Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. DB á ne ytendamarkaði \ Osturínn sem merktur hefur verið 45+ er raunverulega aðeins 26% feitur Osta og smjörsalan er eitt af þeim fyrirtækjum hér á landi sem ásamt mörgum fleiri í matvælaiðnaðinum hafa tekið upp fyrsta flokks merking- ar á framleiðsluvörum sínum. Næringargildi og efnainnihald er ná- kvæmlega tilgreint á nær öllum mjólkurvörum, sem á boðstólum eru i landinu. Innihald af flestum næringarefnum hefur verið gefið upp sem prósenta af þunga vörunnar. Ein undantekning hefur þó verið frá þess- ari reglu, en það er um fitu i ostum. Osturinn sem merktur er 45 + hefur af öllum verið álitinn 45% feitur, en raunverulega er sá ostur aðeins 26% feitur. Sá sem merktur er með 30% er raunverulega 17% feitur. Er nú verið að vinna að breytingu á þessum merkingum og segir i fréttabréfi frá upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins að innan fárra daga verði ostar með þessari nýju merkingu komnir í allar verzlanir. Þeir sem eru að passa línurnar geta því haldið áfram að borða „45+ ” ostinn með góðri samviz.ku en margir eru á þeirri skoðun að það sé sá osturinn, sem er langsamlega bragðbeztur. Margir kjósa þó magr- ari ost. Ostur er mjög hollur eins og vel flestum er kunnugt og ætti að vera á borðum allra landsmanna dag- lega. -A.Bj. IRAGOSTYRKUR JvtllOUR > ..í ■'if'. •* í-Kv & ,yí ' • „Ein er upp til fjalla.. ” segir i gamalkunnu kvxði. Við hugsum vist ekkert um tilfinningar vesalings rjúpunnar þegar við kýlum vömbina á stórhátiðum. DB-mynd: Ragnar Th. Friðun villibráðar Villtir fuglar eru oft friðaðir hér- lendis, sumir allt árið en aðrir hluta úr ári, venjulega yfir varptímann. Suma fugla má veiða allt árið. Fugla- friðun er sem hér segir: Allar villtar fuglategundir eru friðaðar allt árið með þessum undan- tekningum: Kjói, svartbakur, sílamálur, silfurmáfur og hrafn eru á veiðilisla allt árið um kring. Dilaskarf, toppskarf, grágæs, heiðargæs, blesgæs og helsingja má veiða frá 20. ágúst til 15. marz. Lóm, fýl, súlustokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, grafönd, duggönd, skúfönd, hávellu toppönd, skúm, hvítmáf, bjartmáf, hettumáf og ritu má veiða frá I. september til 31. ntarz. Álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda má veiða frá I. september til 19. maí. Rjúpuna má veiða frá 15. október til 22. desember. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra. Sérstakar reglur gilda um eggja- og ungatöku sem hlunnindi á bújörðum. Frá 15. apríl til 14. júni eru öll skot bönnuð innan tveggja kílómetra frá friðlýstu æðarvarpi. Fugla máekki skjóta í fuglabjörgum. Hreindýr eru einu villtu dýrin sem veidd eru til matar hér á landi. Þau má aðeins veiða á vissum tíma á haustin og talan er takmörkuð hverju sinni. Næst lítum við á dýrakjöt. HREVFMi Slmi 8 55 22 120 þúsund I ■ Svava í Reykjavík skrifar: Jólamánuðurinn var dýr í matar- kaupum, eins og sjálfsagt hjá flestum öðrum. Kostnaðurinn fór yfir 50 þúsund á mann þvi ég var með tvö matarboð yfir hátiðirnar sem mikið var lagt i. Annar kostnaður var um 350 þúsund, hefur sjaldan verið lægri, enginn víxill til afborgunar né aðrar veðskuldir í desember. Aftur á móti voru jólagjafir 120 þúsund, rekstur bifreiðar 65 þúsund, fatnaður ca 50 þúsund og það sem eftir er smá- reikningar, barnagæzla o.þ.h. HRÁEFNI Mjolk. undnnrenna AUKAEFNI Ostahleypir, salt. saltpetur HMHi NÆRINGARGILDI 1100g er u.þ.b, Protein 27g ,, Miólkurtita 26g Kalsium 0;8g Hitaeiningar 350 ða gamall DAGSÞÖRF Prótein 45-65« Kalcfcjm 0,8-1,4« ÖKKUN iKgVERD RAGÐSTYRKUR HRÁEFNI NÆRINGARGILOI ^Jps^MiLDUR Mjolk, 1100g er u.þb r \ éJ undanrenna Prótem 30q V 1 / /> AUKAEFNI Mióikurfita t7g Oslahléypir. KaSstum 0,9q salt, saitpétur Hrtaeiningar 2BÖ i<5a gamall I DAGSÞÖRF í Protein 45-65g Kalcium 0,8-1,4g -8-i , G0UDA UZ FITAI ÞURREFNÍ20% SKORPULAUS »"uinnimai o ÖKKUN KgVERÐ ÞYNGD VERÐ RAGDSTYRKUR MILDUR sAioZ’* HRAEFNI Miolk, undanrenna AUKAEFNI Ostahleypir, salt. saltpétu' NÆRINGARGILDI |?on i lOOg er u þ b 1 aJÍ Protein 32g Mjolkurfita 11g Kalsium l.Og Hitaeiningar 240 Merking ostanna er alveg til fyrirmyndar eins og raunar flest I sambandi við Osta og smjörsöluna. Desember nærri helm- ingi dýrari en í fyrra Húsmóöir skrifar: Þá er það desembermánuður, hann er dýrastur hjá mér eins og flestöllum. í mat fór 227.665 kr., eða 45.533 kr. á mann. Liðurinn „annað” er 815.545, af því eru olía og rafmagn á annað hundrað þúsund, olían ein er um hundrað þúsund á. mánuði. Svo eru það jóla- gjafir, föt og skór á mannskapinn, þá er þetta - fljótt að komast upp í hundrað þúsund. Ég leit að gamni yfir desember- mánuð í fyrra. Þá var matur 132.918 eða 26.583 krónur á mann og liðurinn annað var 264.420. neytenda JOLAGJAFIR FYRIR A ÞRIÐJA HUNDRAÐ WJSUND G.S. skrifar: Ég er sjálfsagt langt undir meðallagi í desember (með 28.013 kr. á mann í mat og hreinlætis- vörur) þvi ég keypti ekkert kjöt, átti jólasteikurnar í kistunni góðu. En peningarnir fóru í mjólk, mjólkur- vörur, ávexti og brauð. Liðurinn „annað” er alltaf hár í desember. Ég keypti jólagjafir fyrir á þriðja hundrað þúsund. Við erum fjögur og fór mikið af þvi í okkur. Nú ætla ég mér að vera sparsöm i janúar, þ.e.a.s. ef það erhægt. DB á neytendamarkaði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.