Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 24
Lögfræðingurinn gekk út úr fyrirtæki srmi — komst að því að meðeigandi hans var „góðkunningi” lögreglunnar og taldi starfsemina ekki heiðarlega — atvinnu- og leigumiðlun tók fé af fólki og endurgreiddi ekki ef árangur varð enginn „Ég var með þessa atvinnumiðlun í hálfan mánuð en hætti með hana af óviðráðanlegum orsökum. Ég hef greitt öllum þeim sem beðið hafa um það til baka. Hins vegar hefur reynzt erntt að ná i mig,” sagði Gylfi Símonarson, eigandi atvinnumiðl- unar sem starfrækt var að Hverfis- götu 76 hálfan desembermánuð. Dagblaðið fregnaði aðerfitt reynd- ist fyrir fólk að fá endurgreiddar tíu þúsund krónur sem hað hafði greitt til atvinnumiðlunarinnar gegn hvl að hvi yrði útveguð vinna. Jafnframt var hví fólki lofuð endurgreiðsla ef hví tækist að útvega sér vinnu sjálft. Að Hverfisgötu 76 hefur verið starfandi fasteigna- og skipasala á nafni lögfræðings. Einnig hefur verið starfrækt har leigumiðlun og hjóna- miðlun. Samkvæmt nýjum lögum harf löggildingu lögreglustjóra fyrir slikri starfsemi, sem ekki er fyrir hendi að Hverfisgötu 76. William Möller fulltrúi lögreglu- stjóra sagði í samtali við DB að sótt hefði verið um leyfi á nafni lög- fræðingsins fyrir rekstri leigumiðl- unar en umsóknin siðan afturkölluð. Lögfræðingurinn flutti úr húsnæðinu að Hverfisgötu 76 á föstudag. Lögfræðingurinn segist hafa komizt að jwi að hessi leigusali sé góðkunningi lögreglunnar og hvi hafi hann flutt úr húsnæðinu. Hann sagði ennfremur í samtali vib DB að hann hafi nú leitað til lögreglunnar har sem hann teldi að ekki færi öll starfsemi heiðarlega fram að Hverfisgötu 76. Þá ræddi DB við fyrrverandi starfsmann atvinnumiðlunarinnar og siðar leigumiðlunarinnar. Hann sagðist hafa unnið í hálfan mánuð fyrir atvinnumiðlunina en svo farið að vinna við leigumiðlunina hegar atvinnumiðlunin hætti. ,,Ég vann fyrir leigumiðlunina i viku og mér leizt vægast sagt illa á hann rekstur. Fólk kom har>gað og greiddi fimmtán húsund gegn (wí að fá húsnæði. Þegar hað fékk ekkert húsnæði kom hað aftur og vildi fá endurgreiðslu. Atvinnurekandi minn sagði aftur á móti að slíkt væri ekki gert.” Þá ræddi DB við eiganda leigu- miðlunarinnar, sem ekki er hó eig- andi hennar á pappírunum. Hann sagðist ekki skilja af hverju lög- fræðingurinn hefði flutt svo skyndi- lega út. Hann sagði jafnframt að lög- fræðingurinn væri skráður fyrir fyrirtækinu og ef eitthvað væri sak- næmt við starfsemina hefði hann átt aðvita um haðsem lögfræðingur. -ELA. Slæmar söluhorfur á loðéuhrognum til Japan: Loðnukvótinn aukinn strax? — þar sem ef til vill þai til hrognaframleiðslui „Fréttir af slæmum söluhorfum loðnuhrogna í Japan kalla á endur- skoðun á veiðum úr loðnustofninum í vctur, eða að skoðað verði hvenær hað sem eftir er verði veitt,” sagði Björn Dagbjartsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, í viðtali við DB í morgun. í lotunni nú mátti veiða 100 hús. tonn og er hegar búið að veiða röskan helming. Að markinu náðu átti að hætta veiðum fram í marzbyrjun, eða har til heppilegt yrði að veiða til hrognatöku og var há fyrirhugað að veiða 150 til 180 hús. tonn i hvi skyni. Þurfi hins vegar ekki á jwí magni að halda til hrognaframleiðslu er hagkvæmast að veiða mismuninn núna har sem fituinnihald loðnunnar cr nteira nú en i marz og loðnan jwí verðmeiri til mjölframleiðslu. Björn sagði cngar ákvarðanir liggja fyrir, beðið væri nánari frétta af ntarkaðshorfum í Japan. Svo sem DB skýrði frá fyrir skömmu eru j>ar nú miklar birgðir fyrirliggjandi af framleiðslu okkar, Norðmanna, Kanadamanna og Rússa frá siðasta Fari svo að minni loðnu þurfi til hrognatöku en áætlað var, er heppilegast að veiða þann mismun strax, þar sem loðnan er feitari nú en hún verður á hrognatímabilinu. DB-mj nd: H.V. Grænmetisverzlunín og dönsku kartöflurnar — III. hluti: „Sjáum ekki beint sam- band milli verðútreikn- ings og söluverðs” segja talsmenn Neytendasamtakanna, sem fengu heilbrigðisvottorð í stað gæðamats „Neytendasamtökunum er vægast sagt ekki gert auðveldara fyrir við að kanna jæssi mál, sagði dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur og vara- formaður Neytendasamtakanna t við- tali við DB í gærkvöldi. „Við sjáum ekki beint samband á mílli þeirra verðútreikninga á kartöflunum sem við höfum fengið og heiidsöluverðs Grænmetisverzlunar landbúnaðarins. í þcim efnum hurfum við frekari gögn.” DB fjallaðM byrjun október siðast- liðnum um innflutning á 100 tonnum af kartöflum frá Danmörku. Þótti inn- kaupsverð þeirra há furðtt hátt og auk hess sem Ijóst var að heildsöluálagning Grænmetisverzlunarinnar var nnin hærri en verðlagsstjóri heintilaði öðr- um aðilum, sem flytja inn sambæri- legar vörur. Fyrirlækið hefur einka- leyfi á innflutningi kartaflna. Var niðurstaða DB að neytendur töpuðu i hað minnsta 100 krónurn á hverju kíió- grammi sem þsir keyptu, samkvæntt samanburði blaðsins. Álagning sýndist tttgum prósenta hærri en leyft er öðrum á sambærilegar vörur. Neytendasamtökin tóku siðan málið upp. Að sögn Jónasar Bjarnasonar óskaði stjórn samtakanna eftir að fá að sjá niðurstöður gæðamats sem farið hefði fram hér á landi er kartöflurnar bárust frá Danmörku. Ekki fékkst það heldur sendi Grænmetisverzlunin heil- brigðisvottorð. Beðið var um gæða- matsniðurstöður, því Ijóst var á útliti kartöflusendingarinnar að hama var um lélegar kartöflur að ræða. Þurfti aö tína þær lélegustu úr áður en sendingin var söluhæf „Okkur cr kunnugt um að er hessi 100 tonna kartöflusending kom til landsins í september síðastliðnum var ekki talið annað fært en að tína úr henni lélegustu kartöflurnar áður en hær þóttu hæfar til sölu,” sagði Jónas Bjarnason varaformaður ennfremur. „Mér þykja það skrítin viðskipti með kartöflur að kaupa þannig vöru frá Danmörku seinni hlula sumars,” sagði Jónas að lokum. -ÖG. frfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 22. JAN. 1980. Erla Bolladóttir I Hæstarétti i gær. DB-mynd: Hörður. Hæstiréttur: Vörn fyrir Tryggva Rúnar hafin Verjandi Tryggva Rúnars Leifs- sonar, Hilmar Ingimundarson hrl., hóf varnarræðu sína í' Hæstarétti seint í gær. Tryggvi Rúnar er einn þeirra sak- borninga sem ákærðir eru fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Auk þess er honum gefið að sök skírlifisbrot auk annarra brota, sem teljast verða minni háttar i samanburði við hin ofan- greindu. Erla Bolladóttir, einn sakborninga i málinu, var um stund viðstödd mál- flutning i Hæstarétti í gær. Sævar Marinó Ciecielski og Kristján Viðar Viðarsson hafa báðir hlýtt á mál- flutninginn allan, eins og áður var skýrt frá. Hilmar Ingimundarson hrl. hélt áfram vörn sinni, þegar málflutningur hófst í Hæstarétti i morgun. -BS. Tonn af kjöti og þúsund vínflöskur Tollgæzlan gerði á siðasta ári upp- tækt rúmlega tonn af hráu kjöti sem reynt var að flytja til landsins. Á sama tíma voru gerðar upptækar rúmlega þúsund flöskur af víni, nærri 39 þúsund sígarettur og nærri 13 þúsund flöskur af bjór. Er þó ekki með talið það sefn upptækt var gert á Keflavikur- flugvelli. Einnig voru gerð upptæk lit- sjónvörp, heimilistæki og fleira. í sektir fyrir þétta innheimtust alls rúmar 5 1/2 milljón. Verðmæti hinna upptæku vara var 3 1/2 milljón þar ofan á og enn er eftir að dæma í stærstu málunum, þannig að sú upphæð á eftir að hækka. Á árinu í fyrra leiddu röng aðfkitningsskjöl til hækkunar á að- flutningsgjöldum litlar 77 I/2 milljón. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.