Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 12
i2 /• DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. Að gera eða gera ekki Regnboginn: Leyniskyttan (Skytten). Leikstjóri: Tom HedegArd. Handrít: Anders Bodelsen, byggt á samnefndri sögu Anders Bodelsen. Aóalhlutverk: Peter Steen, Jens Okkíng, Pia Maria Wohlert. Með kjarnorkuslysinu við Harris- burg i Bandaríkjunum á síðasta ári tók öll umræða um kjarnorkumál og umhverfisvernd mikinn fjörkipp. Skömmu áður en kjarnorkuverið á Three Mile Island tók upp á því að leka hafði verið frumsýnd þar vestra kvikmynd sem fjallaði um keimiikan atburð og nefnist hún The China Syndrome. Gátu framleiðendur myndarinnar vart farið fram á að fá betri auglýsingu. En heitar umræður um kjarnorkumál fara einnig fram á Norðurlöndunum þó við íslendingar verðum lítið varir við þær. Söguþráður Danska myndin Leyniskyttan sem sýnd er nú i D sal Regnbogans ætti þó Kvik myndir Ingólfur Hjörleifsson kannski að minna okkur á þetta. Leyniskyttan segir frá fólki sem er á móti kjarnorkunni og boðskapur myndarinnar er sá sami. En þetta fólk er ekki sammála um hvaða aðferðir beri að nota í baráttunni gegn kjarnorkunni. Einn vill tala um fyrir fólki og þramma i mótmæla- göngum en annar vill skjóta. Og hann fer í gang, hefur samband við blaðamann sem mótfallinn er kjarn- orkunni og segir honum frá fyrir- ætlunum sínum. Biður hann blaða- manninn að gera þessu verðug skil í blaði sínu. Leyniskyttan er ólík hinum bandarisku „þrillermyndum” er sifellt flæða yfir okkur að því leyti að hún tekur á ýmsum málum sem kaninn myndi líklega segja að væri bara til að rugla atburðarásina. í myndinni er t.d. komið inn á ábyrgð fólks, rétt til beitingar ofbeldis, hvort sem um er að ræða hlut lög- reglu eða einstaklings. Krístfn Bjarnadóttir og Jens Okking í hlutverkum sfnum i Leyniskyttunni. er gert alveg jafn hátt undir höfði og öðrum persónum myndarinnar. Ákveðin afstaða Hann hefur tekið ákvörðun sem hann telur hina einu réttu og skýrir af fullri skynsemi. Þó að myndin taki nokkuð afdráttarlausa afstöðu gegn þessari „hugmyndafræði” hans er honum alls ekki afneitað. Jens Okking leikúr leyniskyttuna af mikilli röggsemi og bregður upp skýrri mynd af þessari persónu. Hefði að ósekju mátt gefa honum meira rúm í handritinu, hér er greinilega mikill hæfileikamaður á ferð. Blaðamaðurinn er leikinn af Peter Steen, andlit sem íslenskum sjónvarpsáhorfendum er eflaust kunnugt úr sjónvarpsleikritum dönskum. Það er blaðamaðurinn Niels Winther sem segja má að svíkist undan merkjum. í sjónvarpsviðtali gefur hann sig út fyrir að vera staðfastur í skoðunum. Þar lýsir hann því yfir að hann sjái ekki þær baráttuleiðir sem ekki megi réttlæta i þágu hins brýna málstaðar. Brauðfætur En þegar á þessa staðfestu hans reynir, kemur i ljós að Winther hefur brauðfætur. Hann slæst í lið með lögreglunni sem meðhöndlar mál skyttunnar eins og hvers annars glæpamanns. Hann lætur lögregluna stjórna sér að vild, en gefur þó ekki glveg eftir, aðallega vegna þrýstings frá konu sinni. Þegar á myndina liður snýst hún mest upp í spurninguna um réttlætínguna á ofbeldi. í þessari mynd leikur íslensk leikkona, Kristín Bjarnadóttir, aukahlutverk og kemst ágætlega frá því, svo langt sem aðstæður leyfa. Hún er nú, að því er mér skilst, komin heim til íslands og mun eiga að leika í nýju verkefni sem Leikfélag Reykjavíkur mun setja upp bráðlega. Þegar á heildina er litið má mæla með þessari mynd, margar betri "þrillermyndir” hafa verið gerðar en þær eru ekki í kvikmynda- húsum borgarinnar um þessar mundir. -I.H. Kostur myndarinnar Þetta eru aðeins tvö atriði þess sem myndin fjallar um og er það einn helsti kostur myndarinnar hve vel er haldið þar á málum, því myndin er auðvitað fyrst og fremst „þriller”. Bygging myndarinnar er dálitið hæg, hún fer rólega af stað en spennan magnast stig af stigi og endar ná síðan ágætlega saman í hinu hefðbundna hámarki undir lokin. Það er nokkur nýbreytni, sem sjá má í þessari mynd, hvernig skyttan, „terroristinn” eins og lögreglu- foringinn kallar hana, er meðhöndluð. Yfirleitt er vondi maðurinn í myndum sem þessum haldinn ýmsum veikleikum, sem skýra að einhverju leyti atferli hans. En þessu er ekki svo farið með skyttuna. Hann er ekki geðbilaður ofstækismaður, ekki taugaveiklaður morðingi, hann er þvert á móti yfir- vegaður og gerir sér fullkomlega grein fyrir því sem hann er að gera. Og það sem meira er um vert, honum y Tónlist t l—" Basso Erectus: fyrir hann i okkar æruverðugu sinfóníuhljómsveit, svo að pilturinn hélt á brott að leita sér frama utan lands. Svo — þegar Árni var orðinn frægur — var honum boðið að leika jass á listahátíð í Reykjavík. Þá duldist engum lengur að hann væri býsna snjall. Á hljómplötunni Basso Erectus leikur Árni sex stutt verk eftir tónskáldið Bruce Broughton. Það leynir sér ekki að Bruce Broughton hefur mikið dálæti á Árna og verkin eru að sjálfsögðu sniðin til að sýna óhemju færni einleikarans. Ekki bregst Árni traustinu og sýnir allar sínar góðu hliðar og þær eru margar. Fjölhæfni hans er hreint ótrúleg. Þegar i fyrsta verkinu, Hot Air on a G String getur að heyra eitthvert Ijúf- asta bogaspil, sem þekkist á jass- plötu. í Futures Past kemur fram hin fágæta hátónatækni Árna og blandast ótrúlega vel rafeinda- hljóðum í tónsmið Broughtons. Verkið Spanish Moods er eins og samið til þess helst að sýna næmleik Árna fyrir samvinnu, þar sem laglína bassans sprettur upp úr inngangi gitarsins eins og dalalæða á sumar- morgni. Howduz disco? er eins og sé samið til að sýna fram á að flest megi nota í uppistöðu góðs verks, sé frumleiki og hugkvænini fyrir hendi. Tvö síðustu verkin á plötunni, Changing og Amethyst, sýna lýrisku hliðina á leik Árna. Fátt hef ég heyrt sungið Ijúfar á bassagígju. Að Basso Erecto er mikill fengur. Hér fara saman snilldarleikur, fyrir- taks tónsköpun og vönduð tæknivinna. Snilldarieikur (Ljósm: Sig. Sighvats.) Áma Egilssonar Basso Erectus. Hljómplata mað leik Áma Egilssonar, bassa- leikara. Útgáfa: Hljómplötuútgófan h/f HU 002. Hann stóð á Pallinum i Breiðfirðingabúð i Hljómsveit Andrésar lngólfssonar, rauðbirkinn. stuttklipptur.horaður og broMtiildur og knúði kontrabassann af feikna- krafti. — Þetta var haustið ’57 og Rokkið var að öðlast hæstan sess. En á þeim tímum var það enn lenska að hljómsveitastrákar væru í hjarta sínu ólæknandi jassunnendur og iðkuðu þessa hjátrú sína hvenær sem þeir komust upp með. Það var þá, sem ég fyrst heyrði i Árna, á sunnudags- siðdegi. Fáir komnir i byrjun dans- leiks og piltarnir leyfðu sér þann munað að djamma nokkur lög saman. Ekki var laust við að maður öfundaði þessa karla sem bjuggu við þann munað að hafa bassa í hljóm-' sveitinni hjá sér — og þá að sjálf- sögðu kontrabassa, þvi að rafmagns- bassi mun hafa verið einn til í landinu öllu um þær mundir. Gripurinn sáj gekk kaupum og sölum, sprengjandi alla magnara þar til góður maður fékk sér tiu watta tryllitæki, sem stóðst ófreskjunni snúning. náms og áður en varði sneri hann heim, orðinn fyrirmyndar sinfóníukontrabassaleikari. En hvað sem því annars olli reyndist ekki rúm Þar sem ekki reyndist rúm fyrir hann Árni hélt til Hamborgar til frekara

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.