Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 10
MMBIADIÐ Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHssOn. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sígurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Snvar Baidvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Práinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Sfðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsfmi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hiimir hf., Sföumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkoHunni 10. Hæfíleikasnauða stéttin i '"Enn eru þeir að tala um vinstri stjórn rúmum sjö vikum eða 50 dögum eftir kosningar. Enginn veit með vissu, hver niðurstaðan verður eða hvenær. Á meðan rambar þjóðfélagið jafn stjórn- laust og það gerði fyrir kosningar. Stjórnarkreppan hefur raunar staðið lengur. 109 dagar eru síðan samstarf vinstri flokkanna rofnaði formlega með sérstakri samþykkt í þingflokki Alþýðuflokksins. í 109 daga hefur ekki verið starfhæf- ur meirihluti á þingi. En þetta segir ekki alla söguna. Þjóðfélagið var jafn stjórnlaust fyrir 5. október og það hefur síðan verið. Það hefur raunar verið stjórnlaust í 576 daga, — frá alþingiskosningunum 25. júní 1978. Sú vinstri óstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem þá komst til valda, innleiddi 576 daga samfellda óreiðu í stjórn landsins. Einkenni hennar voru sífelld upphlaup, úlfúð og illindi sam- starfsflokkanna. Þessi óstjórn leysti af hólmi hægri óstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, sem naut svo lít- illar virðingar, að hún var jafnvel talin verri en næsta vinstri óstjórn þar á undan. Þannig hafa stjórnmálin verið í heilan áratug. Stjórnarkreppa síðustu vikna er þáttur í hruni íslenzkra stjórnmála, sem staðið hefur í um það bil áratug. Stjórnmálamennirnir hafa smám saman verið að missa síðustu tök á verkefni sínu og vita nú hvorki í þennan heim né annan. Munurinn á lélegum efnahagsstefnum flokkanna er þó ekki slíkur, að góðir samningamenn ættu að geta brætt saman meirihluta á skömmum tíma. En forustu- menn flokkanna eru bara ekki góðir samningamenn, ekki góðir stjórnmálamenn. Talningarnæturþáttur sjónvarpsins af kosninga- fundinum illræmda á Vestfjörðum sýndi íslenzka stjórnmálamenn í hnotskurn. Þar réði ríkjum full- komin lágkúra. Þeir voru kjaftforir í ræðustól eins og strákar á málfundi. Hugmyndaskortur íslenzkra stjórnmálamanna endurspeglast í hinum gamalkunnu íhaldsúrræðum, sem þeir hafa um að tefla í tilraunum til stjórnar- myndunar. Öll ganga þessi úrræði beint og óbeint út á að banna verðbólgu með lögum. Hvergi er í stjórnmálunum að sjá þá reisn, er dugi til að fylkja þjóðinni að baki.Margir ágætir menn eru i hópi 60 þingmanna. En einkennisvera hópsins er samt hugmyndasnauður skrípakarl, sem getur sagt klám- sögur í ræðustól. Ofan á þetta böl óskýrrar hugsunar hleðst svo böl spillingar og samtryggingar, er þessir menn hreiðra um sig og sína í öllum þeim stofnunum, sem lána og gefa peninga, — með kommissara Framkvæmdastofnunar efsta á haugi. íslendingar eru ekki hæfileikasnauðari "'en'aðrar þjóðir. Hæfileikarnir hafa beinzt að vísindum og listum, læknis- og verkfræði, veiðimennsku og skák- tafli. Og því miður eru þeir farnir að beinast að land- flótta. Vaxtarbroddur hæfileika hefur um langt árabil ekki verið í stjórnmálum. Reisn þeirrar stéttar hefur farið sígandi. Stjórnmálin freista ekki manna, sem þjóðin þarf á að halda sér til forustu, manna með hæfíleika, víðsýni og reisn. Verið getur, að þjóðin eigi þá stjórnmálamenn, sem hún á skilið. Okkur kjósendum til afsökunar má þó benda á, að kosningakerfi raðaðra lista gerir okkur nánast ókleift að velja þá menn, sem við treystum bezt. Það væri spor í rétta átt úr lægðinni, ef við fengjum stjórnarskrá og kosningalög, sem útilokuðu hina fyrir- fram röðuðu lista í kosningum. Holland: DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. Orói á vinnumark aði í fyrsta sinn í aldarfjóróung Órói á hollenzkum vinnumarkaði hefur aukizt síðustu daga í kjölfar frumvarps sem ríkisstjórnin hefur lagt fram um launafrystingu. Slíkt hefur ekki gerzt þar í aldarfjórðung. Verkfallshótanir hafa borizt frá samtökum launþega. Er það þrátt fyrir að verkalýðsleiðtogar hafi viðurkennt að almennar launatekjur í Hollandi hafi hækkað til jafns við hækkaðar rauntekjur. Foringjar launþegasamtaka viður- kenna sumir hverjir að nú sé það orðið nánast jafnmikilvægt fyrir hollenzka launþega að hafa vinnu og starfa við góðar aðstæður eins og að hækka þau laun sem greidd séu. Laun í Hollandi eru meðal hinna hæstu í heimi. Þrátt fyrir þetta vakti tilkynning ríkisstjórnarinnar um tveggja mánaða launafrystingu ótta meðal foringja verkalýðshreyfingarinnar. Sögðu þeir að búast mætti við óróa á vinnumarkaðinum síðari hluta febrúar næstkomandi. Hollenzka rikisstjórnin, sem skip- uð er ráðherrum mið- og hægri flokka, segist hafa sett á hina tveggja mánaða launafrystingu til að hafa tóm til að endurskoða stefnuna i efnahagsmálum. Ráðherrar hafa ekki sagt neitt um það til hvaða ráða stjórnin hyggist grípa ef launþegar og atvinnurekendur fallast ekki á efna- hagsstefnu hennar. Eins telja sér- fræðingar það auðsætt að stjórnin verði að grípa til enn frekari launa- stöðvunar að loknu tveggja mánaða tímabilinu. Til sliks hefur ekki verið .gripið í Hollandi síðan árið 1956. Verkföll hafa verið fáheyrð i Hollandi síðan á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Tekizt hefur að leysa kjaramál þar með gagnkvæmu samkomulagi launþega og atvinnu- rekenda þar sem launabreytingar hafa fylgt aukningu á þjóðartekjum. Hollenzka efnahagsstofnunin lagði nýlega fram spá um þróun efnahags- lífs á þessu ári og á komandi árum. Er þar allt miklu svartara en hingað til hafði veriðáætlað. Kína: Bakteríur til að eyða mengun Stöðuvatn eitt í Mið-Kína, sem áður var mikið mengað, er nú fullt af fiski eftir að mengun hefur verið eytt með mjög ódýrri aðferð, þar sem enginn kostnaðursamur búnaður er notaður, he.ldur aðeins venjulegar bakteríur, sem lifa í tjörnum og vötntftn. Ja’er-vatnið í Húbei-fylki er 17.000 hektarar að stærð en grunnt og hefur afrennsli í Jangtze-fljót. Fiskar, krabbadýr og jafnvel botn- gróður voru að deyja út, þegar frá- rennsli frá þrem nálægum efnaverk- smiðjum, sem tóku til starfa 1959, menguðu vatnið. Bakteriur í náttúrunni geta breytt eitruðum efnum í skaðlaus efni við sérstakar aðstæður. Það geta líka bakteríur, sem lifa í náttúrlegum vötnum. Á grundvelli þessa hafa vísindamenn við vatnalíffræðistofn- unina í Hubei byrjað að eyða menguninni í Ja’er-vatni. 1976 gerðu visindamenn með aðstoð'bænda á staðnum flóðgarða kringum vatnið til þess að mynda þrjár hreinsunartjarnir. Fyrsta og önnur tjörnin eru 100 hektarar að stærð og sú þriðja 210 hektarar. Óhreint vatn frá efnaverksmiðjunum er leitt í rör í tjörnina. Rennsli skolpsins er temprað, þannig að það renni hægt úr einni tjörninni í aðra. Þegar skolpið rennur i fyrstu tjörnina, fara bakteríurnar, sem þar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.