Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 1
<>:l. árg. — Laugardagur 28. iúli 1973 — 171. tbl. Afbrigðilegur maður rœðst ó stúlku Svona ó hið umdeilda hús að verða Visir „skoðaði” I gær húsa- kynnin i hinni umdeildu Seðla- bankabyggingu. Arkitektinn Guðmundur Krl. Guðmunds- son leiddi okkur i allan sann- ieika um það, sem i bigerð er að hafa þar innan dyra. tsienzkt grjót verður liklega notað i bygginguna og þar er gert ráð fyrir sauna, hviidar- og sjúkraherbergi og dágóðu baði. Svona meðal annars. . . Sjá nánar á bls. 8. Keisara- skurður ó ketti Sjá bis. 2 200 mílur en ekki 50 „Fimmtiu milna útfærsian er að hverfa i skuggann af um- ræðunum um 200 milurnar. Liklega verður I framtiðinni litið á þá útfærslu sem tiltölu- lega litilvægt millispil i land- helgismálum heimsins. Við skulum þvi ekki ganga að neinum afarkostum i við- ræðunum við Breta og Vestur- Þjóðverja, heldur láta timann halda áfram að vinna með okkur. Við skulum segja þeim, að við höfum endanlega skipað okkur á bekk með 200 milna rikjunum og litum á 50 milna málið sem tiltölulega léttvægan biðleik I stöðunni”. Svo segir I niðurlagi leiðara Vísis i dag. Sjá nánar á bls. 6 Þctta er Norðlendingurinn i hópi sumarstúlknanna okkar. Hún heitir Guðrún Valgarðsdóttir, og er at- vinnulaus eins og er. En hún hefur fullan hug á aö fá vinnu sem er vel borguð. Lifi fyrir líðandi stund og norðan Við megum búast við litlu sólskini og sólbaðsveðri um helgina, hér sunnan lands og vestan. En ekki er óliklegt, aö prýðilegt ferðaveður bjóðist fyrir þá, sem bregða ætla sér bæjarleið I biinum. Jónas Jakobsson, veður- fræðingur sagði okkur, að gert væri ráð fyrir suðvestanátt og skúrum og yrði það svo um helgina eftir þvi, sem bezt yrði séð. Norðan til og austan verður liklega bliða, léttskýjað og hlýtt, 15 til 20 stig. Sunnan- lands verður hitinn 10—12 stig, ef að likum lætur. — ,,Það er mjög gott. Ég borðaði það einu sinni heima hjá mér, og ég varð alveg stórhrifin. Það var hakkað, og mjög likt rjúpnakjöti á bragðið.” Sú sem þetta mælir er Guðrún Valgarðsdóttir, sjöunda sumarstúlkan okkar. Og hvað hún er að tala um? „Auðvitað hreindýrakjöt.” „Annars er ég óttalega litill kokkur. Ég kann bezt við að láta elda ofan i mig. Ég hef lika alveg nóg annað við timann að gera.” Guðrún er 20 ára gömul, ættuð að norðan. Hún var i tvo vetur i Menntaskólanum á Akureyri, en fluttist hingað suður fyrir rúmu ári. Hún vann i Karnabæ, en er hætt þar. ,,Ég er að leita mér að vinnu núna. Ég er svosem til i að prófa að vinna við hvers konar störf. En bara að þau séu vel borguð”. Guðrún er ákaflega viðreist. Hún hefur þeytzt um Evrópu og Ameriku, en á mörgum stöðum hefur hún ekki stanzað nema i nokkra daga. „Eg kann lang bezt við Kaupmannahönf. Húsin þar eru eitthvað svo vinaleg. Svo er lika ágætis loftslag þar. Ég kann lang bezt við sól og surriarveður, og það finnur maður þar. „Ætlarðu að halda áfram að læra”? „Mig langar til þess. En varla i skóla. Ég held ég hafi mestan áhuga á þvi að sjálfmennta 'migl Mig langar að lesa bækur og fræðast um allt mögulegt. En það erfiðasta við að vera i skóla er það að þá er maður alltaf svo blankur. Ég lifi nefnilega eftir prinsippinu að lifa fyrir liðandi stund”. _ah Ríkið fœr - ef það dýraspítalann þá vill... „Jú það er rétt, að herra Watson hefur boðið íslenzka ríkinu dýrasjúkra- hús að gjöf, en ákvörðun hvort hún. verður þegin, hefur ekki verið tekin austan ennþá", sagði Magnús Torfi ólafsson, mennta- málaráðherra í gær. Watson hugðist eins og við höfðum áður skýrt frá gefa Dýraverndunarsambandi tslandi sjúkrahúsið en hefur nú snúizt hugur og vill gefa það rikinu. Astæðan fyrir þvi að ekki hefur verið ákveðið, hvort gjöf Watsons verður þegin er sú eins og menntamálaráðherra sagði”, að sá sem þiggur slika gjöf, tekur þá jafnframt á sig þær skyldur að starfrækja dýrasjúkrahúsið sómasamlega og sjá um allan rekstur þess”. Ekki vildi Magnús Torfi fullyrða um það hvernær ákvörðun yrði tekin i málinu af hálfu islenzkra stjórnvalda en vafalaust býða reykviskir dýra- eigendur óþreyfjufullir eftir niðurstöðu i málinu. —ÓG Eigum við ekkert skóld? — af 35 Ijóðum reyndist ekkert hœft sem þjóðhótíðarljóð Ekkert kvæðanna 35 sem bárust Þjóðhátiðarnefnd 1974 i keppninnium Þjóðhátiðarljóð, kemur til greina sem slikt. Þetta er samróma álit dómnefndarinnar, en formaður hennar er Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Visir hefur frétt þessa eftir áreiðanlegum heimildum, en i gærkvöldi reyndist ekki unnt aö ná i Andrés Björnsson, eða Indriða G. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra þjóðhátið- arinnar. Keppnin um þjóðhátiðarljóð 1974 hefur staðið i langan aldur. Verðlaunin fyrir bezta ljóðið áttu að nema allt að 200 þúsund krónum. Skila- fresturinn rann út fyrir nokkrum mánuðum, og hefur dómnefndin verið að fara yfir þau siðan þeim fresti lauk. En nú er álit dómnefndarinnar sem sagt komið. Opinber tilkynning um þá niðurstöðu hefur þó ekki verið gefin út. —ÓH Sumarið ófram fyrir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.