir borgarar hafa nú verið skipaðir í ríkisstjórn hersins í E1 Salvador og virðist þvi eitt- hvað vera að losna um stjórnar- kreppu, sem þar hefur staðið síðan í fyrri viku. Þá sögðu allir bœgarar sig úr stjóminni vegna afskipta hersins af vinnudeilum. Einnig var krafizt afsagnar eins ráðherranna, óvinsæls kaupsýslu- manns. Hann hefur nú látið a/ embætti. ' Minningar- ganga í Panama Þúsundir Panamabúa fóru í gær í minningargöngu um svæði það er tilheyrir Panamaskurðin- um til að minnast þess aéj sextán ár eru liðin frá því þar urðu miklar óeirðir og tuttugu dg einn maður féll og nokkur hundruð særðust. Gangan var skipulögð af stúdentum og stjórnvöldum og átti einnig að fagna því að Panama tekur við stjórn skurðar- ins að fullu úr höndum Banda- ríkjamanna árið 2000. Samninga- viðræður hófust skömmu eftir óeirðirnar miklu og laúk árið 1977. Hefur samkomulag stjórna ríkjanna verið mjög gagnrýnt í báðum löndunum. Skæruliðar þjóðernissinnaðra múhameðstrúarmanna i Afghanistan munu hafa fjölbreytt úrval vopna en ekki allt af nýjustu árgerðum. Gott dæmi um það er eldflaugabyssan á myndinni, sem er ættuð frá Sovétrfkjunum og þótti kostagripur i siðari heimsstyrjöldinni en ætti nú helzt heima á safni að sögn herfróðra manna. Systir keisarans reiðist Waldheim Ashraf Pahlavi prinsessa, tvíbura- systir fyrrum íranskeisara, réðst í gær harkalega á Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, fyrir gagnrýni hans á fyrri stjórn bróður hennar í íran. Waidheim hafði í viðræðum gefið í skyn að mannréttindi hefðu verið brotin á valdatima keisarans. Prins- essan, sem í tiu ár var fulltrúi írans hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að furðulegt væri að aðalritarinn hefði þagað yfir þessum grunsemdum sínum þangað til núna. Hann hefði aldrei minnzt á þessi mannréttinda- brot við sig þó þau hefðu margsinnis hitzt. Prinsessan spurði hvort þá hefði-ekkert verið að marka allt það hrós sem Waldheim hefði látið falla um sig og bróður sinn keisarann. Kurt Waldheim aðalritari fór fyrir nokkru í ferð til íran til að ræða við núverandi valdhafa þar. Var honum tekið fálega og var lítið við hann rætt. Hins vegar var dreift opinber- lega af honum myndum þar sem hann er að kyssa hönd keisarasystur- innar. Höfðu fylgismenn Khomeinis myndina sem tákn um afstöðu Wald- heims til nýju stjórnarinnar í landinu. ÁHRIFBRÉS- NEFS MINNI? Svo virðist sem Brésnef forseti 'Sovétríkjanna hafi ekki haft þau áhrif sem hann vanalega hefur haft við ákvörðun um íhlutunina í málefni Afghanistan. Kom þetta fram i máli háttsetts starfsmanns í bandaríska utanríkisráðuneytinu í gær. „Hlutur Brésnefs er nú annar en hann var áður, þegar full heilsa gerði honum kleift að taka fullan þátt i ákvarðanatöku og öðrum stjórnar- störfum,” sagði starfsmaðurinn. Hann bætti því þó við að þetta mundi á engan hátt breyta afstöðu Bandaríkjastjórnar til málsins. Tilkynnt var í gær að Carter Bandaríkjaforseti hefði tekið fyrir sölu á ýmsum háþróuðum tæknibún- aði til Sovétrikjanna vegna íhlutunar þeirra i Afghanistan. Hafnarverka- menn á austurströnd Bandaríkjanna hafa einnig tilkynnt að þeir muni ekki afgreiða sovézk skip né önnur þau skip sem flyttu farm að eða frá Sovétríkjunum. Áður hefur verið tilkynnt í Banda- rikjunum, að kornsala til Sovétrikj- anna verði bönnuð, sendimenn þeirra hafa verið reknir heim, fullgildingu Salt II samkomulagsins hefur verið frestað og menningarsamskiptum hætt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.