Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1980.: Heimsókn í sendiráð íslands í Osló: 15 s ÞAR LEITA BISNESSMENN OG SKÓLA- KRAKKAR EFTIR UPPLÝSINGUM — spjall við Pál Ásgeir Tryggvason sendiherra Vandræðalitið var að finna íslenzka sendiráðið í Noregi þegar ég ráfaði um miðborg Osló síðasta föstudag liðins árs. Miðborgin iðaði af lífi. Óli Norðmaður geystist milli búða með helgar- og áramótastressið greypt i andlitsbjórinn. Meira að segja í búðarápi klæðist Óli Nor,ðmaður trimmgalla eða skíða- dressi. Og hefur gjarnan bakpoka hangandi á hryggnum. Heilbrigðið lekur af Nojurum. Mér iétti þó stórum þegar ég sá að „Ríkin” þeirra voru troðfull út að dyrum. Sums staðar jafnvel biðraðir út á götu. Einhver hluti þessarar þjóðar, imyndar hreysti, sports og edrúmennsku, ætlaði greinilega að halda upp á áramótin eins og siðuðu fólki sæmir. Mér létti. Sendiráðið er til húsa við Stórþingsgötu númer 30, í hjarta Oslóborgar. Norska utanríkis- ráðuneytið er nokkur skref þar frá. Stutt fyrir sendimennina okkar að rölta yfir til Frydenlunds utanríkis- ráðherra og skjóta að honum orði. Ég kom hálftíma of snemma i sendiráðið Það gat ekki gengið að blaðamaður mætti fyrir umtalaðan tima í viðtal. Það kæmi óorði á blaðamennsku. Ég ákvað að eyða hálftímanum á veitingahúsi neðar í götunni yfir kollu af ágætu öli sem heitir Frydenlund, alveg eins og utan- ríkisráðherrann. Gustukaverk væri nú af ráðherranum að koma með svosem einn kassa af nafna sinum til að væta kverkar á yfirvofandi rifrild- isfundum stjórnmálamanna um Jan Mayen. Þá myndi Ólafur Ragnar kannski fyrirgefa Frydenlund ráð- herra ýmsar gamlar syndir. Vel til hafður maður á næsfa borði át hamborgara með brúnuðum kartöflum. Ekki dugði minna en heil flaska af rauðvíni til að koma næringunni niður. Einkennileg mál- tíð það. Og þá var klukkan orðin þrjú og mál að banka upp á hjá þeim sendimönnum í númer þrjátiu. Upplýsingaöflun vegna viðskipta „Hvort við gerum ekki annað en að sitja í kokkteilboðum? Jú, jú. Það eru ólíklegustu verkefni sem rekur á fjörur hjá okkur sem störfum í sendiráðunum.” Viðmælandinn er Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra Islands í Osló. Hann fórnaði síðustu klukku- stund vinnudagsins — og þar með síðustu vinnustund ársins — til að spjalla við Dagblaðið. „Viðtöl við blaða- og fréttamenn eru eitt af þeim verkefnum, sem við þurfum oft að sinna hér. Hingað er mikið hringt frá blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Sérstaklega hefur þetta aukizt eftir að Jan Mayen-málið varð „heitt”. Áhuginn fyrir íslandi óx líka almennt þegar Jan Mayen komst í sviðsljósið. Upplýsingastarfsemi hvers konar, bæði fyrir Norðmenn og íslendinga, er fyrirferðarmest á dagskránni hérna. Mest er leitað eftir upplýsingum í sambandi við viðskiptamál. Norðmenn vilja komast í viðskiptasambönd heima. Og íslendingar vilja komast í sam- bönd hér.” Atli Rúnar Halldórsson Þegar hér var komið sögu brá 'kendiherrann sér fram og kom til baka með fangið fullt af umslögum. „Hérna getur þú séð sýnishorn af bréfum sem sendiráðinu berast. Þau eru frá skólakrökkum víðs veg- ar að i Noregi. Krakkarnir vilja fá upplýsingar um Island til að nota í skólanum. Við reynum að svara öllu þessu eftir beztu getu með stöðluðum upplýsingum.” Páll Ásgeir heldur áfram: „Undan- farið höfum við unnið mikið fyrir olíunefndina á íslandi. Útvegað upp- lýsingar, pantað viðtöl við áhrifa- menn hér og þar fram eftir götum. Gagnaöflun hvers konar fyrir stjórn- völd heima er stór þáttur i starfi sendiráða. Við sitjum margs konar fundi fyrir íslands hönd. Ég mætti til dæmis fyrir hönd Ólafs Jóhannes- sonar á samstarfsráðherrafund Norðurlanda um daginn. Og á annan fund um aðstoð við frumbyggja í Skandinaviu.” Verðlaunaafhending á hestamóti Dæmi um annað sem þú hefur þurft að sinna í starfinu? „Þar er af ýmsu að taka. Ég hef auðvitað oft átt viðræður við norska ráðherra og aðra forystumenn i þjóðlífinu. Það tilheyrir. Nú, í októberbyrjun brá ég mér til Póllands og afhenti trúnaðarbréf sem sendiherra íslands þar í landi. Það var verulega eftirminnileg ferð. Ég er líka sendiherra i Tékkóslóvakíu, en þeir hafa ekki enn boðað mig þangað til að afhenda trúnaðarbréfið. Það hlýtur þó að verða á næstunni. Um daginn var stofnað íslendingafélag í Drammen. 70 manns gengu i félagið. Ég var þar staddur á fundinum og flutti ávarp. Þá get ég nefnt þér fyrirlestur i Krigsskolen, skóla fyrir norska liðsforingja. Fyrirlesturinn fjallaði um öryggismálapólitík íslands og samskipti tslands og Bandaríkjanna. Á eftir voru leyfðar fyrirspurnir. Spurningarnar urðu miklu fleiri en hægt var að veita svör við á þeim tveimur klukkutímum sem ætlað var í þennan dagskrárlið. Sams konar fyrirlestur ætla ég að flytja i For- svarsskolen, varnarmálaskóla Nor- egs, 17. janúar. Svo enn fleira sé nefnt, þá afhenti ég verðlaun á kappreiðum í Skien samkvæmt beiðni hestamanna- félagsins þar. 100 íslenzkir hestar með norskum knöpum kepptu á mótinu. Mér er sagt að í Noregi séu alls um 2000 islenzkir hestar.” 80 sendiherraveizlur Samskipti erlendra sendiherra i Osló innbyrðis. Eru þau mikil? „Já, talsverð. Hér eru um 40 erlendir sendiherrar, þar af 20 sem eru sendiherrar á Islandi líka. Þeir hringja oft til mín og leita upplýsinga og frétta. Þá hef ég mikil samskipti við sendiherra Póllands og Tékkóslóvakiu í Osló í sama tilgangi. Ég hef hitt alla erlendu sendiherrana í borginni. Það er hefð, að þegar nýr sendiherra kemur, þá er skipzt á heimsóknum. Ég fór i 40 heimsóknir til kollega minna og þeir komu, einn í einu, i heimsókn hingað til mín. Það gerir 80 heimsóknir i allt!” Fjarriti sendiráðsins er „liftaug” þess við utanrikisráðuneytið i Reykjavik. Dag- lega berast með honum upplýsingar, skilaboð og helztu fréttir að heiman. Þegar myndin var tekin kom frétt um að stjórnarmvndunarboltinn hafi hafnað hjá Geir Hallgrimssyni. Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra á skrifstofu sinni. Hann kom til starfa i Osló i mai 1979. f móttökuherberginu i sendiráðinu geta gestir kfkt 1 dagblöð frá tslandi. Og kortið á veggnum er ætlað þeim sem eru búnir að gleyma hvernig skerið okkar er i laginu. DB-myndir: ARH. Mestur hitinn á Vesturlandinu Páll Ásgeir kom til Osló í maíbyrjun á liðnu ári. Áður starfaði hann í utanríkisráðuneytinu i Reykja- vik. Þar áður hefur hann starfað í sendiráðum íslands i Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Ég spurði hann hvort hann fyndi mun á því að dvelja i þessum þremur höfuðborgum Norðurlanda: Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. „Það er notalegt að vera í þeim öllum. Ég get ómögulega gert þar upp á milli. Munur á þjóðunum? Já, menn taka til dæmis eftir því að Norðmenn leggja mikið upp úr útiveru og heilbrigðu liferni. Danir eru nægjusamir og sparsamir, Norðmenn eru það reyndar á sinn hátt líka. Kaupmannahöfn skar sig úr að því leyti að hún er heimsborg. Leiðir ferðalanga liggja um Kaupmanna- höfn. Hún er miðstöð.” Áttu von á að álag á ykkur hér eigi eftir að aukast enn, ef Jan Mayen- málið kemst aftur í sviðsljósið? ,,Má ekki búast við því? Annars gera menn sér ef til vill ekki grein fyrir að Noregur er mjög stórt land. Áhuginn fyrir Jan Mayn er mis- munandi eftir landshlutum. Þeir eru heitastir á Vesturlandinu: í Álasundi, Haugasundi og þar um slóðir. Oslóarbúar hafa annars konar áhuga á málinu. Beinir hagsmunir spila ekki inn í hjá þeim.” Vaxandi samskipti „Trú mín er sú, að i framtiðinni vaxi samskipti íslands og Noregs ört. Noregur er á góðri leið með að verða olíuveldi. Það gæti átt eftir að koma íslandi til góða fyrr en síðar. Þjóðirnar eiga öflugt samstarf á iðnaðarsviðinu nú þegar, það er með Grundartangaverksmiðjunni. Ekki er ólíklegt að slíkt samstarf aukist enn, ef góð reynsla fæst af verk- smiðjunni.” Hér var mál að setja punkt, þakka fyrir sig og kveðja. Klukkan var farin að rölta fimmta timann og vinnu- dagurinn í sendiráðinu á cnda. Fólkinu á götunni hafði fækkað að mun. Óli Norðmaður var liklega kominn heim til að tygja sig til ferðar i fjallakofa fjölskyldunnar. Þar skyldi eyða áramótunum í hugguleg- heitum, skiðaferðum, gönguferðum og öðru álíka heilbrigðu. Hvað ætli mörg prósent af norsku þjóðinni hafi eyðilagt áramótin með ótimabærri heilsurækt? Það var spurningin sem ég velti fyrir mér í biðröðinni í norsku „Ríki” skömmu síðar. Þar fannst mér ég loksins spila á heimavelli á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.