Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. C* Útvarp 27 Sjónvarp i) TIL UMHUGSUNAR - útvarp kl. 14.45: Hafa foreldrar vitneskju um áfengisneyzlu bama sinna? „Við ætlum í þessum þætti að vera með áframhaldandi umræður frá siðasta þætti, sem við vorum með fyrir hálfum mánuði síðan,” sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson annar umsjónarmaður þáttarins Til umhugsunar í samtali við DB. Umsjónarmaður ásamt honum er Karl Helgason. „Fyrst og fremst ræðum við um aldurstakmarkið fyrir vinkaupum og hve ungt fólk er þegar það byrjar að neyta áfengis. EnnfVemur ræðum við um hvernig ungt fólk fer að því að ná sér í áfengi og vitneskju foreldra um áfengisneyzlu barna. Við höldum að almennt hafi foreldrar litla hugmynd um að börn 13—14 ára neyti áfengis. Síðan ræðum við um þróunina í nágranna- löndunum og niðurstöður áfengis- könnunar sem íslenzkir læknar hafa gert,” sagði Vilhjálmur ennfremur. ,,Að síðustu ræðum við við þrjá unglinga á aldrinum 14—15 ára um þessi mál.” Þátturinn Til umhugs- unar er á dagskrá útvarpsins kl. 14.45 í dag. -ELA. Unglingar og áfcngismálin eru ælíð ofarlega á baugi. í þættinum Til umhugsunar verður einmitt fjallað um þau mál. DB-mynd: Árni Herdis Þorvaldsdóttir leikkona leikstýrir leikriti kvöldsins. DB-mynd: Bj. Bj. LEIKRIT VIKUNNAR — útvarp kl. 21.25: Drykkfelld, fallin leikkona og áhyggju- full móðir hennar — í leikriti kvöldsins í kvöld kl. 21.25 verður flutt í út- varpi leikritið Kristalsstúlkan eftir Edith Ranum í þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Leikritið segir frá Kristalsstúlk- unni Ninu Weide. Hún var eitt sinn fræg leikkona. Nú er hún hins vegar ekki lengur falleg og ung og þar að auki á góðri leið með að verða drykkjusjúklingur. Móðir hennar hefur þungar áhyggjur af dóttur sinni og ákveður að bjóða heim til miðdegisverðar gömlum kærasta Ninu. Hann er frægur leikstjóri og nú vonar móðirin að hann geti hjálpað dóttur sinni að byrja nýtt líf. Oft fer þó sitthvað á annan veg en menn ætla og svo er einnig nú. Leikstjóri er Herdís Þorvaldsdóttir en með hlutverkin tvö fara Margrét' Ólafsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Höfundurinn, Edith Ranum, er þekkt fyrir barnaleikrit sín í útvarpi, bæði í heimalandi sínu, Noregi, og annars staðar á Norðurlöndum. Hún hefur einnig skrifað sakamálaleikrit og nokkrar skáldsögur í þeim dúr. Árið 1975 hlaut hún 1. verðlaun í leikritasamkeppni fyrir Kettlinginn, en það var jafnframt fyrsta útvarps- leikrit hennar. Flutningur leiksins tekur röskar fimmtíu mínútur. -ELA. — í Baltic-keppninni í V-Þýzkalandi í kvöld kl. 19.55 lýsir Hermann íþróttaunnendur ogaðrir ættu því að margir hafa áhuga fyrir því sem er að Gunnarsson síðari hálfleik í keppni setjast við tækin í kvöld enda víst að gerast þarna úti. -ELA. íslendinga og Norðmanna í handknatt- leik Baltic-bikarkeppninnar sem fram fer i Vestur-Þýzkalandi. íslendingar kepptu við Austur-Þjóð- verja á þriðjudag i bænum Minden, í gær kepptu þeir við Vestur-Þjóðverja í Bremerhaven og í kvöld eru það Norð- mennirnir. Miklar vonir eru bundnar við að Island sigri Norðmennina en annars er hætta á að síðasti leikur íslands i keppninni verði um neðsta sætið. Það er Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari sem valið hefur menn i liðið og hefur því verið haldið á lofti að hann hafi verið full kaldur við val liðsins. Hefur Jóhann Ingi hlotið viður- nefnið einvaldur sem þykir hæfa honum vel. Jóhann Ingi hefur staðið sig vel með strákana og eru miklar vonir bundnar við liðið í kvöld þegar orrustan við Norðmenn verður háð. Starf ferskfiskmats- manns í Kef lavík Starf ferskfiskmatsmanns í Keflavík — Njarðvík er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Fram- leiðslueftirliti sjávarafurða, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Hér sést Jóhann Ingi landsliðseinvaldur útskýra fyrir Ólafi Jónssyni fyrirliða liðsins og öðrum leikmönnum leikkerfið. Fremst á myndinni situr sonur Ólafs Jónssonar. DB-mynd: Bj. Bj. LÝSING HERMANNS GUNNARSSONAR - útvarp kl. 19.55: ÍSLENDINGAR 0G NORDMENN LEIKA SAMAN í KVÖLD

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.