Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 23
11 V lll : | 1 ÞINGSJÁ — sjónvarp kl. 21,55: HVER ER STAÐA ALÞINGIS ÍAUGUM ÞJÓÐARINNAR? DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. í kvöld hleypir sjónvarpið af stokkunum i augum þjóðarinnar. Sjónvarpið hleypir af stokkunum i kvöld nýjum mánaðarlegum þætti um þingmál í umsjá Ingva Hrafns Jónssonar þingfréttamanns sjón- varpsins. ,,Ég mun taka fyrir eitt mál i þættinum í kvöld og það er staða Alþingis i augum þjóðarinnar,” sagði Ingvi Hrafn m.a. aðspurður um þáttinn í kvöld. „Það mun vart álitamál nú, er þessi stjórnarkreppa hefur staðið rétt um 50 daga, að Alþingi á i vök að verjast gagnvart al menningsálitinu. Það er ekki nýtt mánaðarlegum þætti um þingmál. Í þættinum i kvöld verður fjallað um veg Alþingis DB-mynd Hörður. Tímanum um hvort endurbóta sé þörf á stjórnarfyrirkomulaginu. i lok þáttarins verða umræður í sjónvarpssal í beinni útsendingu með þátttöku Jóns Helgasonar forseta Sameinaðs þings, Gunnars Thor- oddsen fyrsta varaforseta og aldurs- forseta þingsins, Jónasar Kristjáns- og Indriða G. blaðamanns og fyrirbæri og forseti íslands hefur tví- vegis á einu ári gert það að umræðu- efni sinu i opinberum ræðum og lýst áhyggjum sínum,” sagði Ingvi Hrafn ennfremur. „í inngangi á þættinum verður m.a. rætt við Gunnar G. Schram forseta lagadeildar Háskólans, Þorstein Júlíusson formann Lög- mannafélags íslands, fluttir verða kaflar úr ræðum forseta íslands og loks rætt við Ingvar Qíslason for- mann þingflokks Framsóknarflokks- ins um grein sem hann ritaði nýlega í sonar ritstjora Þorsteinssonar rithöfundar.” Þátturinn er á ins kl. 21,45 í kvöld og fimmtiu mínútna langur. dagskrá sjónvarps- er hann -ELA. T0NH0RNIÐ - útvarp kl. 16,35: GÖMUL ALÞÝÐUTÓN LIST FYRIR UNGUNGA „Þessi þáttur er nokkurs konar tónlistartími unglinganna. Ég og Guðrún Birna Hannesdóttir höfum verið með allra handa tónlist i þátt- unum,” sagði Sverrir Gauti Diego umsjónarmaður Tónhornsins í dag. „Guðrún hefur markað sér stefnu í sínum þáttum og er nú til að mynda Sverrir Gauti Diego, umsjónarmaður Tónhornsins i dag. DB-mynd R.Th. að kynna balletttónlist. Eg hef hins vegar mest fjallað um gítartónlist. í siðasta þætti kynnti ég svertingjatón- list, eða alþýðutónlist sem spiluð var mest i sveitum í kringum 1930. Þetta er mest einleikstónlist. í þættinum í dag ætla ég að halda áfram að kynna þessa alþýðutónlist sem líkja má við polka eða ræl. Þessi tónlist er allt frá léttum dægurlögum upp i þyngstu klassík. Ég mun siðan eitthvaö halda áfram í þessum dúr i næstu þáttum og eins mun ég fjalla meira um gitarinn, sem ég hef i þátt- um mínum kallað flygil fátæka mannsins,” sagði Sverrir Gauti enn- fremur. Tónhornið er á dagskrá útvarpsins i dag kl. 16.35. - EI.A Josip Broz Titó, einn af þjóðskörungum tuttugustu aldarinnar. ÞJÓÐSKÖRUNGAR TUTTUGUSTU ALDARINNAR - sjónvarp kl. 20,40: Valdaferill Títós Júgóslavíuforseta „Þetta er myrid um valdaferil Títós, en valdaferill hans hófst í síðari heims- styrjöldinni gegn Rússum,” sagði Gylfi Pálsson, þýðandi myndaflokksins Þjóðskörungar tultugustu aldarinnar, sem sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 20.40. Að þessu sinni er það Josip Broz Titó, forseti Júgóslaviu, sem um verður fjallað. Titó liggur nú, sem kunnugt er, á sjúkrahúsi. Josip Broz Tító fæddist 1893. Hann er nú elzti þjóðhöfðingi sem uppi er og jafnframt sá er hefur setið lengst sem leiðtogi þjóðar. „í myndinni kemur fram að Tító var ekki einn um að frelsa landið. Hann átti í höggi við aðra skæruliðahópa i landinu. Einna helzt var það Draza Mihailovic sem barðist fyrir konung,” sagði Gylfi ennfremur um myndina i kvöld. „Myndin lýsir ennfremur afstöðu Rússa til Titós en þeir voru litt hrifnir af honum. Tító lét þó ekki deigan síga. Hann varð fyrst og fremst forystu- maður flokksins og þjóðhöfðingi.. Vesturveldin sýndu Tító vinsemd vegna andstöðu við Rússa,” sagði Gylfi. Í fyrri heimsstyrjöldinni var Tító tek- inn til langa af Rússum. Þá barðisl hann með herjum Austurrikis og Ung- verjalands. í siðari heimsstyrjöldinni stjórnaði Tító herjum júgóslavneskra skæruliða gegn nasistum. Hann varð leiðtogi þjóðarinnar og stóð föstuni fótum gegn drottnunargirni Rússa. Auk þess að þýða myndina er Gylfi Pálsson jafnframt þulur. - ELA ÞJ0ÐLEG TONLJST FRA ÝMSUM LÖNDUM — útvarp kl. 22,35: EINSTÖK TÓNLIST SEM LÍTT HEYRIST Vort daglegt mál og Friedman Daglegt mál er stytzti þátturinn á dagskrá útvarpsins, en að minu mati sá fróðlegasti og skemmtilegasti. Að undanförnu hefur Árni Böðvarsson stýrt þættinum og þó að illa hafi honum tekizt við að troða mál- vísindum inn í kollinn á undirrit- uðum fer hann oft á kostum við að leiðréfta daglegt mál okkar. í gærkvöld .gerði Árni að urntals- efni kátbroslega setningu sem læddist inn i sjónvarpsfréttirnar á dögun- um. Þar var sagt að Lúðvik Jóseps- son hafi eindregiö sett sig á móti því að Svavari Gestssyni yrði falin myndun vinstri stjórnar. Röng notkun smáorðs gjörbreytti sem sagt allri merkingu setningarinnar. Það er oft sagt að blaðamenn hafi mikið gagn af því að hlusta á Daglegt mál í útvarpinu. Ég held að óþarfi sé að nefna i þvi sambandi eina stétt sérstaklcga. Ég veit satt að segja ekki um nokkurn mann, sem veitti af því að hressa aðeins upp á íslenzkukunn- áttuna. Slíkt getur ekki orðið til annar$ en bóta. — Ég hef aðeins yfir einu að Jjvarta um Daglegt mál; að þættinum skuli ekki vera léð helm- ingi meira rúm i dagskrá útvarpsins en nú ergert. Sjónvarpsdagskráin i gærkvöld byggðist upp á föstum liðum eins og venjulega. Fréttirveðurauglýsingar- iþróttirleikritfræðsluþáttur. Siðasti liður dagskrárinnar var einna at- hyglisverðastur. Þar ræddi sænskur fréttamaður við Milton Friedman hagfræðing. Ættum við islendingar ekki að leika sama leikinn við hann og Karl Schultz rannsóknarlögreglu- mann á sinum tíma og ráða hann hingað til lands til að bjarga efnahag- inum þegar hann er kominn a eftir- laun? iT Áskell Másson segist eiga eftir að minnsta kosti tvö hundruð þætti i kynningunt sínum á þjóðlegri tónlist. DB-mynd ÁP „I þætlinum verð ég með tónlist frá Kóreu, en það er mjög sérstæð tón- list,” sagði Áskell Másson, umsjónar- maður þáttarins Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum sem er á dagskrá út- varpsins kl. 22,35 í kvöld. „Eitt af því merkilegasta sem ég kynni eru tvö hljóðfæri sem hvergi er að finna nema í Kóreu. Þau heita Pyen Kyeng og Pyen Jemg. Síðan kynni ég þrenns konar tónlist.Fyrst er það hirðtónlist en hún er elzta hljóðfæratónlistin sem vitað er um. Hún nefnist Kyang Ak,” sagði Áskell. „Alþýðutónlistkynni ég enn- fremur og svo sérstaka sönghefð sem nefnist P’ansori. Þessi sönghefð krefst gífurlegrar sönghæfni. Er hún nokkurs'konar kóreísk óperutónlist. I næsta þætti sem verður eftir hállan mánuð færi ég mig yfir til Japans. Ég komst af einskærri heppni yfir tónlist þaðan sem heyrist nær aldrei. Hún nefnist Kú. Kynning mín á japanskri tónlist mun taka fjóra þætti,” sagði Áskell Másson. - ELA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.