Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. 5 lltféll $0W^0imk >■■■:•-':■■ JVi ICE-FOE ys$£ er til sölu hjá ip helztu bensínstöövm Vörumarkaöinum, ' Hagkaup, ýmsum kaupfélögum og verzlunum. „ Yfirgnæfandi líkur fyrir því aö Sævarhafí ekki komð á Hamarsbrautina um nóttina” Jón Oddsson hri: MARGAR SANNAN- Hæstaréttarlögmennirnir Jón Oddsson og Örn Clausen með Þórði Björnssyni rikissaksóknara utan dómssalarins. — segir Jón Oddsson hrl. um hugsanlega aðild að bana Guðmundar Einarssonar Jón Oddson hæstaréttarlögmaður. m.a.: Sú ónauðsynlega levnd, sem hvili hefur yfir rannsókn málsins, hefur orðið henni til mikils baga. L.átið hefur verið undir höfuð leggjast að kanna veigantikil sönnunargögn. Mikilsverð vitni hafa ekki verið yfirheyrð. - BS IR FYRIR FJARVIST SÆVARS í DRÁn- ARBRAUTINNI — tel framburö Schtitz ekki marktækan ,,Ég tel yfirgnæfandi líkur fyrir jtvi, að Sævar Marinó Ciecielski hafi alls ekki verið á Hamarsbraut II i Hafnar- l'irði nóttina sem Guðmundur Einars- son hvarf,” sagði Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars, í ræðu sinni, sem hann hóf siðastliðinn föstudag og frá var-gFemr- i Ð B sl. la ugardag l.ögntaðurinn telur reyndar ekki aðeins ósannað heldur afar ósennilegt, að þeir atburðir sent leiddu til dauða Guðmundar Einarssonar hafi orðið í áðurgreindu húsi. Hann gat þess, að ntargnefnda að- faranótt 27. janúar 1974, hafi t.d. Erla Bolladóttir borið, að hún hafi verið i veitingahúsinu Klúbbnum. Hafi nafn- greind stúlka ekið henni heim til Hafnarfjarðar eftir dansleikinn. Hafi Erla siðan farið inn um glugga á Itúsinu og ekki orðið vör við neitt óvenjulegt. Þegar hún hafi verið háttuð og ætlað að leggjast til svefns, hafi hún lekið eftir því, að sögn, að lakið var horfið af rúminu. Samt hafi hún sofnað en vaknað siðar og j>á orðið áskynja um þá atburðarás, sem siðar er byggt á. Nú hefur Erla, sem kunnugt er, dregið til baka allar játningar og fram- burði í málum þessum. Eins og áður er komið fram, leggur Jón mikla áherzlu á-það,,semóbótavanl hafi verið í rann- sókn beggja málanna, þ.e. Geirfinns- og Guðmundarmálum. Telur hann, að með fortölum hafi tekizt að fá mikils til samhljóða frá- sagnir af atburðum, sem enginn hinna ákærðu kannaðist við í upphafi. Hafi þannig verið búin til mynd, sem ákæra sé siðan reist á. Á framburðum, sem þannig séu fengnir, sé að sjálfsögðu ekkert byggj- andi. Jón rakti enn þá stöðugu tregðu, sem hann telur að hafi af hálfu rannsóknar- manna staðið i vegi fyrir því, að skjól- stæðingur sinn kæmi við nokkr- um vörnum. Hann hafi verið i erfiðri einangrun, verið gefnar fleiri tegundir lyfja af miklu örlæti. Hafi ekkert mark verið tekið á honum, þegar hann reyndi að bera hönd fyrir höl uð sér. Eftirfarandi bokun las lögmaðurinn upp úr rannsóknarskýrslu: „Sævar Marinó reyndi i þinghaldi II. janúar 1976 að bera fyrir sig að hann hafi verið þvingaður til framburðar í Guð- mundarmálinu. Ég tók ekkert mark á þessu þar sem ég vissi betur,” segir rannsóknardóm- ari i þessari skýrslu. Hann kveður stöðug viðtöl og yl'ir- heyrslur yfir Sævari í klefa hans, án þess að ookkuð hafi verið um það bók- að, hafa bugað hann og neytt til þess að segja og bera svo að segja hvað sem var. Þá hafi réttargæ/lumannii enginn kostur verið gefinti a aö :ylgjast með því sem gerðist. Hann vitnar til skýrslu, sem Ármann Kristinsson sakadómari tók saman í janúar 1977. Þar segir ber að Sævar hafi kynnt hann fyrir móður-sinni. Sævar hefur meðal annars haldið þvi fram, að hann hafi farið frá Kjarvals- stöðum þetta kvöld um kl. 22, að lok- inni annarri sýningu af þrem það kvöld af Vestmannaeyjagosinu. Koma Sævars á Kjarvalsstaði er talin sönnuð. Um hitt er talinn vafi, hvort hann hafi ekki horft á fyrstu sýningu kvöldsins af gosinu. Henni er talið hafa lokið um kl. 20.40. Lögreglumenn óku þá leið, sem Sævar fór eftir Kjarvalsstaðadvöl. Frá Kjarvalsstöðum fóru þeir kl. 20.40. Þaðan að Grýtubakka 10, þá að Hjalla- vegi 31, Ásvallagötu 46, Lambhóli við Þormóðsstaði, aftur að Ásvallagötu 46, Vatnsstíg, Aðalstöðinni i Keflavik, Hafnarbúðina þar kl. 22.07. Þaðan kl. 22.11 og að pípugerðinni. Fótgangandi i Dráttarbrautina og aftur að bifreið- inpi og að Aðalstöðinni og Hafnarbúð- inni. Þá er kl. 22.20 samkvæmt mæl- ingum lögreglumanna, sem óku á Volvo-bifreið þessa leið. Fram er komið, að lögreglumenn- irpir fóru með 85 km meðalhraða á klukkustund. „Miðað við umferð og stöðvanir hafa þeir þurft að fara á yfir 120 km meðalhraða talsverðan hluta leiðarinnar til þess að timasetning slyss- ins í Dráttarbrautinni geti átt við Sævar Marinó,” sagði Jón Oddsson hrl. „Furðulegt er, að nota Volvo bifreið í ferð, sem vitað er að farin var á göml- um Land Rover jeppa, ef hún hefði verið farin. Samkvæmt þessari könnun lögreglunnar tel ég hér eina sönnunina enn fyrir fjarvist skjólstæðings míns frá Dráttarbrautinni i Keflavik kvöldið, sem Geirfinnur hvarf,” sagði Jón Oddsson, sem krafðist sýknu fyrir Sævar Marinó af aðalákæruatriðum og til vara vægustu refsingar, meðal ann- ars vegna algers skorts á sönnunum um aðild Sævars. - BS „Ennþá stendur yfir hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins rannsókn á gerð leirstyttunnar,” sagði Jón Oddsson, er hann kom að vörn skjólstæðings síns, Sævars Marínós, í Geirfinnsmálinu. „Frumrannsóknin var með þeim hætti, að hún torveldaði rannsóknina alla siðar,” sagði Jón. Eftir að hafa benl á allmörg atriði, sem gerðu rann- sóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar ekki aðeins tortryggilega heldur að engu hafandi, sagði Jón m.a.: „Fyrr en varði voru rannsóknarmenn komnir með frásögn af sjóferð með ýmsum þekktustu mönnum þjóðfélagsins, jafnvel ráðherra, innanborðs, á skipi, sem hlaut að steyta á skeri.” Vék Jón að þeirri sjálfheldu, sem málið hefði legið i, þegar Karl Schútz hinn þýzki, hefði verið fenginn hingað til lands. „Hann var ekki undir það bú- inn að takast þetla verk á hendur hér á landi. Ég fór fram á, að birt yrði erindis- bréf Karls Schúlz,” sagði Jón, „en það lékkst ekki. Ég tel framburð hans ekki marktækan sem lögreglumanns.” í frumræðu sinni skýrði rikissak- sóknari frá athugun, sem gerð var á þvi, hversu langan tima það tæki að aka þá vegalengd, sem Sævar Marinó hefði þurft að fara kvöldið sem Geir- linnur Einarsson hvarf, ef hann hefði átt aðild að bana hans. Það er lagt til grundvallar, að Sævar Marínó hafi verið á sýningu á Kjarvals- stöðum það kvöld. Hafi hann ásamt móður sinni horft á kvikmynd Ós- valdar Knudsen, „Eldur í Heimaey”. Þau hittu þar Vilhjálm Knudsen, sem Sjáðu kassann! ICE-FOE ís- og hálkueyðir ICE-FOE bræöir ís, snjó og klaka á svipstundu. Skilur engin spor eftir sig. Skaðar ekki dúka, teppi, skó, gúmmí né gróður. Verjizt óþægilegum byltum og afleiðingum þeirra. Notið ICE-FOE átröppurnar, gangstéttina, bílastæðið og alls - staðarsem ís og klaka festir. Hverjir nota ICE-FOE íseyði nú þegar á íslandi? Sjúkrahús — bankar — verksmiðjur — verzlanir Fjöldi opinberra stofnana og fyrirtækja ásamt hundruðum héímila um land allt. Stærrj pakkningar fáanlegar: 45 kg tunnur og 11,3 kg kassar. SÍMI 41630

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.