Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 28.07.1973, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 28. júli 1973. Mikið misrœmi Mjög mikið misræmi milli áætlana, sem gerðar eru fyrir þá, sem bjöða út verk. Er var- hugavert að treysta svo handa- hófskenndum vinnubrögðum, sem misræmið bendir til, að viðhöfð séu. Þetta kom fram i könnun, sem stjórn félags lög- giltra rafverktaka i Reykjavik hefur látið gera um áreiðanleik áætlana. Samið hefur verið við tryggingarfélag um hóp- tryggingu rafverktaka. Um er að ræða persónulega tryggingu þeirra, sem reka fyrirtækin, en þeir voru áður taldir verr tryggðir en starfsmenn þeirra. f hóptryggingunni felst lif- trygging, sjúkra-örorku- trygging, slysaörorkutrygging og sjúkra- og slysapeningar. Formaður félags löggiltra rafverktaka i Reykjavik er nú Páll borláksson. Fram- kvæmdastjóri er Árni Brynjólfsson. Páll Sigurðsson formaður sambandsins afhendir Einari Þorsteinssyni rakara úr Eyjum 200 þúsund krónur af söfnunarfé frá Norðurlöndum. Starfssystkini á Norðurlöndum söfnuðu fé handa rökurum og hárgreiðslukonum úr Eyjum, vegna gossins. Rakarar og hárgreiðslukonur hér eru aðilar að sameiginlegu sambandi, og var út- hlutað alls um 800 þúsund krónum til átta karla og kvenna. A myndinni frá vinstri: Pálina Sigurðardóttir form. félags hárgreiðslukvenna, Magnús H. Magnússon bæjarstjóri, Einar og Páll og Hallbcrg Guðmundsson gjaldkeri félagsins. Sljórnendur Sanitas: Sigurður Waage, framkvæmdastjóri, Björn Þorláksson fulllrúi og Sigurður S. Waage fulltrúi. Pepsi-afmœli Kynnumst Indlandi Fátt er jafnmikill höfuðverk- ur þeim tslendingum, sem eitt- hvað vilja vita um fjarlæg lönd, og skortur á heimildum. Ahugi á Austurlöndum hefur vaxið á Vesturlöndum siðustu ár og einnig væntanlega hér á landi. Þvi verða vafalaust not af ýtarlegu safni, 52ja bóka um Indland, sem ræöismaður íslands i Bombay gaf Háskóla Islands fyrir skömmu. Undanhald, ekki uppgjöf Leikdómarar hörfuðu, en gáfust ekki upp. I félagi þeirra var samþykkt, að ,,vegna framkomu Baldvins Halldórssonar leikara við afhendingu silfurlampans.. og vegna álitsgerðar Félags islenzkra leikara um leikdómendur...” að fella niður fyrst um sinn veitingu silfur- lampans. Hins vegar mun félagið eftirleiðis efna til at- kvæðagreiðslu félagsmanna i lok hvers leikárs um nokkur beztu verk leikársins, leik, leikstjórn, leiktjöld og fleira og birta niðurstöðurnar. Nánari reglur um tilhögun þessarar viðurkenningar skulu settar fyrir lok leikársins 1973-74. Ilraunið i góðu verði Fátt er svo með öllu illt...Hraun og aska eði- leggingarinnar i Eyjum hefur fengið markað erlendis. Tals- vert hafa ferðaskrifstofur, flug- félög og fleiri selt i pokum. Vafalaust mætti selja mun meira, ef mönnum þætti taka þvi. Dæmi um eftirspurninuna er reynsla Lionsklúbbsins Ægis. Lionsklúbburinn Middlelart i Danmörku óskaði eftir hrauni frá Eyjum til að selja á ,,flóa- markaði”, þar sem seldir eru ýmsir hlutir lágu verði, ámóta og á basar. Ægismenn fengu með hjálp góðra manna i Eyjum fimm tunnur og sendu þeim dönsku. Danir sendu aftur 10 þúsund krónur danskar i pósti, sem eru rúmar 150 þúsund islenzkar. Bóndi gamla timans á filmu borsteinn Jónsson kvik- myndagerðarmaður hefur hlot- ið styrk menntamálaráðs, 650 þúsund krónur. Hanná að nota styrkinn til að gera 30 minútna heimildarkvik- mynd i litum um bóndann. Fyrri myndin er bóndi á Vestfjörðum á stað, þar sem hvorki er vega- samband né rafmagn i kvikmyndinni Bóndinn, i kvikmyndinnij Guðmundur, býr þar fjárbúskap að gömlum hætti án nútimavéla og —tækja. Eina vélin á bænum er rokkurinn i trillunni. Hann slær með orfi og ljá, bindur upp á hesta og lifir á allan hátt við atvinnuhætti, sem löngu eru hornfir annars staðar. Þorsteinn hefur hlotið menntun i Prag. Orloí húsmæöra Nýr þáttur i starfsemi orlofsr nefndar húsmæðra i Reykjavik er rekstur barnaheimilis i Saltvik á Kjalarnesi nú i ágúst- mánuði. Orlofsnefndin rekur eigið orlofsheimili að Laugum i Dala- sýslu. Þar er sundlaug á sama stað og Guðrún ósvifursdóttir gekk forðum til laugar. Rétt til orlofs af þessu tagi eiga húsmæður á öllum aldri, sem veita eða hafa veitt heimili forstööu án launagreiðslu fyrir það starf, samkvæmt lögum. Heimilið að Laugum tekur 50-60 gesti, sem dveljast þar i 9 daga i senn, ásamt fararstjóra. Verða niu ferðir alls farnar i sumar, á timabilinu 21. júni til 1. september. Árvatnið islenzka að mestu ómengað Árvatnið islenzka er i dag að mestu ómengað af manna- völdum. Þau eru lokaorð skýrslu orku- stofnunar og rannsóknarstofn- unar iðnaðarins um efna- rannsókn vatns á vatnasviði Hvitar-ölfusár og Þjórsár við Urriðafoss. Samvinna um efnarannsóknir vatns hófst milli vatnamælinga orkustofnunar og rannsóknar- stofnunar iðnaðarins fyrir rúmu ári. Sýni voru tekin reglulega á þessum slóðum. Sýrustigið reyndist alltaf á þvi sviði, sem hentar islenzkum vatnafiskum. Litil rotnun kom i ljós i öllum ánum og litið um lifræn efna- sambönd. Aðrar athuganir bar aðsama brunni: Litil sem engin mengun i þessu vatni. # Þrjár ungar manneskjur mót- mæltu Seðlabankabyggingunni Mótmælin voru ekki skipu- lögð af samtökum. Þessi mótmæli voru fólgin i þvi, að ungmennin máluðu slagorð á bárujárnsgirðinguna umhverfis hina fyrirhuguðu byggingu. Ekki náðu þau að mála mikið. Lögregl- an kom á staðinn og stöðvaði framkvæmdir þeirra. Voru þau siðan færð til yfirheyrslu. ,,Ljót bygging á röngum stað”, sögðu þau að hefði átt að mála á girðinguna. Ekki er vitað hvernig málingin, sem málað var með var á litinn. :>,(» ár eru liðin, frá þvi að Sanitas fékk einka- leyfi til framleiðslu og sölu hér á landi á Fepsi-Cola. Þetta var hátiðlegt haldið i fyrra- dag. Verksmiðja Sanitas á 68 ára afmæli i ár. Fyrirtækið er eitt af elztu starfandi iðnfyrirtækjum á landinu. Það er hluti af Pepsico stórfyrirtækinu, sem hel'ur aðalstöðvar i Bandarikjunum, en Norður-Evrópudeild þess hefur höfuðstöðvar i London. Aðalfyrirtækið fylgist náið með þvi, að nákvæmlega sé framfylgt settum reglum um blöndun og alla meðferð drykkj- arins. Gæðaeftirlitið fer fram á þann hátt, að tæknimenn Pepsico koma hingað reglulega til að fylgjast með framleiðsl- unni, og héðan eru send i hverj- um mánuði sýnishorna af framleiðslunni. Þessi sýnishorn eru siðan nákvæmlega efna- greind i samræmi við sérstakar forskriftir. Starfsfólk Sanitas er 50 manns. Sigurður Waage keypti fyrirtækið árið 1924. og rak það sem einkaeigandi til 1939. Þá var það gert að hlutafélagi, og hefur sigurður verið forstjóri fyrirtækisins alla tið siðan. I Fyrstu árin, sem Sanitas starfaði, var þetta verksmiðja þess, I Melhúsatúni á Seltjarnarnesi. Það var árin 1905-1916. Nú stendur verksmiðjuhúsið við Lindargötu. Gáfu Borgarspitalan- um heimilisbókasafn- iö Jón Guðmundsson forstjóri Belgjagerð- arinnar og Jórunn Guðnadóttir kona hans hafa fært Borgarspitalanum að gjöf heimilisbókasafn sitt, 2500 bindi. Bækurnar verði stofn að sjúkrabókasafni i Grensásdeild sjúkra- hússins. Gefendurnir ræöa við sjúkrahúsfólk um bækurnar. Frá vinstri Sigurlin Gunnarsdóttir, Kristín H. Pétursdóttir, Asgeir B. Ell- ertsson, Jón Guðmundsson og Jórunn Guðnadóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.