Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. Einstæður fundur í Svarfaðardal? MILUONARA GAMLARBEINA- LEIFARINNAN í GOSBERGl — Furðulegt að bein geti lent innan í hrauni, segir Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Akureyri „Hér er um merkilegan fund að ræða, það er óhætt að segja. Mér virðist beinið úr spendýri, hval eða sel. Það hefur komið upp með gosi á sinum tíma,” sagði Helgi Hallgríms- son náttúrufræðingur á Akureyri i samtali við Dagblaðið. Beinið sem hér um ræðir fannst í Svarfaðardal í sumar og á sér líklega sögu sem talin verður í milljónum ára. Blaðið Norðurslóð, máigagn Svarfdælinga, skýrir svo frá að hjónin Aðalsteinn Óskarsson og Sigrún Guðbrandsdóttir hafi verið stödd hátt uppi í Grundargili í miðri sveitinni. Þau sáu fallegan agat- krystall í stórum steini og hugðust ná honum lausum með hamri sem var með í för. Steinninn hrökk í sundur við hamarshöggið og kom í ijós inni í honum Ijósleitir, rauðkenndir hlutir engu líkari en leifar beina úr einhverju dýri. Fundurinn er nú á Náttúrugripa- safninu á Akureyri og bíður þess að fróðir menn um steingervinga líti á hann. Reynist hér vera raunverulegar líf- rænar leifar, sem lent hafa inni í gos- bergi, eru þær margra milljóna ára gamlar. Að finna slíkt og þvilíkt á íslandi er einsdæmi. „Það er furðulegt að bein geti lent inni í hrauni eins og i þessu tilfelli,” sagði Helgi Hallgrímsson. „Hraunið hefur verndað beinið og kalk er horfið og það sem eftir er lik- það er merkilega nýlegt að sjá. Allt ist einna helst froðuplasti.” Einhvern tima hefur þetta mögulega verið hryggjarliður i sel eða hval. Helgi sagði að í Surtsey hefðu Slikt hefði einnig fundist í Skamma- fnndist skeljar innan í sandsteini. dalskömbum í Mýrdal. -ARH. Beinaleifarnar i steinum eins og þær fundust f sumar. Einsdæmi er að finna lifrænar leifar f gosbergi á íslandi. Pönk, Þursar og Kjarabót — í tónlistarkokkteil á Kampútseuhljómleikum Pönkgrúppurnar Fræbblarnir og Snillingarnir, Söngsveitin Kjarabót og 4/5 hlutar Þursaflokksins ásamt fleir- um. Þannig er uppskriftin að tónlistar- kokkteilnum sem blandaður verður og fram borinn á tónleikum i Austur- bæjarbíói laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Hljómleikarnir eru liður i hjálpar- starfinu við bágstadda í Kampútseu. Allir sem fram koma gefa vinnu sina. Þá gefur Austurbæjarbíó eftir leigu og starfsmenn biósins sina vinnu. Hljóm- bær sér skemmtikröftum fyrir græjum til að koma framleiðslu sinni áleiðis í hlustir áheyrenda. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur veg og vanda af undirbúningi og fram- kvæmd samkomunnar. Kynnir verður Guðmundur Einarsson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunarinnar. -ARH. Samanburður á efnahagstillögunum Verðbólgan verður minni en kjara- skerðingin meiri eftir því sem menn færa sig niður þá töflu, sem hér fylgir. Hún er samanburður á þeim leiðum í efnahagsmálum, sem til umræðu eru i stjórnarmyndunarviðræðunum. Fyrst er tekin óbreytt stefna og síðan leið Framsóknar, sem veldur minni kjaraskerðingu en meiri verðbólgu en leiðir hinna flokkanna. Yrði leið Alþýðuflokks farin mundi verðbólga enn minnka en kjaraskerðingin aukast. Þá koma tvær hugmyndir, sem sjálf- stæðismenn hafa sett fram og mundu draga mest úr verðbólgunni en jafn- framt auka kjaraskerðinguna miðað við hinar tillögurnar. Annars vegar er hjá sjállstæðismönnum sú hugmynd að fresta ákveðnum visitölustigum til 1. sept, hins vegar að taka visitöluna alveg úr sambandi til 1. september DB hefur áður greint nánar frá öllum þessum til- lögum. HH. Verðb. 1980 Vcrðb. 1981 Rýrnun kaup- máttar Rýrnun ráðst. • tekna • Óbreytt stefna 50% 50% 4,6% 3,6% • Leið Framsóknar 38% 19% 5,2% 4,2% • Leið Alþýðuflokks 34% 19% 7,2% 6,2% • Hugmynd sjálfstæðismanna um frestun 15 verðbótastiga 31% 18% 10,7% 8,2% • Hugmynd sjálfstæðismanna um „vísitöluna úr sambandi” 28% 18% 11,8% 8,2% GERtÐ REYFARAKAUP Opið frá kl. 9-7 fimmtudag föstudag og laugardag VERKSM/ÐJU- ÚTSALAN á bak við gam/a Litavershúsið — Grensásvegi 22.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.