Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 2
Þingmenn fái launalaust f rí í eitft ár! AAalheiAur BjarnfreAsdóttir hringdi og vildi koma á framfæri óskaríkis- stjórn sinni: „Ef stjórnarmyndun Svavars Gestssonar mistekst vil ég senda alla þingmennina heim í launa- laust frí i eitt ár. Síðan verði skipuð hér utanþingstjórn sem fái að stjórna i friði í eitt ár. Stjórnin yrði þannig skipuð: Forsætisráðherra Torfi Hjartarson, fjármálaráðherra Ás- nutndur Stefánsson, utanríkis- ráðherra Sigríður Thorlacius, dóms- og kirkjumálaráðherra sr. Jón Bjarman, menntamálaráðherra Guðrún Halldórsdóttir, skólastjói ; sjávarútvegsráðherra Kristjiin Ragnarsson, iðnaðar- og heilbrigðis- ráðherra Guðrún Hallgrimsdóttir, matvælafræðingur. Torfi Hjartarson, fyrrv. ríkissátta- semjari. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir vill að hann verði forsætisráðherra utanþingsstjórnar. „Samkvæmt tillögum Framsóknarflokksins mun verðbólgan verða um 19% i árs- lok 1981,” segir hréfritari. Tillögur Framsóknarflokksins: Hagstæðastar launafólkinu I jósfari skrifar: Mörgum finnst nú kalt við kórbak hjá Alþýðuflokki eftir að hann hefur rofið þing og telst þvi öðrum fremur sekur um það illa ástand sem nú ríkir i landinu. Undanfarna daga hafa farið fram umræður stjórnmálaflokkanna uni tillögur í efnahagsmálum, því ekki hefur enn tekizt að mynda starfhæta ríkisstjórn. Ymsir dómar hafa verið felldir og ekki allir þess eðlis að mark sé takandi á. Ragnar Arnalds alþingismaður virðist telja biskups- stofuna líklegri til að meta efnahags- lillögur stjórnmálaflokkanna en Þjóðhagsstofnun. Nú reyna alþýðu- bandalagsmenn að slá ryki í augu al- mennings með því að draga fram i dagsljósið útreikninga seðlabanka- ihaldsins á efnahagstillögum og gera sér þá að leiðarljósi — eða hvað? Heldur hefur leiftursóknarsverðið snúizt i höndum sjálfstæðismanna. 35 milljarða króna niðurskurður fjár- laga hefur breytzt í 25 milljarða króna aukningu. Munurinn er aðeins unt 60 milljarðar. Mörgum þótti það einkennilegt, að Lúðvík Jósepsson vildi ræða betur efnahagstillögur Sjálfstæðisflokks þegar aðrir vildu hætta þeim untræðum. Tillögur íhaldsins boðuðu kaupskerðingu um 15 visitölustig til 1. sept. eða algjöra niðurfellingu vísitölu til sania tíma. 25 milljarðana átti hins vegar að nota til að bæta láglaunamönnuni tekju- mismun mcð skattalækkunum. Reyndust tillögurnar óhagstæðastar launafólki að mati Þjóðhags- stofjiunar. Ekki mun hagfræðideild Seðlabankans sammála því mati. Tillögur Alþýðuflokks þóttu Þjóðhagsstofnun vanþroskaðar og neituðu að reikna þær út. Munu þær hafa verið sendar aftur til með- ferðar þroskaþjlafa flokksins. Alþýðuflokksmönnum tókst að lappa upp á tillögurnar og við út- reikning Framkvæmdastofnunar reyndust þær næst óhagstæðastar fyrir launafólk. Samkvæmt tillögum Framsóknar- flokks mun verðbólgan verða um 19% í lok ársins 1981. Tillögur Framsóknarflokks reyndust hag- stæðastar launafólki. Samkvæmt þessum niðurstöðum mætti ætla að Framsóknarflokkur sé líklegastur til að geta aðlagazt tillögum Alþýðubandalags ef þær reyndust vera hagstæðastar launafólki. Annað kemur vart til greina eftir öll stóru orðin um kjaraskerðingu hinna flokkanna. Sé það vilji Alþýðubandalags að vernda hag launafólks, |rá tekst það á við vandann með öðrum þeim sem ábyrgir vilja vera kjósendum sinuni og þjóðinni í heild. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. .Hvorki Kaupmannasamtök Ísiands né Verzlunarmannafélag Reykjavikur ráða afgreiðslutima verzlana,” segir bréfritari. DB-mynd Bjarnleifur. LENGING AFGREIÐSLUTÍMA ÞÝDIR HÆKKAÐ VÖRUVERD — algert frjálsræði er háð frjálsri álagningu Jónas Guömundsson, formaöur Félags matvörukaupmanna, haföi samband viO DB: Ég held að formanni okkar hafi ratazt satt á munn er hann hélt því fram að Grandvar væri aðeins uppnefni. Það eru þó ekki skrif Geirs Andersen sem eru tilefni orða minna hér heldur það, að fólki hættir til að halda að menn eins og Geir Ander- sen, er æða fram á ritvöllinn, viti einhver deili á málinu. Varðandi afgreiðslutíma verzlana í Reykjavik skal það tekið fram, að hvorki Kaupmannasamtök íslands né V.R. ráða honum. Hins vegar setur borgarstjórn Reykjavíkur reglugerð sem ákvarðar hann. Núverandi reglugerð er frá I972,staðfest af þá- verandi félagsmálaráðherra, Hanni- bal Valdimarssyni. Það hefur verið siður undanfarin ár þegar borgarstjórnarkosningar nálgast, að ýmsir kandídatar ýmissa flokka hafa kvatt sér hljóðs og talið þörf breytinga á þessari reglugerð. Nú fyrst eftir siðustu borgarstjórnar- kosningar urðu þetta aðeins meira en orðin tóm, þ.e.a.s. borgarstjórn Reykjavíkur skipaði nefnd i málið. í þeirri nefnd eiga sæti þrir borgarfull- trúar, I fulltrúi frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur, 1 frá Neytenda- samtökunum, I frá Verzlunarmanna-. félagi Reykjavíkur og einn frá Kaupmannasamtökum íslands, sem er ég. Þessi nefnd hefur verið kölluð tvisvar saman. í hvorugt skiptið hefur fulltrúi Néytendasamtakanna séð ástæðu til að mæta. Maður skyldi þó ætla að hann væri fulltrúi þögla meirihlutans hans Geirs Ander- sen. Fulltrúi Húsmæðrafélags Reykjavíkur hefur mætt á báða fundina og telur ástandið eins og það er mjög vel við unandi og er þó úti- vinnandi húsmóðir. Fulltrúi Kaupmannasamtakanna hefur tjáð nefndinni að samtökin sem slik séu ávallt til viðræðu um ýmsar breytingar á reglugerðinni þar sem hún hljóti að þurfa endurskoðunar við vegna ýmissa breyttra aðstæðna fráþvíhúnvarsett. Ég vísa því algjörlega til föðurhúsanna öllum ádeilum á Kaupmannasamtök íslands og for- mann þeirra vegna þessarar reglugerðar. Við höfum ávallt verið fylgjandi sem mestu frjálsræði í verzlun og þar sem lenging af- greiðslutíma hlyti að hafa í för með sér hækkað vöruverð, sem ekki er leyft skv. núgildandi verðlagsá- kvæðum, yrði algert frjálsræði að vera háð því skilyrði að verzlunar- álagning yrði gefin frjáls. Tómstundahús fyrir unglinga í miðbæinn: Þá mundi áfengis- vandamálið minnka Eygló skrifar: Mig langar til að koma nokkrum hugmyndum á framfæri i sambandi við unglinga og þeirra mál. Bæði mér og mörgum öðrum finnst, að það sé alltof litið gert fyrir unglinga og að þelr séu litlir þátttakendur i öðru en því að drekka og slæpast niðri á Hallærisplani. Hugmyndir minar eru þessar: 1. Ef hægt væri að fá til afnota stórt og gamalt hús í miðbænum eða Breiðholti þá gætu unglingar gert það upp og stofnað einhvers konar tómstundastað og fund:ð sér eitthvað skapandi annað en hallærisplan og kúluspil. 2. Þá gætu þeir búið til herbergi og sali þar sem hægt væri að iðka ýmiss konar tómstundagaman. Þar mætti vera eitthvað kristilegs eðlis, skákher- bergi, bridge og önnur spilamennska, teiknistofa og listir, tæknibrask, sauma- eða smiðastofa og músiksalur fyrir þá sem vilja hlusta á plötur og hafa það gott. 3. Hægt væri að hafa staðinn opinn frá kl. I á daginn til kl. 12 á kvöldin. Um helgar gæti verið hentugt að hafa opið til kl. I eða 2 á næturnar og þá, sérstaklega dans- eða músíkher- bergið. Ef unglingar gætu fengið hús til afnota til að gera upp þá gæti þetta drykkjuvandamál lagazt. Þessar hug- myndir gætu orðið að veruleika ef •við viljum, trúum þvi og leggjum okkar af mörkum til að svo megi verða. Ég skora á alla þá sem lesa þetta bréf að stefna að þessu marki. HRAÐAKSTUR A LAUGAVEGI B^ldur Snælund skrifar: Er Laugavegur frá Hlemmi inn að Mjólkurstöð orðinn löggild hraðakstursbraut? Aksturshraðinn á þessum kafla er orðinn svo of- boðslegur að engu tali tekur. Hvar er löggan með speglana? Báðum megin götunnar eru íbúðarhús og þó grindverk séu við götuna á kafla eru op á við og dreif. Fólk fer yfir götuna gegnum þessi hlið, bæði börn og fullorðnir, og er furða að ekki hafi hlotizt slysaf. Gangbrautinni gegnt Mjólkur- stöðinni virðist alls ekki vera sinnt af fjölda bílstjóra og þar hef ég horft upp á tvö óhöpp sem þó ollu ekki slysum á fólki. Ég skora á lögregluna að hefja strax aukið eftirlit með nefndum götukafla. Annars kynni verr að fara. Þakklæti til Neytendasam- ■ | samtakanna. Ég hef tvisvar þurft takanna að ieita *u iieirra * vandræðum •*""**'•""■"** mínum og í bæði skiptin fengið Helga Jónsdóttir hringdi: þjónustu sem er til fyrirmyndar og Mig langar að koma á framfæri vel hefur verið greitt úr mínum kæru þakklæti til Neytenda- málum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.