Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1980. Iþróttir Iþróttir I 16 Iþróttir Iþróttir „Þettaer kjaftæði” — sagði Vlado Stenzel, þegar hann var spurður hvort Daninn Michaelsen ætti að taka Frá Sigurði Sverrissyni, Bremerhaven, í morgun. ,,Þetta er kjaftæöi,” sagði Vlado Stenzel, vestur-þýzki landsliöseinvald- urinn, þegar nokkrir íslenzkir frétta- menn hittu hann hér í hótelinu í Bremerhaven og spurðu hvort það væri rétt, sem sagt var í einu dönsku dag- blaöanna fyrir nokkru, að Leif Michaelsen, danska landsliðseinvaldin- um, hefði verið boðin staða Stenzel sem landsliðseinvaldur Vestur-Þýzka- lands i handknattleiknum. - Það kom greinilega á Vlado Stenzel, þegar þessi spurning var borin upp — en þegar blaðamennirnir létu sér þetta svar hans ekki nægja og ræddu um skrifin í danska blaðinu, sagði Stenzel allt í einu: „Ræðið við hann þennan,” og benti um leið á einn af fararstjórum vestur- þýzka liðsins. Sá svaraði: „Það er helmingurinn réttur af þessu — helm- ingurinn rangur. Við höfðum samband við Michaelsen,” en nánar vildi hann ekki ræða það mál. Stenzel greip þá inn í: „Ég hef verið landsliðsþjálfari Vestur-Þjóðverja í sjö við stöðu hans ár og ég mun verða með liðið eins lengi og þörf er fyrir mig.” Siðast þegar ég frétti í morgun var ekki endanlega búið að velja islenzka liðið, sem leikur við Norðmenn í kvöld. Þorbergur Aðalsteinsson fékk mikið högg á andlitið í leiknum í gærkvöld. Farið var með hann á sjúkrahús og var í fyrstu talið, að hann hefði nef- brotnað. Sem betur fór reyndist það ekki niðurstaðan, þegar myndir höfðu verið rannsakaður. Jóhann Ingi ætlar að fylgjast með Þorbergi á léttri æfingu hér á eftir og mun síðan ákveða liðið endanlega. Baltic-keppnin, sem nú stendur yfir, er hin ellefta i röðinni. Fyrsta keppnin var háð 1968 og þá sigruðii Rúmenar. Það er í eina skiptið, sem Rúmenía hefur tekið þátt í keppninni. Næstu þrjú árin sigruðu A-Þjóðverjar eða 1969, 1970 og 1971. Sovétrikin sigruöu 1972 og 1973. A-Þjóðverjar 1974. Ekki var keppt 1975 en 1976 sigruöu Sovétríkin. Austur-Þjóðverjar 1977 og aftur 1979 en ekki var keppt 1978. „Heimaleikur” KR í Hafnarfirði! sagði Stenzel við Jóhann Inga Eftir leik KR og Vals í úrvalsdeild í desember kærðu dómarar framkomu áhorfenda. Aganefnd felldi þann dóm að næsti heimaleikur KR skyldi tekinn úr þeirra umsjá. KKÍ hefur ákveðið að þessi leikur skuli leikinn í Hafnarfirði nk. sunnudagskvöld 13. jan„ en sam kvæmt leikjaskrá átti hann að fara fram mánudaginn 14. jan. i íþróttahúsi Hagaskóla. Með þessum leik hefst keppni í deildinni að nýju eftir mánaðarhlé. Umsjón leiksins er á ábyrgð sambandsins en samvinna hefur tekist með körfuknattleiksdeild Hauka og KKI um að halda „Körfuboltakvöld” í íþróttahúsinu við Strandgötu og verður áðurnefndur úrvalsdeildarleikur aðal- leikur kvöldsins. Auk þess mun meistaraflokkur Hauka leika gegn fyrstu Íslands- meisturum KR og hefst sá leikur kl. 19.30 en KR og ÍR leika strax á eftir. Körfuknattleikssamband íslands. Frá Sigurði Sverrissyni, Bremerhaven, í morgun. Það fór ekki á milli mála, að Vlado Stenzel, landsliðsþjálfari Vestur- Þýzkalands, var á sama hóteli og íslenzku leikmennirnir hér í Bremer- haven. Allt starfslið hótelsins var á þönum í kringum hann og mikið uppistand varð í gærdag, þegar ekki náðist í Stenzel í síma. Menn voru i örvæntingu sinni að leita dyrum og dyngjum, þegar kappinn birtist með glott á vör og sagði: „Var einhver að leita að Stenzel”. Það var víst öruggt að sá tugur starfsmanna, sem var að leita hans óskaði þess heit- ast að jörðin gleypti sig. Það er auðvitað óþarfi að taka fram að Stenzel er Júgóslavi. í gærkvöldi gerði Stenzel óspart að gamni sinu á blaðamannafundi eftir leik Vestur-Þýzkalands og íslands. Jóhann Ingi, landsliðsþjálfari okkar, bað kappann um símanúmer hans. Fékk þá í hendurnar mynd af Stenzel í kjólfötum, með pípuhatt á höfðinu og vindil í munninum. „Þúmátt eiga þessa mynd, vinur,” sagði Stenzel og augljóst var að þýzku blaðamönnunum var skemmt. Þegar íslenzka Jandsliðið kom út af hótelinum í Bremerhaven i gær á leið sinni i rútuna, sem átti að flytja það á keppnisstað, rak menn i rogastanz. Blasti þá við leikmönnunum tveggja hæða rúta fyrir Stenzel og leikmenn hans. Var það greinilega með ráðum gert að stilla rútunni upp beint fyrir framan inngang hótelsins þrátt fyrirað stranglega væri bannað að leggja þar bifreiðum. Sálfræði er greinilega líka notuð hjá fleirum en Jóhanni Inga enda hefur Stenzel verið fyrrrmynd hans lengst af. HUUNN VERNDARVÆTTUR „Það var eins og hulinn verndar- vættur gætti marks Tottenham. Knötturinn fór allt i kringum það í ieiknum hér á Old Trafford — en það var sama hvað leikmenn Manchester United reyndu. í mark Tottenham gátu þeir ekki komið knettinum,” sagði einn KWíEvrópu- samb. knatt- spymuþjálfara Þrír íslenzkir knattspyrnuþjálfarar, þeir Eggert Jóhannesson, Lárus Lofts- son og Reynir Karlsson, verða viðstaddir stofnfund Evrópusambands knattspyrnuþjálfara, sem verður í Vínarborg í Austurriki næstkomandi iaugardag, 12. janúar. Knatlspyrnuþjálfarafélag íslands byggst gerast meðlimur i samtökum þessum og þvi eru umræddir þrír knatt- spyrnuþjálfarar sendir á stofnfundinn. Að sögn er stofnfundurinn geysivel undirbúinn. KÞÍ gekkst nýlega fyrir almennum félagsfundi, þar sem umræðuefnið var meðal annars stofnun Evrópusam- bandsins — Union Europáischer Fussball-Trainer. Stjórn KÞÍ hyggsl gangast fyrir öðrum félagsfundi, þar sem á dagskrá verða umræöur um félagsmál og kvikmyndasýning. Sá fundur verður auglýstur síðar. — gætti marks Tottenham, þegar liðið sló Man. Utd. ut í ensku bikarkeppninni í gær af fréttamönnum BBC eftir leik Man. Utd. og Tottenham i 3. umferö ensku bikarkeppninnar. Tottenham sigraöi 1—0 og leikur á útivelli við Swindon í 4. umferðinni. Mikið jafnræði var með liðunum framan af en svo breyttist leikurinn skyndilega. Joe Jordan, miðherji United, lenti í samstuði við Alexsei, markvörð Tottenham á 57. mín. og meiddist markvörðurinn það illa að hann var borinn af velli á börum. Reyndist kjálkabrotinn. Enski lands- liðsmaðurinn hjá Tottenham, Glen Hoddle, fór í mark. Lokakaflann í venjulegum leiktíma sótti Man. Utd. mjög en tókst ekki að knýja fram sigur þó mörg og góð tækifæri byðust. Eftir venjulegan leiktíma stóð 0—0 og leikn- um var þvi framlengt. Mikil spenna var og leikmenn Tottenham fóru að sækja. Knötturinn gekk markanna á milli — Argentínu- maðurinn Richardo Villa átti skot í stöng marks United, auk þess, sem Gary Bailey, markvörður United, varði tvívegis vel Hinum megin átti Gordon McQueen skalla í þverslá Tottenham- marksins. Þremur mínútum fyrir leiks- lok, þegar allt virtist stefna í þriðja leikinn milli félaganna, splundraði Villa vörn United. Gaf siðan á félaga sinn, argentinska landsliðsmanninn Ardiles, inn í vítateigshornið. Ardiles lyfti knettinum yfir Bailey í markið. Það var sigurmarkið — leikmönnum Argentiski heimsmeistarinn Osvaldo Ardiles skoraði sigurmark Tottenham i gær- kvöld. United tókst ekki að jafna þær mínútur, sem eftir lifðu, þrátt fyrir mikla sókn. Þetta var níundi leikur liðanna innbyrðis síðustu 13 mánuðina — og aðeins annar sgiur Tottenam i þeim. Hinn fyrri — í deildabikarnum í haust — hafði þó litla þýðingu því Man. Utd. vann með meiri mun á heimavelli og komst þvi áfram. Tveir aðrir leikir voru í ensku bikar- keppninni í gærkvöld. Lið Tony Sanders, fyrrum Víkingsþjálfara.féll nú loks út. Orient sigraði Altrinchan, sem er lið utan deildanna, 2—1 á heimavelli sínum í Lundúnum. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en strax á fyrstu mínútu þess síðari náði Joe Mayo forustu fyrir Orient. Bill Jennings kom Orient í 2—0 á 68. mín. Sex mínútúm fyrir. leikslok tókst Jack Johnson að skora fyrir lið Sanders en það dugði skammt. Orient lék betur og verðskuldaði sigurinn — reyndar hélt Alex Stepney, fyrrum landsliðs- markvörður Englands, sem lengi lék með Man. Utd., liði sínu á floti með góðri markvörzlu. Þá léku Portsmouth úr 4. deild og Middlesbrough úr þeirri fyrstu á suður- sröndinni. Jafntefli varð 1 — 1 og verða liðin því að leika að nýju i Middles- brough. Terry Cochran náði forustu fyrir Middlesbrough á 14. mín. en á 62. min. jafnaði Terry Brisley fyrir Portsmouth. Áhorfendur voru rúmlega 32 þúsund — mesti áhorfendafjöldi í Portsmouth í þrjú ár.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.