Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 10

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 10
Helzt spennon ófram í 1. deild? Eða bldsir íslandsmeistaratitillinn við Keflvíkingum og fallið við Breiðabliki eftir leiki dagsins Mjög þýðingarmiklir leikir verða háðir i 1. deildinni i knattspyrnu i dag— Keflavik—Valur i toppbaráttunni en Akur- eyri—Breiðablik i botn- inum. Þar fást sennilega þau svör, sem öllu skipta hvort keppnin verður svo gott sem búin á báðum vigstöðvum eða spennan heldur á- fram. Með sigri gegn Val er íslandsmeistara- titill næstum i höfn hjá Keflvikingum. Liðið hefði þá náð fimm stiga forskoti, sem varla myndi glatast i þeim fimm leikjum, sem eftir eru i deildinni. Takist Valsmönnum hins vegar Golf um helgina Keppni um Oliubikarinn, hefst á morgun klukkan 13.30. Keppnin er meö forgjöf, 18 holur en 16 beztu keppa siðan holukeppni til úrslita. A sunnudaginn veröur 18 holu kvennakeppni meö forgjöf og hefst hún kiukkan 13.00. Siöan veröur keppt um Arne- sons skjöldinn á mánudaginn klukkan 17.30 en þaö er 18 holu forgjafarkeppni. aö sigra mundi aðeins eitt stig skilja liöin að — Keflavik er nú með 16stig, Valur 13. Nú jafntefli þýðir að þriggja stiga munur verður áfram á liöunum. Leikurinn hefst kl. fjögur og þarf ekki að efa, að aðsókn veröur mikil á grasvellinum I Keflavik. 1 fyrri leik liðanna i deildinni sigr- uðu Keflvikingar með miklum mun, 4—0 á Laugardalsvellinum, og léku þá Valsmenn grátt. Hins vegar hefur Valsliöinu farið mik- ið fram siðan og selur sig dýrt I dag. A Akureyri gæti Akureyrarliðiö tryggt mjög stöðu sina með sigri gegn Breiöabliki og þá væri raun- verulega ekki lengur hægt að tala um fallbaráttu hjá Akureyring- um. Þeir hafa lagað mjög stööu sina eftir slæmt gengi I byrjun, og með sigri væru þeir komnir fimm stigum á undan Blikunum. Hjá þeim hefur hins vegar flest geng- ið á afturfótunum siðustu vikurn- ar — Breiðablik hefur aðeins unn- ið einn leik I deildinni hingað til — gegn Akureyri á Melavellinum 27. mal svo kominn er timi til að fara eitthvað að punkta upp á stöðuna. Breiöablik vann Akureyri mjög örugglega 4—0 á Melavellinum, en grasvellirnir hafa oft veriö lið- inu fjötur um fót. Og á Akureyri er leikiö á grasinu. Þriðji leikurinn I dag milli Fram og Vestmannaeyja hefur ekki eins afgerandi þýðingu, þó um ýmislegt sé barizt. Vest- mannaeyingar gætu með sigri gert sér von um annað sætið I deildinniog þar með rétt i UEFA- keppnina, Islandsmeistarar Fram þurfa nú að fara að sýna sitt rétta andlit ef ekki á illa að fara. Liðinu hefur gengið ótrúlega illa I deildinni I sumar. Leikur Fram og Vestmannaeyja hefst kl. tvö á Laugardalsvellinum. Annað kvöld verður annar leikur á Laugardalsvellinum. Þá mætast gömlu keppinautarnir, KR og Akranes, og þó merkilegt kunni að hljóma er það fyrsti leikur Ak- urnesinga I Reykjavik á keppnis- tlmabilinu. Tveir leikir verða I 2. deild I dag. Haukar—FHI Hafnarfirði og Völsungur—Þróttur, Neskaup- stað, á Húsavík. A mánudag verður einn leikur I 2. deild á Melavellinum milli Vlkings og Hauka. Knattspyrnudagur Þróttar Knattspyrnuféiagiö Þróttur gengst fyrir knattspyrnudegi á iþróttasvæöi sinu viö Sæviðarsund á morgun, sunnudag, og veröur þar leikin knattspyrna frá kl. tiu um morguninn fram til sjö. Unglingaflokkar félagsins sýna sig á veliinum, ailt frá sjötta flokki upp i nnnan. H Hann svífur fallega, glimumaöurinn á myndinni, Pedro Morales — og þeir kalla þetta „svanastökk” á fagmálinu. Myndin var tekin I Madison Square Garden i New York, og það fylgdi sög- unni aö Morales hafi lent á mótherja sinum, George Steele, og sigraði. En þekkið þiö dómarann i hringnum? Það er enginn annar en Joe Louis, fyrrum heimsmeist- ari i þungavigt i hnefaleik- um, sem þarna dæmdi sinn fyrsta glimuleik 24. júii siö- astliðinn. TlGRIS Máht andolay. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Innflutningsdeild ^ SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080 TEITLIH TÚFRAMAÐUR djöfullinn. sem drepur Basllikanl Allir eru i helgreipum dáleiðsludýrsins! Greipur dregst að hinum grimmilegu örlögum með augnaráðinu ----------1 Ég skaut heiili hleðslu að skepnunni — kúlumar hrökkva bara af! Ég verö að ná athygli dýrsins! Stórkostlegt! Kúlur, eiturörvar, ekkert hefur áhrif á skepnuna — Hún ver sig með kraft mikilli dáleiðslu! ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.