Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. Forkosningamar í lowa: Carter gjörsigrar Kennedy og Brown! — spáð rúmlega 60% eftir að fyrstu tölur bárust í morgun — Kennedy 30% og Brown 1% Jimmy Carter Bandarikjaforseti vann niikinn sigur í forkosningum í lowa riki i gær og fékk samtals tvo þriðju allra greiddra atkvæða. Helzti keppinautur hans, Edward Kennedy öldungadeildarjiingmaður, fékk um það bil þriðjung og aðrir frambjóð- endur i forkosningum Demókrata- flokksins fyrir útnefningu til forseta- framboðs fengu mun færri atkvæði. Jerry Brown, rikisstjóri í Kaliforniu, fékk til dæmis aðeins unt það bil eitt af hundraði allra atkvæða. Jimmy Carter fagnaði þessum sigri sinum i nótt og sagði að hann væri mjög ánægjulegur fyrir sig nú er hann ynni að ýmsum mjög mikil- vægum málum. Kosningastjóri hans, Robert Strauss, sagðist ekki trúa þessum tölum er þær birtust fyrst sem kosningaspár er fyrstu tölur úr talningu atkvæða bárust. — Tveir þriðju hlutar allra atkvæða er ot ntikið — sagði hann. Þessi úrslit hljóta að vera verulegt áfall fyrir Edward Kennedy öldunga- deildarþingmann, þó svo að sigur Carters hafi ekki komið á óvart. Forkosningar fóru einnig fram hjá republikönum í Iowa. Þar var George Bush fyrrum forstjóri CIA efstur í morgun, næstur honum kom Ronald Reagan fyrrum ríkisstjóri i Kali- forniu og kvikmyndaleikari. John C'onnally fyrrum ríkisstjóri i Texas og ráðherra í stjórn Nixons var i þriðja sæti, Robert Dole var i fjórða sæti og síðan komu þeir nær jafnir Howard Baker öldungadeildarþing- maður og Philip Crane þingmaður i fulltrúadeildinni. Þátttaka i forkosningunum var nærri helmingi meiri i Iowa nú en árið 1976 en samt er talið að ekki nema 15% kjörgengra demókrata og 10% republikana hafi neytt atkvæðisréttar sins að þessu sinni. Erlendar fréttir REUTER Pípur til sölu Áhugamenn um flautur og pípur komust í feilt á dögunum þegar ákveðið var að selja gamla pípuorgel- ið í kirkju heilagrarÓnnu í Munchen í Vestur-Þýzkalandi. Ágóðanum ''erður síðan varið til að kaupa nýtt orgel í kirkjuna. Mexikanar ætla á ólympíuleikana í Moskvu Mexíkó ætlar að taka þátt i ólympíuleikunum í Moskvu þrátt fyrir áskoranir Bandaríkjastjórn- ar tii ríkja heims að gera það ekki vegna íhlutunar Sovétrikj- anna í Afganistan. Þolgóður karlakór Karlakórinn í St. Columbas kirkju í Newquay á Englandi var að syngja sálminn. — Er stjörn- urnar byrja að falla — þá hurfu kórfélagarnir skyndilega niður úr gólfinu, er það brast undan þeim. Nokkrum mínútum síðar skreidd- ust söngmennirnir aftur upp úr gatinu, allir ómeiddir, og siðan hófst söngurinn aftur og tekið var til við næsta verka á dagskránni — Ankeri mitt er traust —. Sjaldan er ein báran stök Hálffertug kona í Jóhannesar- borg í Suður-Afriku var orðin leið á lífinu og hugðist ráða sér bana. Henni varð þó ekki kápan úr því klæðinu. Að sögn lögregl- unnar í borginni var fyrst ráðizt á konuna og hún barin og rænd. Að því loknu lenti hún í bifreiðar slysi og meiddist nokkuð. Konan var að skrifa sitt síðasta bréf og sat í bifreið sinni ec ráðizt var á hana. Er hún reyndi að aka á brott eftir ránið ók hún á runna og meiddist nokkuð. Líbanon: Alí varð 10 ára gamall en svo að notkun þeirra er ekki einskorðuð við það. Vestrænir fréttamenn og aðrir sjónarvottar hafa borið að sprengjur af ofangreindri tegund hafi verið notaðar i miklum mæli í skothríð á búðir palestínuaraba í Suður- I íbanon. Einnig er sagt að þeim hafi verið beint gegn byggðum almennra íbúa í Líbanon. Þetta viðurkenndi Weizman varnarmálaráðherra ísrael en taldi notkun sprengjanna hafa verið nokkurs konar óhapp. fundu þeir svarta kúlu r— ísraelsmenn dreifa litlum leynisprengjum af bandarískri gerð yfir Líbanon — Skyndilega kvað við sprenging fyrir utan sjúkraskýlið og andartaki síðar var það nær tómt. Aðeins Bernt Heger, norski læknirinn sem starfað hefur i flóttamannabúðum Paleslinumanna í Suóur-Líbanon. Hann heldur á sprcngju af þeirri gerð er sprakk á skólalóðinni og varð fjóriim börnum þar að bana. heyrnarlausi sjúklingurinn sem ég var að skoða og ég sjálfur vorum eftir. Það komu ekki fleiri sprengingar og skömmu siðar kom fólkið aftur. í Ijós kom að lítil sprengja hafði sprungið á skólalóðinni. Við hlupum þangað og þegar við komum að I Hjúkrunarkonur gera að sárum eins piltsins, sem særðist er sprengjan sprakk á skólalóðinni. sprengjustaðnum lágu tíu börn, níu drengir og ein stúlka þar í blóði sínu. Þau voru bæði særð af sprenging- unni og sprengjubrotum. Alí sem var tiu ára gamall hafði fundið sprengju, sem var eins og lítil svört kúla. Hún sprakk og slysið varð. Þetta var hryllileg sjón að sjá. Fjögur barnann , þrir drengjanna og stúlkan létust. Þau votu öll 10 til I 1 ára gömul. Ali litli var einn af þeim. Daginn eftir var Ieikvöllurinn við skólann rannsakaður. Bróðir Alis fann aðra svona svarta kúlusprengju. Hún var af sömu bandarísku tegund inni og orðið hafði bróður hans og félögum hans að bana. ísraelsmenn hafa dreift slíkum sprengjum yfir Suður-L.íbanon þar sem flóttamanna- búðirnar Rashhidye og bærinn Tyre eru. — Þetta var frásögn norsks læknis, Bernt Heger, sem starfað hefur að undanförnu í flóttamannabúðunum Rashidye i Suður-Libanon. Atburðurinn gerðist um miðjan nóvember síðastliðinn. Frásögnin er tekin úr norska Dagblaðinu. Síðan segir læknirinn frekar frá þvi er gerðist á meðan verið var að reyna að bjarga lífi barnanna. í framhaldi af því segir hann að at- burðurinn á skólalóðinni í flótta- mannabúðunum sé enn ein sönnunin fyrir þvi að Ísraelsmenn noti slíkar litlar leynibombur við hernaðarað- gerðir sínar i Suður-Líbanon. Þeir hafi byrjað á þvi i innrásinni árið 1978 og haldið því áfram siðan. Hið hrikalegasta við þessar sprengjur er að þær láta lítið yfir sér þar sem þær liggja og lita út eins og litlar svartar kúlur. Það sem gerðist er Alí litli og félagar hans fundu þetta áhugaverða leikfang var að þeir fóru að leika sér með það, með hörmu- legum afleiðingum eins og áður er getið. Sprengjurnar eru bandarisk smíði og hafa ísraelsnienn fengið um það bil 20 þúsund slíkar sprengjur af þessari gerð á siðustu árum. Þrátt fyrir loforð ísraelskra yfir- valda um að sprengjur þessar yrðu aðeins notaðar gegn stórskotaliði, sem beini skeytum sínum að ísrael, hefur hvað eftir annað komið í ljós

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.