Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980. 3 Samtrygging olíufélaganna — leiddi af sér einokun Rússa í olíuviðskiptum Astró hringdi: í umræðunni um olíumálin hefur verið talað talsvert um einokun Rússa varðandi olíuviðskipti okkar. Ég held, að sú staða sé fyrst og fremst upp komin vegna sam- tryggingar olíufélaganna hér innanlands. Þau hafa fyrir æði mörgum árum komið sér saman um, að hlutirnir væru eins hjá þeim öllum. Þetta hefur valdið þvi að við höfum flotið sofandi að feigðarósi. Ég minnist þess tíma er þessu var óðruvísi háttað. Um það leyti sem oliufélögin tóku upp á að setja upp tanka á sveitabæjum mátti segja að striðsástand ríkti milli félaganna. Þá var til staðar sú samkeppni sem að minu mati þarf alltaf að vera fyrir hendi. Ég álít, að ef olíufélögin hefðu haldið þessari samkeppni þá hefði verið hægt að halda þessu miklu opnara, og einokun Rússa hefði ekki orðið slík, sem hún er. Bréfritari segir samkeppni vanta milli oliufélaganna. DB-mynd Hörður. Mæðralaunin greidd mánaðarlega Guðrún Helgadóttir þingmaður hringdi og sagði það algjöra firru sem kom fram í bréfi frá Þórarni Raddir lesenda Björnssyni að mæðralaun væru greidd út þrisvar. á ári. Þau væru greidd eins og almannatryggingar, að undanskildum dagpeningum til ellilifeyrisþega á stofnunum, mánaðarlega og væru 6.767 krónur með fyrsta barni, 36.734 krónur með tveim börnum og 73.464 krónur með þrem börnum eða fleiri á mánuöi. Þessar tölur eru frá 1. desember 1979. Albert Guðmundsson. Albert hefur bein í nefinu Páll Hallbjörnsson hringdi: Við eigum ekki að kjósa súkkulaðidreng sem næsta forseta fslands, ekki heldur þá, sem lengi hafa lifað sem gælubörn í lystigörðum gleðinnar. Nei, við kjósum sterkan mann sem hefur bein í nefinu. Þetta hefur Albert til að bera. Þess vegna kjósum við hann, hann og ?ngan annan. Forsetakosningarnar: Vill heiðarlega kosningabaráttu Kjósandi hringdi: Ég vil aðeins láta í ljósi þá ósk mina að íslendingar beri gæfu til að heyja kosningabaráttuna i komandi forsetakosningum án þes að grípa til Gróu kerlingar. Allt eru þetta úrvals menn og mun hver þeirra sem verður kosinn ábyggilega sóma sér vel á for- setastóli. Við skulum því hlífa þessum'ágætu frambjóðendum við öllum rógi og öðru sliku. Vill Megas semforseta Unnar Brynjarsson hringdi: Það eru allir að tala um forseta- kosningarnar sem eru framundan. Ætli nokkrum hafi dottið Megas í hug í því sambandi? Við erum hér nokkrir sem teljum heppilegt að ungur maður hljóti þetta embætti, og við mælum með Megasi. Hann er eitl af beztu tónskáldum þjóðarinnar. Starf forstjóra Norræna hússins / Reykjavík Hér með er auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Norræna hússins í Reykjavík, og verður staðan veítt frá 1. janúar 1981 til fjögurra ára. Forstjórinn á að skipuleggja og veita forstöðu daglegri starfsemi Norræna hússins, en hlutverk þess er að stuðla að menningartengslum milli íslands og annarra Norðurlanda með því að efla og glæða áhuga íslendinga á norrænum málefnum og einnig að beina íslenskum menn- ingarstraumum til norrænu bræðraþjóðanna. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á allt að fjögurra ára leyfi frá störfum til að taka að sér stöður við norrænar stofnanir og geta talið sér starfstímann til jafns við starf unnið í heimalandinu. Laun og önnur kjör ákvarðast eftir nánara samkomulagi. Frítt húsnæði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug- ur Þorvaldsson, Skaftahlíð 20, s. 15983 og Erik Sonderholm, Norræna húsinu, s. 17030. Umsóknir, stílaðar til stjórnar Norræna hússins, sendist: Nordiska ministerrádet, Kultursekretariatet, Snaregade 10, 1205 Köpenhamn K. Skulu þær hafa borist eigi síðar en 22. febr. 1980. Norræna húsið er ein meðal 40 samnorrænna fastastofnana og framkvæmda, sem fé er veitt til á hinni sameiginlegu norrænu menningar-fjár- hagsáætlun. Ráðherranefnd Norðurlanda, þar sem menningar- og menntamálaráðherrarnir eiga sæti, fer með æðsta ákvörðunarvald í hinni norrænu samvinnu um menningarmál. Fram- kvæmdir annast menningarmálaskrifstofa ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Spurning Finnst þér að FIDE eigi að styðja við bakið á Kortsnoj? Sveinfríður Jóhannesdótlir húsmóðir: Já, það vil ég alveg endilega. Bjarni Ólafsson símamaður: Já, mér finnst að það eigi að reyna að styðja við bakið á honum. Guðmunda Gisladóltir húsmóðir: Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu kunnug um hvað málið snýst. Björk Ingólfsdóttir nemi: Já, finnst mér að FIDE eigi aðgera. Inga Tómasdútlir afgreiðslumaður: Nei, það vil ég alls ekki. Ingibjörg Pétursdóttir húsmóðir: Ég veit ekki. Ég veit ekki alveg um hvað málið snýst svo það er bezt að segja ekkert um það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.