Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 11
1] DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. indum nægar tekjur, fasta búsetu, fasta vinnu eða uppfyllir önnur þau skilyrði sem lánakortafyrirtækin setja þeim sem vilja gerast viðskipta- vinir þeirra. i samfélagi eins og vestra þar sem svik eru háþróuðatvinnugrein er eðli- legt að allir vilji tryggja sig sem bezt gegn þeim. Hótelin, bílaleigan og aðrar stofnanir gera það með því að taka afþrykk af númerinu á kredit- korti viðskiptavinarins. Ef stungið er af án þess að gera upp eða bifreiðin skilin eftir án þess að greiða þarf aðeins að senda reikning á viðkom- andi númer til kreditkortafyrirtækis- ins og ef allt er eins og vera á þá kemur greiðslan um hæl. Síðan mun fyrirtækið innheimta upphæðina hjá þeim sem tók herbergið á leigu eða bifreiðina. Það þykir heldur ekki ýkja gáfu- legt að ganga með mikið af peningum á sér í Bandaríkjunum, einkum í stórborgunum þar sem mikið er um rán og aðra glæpi. í New York hefur fólk það gjarnan fyrir venju að vera með 20 dollara í reiðufé til þess að geta látið ránsmenn hafa eitthvað verði það fyrir slíkum þrjótum. Menn velta þvi nú fyrir sér, auðvitað meira i gamni en alvöru, hvort og hvenær ræningjarnir fari að taka við greiðslum með kreditkortum. Hver greiðir kostnaðinn af kredit- kortunum? Fyrirtækin sem reka þessa lána- starfsemi halda því fram að með þessum kortum stuðli þau að aukn- um rekstri fyrirtækjanna. Bezta sönnunin fyrir því sé að þau fyrirtæki sem selji sína þjónustu gegn kortun- um verði að greiða nokkurt gjald fyrir það og séu fús til að gera það. í rauninni eru það auðvitað hinir almennu viðskiptavinir — almenn- ingur — sem greiða kostnaðinn. Þegar veskið er fullt af kreditkort- um er auðvelt að kaupa ávallt örlítið meira en efnin leyfa í hverjum mán- uði. Fyrirtækin vita að fólki hættir mjög til að kaupa heldur meira þegar ekki þarf að áætla fyrirfram um greiðslugetu. Fullvíst er að innkaupin verða ávallt heldur meiri þegar greitt er með kreditkortum en þegar stað- greiða þarf með peningum. Fyrir þá sem geta áætlað eyðslu sína og farið eftir þeirri áætlun eru kreditkortin til mikilla þæginda. Og að sjálfsögðu einnig fyrir þá sem eru svo vel efnum búnir að þeir þurfa ekki aðgera neinar slíkar áætlanir. Fyrir þá sem ætla að afla sér stöðu- tákns og leiðar til að eyða eins og hægt er um skamma hrið eru kredit- kortin ágætis hengingaról. Aftur á móti verða hinir sem aldrei ná þeim tekjum og annarri þjóðfélagsstöðu sem þarf til að afla sér slikra korta áfram fulltrúar hinna tekjulægstu, neðst í hinum bandaríska þjóðfélags- stiga. Flugrekstur á f lótta — þáttur í markvissri þróun Það mun hafa verið einhvern tíma á árinu 1%4 að ég var staddur i Bergen þegar dagblöðin þar birtu forsíðugrein um að deginum áður hefði stærsta farþegaflugvél fram til þess tíma lent á Fornebu flugvelli við Osló. Þessi flugvél var Candair C4, eða Rolls Royce 400, í eigu Loftleiða. Þann dag var mjög gaman að vera íslendingur í Noregi. Manni fannst það skemmtileg tilfinning að smæsta þjóðin ætti svo öflugt fyrirtæki sem Loftleiðir voru og að það gæti staðið uppi í hárinu á risafyrirtæki á borð viðSAS. Allar götur síðan hafa flestir íslendingar verið stoltir af því að víða erlendis voru Loftleiðir þekkt fyrir- tæki á sínu sviði og mörgum útlendingi þótti það skrýtið að það væri í einkaeign, sérstaklega þegar tillit var tekið til smæðar þjóðar- innar. En siðan hefur mikill sósíalismi runnið til sjávar á fslandi og það er orðið margt fémætt sem skolast hefur með þeim straumi. Allt virðist nú benda til að sú öfugþróun, sem átt hefur sér stað á íslandi og haldið hefur niðri lífsgæðum i landinu, hafi nú náð að naga sundur burðarstoðir Loftleiða. Nafnið Loft- leiðir er notað af ásettu ráði, það er fyrirtækið sem vonirnar voru bundnar við og i hugum flestra er nafnið Flugleiðir aðeins bókhalds- gagn. Þegar blóðsugur stjórna atvinnu- málum þjóðar Það verður með sanni sagt að fáar þjóðir fara í fötin okkar þegar að því kemur að stemma stigu við heil- brigðri uppbyggingu atvinnurekstrar enda er þar „góðverkanna sjónin sjúk”, svo vitnað sé í Bólu Hjálmar. í stað þess aðgera fyrirtækjum kleift að vaxa og eflast höfum við byggt upp rekstrarkerfi, sem likja mætti við mannætublóm sem skellir aftur krón- unni þegar bitinn er orðinn lokkandi. Það er ekki einungis verðbólgan, afleiðing stjórnleysis, sem þessu veldur, heldur sú eigin tortímingar- hvöt sem lýsir sér i fjandsamlegri af- stöðu til atvinnurekstrar. Þegar at- vinnurekstur á í hlut er fyrst spurt hve mikla skatta megi af honum pina í stað þess að spyrja hve miklar þjóðartekjur hann gæti skapað við eðlileg skilyrði. Sá furðulegi tvískinnungur er ráðand. í atvinnu- málum þjóðarinnar að sérstök lög Leó M. Jónsson flugvirkjum um vandann ásamt eldsneytishækkunum. Það má vel vera að einhverjir starfsmenn félags- ins hefðu getað verið þægari í taumi en að það sé ástæðan fyrir því að fyrirtækið sé hruni næst er einungis fyrirsláttur þegar menn þora ekki að segja sannleikann. Eldsneyti vegur þungt en þó vegur án efa þyngst á metunum að I lugleiðir starfa á íslandi í stjórnlausri verðbólgu með hæstu vexti í heimi og við meiri skatt- píningu en gerist hjá öðrum flug- rekstraraðilum erlendis. Hvaða flug- félag sem ynni við slík skilyrði er dauðadæmt í alþjóðlegri samkeppni. Og það er vert að minna á þátt hins opinbera.sem virðist hafa gleymzt. Þegar Flugleiðir er stofnað 1973 var það vegna þess að stjórnvöld stilltu stjórnum Loftleiða og Flugfélags íslands upp við vegg og píndu þær til að sameinast. Markmiðið var að sjálfsögðu aukið öryggi i flugmálum þjóðarinnar en eins og svo oft áður • „Stjórn Flugleiða er vissulega vorkunn, þegar hún þorir ekki að fara í fjölmiðla með þann ásetning sinn að flytja reksturinn frá íslandi. . . ” eru sett til þess að fyrirtæki i eigu erlendra aðila megi þrífast i landinu á meðan okkur sjálfum eru allar bjargir bannaðar. Og það er dálitið broslegt að einmitt nú ætla blessaðir skrýplarnir að fara að reisa flugstöð fyrir milljarða í Keflavík. Úr landinu — eina leiðin til að halda Irfi Nú er það komið á daginn að stjórn Flugleiða telur það, með réttu, eina leiðina til þess að bjarga fyrir- tækinu frá algjöru hruni, að flytja alla starfsemi þess endanlega frá íslandi. Lifsvon þessa fyrirtækis sem greiddi 5,5 milljarða í laun á árinu 1978 felst í því að komast undan þeim pólitísku niðurrifsvörgum, sem hafa verið látnir darka í íslenzku at- vinnulífi í áraraðir. Islenzka kerfið sektaði þetta fyrirtæki um 300 milljónir kr. á síðasta ári fyrir það eitt að veita rösklega 1200 manns at- vinnu (launaskattur) þar sem meðal- laun voru með því hæsta sem gerist í atvinnulifi landsmanna. Stjórn Flugleiða er vissulega vork- unn þegar hún þorir ekki að fara í fjölmiðla með þann ásetning sinn að flytja reksturinn frá íslandi, en reynir þess í stað að kenna flugmönnum og varð útkoman þveröfug við það sem stjórnmálamenn gizkuðu á. Hvað bíður utan íslenzkrar lögsögu? í öllu fjarðafokinu að undanförnu hafa stjórnendur Flugleiða lagt höfuðáherzlu á að fá almenning til að trúa þvi að ekki sé grundvöllur fyrir flugi á milli Evrópu og Bandarikj- anna með millilendingum eða rekstraraðstöðu á íslandi. Um leið er látið að því liggja að hér sé um anga af alþjóðlegri þróun að ræða í stað þess að segja eins og -er: Enginn rekstur á íslandi er samkeppnisfær á erlendum markaði nema hann sé í eigu erlendra aðila. Nægir að taka dæmi úr undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, fiskiðnaðinum, þar er aldrei til ein króna i mynd eigin fjá til uppbyggingar. En hver er staða mála erlendis, er flugleiðin yfir Norður- Atlantshafið sá vonarpeningur sem látið er í veðri vaka? Hvernig skyldi dæmið líta út ef Flugleiðir rækju það flug aðöllu leyti með rekstraraðstöðu í Evrópu eða Bandaríkjunum? Um það geta verið skiptar skoðanir en þó er það eflaust vegvisir að líta til eins af samkeppnis- aðilunum, Sir Freddy Laker í Bret- landi. Sá rekur m.a. DC 10 vélar og segist sjálfur hafa tapað 20 milljón dollurum á stöðvun þeirra á síðasta ári og þvi varð ágóðinn einungis 7 milljónir dollara á fyrra helmingi ársins 1979 (Newsweek, nóv. 5. 79, bls.55). Norður-Atlantshafsleiðin hefur ekki verið Lakar lakari en svo, að hann á nú í pöntun 10 Airbus 300 vélar, sem hann hyggst nota til flugs innan Evrópu, n.t.i til 37 borga. Þar að auki á Laker 5 DC 10 vélar í pöntun, en þær verða notaðar á „strætisvagnaleiðinni” London-New York. Lág fargjöld hjá Laker eru sögð möguleg vegna mikillar sæta- nýtingar en hún mun vera um 80% þessa stundina. Flugleiðir munu hafa flutt tæplega 275 þúsund farþega árið 1978 á Norður-Atlantshafsleiðinni og á því ári var sætanýtingin á sömu leið um 79%. Það er einnig athyglisvert að farþegaaukning á árinu 1978 var mest á þessari flugleið eða 14,7% rniðað við árið á undan. Sú staðreynd að ferðamannastraumur fer vaxandi á milli Evrópu og Bandaríkjanna gerir það að verkum að eflaust væru einhver flugfélög erlendis ánægð ef þau hefðu sömu reynslu og stöðu á þessum markaði og Loftleiðir höfðu byggt upp. Uppgangur Lakers í Bretlandi bendir ekki til að um varanlegan sam- drátt sé að ræða í flugi á milli þessara tveggja meginlanda. Fáir myndu trúa þvi að flugliðar Lakers hafi lakari launakjör en Loftleiðamenn jafnvel þótt almenn laun séu lág í Bretlandi, hinsvegar er ekkert ótrúlegt þótt Laker notaði færri skrifstofumenn á hvern flugliða en Flugleiðir i Ameríkufluginu. Það sem mestu máli skiptir er sú staðreynd að vegna þess að ekki borgar sig að reka fyrirtæki i eign Islendinga hérlendis þá er allt útlit fyrir að mjög veigamikil starfsemi og gjaldeyristekjur verði teknar frá þjóðinni og fluttar til annars lands þar sem einhver skilningur er ríkjandi á grundvallarþörfum atvinnu- rekstrar. Að því loknu geta þeir þjóð- þrifamenn, sem eru að leggja ísland í auðn, snúið sér að næstu fyrirtækj- unum á listanum, t.d. Sambandinu, Eimskip, Aðalverktökum og þeim öðrum sem hafa orðið „grunsam- lega” stór í sniðum þrátt fyrir kyrkingarstefnu undanfarinna ára þar sem „sjónhverfingasósialismi” hálfvitlausra öfgamanna hefur ráðið ferðinni allri þjóðinni til tjóns. Leó M. Jónsson tæknifræðingur. þingmenn séu samtímis skömmtunar- stjórar eða kommissarar. í byggða- sjóði, sem er í vörzlu Framkvæmda- stofnunarinnar, er fé, sen. nemur mörgum milljörðum króna, og voru vextir á lánum úr honum til skamms tíma 14%. Á tímum 50% verðbólgu má líkja lánum úr þessum sjóði við að dreifa gjafakorni meðal fátækra, og það er mannlegt, að lánþegi fyllist hlýhug og klökkva til þeirra rausnarmanna, sem brauðfæða hann. Hvað er eitt atkvæði í þakk- lætisskyni? Nú er ekki svo að skilja, að kommissarar einir geti ráðgazt með allt það fé, sem er í byggðasjóði. Stjórn Framkvæmdastofnunarinnar veitir lán og í henni sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka, en það breytir engu um það að kommiss- ararnir eru áhrifamiklir meðalgöngu- menn við eintaklinga, fyrirtæki og svcitarfélög. Fáist ekki lán, geta þeir „Alþingi greiðir kosningaferðir þingmanna.” skotið sér bak við stjórn stofn- unarinnar, en fáist lán, þá hefur hlutur þeirra verið drjúgur. Og stundum virðast kommissarnir nokkuð sjálfráðir, og má minna á litið en þjóðfrægt dæmi, þegar stofnunin gaf Menntaskólanum á Akureyri fé til að skrifa sögu skólans, en svo vildi til, að herra kommissar Sverrir átti þá 25 ára stúdentsafmæli. Þá datt stofnunin í menninguna. Kommissararnir eru öðrum þræði bankastjórar, enda taka þeir banka- stjóralaun (m.a. þrettán mánaða laun), og þeir ættu skilyrðislaust að hlíta þeirri reglu, sem þegjandi sam- komulag er meðal stjórnmála- flokkanna, aö bankastjórar sitji ekki á þingi. Og sagnir herma, að Bjarni Benediktsson hafi fyrstur knúið fram þessa reglu í sinum flokki og Sverris, en nú er öldin önnur. En það eru ekki aðeins Íslendingar, sem reyna að greina á milli lýðræðis og almanna- fjár, þótt illa gangi hjá okkur. Mér er ekki kunnugt um, að í neinu vest- rænu lýðræðisríki sé þingmaður jaf n- framt forstöðumaður fyrir útlána- sjóðum. Flugvél á leigu En víðar er pottur brotinn hjá okkur íslendingum en í Fram- kvæmdastofnuninni. Þegar þing var rofið, héldu þingmenn launum sínum til þriggja mánaða og má það teljast eðlilegt, en þeir héldu einnig ýmsum fríðindum, m.a. greiðslu ferða- kostnaðar um kjördæmin. Er þetta meira en lítið kyndugt, því að þannig studdi Alþingi með fégreiðslum við bakið á fyrrverandi þingmönnum gegn þeim frambjóðendum, sem ekki höfðu setið á þingi. Hygg ég þetta vera nýjung í stjórnmálabaráttu islendinga. Og hér er saga af Austfjörðum. Tveir frambjóðendur og þingmenn urðu veðurtepptir í Rvík og komu því of seint til Egilsstaða til þess að ná til hins fræga fundar á Bakkafirði. En til þess að komast til Vopnafjarðar, þar sem framboðsfundur var sama dag, leigðu tvímenningarnir sér flug- vél frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar. Reikningurinn hljóðaði upp á 90 þús. kr. og frambjóðendurnir létu skrifa þetta lítilræði hjá Aiþingi íslendinga. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á þessari ósvinnu, svo að ekki sé meira sagt, og hvetja alþingismenn til að sjá sóma sinn í því að gera tvennt: aðvetja lög um, að óheimilt sé fyrir þingmenn að gegna forstjóra- starfi við Framkvæmdastofnunina og í annan stað fella niður fríðindi til þingmanna, þegar þeir hafa látið af störfum. Dr. Bjami Guðnason, prófessor. A „Hver dreifði úr eigin vasa hundruðum milljóna króna til kjósenda svo sem í gustukaskyni?”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.