Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. 7 BreUand: Velskir koíanámumem boða veridaHsaðgerðir engar samkomulagshorfur í verkfalli stáliðjuverkamaiina sem staðið hefur í viku Erlendar fréttir Hollenzkum og dönskum sjómönnum bjargað Suður-afrískri þyrlu tókst í morgun' að bjarga 23 hollenzkum og dönskum sjómönnum, sem voru á flutningaskip sem strandaði í Mosambikflóa. Kolanámumenn í Wales hafa boðað til verkfalls frá og með 21. þessa mánaðar ef hin ríkisreknu brezku stálfyrirtæki afturkalla ekki áætlanir um að loka tveim helztu stáliðjuverjum British Steel í Wales. Talsmenn kolanámumannanna sögðu að þeir vonuðust til að félagar þeirra annars staðar á Bretlandi mundu einnig boða til verkfalla af sama tilefni. Barátta þeirra stæði nú 'fremur um að hafa vinnu en upphæð launanna. British Steel iðjuverin í Bretlandi hafa verið lokuð undanfarandi viku vegna verkfalls stáliðjuverkamanna — rúmlega eitt hundrað þúsund talsins — vegna krafna þeirra um launahækkun til jafns við verðbólguna sem nú er 17Wo á ári. Stáliðjuverkamennirnir hafa einnig mótmælt áætlunum um að lögð verði niður nokkur stáliðjuver, sem mundi hafa það í för með sér að þriðjungur starfsmanna missti at- vinnuna og ársframleiðsla British Steel mundi minnka úr 20 milljón tonnum í 15 milljón tonn. Stjórn- endur fyrirtækisins segja þetta nauðsynlegar aðgerðir til að minnka hallarekstur sem numið hefur einum milljarði punda síðan árið 1975. í gær höfnuðu nokkrar starfsstétt- ir hjá British Steel tilboði stjórnar fyrirtækisins um launahækkun. Þar á meðal eru rafvirkjar og katla- smiðir. Er búizt við að þessar stéttir muni bætast í hóp verkfallsmanna innan fárra daga. Litlar sam-, komulagshorfur eru sagðar í launa- deilunum í bráð. Síðasta ríkisstjórn brezka íhalds- flokksins áður en Margaret Thatcher tók við var undir stjórn Edwards Heaths. Helzta ástæðan fyrir falli hennar var ósigur í deilu við kola- námumenn í Wales, sem kröfðust hærri launa. PÓSTSENDUM RAKA- TÆKIN komin aftur Verö kr. 29.700.- Ungur skæruliði i sveitum þjóðernissinnaðra múhameðstrúarmanna i Afghanistan meðtréeftirlfkingu af sovézkum riffli.Óljósar fregnir eru af bardögum á milli sovézkra herja og skæruliða Afghana sjálfra. Einnig er óljóst hvort sovézku hersveitirnar bera hitann og þungann af baráttunni við skæruliða eða hvort þar eru hersveitir á ferðinni sem eru trúar rikisstjórn Karmals forseta. REMEDÍA Borgartúni 29. Simi 27511. Moshe Dayan fyrrum utanríkisráðherra ísrael: „Verðum að ná sam- komulagí við araba” — hægt er að finna lausn á vanda Palestínuaraba sem er mest aðkallandi ísrael verður að gera allt sem hægt er til að leysa deiluna um sjálfstæði Palestínuaraba og einnig að komast að samkomulagi við ríki araba — sagði Moshe Dyan fyrrum utanríkis- ráðherra fsrael í gær. Hann sagði þetta í sjónvarpsviðtali og á- stæðurnar væru uppreisnin í íran og ihlutun Sovétríkjanna í Afghanistan og breyttar aðstæður vegna þeirra mála. Dyan sagði af sér ráðherra- embætti í stjórn Begins í október síðastliðnum vegna ágreinings við hann um hve langt skuli ganga í sam- komulagsátt við Egypta í friðar- samningum landanna. Fundi þeirra Begin forsætis- ráðherra og Sadats Egyptalandsfor- seta i borginni Aswan lýkur í dag og er ekki talið að neitt hali dregið til samkomulags á milli þeirra varðandi sjálfstjórn Palestinuaraba á vestur- bakka árinnar Jórdan og Gaza- svæðinu. Sadat forseti mun hafa krafizt þess að málefni austurhluta Jerúsalemborgar sem áður var í höndum Jórdaníumanna verði tengdur umræðum um Palestínuaraba. Þunglega þykir horfa mcð samkomulag um hver ráða eigi í borginni. Dayan fyrrum utanrikisráðherra vill ganga lengra en Begin til sam- komulags við Egypta og hann fullyrðir að hægt sé að ná sam- komulagi um málefni Palestínuaraba, sem eru um það bil l,2 milljónir. Þær tíu verst klæddu Margrét Bretaprinsessa var meðal tiu verst klæddu kvenna heims á lista sem herra Blackwell, frægur bandarískur fatahönnuður, birti í gær, tuttugusta árið í röð. „Flestar konur reyna að klæða af sér aldurinn, prinsessan notar fötin til að sanna hann,” segir fata- spekingurinn. Leikkonan Bo Derek, sem leikið hefur aðalhlutverkið í kvikmyndinni ,10’ er talin verst klædda kona heims samkvæmt þessum lista. Meðal annarra sem á listanum eru má nefna söngkonuna Dolly Parton, sem oft hefur sézt hér í sjónvarpinu, leikkonuna Valerie Perrine, Margaux Hemmingway leikkonu og sýningar- stúlku og stallsystur þeirra, Jill Clay- burgh. Einnig má nefna olíuauðkon- una Christinu Onassis, sem hönnuður- inn segir að sé klædd eins og hún ætli að skoða ofan í olíutankana. Til sölu kjötafgreiðslukæliborð (hentugt fyrir fisksala) og áleggshnífur. Upplýsingar í síma 11780—53078. Konur vantar til vinnu í Rækjuverksmiðjunni Hnífsdal nú þegar. Upplýsingar í síma 94-3867 og á kvöldin í síma 94-3603. REUTER TO YOTASALURINN NÝBÝLA VEGI8, KÓP., AUGLÝSIR: Toyota Cressida árg. ’79, ekinn aðeins 3 þús. km. Verð kr. 5,4 millj. Toyota Coroiia station, árg. ’73, ekinn 66 þús. km. Verð kr. 1,7 millj. Toyota Mark II árg. ’71, ekinn 120 þús. km. Verð kr. 1,4 millj. Mazda 818 árg. ’75, ekinn 63 þús. km. Verð kr. 2,4 millj. ATH. Okkur vantar allar gerðir Toyotabifreiða í sýningar- sal og á skrá. Bjartur og rúmgóður salur. TO YOTASALURINN NÝBÝLA VEGI8, KÓP. SÍMI44144. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 1—5.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.