Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 20
vísir Laugardagur 28. júll 1973. Brotizt inn á Þing- völlum Afgreiöslumanninum I benzin- siilunni viö Hótel ValhöII á Þing- völlum brá heldur I brún, þegar hann kom I afgreiösluskúrinn eftir aö hafa brugöiö sér frá andartak I fyrrakvöld. Var búið aö brjótast inn um dyrnar og stela um þaö bil 50 þúsundum i peningum og ávisunum og þjófarnir á bak og burt. Ekki komust þeir þó langt, þvi að erfitt var að fá bilferö til höfuöborgarinnar og gleöinnar, svo þeir brugöu á þaö ráð, að setjast upp með feng sinn, á eyði- býli i grenndinni. Þar fundust þeir siðan og reyndust vera tveir gamalreyndir i faginu, og náðist megin hluti þýfisins aftur. —ÓG Mikið fugla- dráp Fjöldann allan af dauöum fulgum hefur rekiö á land á Sel- tjarnarnesi undanfarna daga og vikur. Þaö er mál manna, aö flest allir þessara fugla hafi ver- iö drepnir. Fuglar þessir eru af öllum tegundum, jafnvel súla. Vitað er að margir gera sér það að „leik” að fara á bátum út á sundin að skjóta fugla Margir hirða þá einnig. Vegna þess hve tiðarfarið hef- ur verið slæmt undanfarið, er talið að menn þessir hafi ekki getað hirt jafnmarga fugla og venjulega. — ÓH. Spellvirkjar í Þjórsárdal Þetta var heldur leiðinleg að- koma — sagði Hclgi Arason, full- trúi stöðvarstjóra viö Búrfells- virkjun, þegar við höföum sam- band við hann vegna skemmdar- verka á sundlaug þeirra þar efra. — Það varrifið niður loftnet af neyðartalstöð, sem þarna er, bjarghringar eyðilagðir og allt svinað út. Auk þess var allt rifið og tætt i nýbyggingu, sem verið er að reisa þarna en verið er að bæta við snyrtiherbergjum og búnings- klefum, sem voru orðnir allt of litlir —, sagði Helgi ennfremur. Sundlaugin, sem er við Rauðukamba, i um það bil 10 kflómetra fjarlægð frá Búrfells- virkjun, hefur verið mikið sótt af feröamönnum undanfarin sumur og geysimikill fjöldi var þarna siðustu sólardaga. Aö sögn Helga er ekki vitað hverjir voru að verki við skemmdarstörfin, en gæzlu- maður er þarna alla daga og venjuleg girðing i kringum svæðið, sem þó ekki er mannheld. — ÓG Sýndi á sér kynfœrin: Afbrigðilegur maður rœðst á stúlku „Ég heyrði eitthvað més fyriraftan mig og leit við. Þá stóð hann rétt fyrir aftan mig. Hannvarbúinn að vera aðangra mig áður, svo ég sagði hvasst: „Heyrðu ég er að fara heim" Þá sagði hann: „Ertu ekki til í smá gaman". Þá tók ég eftir því að hann var með kyn- færin úti". Ung stúlka sem var á leiö heim frá Veitingahúsinu Lækjarteig 2, eða Klúbbnum, eins og það er af mörgum kallað, varö fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að kyn- ferðislega afbrigðilegur maður áreitti hana. Þetta geröist á fimmtudagskvöldið. Ég fylltist skelfingu þegar ég sá þetta. Hann þreif i hægri hand- legginn á mér. En ég gat lamið hann með vinstri hendinni á hálsinn. Virtist ég hafa hitt á við- kvæma taug, þvi hann hálf vankaðist. ,,Ég skal drepa þig”, sagði hann þá, og fór með hendina inn á sig. Ég varð skelfinu lostinn við tilhugsunina um aö heföi hnif eða eitthvað annaö innan á sér. Greip ég þvi i hárið á honum, og ætlaði að skella honum i gang- stéttina. Þá veit ég ekki fyrr til en ég stend með hárkollu i hönd- unum. Ég fylltist viöbjóöi og fleygði hárkollunni upp i tré. Siðan tók ég til fótanna, og hljóp eins og fætur toguðu, þar til ég hitti tvo stráka sem gátum fylgt mér heim. Ekki þorði ég samt að sofa heima um nóttina, heldur fór til vinkonu minnar”, sagði stúlkan I viðtali við Visi i gær. Hún sagði að maðurinn heföi þrivegis verið búinn að angra sig á veitingahúsinu. Bauö hann henni i parti, og að lokum bauðst hann til að aka henni heim. Hún afþakkaði allt sem hann bauð. Þar sem hún byr skammt frá veitingahúsinu, gekk hún heim til sin. En á mótum Hrisateigs og Sundlaugarvegar varð hún mannsins vör. Stúlkan lýsir manninum þannig, aö hann sé um 1.70 m á hæð. Hárkollan sem hann var með, er ljósleit, en hans eigiö hár er dökkleitt. Sjálfur er hann frekar dökkur i framan, og á aö gizka 34 ára gamall. Þegar hann var i veitingahúsinu var hann klæddur gulum bol, með blárri mynd á. Aletrun á sænsku var á bolnum. —ÓH Vélin hans Sverris komin ,,Ég hefði aldrei komið þessu I gegn nema með að- stoð fjölmiðlanna og það er timi til kominn að ýta við öllu cmbættismannakerfinu sem situr á öllum framförum og breytingum hér á íslandi”, sagði Sverrir Kunólfsson, þegar við hringdum i hann út af þvi að hluti gatnagerðar- vélar hans er kominn. Vélin hans Sverris er komin! Hún kom með Goða- fossi I gær. Árum saman hefur hún verið eitt helzta umræðuefni þjóðarinnar. Og nú fer Sverrir af staö. — —ÓG. (Sverrir við vélina um borö f skipinu i gærkvöldi. —- Bretar að sigra í stríðinu-tœknilega' — segir yfirmaður á Statesman Bretar eru að vinna þorska- striöið er álit Lt. Cdr. Harlock, sem kom til Hull fyrir stuttu, eftir að hafa verið 7 vikur á tslands- iniðum sem yfirmaður á dráttar- bátnum Statesman. Lt. Cdr. Ilarlock sagði, að almennt gerði fólk sér ekki grein fyrir hversu England væri háð útgerö. Það væri sennilega fleira fólk háð henni heldur en allir ibúar is- lands. „Ég lýsi yfir að við erum að vinna þorskastriðið tæknilega séð”, sagði hann. „Ég álit að her- skipin hafi verið sérlega klók að finna og halda i skefjum varð- skipunum islenzku þannig, að togararnir hafa ekki misst nema einn og hálfan klukkutima á þeim siðustu 3-4 vikum sem ég var þar, og er það vegna þess hversu vernd herskipa okkar er góð”. Hann sagðist hafa talað við marga skipstjóra frá Hull sem væru mjög þakklátir fyrir vernd herskipanna. Fiskveiðar sagði hann, er vei hægt að stunda undir þessum kringumstæðum og það er ekki nokkur ástæða fyrir þvi, að ekki sé hægt að stunda þær undir vernd áfram á fslandsmiðum. Lt. Cdr. Harloek býst við að fara fleiri ferðir fljótlega Hann sagði, að dráttarbátarnir hefðu gert vel. Það hefði samt ekki gagnað nógu vel fyrr en herskip- in komu. Togararnir hefðu misst of mikinn tima við fiskveiðar, vegna þess hversu oft þeir þurftu að draga inn vörpurnar vegna sifelldra ógnana islenzku varð- skipanna um að skera á þær. Nú hefur sjóherinn vernd togaranna i hendi sér og betri leiðir til að fylgjast með varð- skipunum, svo að þau eigi mjög litla möguleika, þar sem sjóher- inn hafi snúið vopnin úr höndum þeirra. Vildu ekki láta Eimskip og SÍS sigla ein lllutafé Hafskips hf„ var aukið uin helming, upp I 54 milljónir og samþykkt heimild til að auka það enn i 162 milljónir á aðalfundi félagsins i gær. Fjölgað var i stjórn félagsins um tvo og ráðinn nýr fram kvæmdastjóri, Magnús Gunnars- son, viðskiptafræðingur, sem verið hefur skrifstofustjóri Sölu- sambands islenzkra fiskframleið- enda. Magnús mun sérstaklega hafa kynnt sér starfsemi og rekstur skipafélaga. Margir nýir aðilar hafa gerzt hluthafar i félaginu og stendur hlutafjársöfnun nú yfir og er ætl- unin að auka hlutaféð eins og kostur er til að tryggja starfsemi og rekstrargrundvöll fyrirtækis- ins. Þeir sem standa fyrir endur- reisn Hafskips hf. munu af ýmsum ástæðum hafa talið það mjög óæskilegt, að starfsemi þess legðist niður. Munu i það minnsta ýmsir þeirra ekki telja æskilegt, að Eimskip og Sambandið sjái ein um farmflutninga á sjó milli íslands og annarra landa. Eins og sagt var frá fyrir nokkru hefur Hafskip hf„ verið i verulegum rekstrarerfiðleikum undanfarið og meðal annars var eitt skipa félagsins kyrrsett i Hamborg, að fyrirlagi erlendra lánardrottna, um fimm vikna skeiö. Á aðalfundinum var kjörinn nýr stjórnarformaður, Magnús Magnússon, skipstjóri. Ytri— Njarðvik. Hafin er gagnger endurskipu- lagning á starfsemi fyrirtækis- ins, bæði fjármálum og áætlunum Hann virtist stórslasaöur og illa farinn, þar sem hann lá i blóði sinu á Rauðarárstignum maöurinn, sem ráðist var á og barinn I götuna klukkan rétt fyrir 10 i gærkvöldi. Lögreglan handtók tvo pilta skömmu siöar, sem sterklega eru grunaðir um verknaðinn og voru þeir hafðir i gæzlu i nótt. Sá sem fyrir árásinni varð, var minna slasaður en á horfð- skipa þess. Hafskip hf„ á nú þrjú skip, Rangá, Selá og Langá og einnig hefur það haft Laxá á leigu siöastliðin tvö ár. —ÓG ist, haföi hann fengið miklar blóönasir auk þess að hann var nokkuð hruflaður. Fékk hann að fara til sins heima eftir rann- sókn á Slysadeildinni. Af ungu mönnunum er það að segja, að þeir munu um svipað leyti hafa afrekað það, aö brjóta stóra rúðu i Brautarholti 4. Verðmæti hennar er hátt i 40 þúsund kr. að sögn kunnugra. — ÓG. Börðu mann og brutu rúðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.