Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1980. HEFUR An HEIMILII FIMM ÞJÓÐLÖNDUM Oddný Elisabet Thorsteinsson. Hutnings okkar land úr landi vegna starfa Péturs í utanrikisþjónustunni. Störf Péturs erlendis og hér heima hafa markað mér ákveðin skyldu- störf og þau hafa nokkuð mótað min áhugamál. í frítímum hef ég mikla ánægju af leiklist, málaralist, hljóm- list, söng og dansi, en ekkert af því jafnast á við lestur góðra bóka, nema þá helzt að ferðast um landið, þvi mér finnst hvergi eins fallegt og á Íslandi. — Búseta ykkar hjóna erlendis er orðin býsna löng. — Útivistin varð 16 ár og heimili áttum við i Sovétríkjunum, Þýzka- landi, Frakklandi og Bandaríkjun- um, þó Pétur hafi víðar verið sendi- herra. Úti kom sér vel að hafa lært hin venjulegu tungumál sem hér eru kennd i framhaldsskólum, dönsku, ensku, þýzku og frönsku. í Sovétríkj- unum fór ég svo að læra rússnesku. Það leiddi til þess að ég þýddi tvær rússneskar barnasögur, sem mig langaði að gefnar yrðu út á Íslandi. Engan fann ég útgefandann enda bækumar nokkuð langar, en svo fór — DB-myndir Hörður. að ég las þær í barnasögutíma út- varpsins 1974 og ég held þær hafi orðið vinsælar. — Pétur er nú sendiherra i átta löndum. Hefur þú ferðazt með honum þar? — Já, og þar opnast manni nýr heimur. Það er fróðlegt að bera saman hin ýmsu trúarbrögð í Asiu og hin ólíku stjórnkerfi þjóðfélaga i þessum löndum og sjá hvernig þau hafa mótað manninn og viðhorf hans til tilverunnar. — Og hvar er svo bezt að vera? — Það er með þjóðir eins og ein- staklinga. Hver og einn hefur til að bera bæði kosti og galla. Mér finnst að maður eigi alltaf að leita að þvi góða hjá hverjum manni og með þjóðir gildir hið sama. Þá leiðist manni aldrei. — Hefurðu hugleitt hvernig aðstæður myndu breytast, ef Pétur nær kjöri sem forseti? — Ég geri mér i hugarlund, að þetta sé ekki ólíkt því starfi, sem ég hef haft í fjórum sendiráðum erlendis i I6ár. - A.Sl. Oddný Elísabet Stefánsson, eiginkona Péturs Thorsteinsonar sendiherra heimsótt ,,Fólk mitt er af Austurlandi eða nánar tiltekið úr Breiðdal,” sagði Oddný Elísabet Thorsteinsson, eigin- kona Péturs Thorsteinssonar sendi- herra, er við hittum hana á heimili þeirra hjóna að Ægissíðu 82. Oddný Elísabet er fædd 15. ágúst 1922 að Illugastöðum í Skagafirði, dóttir hjónanna Lúðvíks Stefáns- sonar Kemp, bónda og vegaverk- stjóra, og Elisabetar Stefánsdóttur. Átta mánaða gömul kom Oddný Elisabet til Reykjavíkur og er alin upp hjá kjörforeldrum sinum Björg- ólfi Stefánssyni skókaupmanni og Oddnýju Stefánsdóttur konu hans og föðursystur sinni. Af þessu fólki er nú Elísabet ein á lifi, 91 árs að aldri. „Björgólfur, faðir minn, ýtti mér snemma til mennta, átti sjálfur gott bókasafn, valdi mér bækur og sá um að ég hefði næði til lestrar. Snemma hóf hann tal úm að eftir stúdentspróf ætlaði hann að senda mig til Evrópu til tungumálanáms. En þegar ég lauk stúdentsprófi frá MR 1940 var faðir minn dáinn og strið skollið á í heim- inum. Oddný móðir min kostaði því nánt mitt erlendis og hafði þann sálarstyrk að segja aðeins: ,,Já, góða mín, ger þú það,” þegar ég sagði henni haustið 1941, að ég gæti komizt lil framhaldsnáms i Bandaríkjunum, el' hún samþykkti það. Þá hafði ég lokið prófi i forspjallsvísindunt við Há- skóla íslands og sótt tíma í viðskipta- deildinni. Framhaldsnámið varð því viðskiptafræði og lauk ég pról'i frá háskólanum í Minnesota i desember 1943,” sagði Oddný Elisabet. — Hver eru helztu áhugamál þín? — Það hefur alla tið verið mitt aðaláhugamál og reyndar kappsmál, að synir okkar þrir yrðu nýtir og góðir íslendingar þrátt fyrir langa bú- setu erlendis. Ég hef fylgzt sérstak- lega með námi þeirra, ekki sízt vegna Á heimili Oddnýjar og Péturs er mikið um listmuni frá ýmsum löndum. St|ómarfrumvörp í tengslum við ákvörðun fiskverðsins: Utflutningsgjald 5,5% — úreldingarstyrki — aflajöfnunardeild stofnuð Úttlutningsgjaldið verður 5,5 pró- sent samkvæmt stjórnarfrumvarpi, sem kom l'ram í gær og tengist ákvörðun fiskverðs. Stofnuð verður aflajöfnunardeild i Aflatrygginga- sjóð til að standa undir verðbótum á afla ákveðinna fisktegunda, til að beina sókn að þeim sem taldar eru þola meiri veiðar. Hluti af útflutn- ingsgjaldi á að renna til úreldingar- styrkja, til að létta mönnum að taka óhentug skip úr rekstri. Útflutningsgjaldið var í l'yrra lækkað úr 6 í 5 prósent en hafði aftur hækkað í 6 prósent um áramótin. Nú skal það lækkað að nýju, að þessu sinni í 5,5 prósent til að „auðvelda fiskvinnslunni að greiða olíugjald til fiskiskipa,” eins og segir i greinar- gerð með frumvarpinu um það. Ný deild, „aflajöfnunardeild”, i Aflatryggingasjóði á að fá 20 prósent af tekjum af útflutningsgjaldi. Stjórn sjóðsins getur raskað þessu hlutfalli nokkuð þannig að það getur numið frá 15 prósent til 25 prósent af tekj- um af útflutningsgjaldi. Þrjú prósent af tekjum af útflutn- ingsgjaldi eiga að ganga til úrelding- arstyrkjanna. Með þvi fyrirkomulagi á að finna fastan farveg fyrir þá starfsemi, sem hófst 1978, þegar hluta af gengismun við gengislækkun var ráðstafað til að auðvelda útvegs- mönnum að hætta rekstri úreltra fiskiskipa. Sjávarú.tvegsráðherra telur, að fjárhagur '• Aflatryggingasjóðs og Tryggingasjóðs fiskiskipa sé nú svo traustur, að fært sé að lækka útflutn- ingsgjaldið aftur niður úr 6 prósent- unum og nota hluta af gjaldinu til aflajöfnunardeildarinnar og úreld- ingarstyrkjanna. - HH Þannig leit Aimöbrúin I Svlþjóð út fyrir slysið á föstudag, er norskt skip sigldi á hana svo húnféll. Brúin tengir eyna Almö og Stenungssund, sem er um 30 km fyrir norðan bæinn Kungáiv. Eins og DB greindi frá í gœr eru allmargir íslendingar við nám I Kungálv, en þeir voru hvergi nœrri erslysið varð. „Ekkert enn ákveðið um beina útsend- ingu f rá ólympíuleikunum fraiiikvæmdastjóri sjónvarpsins „Það helur ýmislegt verið rætt í sambandi við beina útsendingu Irá ólympíuleikunum en ekkcrt verið ákveðið ennþá,” sagði Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri sjónvarpsins, í samtali við DB. „Sú lillaga kom frani i útvarpsráði að afnerna sumarlokunina en það myndi kalla á vissa hækkun afnota- gjalda,” sagði Pétur Guðfinnsson. — í síðustu viku átti Morgunblaðið viðtal við Gústaf Arnar verkfræðing hjá Pósti og sima þar sem fram kemur aðbein útsending frá ólympíuleikunum. muni velta á hundruðum þúsunda en ekki milljónum fyrir sjónvarpið, Pétur, er það rétt? „Ekki gal Gústaf sagt mér hvernig það væri hægt. Ætli eitthvað hafi ekki skolazt til í greininni hjá blaðamanni." — Eru afnotagjöldin of lág? „Að mínu áliti eru þau ekki há. Það má t.d. niiða við, að fyrsta árið var afnotagjald sjónvarps sama og tvö blöð yfir árið. Nú hins vegar er afnota- gjaldið minna en eitt dagblað.” — Eru auglýsingar á of lágu verði hjá sjónvarpinu? „Það er vcrið að endurskoða verð á auglýsingum um þessar mundir. Hvað ólympiuleikana varðar er ennþá verið að athuga það mál. Komið hefur til tals að opna fyrir sjónvarpið fyrir l'yrsta ágúst og sýna frá ólympiuleikunum en tæplega kemur til greina að þar yrði um beina útsendingu að rásða,” sagði Pétur ennfremur. Dagblaðið sneri sér til Gústafs Arnar, verkfræðings hjá Pósti og síma, og innti hann eftir Morgunblaðs- greininni. „Það er rétt,” sagði Gústaf, „það er ekki rétt eftir mér haft i Morgunblað- inu. Það hefur ekkert verið ákveðið ennþá hvað bein útsending muni kosta sjónvarpið. Sjónvarpið á einnig eftir að athuga þetta mál nánar.” - KLA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.