Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 28
Ekki grundvöllur fyrir þjóðstjóm Enginn grundvöllur hefur fundizl fyrir þjóðstjórn. Það var samdóma álit talsmanna Framsóknarflokks, \ Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, ,sem DB hafði samband við t gær- Vvöld og í morgun. XJÉg tel öruggt að þjóðstjórn komi ekki til greina,” sagði forystumaður í Alþýðuflokknum, „þótt menn séu ekki alveg búnir að kasta þessu frá sér.” „Það þyrfti þá eitthvað alveg nýtt að koma fram,” sagði forystumaður I Alþýðubandalaginu. Sumir spáðu þvi að Geir Hallgrimsson færi að skila umboði sínu og líklega fengi Lúðvik Jóseps- son, formaður Alþýðubandalagsins, boltann næst og gerði aðra tilraun til að mynda vinstri stjórn. Alþýðulandalagið vinnur að til- lögusmíði um efnahagsmál til að vera tilbúið,ef Lúðvik færboltann. Formenn flokkanna hittast að nýju í dag til að ræða þjóðstjórnar- möguleikann. Mikil fundarhöld voru i gær, bæði i þingflokkum og „samningafundir” milli manna úr flokkunum, þar sem farið var yfir efnahagstillögurnar. Hinir flokkarnir hafa tekið illa hugmyndum, sem segja talsmenn vinstrí flokkanna fær Lúðvík boltann? sjálfstæðismenn hafa borið fram um frestun verðbóta. Þeir telja sig ekki hafa fengið nægileg svör við þeirri spumingu, hvernig rikissjóður eigi að afla 25—30 milljarða, sem hann þyrfti til að standa undir bótum til lágtekjufólks vegna kjaraskerðingar, sem hugmyndir sjálfstæðismanna fela í sér. -HH. Skaftárhlai9 í annað sinn á fimm mánuðum: „Það ergrautur í ánni og brennisteinsfýla” „Jú, það er hafið Skaftárhlaup, það byrjaði í gær,” sagði Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi í Skaftártunguhreppi í morgun. „Það er æði mikið vatn í ánni og hefur í ánni eins og venjulega i hlaupum og brennisteinsfýla af henni. Það var hlaup síðast í september og ég man aldrei eftir því að svo stutt hafi verið milli hlaupa. Venjulega greinilega vaxið í nótt. Það er grautur líður tæpt ár á milli þeirra. Hins veg- ar leið óvenjulangur tími milli hlaupa síðast eða um tvö ár og kann það að vera skýringin á því að hún hleypur fljótt aftur. Það eru engin mannvirki í hættu, a.m.k. ekki enn, en það hefur lítið verið hægt að kanna ána í morgun vegna myrkurs. Það má frekar búast við því að hlaupið verði ekki stórt vegna þess hve stutt er liðið frá síðasta hlaupi.” -JH. Enn erleitað að Baldri Baldurssyni, sem hvarfskömmu fyrirjólað heimanfráséríReykjavík. Fjörur eru gengnar og víðarleitað. DB-mynd: Ragnar Th. Hefur hemaður Sovét í Afghanistan áhríf á skákina? MUN HARDARI í AFSTÖÐU OKKAR í MÁU K0RTSN0J — segir Einar S. Einarsson forseti Skáksambands íslands „Skoðanir mínar í þessu efni eru satt að segja að brcytast talsvert, m.a. vegna Kortsnoj-málsins svo- nefnda,” sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, er DB spurði hann, hvort íhlutun Sovétríkj- anna í Afganistan hefði einhver áhrif á þá ákvörðun Skáksambandsins að' bjóða tveimur sovézkum skákmönn- um á Reykjavíkurskákmótið sem hefst í lok febrúar nk. „Það gerist þó ekkert í þessu mái í neinu hasti. Ég á hins vegar von á því, að ef okkur verður gert erfitt fyrir i sambandi við þetta mót þá verðum við mun harðari i afstöðu okkar til Kortsnoj-málsins. Ég gæti hugsað mér að taka þetta mál upp innan Norræna skáksambandsins. Hvert á Kortsnoj líka að leita annað en til félaganna í skákhreyfingunni um stuðning? Við getum ekki endalaust lokað augunum fyrir því sem er að gerast i kringum okkur. Ef bæði er verið að fremjamorð oghryðjuverk fyrirutan gluggann þá fara menn nú að líta upp frá skákinni,” sagði Einar. -GAJ K Kortsnoj í Reykjavík með forseta FIDE: Meiri harka? frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 10. JAN. 1980. Hjalti forseti íslands? „Hef ekki átt frumkvæði ennþá” „Ég get ekki neitað því að allmargir hafa fært það í tal við mig aðigb'ði mig fram,” sagði Hjalti Þórarinsson yfirlæknir handlæknisdeildar Land- spítalans er hann var spurður um hugsanlegt forsetaframboð sitt. „Þetta kom mér algjörlega á óvart því ég hef ekki gengið með það i maganum að verða númer eitt eða tvö i þeirri baráttu. Margir menn hata verið nefndir á undan mér og ég bíð spenntur eftir því hvað þeir segja Ég myndi aldrei taka þátt í neinum hama- gangi eða iátum, það finnst mér ekki sóma þessu virðulega embætti. En sem sagt, ég hef ekki átt neitt frumkvæði að þessu ennþá, ekki einu sinni rætt um það við fjölskyldu mína og verulegur áhugi þyrfti að koma fram til þess að ég hygði á framboð,” sagði Hjalti. -DS. Fjórir með fullfermi Fyrstu aflatilkynningar á nýhafinni loðnuvertíð tóku að berast Loðnunefnd laust fyrir miðnætti sl. er fjórir bátar tilkynntu um fullfermi á Barðagrunni, vestur af Vestfjörðum. Það voru ísleifur, Gullberg, Örn og Hrafn með samtals 2 þús. tonn, sem þeir landa í Bolungavík. Flotinn er dreifður út af öllu Norðurlandi og allt austur fyrir land. Er bátarnir voru á leið þangað og lóðuðu á einhverja loðnu á Barðanum, höfðu skipstjórar ekki trú á að sú loðna yrði veiðanleg, sem nú er þó komið á daginn. Margir bátar eru nú á leið á Barðann. -GS. Margeir á veika von Margeir Pétursson vann í gær biðskák sína við Tékkann Meduna á al- þjóðlega skákmótinu í Prag og gerði síðan jafntefli við Ambroz, sem einnig er Tékki. Hefur Margeir nú hlotið 7 vinninga að loknum 11 umferðum og er í 2.-3. sæti ásamt Rússanum Spilher. Efstur er Júgóslavinn Ilic með 8 vinninga. Jóni L. Árnasyni hefur ekki gengið eins vel og Margeiri á mótinu og sagði hann í samtali við Dagblaðið að töp í tveimur fyrstu umferðunum hefðu komið sér úr jafnvægi. Jón tefldi í gær við sovézka stórmeistarann Vasjúkov og fór skák þeirra í bið og er jafnteflis- leg. Jón hefur nú4,5 vinninga. Tveimur umferðum er ólokið á mótinu og á Margeir enn veika von um sigur í mótinu. -GAJ.- LUKKUDAGAR: 10. JANÚAR 19912 Sharp vasatölva, CL8145

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.