Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. FLUGVÉLAMÓDEL ny- komin Fokker Friendship Boeing 707 Boeing 707 Boeing 727 Boeing 737 Boeing 747 Vickers VC 10 Douglas DC-9 Douglas DC 10 Airbus A 300 Concorde Lockheed Tristar Boeing 747 Douglas C—47, DC—3 1/72 2.980 1/125 3.370 1/144 2.240 1/144 3.450 1/144 1.250 1/144 3.450 1/144 2.240 1/144 1.250 1/144 3.450 1/125 5.885 1/144 3.770 1/144 3.770 1/125 5.885 1/48 13.970 módclbúöinl SUÐURLANOSBRAUT 12 SÍMI 32210 ■ —MÁLASKÓLI 26908— • Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spænska og íslenzka fyrir útlendinga. • Innritun daglega ki. 1—7 e.h. • Kennsla hefst 14. janúar. 26908 HALLDÓRS Næst síðastí innrrtunardagur. Allar viðgerðir bíla og stillum bflinn með fullkomnustu tækjum. Pantið tima I tima. Einnig bjóðum við Ladaþjónustu LYKILL" Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smifljuvagi 20 - Kóp. STEINSTEYPUEININGAR í / EININGAHÚS 7) BTGGIK6ARIIJAH Hl í ✓ Sfmi 36660 Pósthólf 4032. 11 Breiðhöfða 10,124 Reykjavfk. Njörður „ekki HreykiniT: Deilur um mynd listina / lista- hátíðamefnd — aðrir þættir ákveðnir Nú virðist ljóst að á næstkomandi Listahátíð verður enga meiri háttar myndlistarsýningu að Tinna, en þá ályktun má draga af ummælum ýmissa starfsmanna hátíðarinnar. „Rétt er það — eg er ekki hreyk- inn af því hvernig myndlistarmálin hafa gengið fyrir sig,” sagði Njörður P. Njarðvík, formaður hátíðarinnar. ,,Hins vegar er allur annar undirbún- ingur kominn vel á veg. Til dæmis hefur öll tónlist á hátíðina verið ákveðin. Að myndlistinni undanskil- inni, erum við betur stödd í undir- búningi en aðrar Listahátíðir hafa verið í áraraðir”. Norræna húsið eitt hefur skipulagt sína myndlist fyrir hátiðina, þ.e. sýningu á teiknaranum Storm P. sem varla verður talinn til merkari mynd- listarmanna þótt skemmtilegur sé. En þær stofnanir sem atkvæðamestar hafa verið á þessu sviði undanfarin ár, Kjarvalsstaðir og Listasafn íslands, hafa hvorugar tekið ákvarðanir um listsýningar. Nú eru u.þ.b. fimm mánuðir til stefnu og eru allir málsmetandi menn á þessu sviði sammála um það að vegleg myndlistarsýning, sérstaklega ef hún á að marka einhverja stefnu, þurfi a.m.k. árs aðdraganda og undirbúningsvinnu, þ.á m. vinnslu Njörður P. Njarflvik: „Allt skipulagt nema myndlistin.” sýningarskráa og annarra gagna. „Allt annað en handarbakavinna” sagði einn viðmælenda blaðsins. Eins og kunnugt er, stóð til um tíma að sýna verk Diters Rot að Kjar- valsstöðum á hátíðinni, en sú tillaga var endanlega felld í byrjun desem- ber. Undirbúningur þeirrar sýningar virðist hafa einkennzt bæði af skipu- lags-og sambandsleysi, ef marka má samtöl DB við hina ýmsu aðila sem Hildur Hákonardóttir — „Mikil and- staða gegn sýningu Diters.” að henni áttu að standa. Vísuðu þeir hver á annan varðandi ábyrgð. Er Hildur Hákonardóttir vefari, sem vann að því að fá sýningu Diters hingað til lands, var að þessu spurð, kvað hún þyngst á metunum að mjög sterk andstaða hefði verið gegn sýn- ingu hans frá upphafi meðal hinna ýmsu nefndarmanna. -AI. Norræna menningarritið F 15 Kontakt: HELGAÐ ÍSLENZKRI MENNINGU 0G LISTUM M . p 15 KONTAKT ■ Sept. 1979 • Smtm. UUad „Dagblaðið hefur gerbreytt hefð- bundinni íslenskri blaðamennsku og sýnt að fjöldi fólks vill gjarnan blað sem er pólitískt frjálst. Blaðið er óháð- frjálslynt, byggir að miklu leyti á andsósíalískum skoðunum, græðir ekki á ofbeldi og klámi, en höfðar til les^ enda fyrst og fremst með vökulli, — ákveðinni og gagnrýnni pólitískri blaðamennsku, ekki án skilnings á pólitískum hneykslismálum sem hingað til hafa mikið til verið bannhelgir hlutir að hreyfa við. Blaðið gefur framlagi lesenda gott rúm ásíðum sínum.” Þannig m.a. kynnir Ivar Eskeland, fyrrum forstjóri Norræna hússins, Dagblaðið í grein sinni um „Dagblöð á íslandi — barn vorra tíma” í norska ritinu F 15'Kontakt. Síðasta blaðársins 1979 er helgað íslandi að öllu leyti, fyrst og fremst íslensku lista- og mennfngarlífi. Útgefandi blaðsins er Galleri F 15 i Moss. Ritstjórinn heitir Lars Brand- strup en honum til aðstoðar við útgáfu blaðsins var fjöldi Tslendinga sem þekkingu hafa á málunum. Má þar nefna Hörð Ágústsson, Braga Ásgeirs- son listmálara, Svein Einarsson leik- hússtjóra, Aðalstein Ingólfsson menn- ingarritstjóra DB, Arnar Jónsson leik- ara, Þóru Kristjánsóttur forstöðumann Kjarvalsstaða, Ólaf Kvaran list- fræðing, Erik Sönderholm forstöðu- mann Norræna hússins, Kristínu H. Pétursdóttur bókasafnsfræðing, Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld, Hall- veigu Thorlacíus kennara, Einar Hákonarson skólastjóra Myndlista- og handíðaskólans, Ingu Huld Hákonar- dóttur blaðamann DB og Harald Gústafsson sem starfar við Sagnfræði- stofnun Stokkhólmsháskóla. Meðal efnis í blaðinu er grein um stöðu kenna á íslandi eftir lngu Huld Hákonardóttur. Greinin byggist upp á viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur rauðsokku og Ernu Ragnarsdóttur arkitekt og virkan meðlim í Sjálf- stæðisflokknum. Þær skiptast á skoðunum um kvennabaráttuna. Þá skrifar Ragnar Arnalds, fyrrum menntamálaráðherra, inngangsorð að blaðinu og segir þar m.a. að sjálfstæði tslands byggist fyrst og fremst á íslenskri menningu. ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.