Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. 7 Erlendar fréttir Tító allur að hressast Heilsa Tílós forsela Júgóslavíu viróisl fara balnandi eftir aó lekinn var af honum vinstri fólurinn vegna blóó- lappa. I.æknar segja að almennt heilsu- far forsetans, sem er 87 ára, sé þokka- legl. London: 8000 flúðu heimili Sfif vegna eiturgass efnaverksmiðja 22 km austur af London í Ijósum logum Þúsundir íbúa i London urðu að yfirgefa heimili sin vegna hætlu á gaseitrun er eldur kom upp i efna- verksmiðju einni, sem er um það bil 22 km austur af borginni. Eldtungur teygðu sig hátt i loft og sprengingar buldu í gærkvöldi og nótt er eiturefni sprungu í verksmiðj- unni. Talið er að um það bil átta þúsund manns hafi horfið frá heimil- um sínum nærri verksmiðjunni. Nokkuð var um að þjófar færu inn í yfirgefin hús aðsögn lögreglunnar en hún reyndi af beztu getu að gæta eigna fólksins. Öllum í nágrenninu var stranglega ráðlagt að loka bæði dyrum og gluggum vandlega svo koma mætti i veg fyrir að eiturgas frá hinni brennandi verksmiðju bærist inn i hýbýli. í morgun voru slökkviliðsmenn búnir að ná tökum á eldinum en eiturgas með sætri lykt lá yfir nágrenninu. Vitað var um sex slökkviliðsmenn sem höfðu fengið einhver eitureinkenni af völdum gassins. Auk þess höfðu sex félagar þeirra verið fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Ekki var vitað til þess að neinn almennur borgari hefði orðið fyrir slysi eða sjúkleika af völdum eldsvoðans og gaslekans. Talið er að eldurinn í efnaverk- smiðjunni hafi komið upp er nokkrar viðkvæmar gastegundir hafi komizt i samband við hverjar aðra. Sér- fræðingar segja að þarna hafi allt verið til staðar sem þurfti til sprengjugerðar enda hljómuðu sprengingar yfir London i gærkvöldi og nótt. Svíþjóð: ÁTTA LÉTUST í BRÚARSLYSI — sex fólksbifreiðir og ein vörubifreið virðast hafa farið fram af brúarsporðinum Kafarar fundu tvö lik til viðbótar í sjónum við Almobrúna í Kungalv i gærkvöldi. Er þá talið að átta manns hafi drukknað i bifreiðum er fóru þar i sjóinn. Að sögn sænskra lögregluyfir- valda voru likin i tveim bifreiðum sem voru á 25 og 40 metra dýpi. Alls er þá talið að sex fólksbifreiðir og ein flutn- ingabifreið hafi farið fram af brúnni eftir að hún hrundi er flutningaskipið Star-Clipper sigldi á hana. Skipið er lalið i eigu norskra aðila og er 16.500 tonn. Hluti brúarinnar sem hrundi var nærri 300 metrar. Ekki hafa fengizt neinar skýringar á þvi hvernig stóð á að svo mikill hluti brúarinnar hrundi við árekstur skipsins. Ekki hefur heldur fengizt nein skýring á því að Star- Clipper, sem var með lóðs um borð, rakst á brúna. Almobrúin tengdi Tjörneyju við land, ein þriggja brúa. Verða íbúar þar nú að taka á sig 100 km krók eða leggja á sig einnar stundar ferð með ferju til að komast að og frá heimilum sinum. 124 fórust er þot- an fíaug á fjallið ekki hefði verið hægt að flytja líkin niður brattar og snæviþaktar hlíðar fjallanna og þess vegna hafi bif- reiðum verið snúið aftur en ætlunin að nota þyrlur til verksins. Flugumferðarstjórar á jörðu niðri misstu samband við þotuna fimmtiu mínútum eftir að hún tók sig á loft. Vegna launadeilu sem llugum- ferðastjórar i íran eiga i var hætt við að um það bil eitt hundrað flug þar innanlands í gær. Kólombía: Þyrlur hafa verið sendar á vett- vang til að flytja lik 116 farþega og átta manna áhafnar á farþegaþotu, sem hrapaði í fjalllendi nærri borg- inni Teheran i Íran siðastliðna nótt. Talið er fullvíst að allir um þorð i Boeing 727 þotunni hafi farizt. Hún var i eigu flugfélagsins Iran Air. Byllingarverðir í fjallahéruðunum nærri fjallinu sem þotan rakst á sögðu að mikil þoka hefði verið er slysið varð. Flugvélin var i innan- landsflugi i Iran og á leið frá Teheran til borgarinnar Mashad í austurhluta landsins. 1 rnorgun sögðu björgunarmenn, sem komnir voru á slysstað, að tekizt hefði að ná líkum áttatíu þeirra sem i flugvélinni voru. Tæplega fjögurra klukkustunda ganga var frá vegar- slóðum að flakinu. Sérstakur fulltrúi Khomeinis trúarleiðtoga í héraðinu Lashgarek, en þar varð slysið, sagði í nótt, að Tala látinna nálg■ ast þrjú hundruö stöðugt fleiri grafnir úr braki áhorfendapallsins við nautaatshringinn Stöðugt finnast fleiri lík i braki áhorfendapallanna við nautaatshring- inn i borginni Sincelejo i Kólombiu og cr nú talið að alll að þrjú hundruð manns hafi farizt er pallamir, fimm að tölu, hrundu, fullir af áhorfendum, á uppskeruhátíð sem þar var haldin á sunnudaginn var. í morgun höfðu þegar fundizt 222 lik og fleiri var saknað. Auk þess er vitað, að sögn talsmanna Rauða krossins á staðnum, að ýmsir hafa tekið látna ættingja sína og jarðsett án þess að til- kynna það yfirvöldum. Af þeim sökum er ekki vist að nokkurn tíma verði vitað með vissu hve margir fórust í slysinu. i gær var talið að allt að átta hundruð hefðu slasazt en sú tala er nú komin niður í fimm hundruð. Þetta er versta slys sinnar legundar í heiminum siðan árið 1964 er rúmlega þrjú hundruð manns létust í uppþoti á knattspyrnu'velli í Lima i Perú eftir að dómari leiksins hafði dæmt af mark. sem Perúliðið hafði skorað gegn Argentínuliðinu. Er pallarnir í Sincelejo hrundu var mikill fjöldi uppi á þeim en þó höfðu fleiri leitað skjóls undir pöllunum vegna mikillar rigningar sem gekk yfir. Fyrir tæpum mánuði fórust tugir og hundruð slösuðust af völdum jarð- skjálfta í Kólombíu og viku síðar drukknuðu um það bil eitt hundrað og fleiri týndust í miklum flóðum sem þar gengu yfir. Selja gullið sitt Gullverð var skráð á milli 815 til 835 dollara únsan á markaði i Hong Kong þegar hann opnaði i morgun. Sifelld hækkun á verði gulls hefur haft þau áhrif að ýmsum þeim er fjár er vant sjá sér tækifxri til að bæta úr þvi með sölu skart- gripa sinna á góðu verði. Myndin er tekin í London af fólki i biðröð fyrir utan fyrirtæki, sem kaupir gullmuni ýmiss konar og bræðir þá upp i gullblokkir. Washington: Carter býður íran samvinnu um vamarmál — vill aðeins að gíslunum í sendiráðinu verði fyrst sleppt Jimmy Carter Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að hann teldi irani ekki eiga neitt sökótt við Bandarikin og þess vegna væri hann reiðubúinn að eiga við þá samvinnu um aukningu varna í Suðvestur-Asiu. Forsetinn setti þó það skilyrði fyrir^samvinnunni aö íranir skiluðu gislunum fimmtíu, sem enn eru í haldi í byggingum bandaríska sendiráðsins í Teheran. Þar hafa þeir verið i haldi stúdenta síðan hinn 4. nóvember síðastliðinn, er þeir tóku byggingar sendiráðsins hersk i Idi. Carter sagði í ræðu sinni i gær, sem hann flutti í fulltrúadeild þingsins í Washington, að eitt helzta stefnumark- ið í utanríkismálum stjórnar hans í ár yrðu aðgerðir í kjölfar innrásar og ihlutunar Sovétríkjanna i Afganistan. Bandaríkjaforseti ákvað i gær að fresta því að leggja fyrir þingið i Washington tillögur um 400 milljón dollara hernaðaraðstoð við Pakistan. Fyrst á að reyna að koma á samvinnu á milli vestrænna ríkja um sameiginlega aðstoð við Pakistan, sem þá verður væntanlega á viðari grundvelli en aðeins hernaðarlegum. Jimmy Carter Bandarikjaforseti sagði í gær að hann hugleiddi nú að fá til þess sérstaka heimild að banna för bandarískra iþróttamanna á ólympiu- leikana i Moskvu á sumri komanda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.