Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. 11 Spáð er aukinni verðbólgu, eða úr 4% 18%! ár. Atvinnuleysi er sagt munu aukast, greiðslustaða við útlönd verða óhagstæð og talið er að iðnaðarframleiðsla muni ekki aukast. Ríkisstjórnin setti tveggja mánaða launafrystinguna á í kjölfar birtingar þessarar spár. Lífskjör Hollendinga eru með jieim beztu i heimi. Lágmarkslaun eru jafnvirði nærri því fimm milljóna íslenzkra króna og meðallaun kvænts manns með tvö börn eru jafnvirði rúmlega sjö milljóna islenzkra króna. Verðbólga í Hollandi varð 4,2% í fyrra og var hún hvergi lægri í neinu af ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu. Hollendingar sluppu allvel frá oliukreppum áttunda áratugarins vegna þess að þeir hafa verið þriðju mestu framleiðendur jarðgass í heiminum. Nú eru aftur á móti breyttir tímar og hollenzk stjórnvöld hafa tekið upp þá stefnu að halda sem Iengst í jarðgasbirgðir sinar. Samið hefur verið við Alsír um kaup þaðan á jarð- gasi og ákveðið að kaupa mikið magn kola frá Póllandi. Verkalýðsleiðtogar fallast að vissu leyti á nauðsyn aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum. Þeir hafa hins vegar mótmælt afskiptum ríkis- stjórnarinnar af samningamálum um kaup og kjör eins og til dæmis launa- frystingunni. Vilja þeir halda samningunum algjörlega á milli laun- þega og atvinnurekenda eins og verið hefur í Hollandi um langt skeið. Talið er að fyrstu aðgerðir verka- lýðsfélaga verði í mjólkuriðnaðinum. Þar höfðu atvinnurekendur fallizt á nokkra launahækkun áður en til launafrystingarinnar kom. Rikis- stjórnin sagði þó að ekki væri hægt að veita neinar undanþágur frá hinum nýju lögum og leyfði ekki hækkunina. Fiskveiðileyfi í land- helgi Bandaríkjanna Fiskimið Bandaríkjanna eru ein hin mestu i heimi. Þau hafa ekki nema að takmörkuðu leyti verið notuð af Bandarikjamönnum sjálf- um, heldur hafa aðrar þjóðir sótt þangað og stundað þar veiðar. Þessi fiskimið hafa verið ofveidd, en munu nú rétta við vegna útfærslu Banda- ríkjamanna í 200 milur. Of stór f loti Það hefur komið fram í umræðum um fiskveiðar íslendinga, sem undan- farið hafa farið fram, að við erum með of stóran flota fyrir okkar heimamið hér við ísland. í því sam- bandi iná benda á, að hluti flotans er bundinn ákveðinn tima á hverju ári. Einnig inundi arðsemi aukast fljótt hér í fiskveiðum, ef við gætum náð sama aflamagni og áður með ntinni veiðiflota, en þetta væri hægt rneð réttum aðgerðum. Við ættum því að reyna að fá hluta flotans verkefni er- lendis, ef sá möguleiki væri fyrir hendi. Fordæmi Loftleiða hf. Hér þarf ekki að rekja sögu Loft- leiða hf., sem nú hefur fengið snöggan endi. Þeir náðu aðstöðu á flugleiðinni Evrópa — USA með hag- stæðum samningi og sérréttindum, sem þeim voru veitt af stjórn Banda- rikjanna. Þegar þetta samstarf Islands og Bandaríkjanna, sem báðum var hag- stætt og stuðlaði að auknum sam- skiptum þessara landa á mörgum sviðum, tekur nú enda, eins og aug- Ijóst er orðið, hlýtur sú spurning að vakna, hvort eitthvað komi í staðinn, þótt í annarri mynd sé. Fiskveiðileyfi ÍUSA íslendingar ættu að sækja unt |)að til stjórnar Bandaríkjanna, að þcim verði leyft að veiða þar í fiskveiði- landhelgi. Eins og áður segir, eru þarna ein beztu fiskimið í heimi og við höfum laus skip, sem mætti nota til þessara veiða. Hugmyndin er einungis sett fram, en raunar er um svo stórt verkefni að ræða, að varla verða þvi gerð nokkur skil i stuttri blaðagrein. Santt má benda á, að þarna i USA er okkar stærsti fiskmarkaður. Hann hlýtur að þrengjast og samkeppni mun vaxa, þegar fiskveiðar aukast á heimamiðum Bandaríkjanna af þeim sjálfum. Það gæti einungis orðið til að styrkja aðstöðu okkar i heild, ef við ættum stóran flota, sem stundaði veiðar við strendur Bandarikjanna. Samstarfið við USA í þessu sambandi má ræða um samskipti Bandarikjanna og fslands. Þetta santstarf hefur að nokkru mótast af því, að Bandaríkin eru stórveldi, en fsland er dvergríki, en Liíðvík Gizurarson svo fáir og smáir erum við. Bandarík- in hafa síðustu 40 árin tryggt hern- aðarhagsmuni sina á íslandi og svæð- inu hér i kring. Þá er raunar aðaltak- marki þeirra náð. Í þetta samstarf hefur lengi vantað sjálfstæða stefnu al' Íslands hálfu. Margir lila svo á, að ^ „íslendingar ættu að sækja um það til stjórnar Bandaríkjanna, að þeim verði leyft að veiða þar í fiskveiðilandhelgi.” dæntið með I oflleiðir hf. sé raunar hálfgerð tilviljun. Þetta flug hófst og stjorn Bandaríkjanna sá sér hag i því að veita fslendingum þarna nokkur sérréttindi til að efla tengsl á milli landanna, en nú hafa önnur sjónarmið orðið ofan á i Bandarikjunum. Samt er ekki nokkur vafi á því, þótt svona hali lariö, að ýmsir aðilar í Bandaríkjunum hel'ðu viljað að Flug- leiðir hf. gætu áfram haft nægileg scrréttindi lil að halda þessu flugi óbreyliu. Ný stefnumörkun Flug byggl á sérréttindum Lofl- leiða hf. og siðar Flugleiða hf. til USA stóð i 25 ár. Þetta er nokkur limi. Nú þurfa fslendingar að gera það upp við sig, hvorl þeir vilja fara fram á rétiindi til fiskveiða í bandariskri landhelgi. Þar vakna ýmsar spurn- ingar í sambandi við stefnumörkun, sem gcta ráðið ntiklu um framtið okkar. Hvað sem um þetta ntá segja, og þarna mtin sitt sýnast hverjunt, er þó eitt ntjög athugandi: fslendingar ættu að biðja unt fiskveiðiréttindi á heima- niiðum USA. Ef slíkt leyfi fengist, yrði það til að auka okkar möguleika til fiskveiða umfram það, sem út- færsla okkar á eigin landhelgi hér við land hefur fært okkur. Þarna er um stórt mál að ræða, scm ailtuga þarf vel. Þetta tækifæri missum \ið. ef það er ekki athugað fljóilega. I.úðvik Gizurarson hæstarétlarlögmaður. eru fyrir, að brjóta niður eiturefnin og gera þau að plöntunæringu — fosfór og nitrogen. Þegar þörung- arnir fá þennan áburð í tjörnina, fjölgar þeim óðfluga og leysa mikið af súrefni út í vatnið. Þetta verður til þess, að bakteriunum fjölgar ákaf- lega mikið, og þær éla svo aftur eiturefnin. Sama ferli er svo endurtekið i annarri tjörninni. Þegar búið er að meðhöndla vatnið þannig með bakteríum i þesum tveim tjörnum i 100—120 daga, er búið aðeyða 60—90 prósent af eitur- efnunum. Vatnið er þá leitt í þriðju Ijörnina, þar sem fiskur er ræktaður með góðum árangri. Fiskurinn, sem þar er alinn, er heilbrigður og að öllu leyti eðlilegur. Þegar tilraunir voru gerðar með þrjár hliðstæðar tjarnir steyptar, drapst allur fiskur, sem. settur var í fyrstu tjörnina. I annarri tjörninni lifði fiskur aðeins i viku. Og í þriðju tjörninni lifði allur fiskur, og sannaðist þannig, að bakteríurnar höfðu unnið hreinsunarstarf sitt vel. Vatn, sem hleypt er úr þriðju tjörn- inni út f Ja’er-vatnið, er nú laust við mengun. Áður, þegar verksmiðju- skolpið var ekki hreinsað með bakteríum, var allt stöðuvatnið mengað og fiskum fækkaði í þvi. Þeir sem voru veiddir^.vo hæfir til matar. ! Þessa aðferð má nota, þar sem eru náttúrleg stöðuvötn og tjarnir, að sögn Vangs Deming, sem starfar við vatnalíffræðistofnunina í Húbei, sem annast hreinsunaráætlunina um Ja’er-vatn. Þar eð bakteríur og þör- ungar geta ekki lifað í of menguðu vatni, bætti hann við, er ráðlegt fyrir verksmiðjur að forhreinsa skolpið, áðu'r en því er hleypt í hreinsunar- tj aijnirnar. Aðferðin, sem þróuð var í Ja’er- vaaú, hefur verið notuð við verk- smlðjur í öðrum hlutum Kína. Skolp fráj Jínsjan-olíuefnaverksmiðjunni í Sjqnghæ er hreinsað með bakteríum i tjörnum, áður en þvi er hleypt í sjóinn. Pappirsverksmiðja i Qiqíhar í Norðaustur-Kína notar náttúrlegt stöðuvatn til að hreinsa skolp til þess að koma í veg fyrir, að Núnjíang- fljótið mengist. Eiga stjómmálamenn að víðurkenna mistök sín? Skömmu fyrir jól kom út i bókar- formi ritgerðin Kommúnistahreyf- ingin á íslandi 1921 —1934 eftir Þór, Whilehead. Hún er að meginstofni Irá 1970 og mér virðast ýmsir halda að hún sé hálfgerð véfétt um KFÍ, Kommúnistaflokk íslands, enda þótt höfundur lýsi yfir því í forntála að hún sé „smáframlag til sögu konim- únislahreyfingar á íslandi”. Þráit fyrir að bókin verðskuldi ekki vé- fréltartitilinn er hún á margan háli gotl rit. Því fer l.d. fjarri að Þór haldi þvi fram að Komintem (Alþjóðasamband kommúnisla, stofnað 1919 og starfaði fram i 2. heimsstyrjöld) hafi ráðið öllu um stefnumörkun KFÍ eins og Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, einn af forystumönnum íhaldsunglinga í HÍ (Vökustaura), lætur að liggja í DB 14. janúar sl. Þá heldur GSG að „Sovét-ísland” þýði innlimun islands i Ráðstjórnarríkin. Sovét merktir „ráð”, „ráðstjórnarlýð- veldi” en er ekki bundið við Rússland og þau Ráðstjórnarríki. Eg hefi eitt og annað út á ritgerð Þórs að setja þótt ég tæpi aðeins á mjög fáum atriðum hér. Þór metur t.d. ekki hvort lýðræðislegt mið- stjórnarvald rikti i KFÍ, heldur stað- hæFtr einungis að slíkt skipulag hafi leitt til þess að raunveruleg völd hafi safnast á hendur einum manni eða fáum (bls. 36—7). Við fáum heldur ekki að vita hver sá maður var í KFÍ. Nokkur blaðaskrif hafa orðið um meintan fjárstuðning við flokkinn frá Komintern eða Moskvu. Þennan fjárstuðning telur Þór þó ekki hafa skipt sköpum fyrir flokkinn en sér þó ástæðu til þess að hafa fullyrðingu um það eftir heintildarmanni, sem Kjallarinn Ingótfur Á. Jóhannesson hann nafngreinir. Sök sér væri að hafa eitthvað eftir nafnleysingja ef það, sem eftir honum væri haft, væri talið skipta sköpum. íhaldspressan hefur tekið þetta atriði upp fegin og sveipað þetla dularhjúpi sem sagn- fræðileg sannindi þótt svona heimild sé fremur noluð af rannsóknarblaða- mönnum en sagnfræðingum. Sagti- Iræði- og rannsóknarblaðamennska eru hvort tveggja nauðsynlcg lyrir- bæri. Hvorugt gettir kontið í stað hins. Hins vegar nota þær ckki sönni aðferðir. í neðanmálsgrein á bls. 49 gerir Þór litið úr ntennta- og listamönn- um, „kommúnistar beittu þeint fyrir vagn sinn án þess, að um bein flokkstengsl væri að ræða.” Ég Iteld að stjórnmálaflokkar væru búnir að „beita fyrir vagn” ansi mörgum ntennla- og listamönnum ef svo atið- velt væri að draga slíkt fólk á asna- cyrunum án sjálfstæðs mals þess á ^ntálefnum. „Sjálfsgagnrýni” Skilningur Þórs á hlutverki sjálfs- gagnrýni stjórnmálamanna er ekki heldur mikill. Það hefur úrslita- þýðingu og er einhlitur mælikvarði á heiðarleika og alvöru sljórnntála- ntanna, -samtaka og -flokka að út- skýra hvers vegna skipt er unt stefnu. En þeir, sem skipta um slefnu í eigin- hagsmunaskyni, viðurkenna ekki ntisiök sin fyrir öðrunt. Það cr e.t.v. þess vegna sem fyrmefndunt Gunn- laugi finnst sjálfsgagnrýni „hlægilegt fyrirbæri”. Er það hlægilegt að viðurkenna mistök sin? Ég tel að sífellt sjálfsmal sé verkalýðssinn- tiðunt samlökum nauðsynlegt til þess að konta í veg fyrir að innan þeirra fái að festa rælur hugntyndir sem eru andstæðar verkalýðsstéttinni og bar- áttu hennar. Sjálfsgagnrýnin, opinber og heiðarleg, gerir auðvcld- ara að varast villurnar og verkafólk- inu léttara um vik að veita stjórnmálasnmtðkum sinunt aðhald. Finntill eftir hina hörðti rintmu gagnrýni og sjállsgagnrýni i KFÍ 1933-4, sem Þór lýsir nokkuð í einum kafla ritgerðarinnar, virðist notkun sjálfsgagnrýni hafa minnkað stórlega í KFÍ. Lltið hlutverk sjálfsgagnrýni í Sósialistaflokknum er sennilega ein af orsökum þess hvernig komið er fyrir Alþýðubandalaginu i dag þegar það keppir við hina flokkana um hver getur ntest skeri kjör verkafólks og annars launafólks enda þótl enn sem kontið er hali kannski aðrir flokkar vinninginn i þeim efnum. Beinar efnisvillur, sem máli skipla, hefi ég ekki fundið i rilgerð Þórs og ég tel mér óhætt að fullyrða að rit- gerðin sé vandvirknislega unnin að þvi leyti. Þessi ritgerð ætti að geta auðveldað ntjög og flýti fyrir frekari rannsóknum á KFÍ og er þaðað sjálf- sögðu skinandi. Ég sé þvi ekki ástæðu til annars en að fagna bók- inni en vona jafnframt að pólitískir skoðanabræður höfundar noti hana rétl, með þeint fyrirvörum sent höfundur setur. Ingólfur Á. Jóhunncssnn sagnfræðinemi. ^ „Lítiö hlutverk sjálfsgagnrýni í Sósíal- istaflokknum er sennilega ein af orsökum þess hvernig komið er fyrir Alþýðubandalag- inu...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.